Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Qupperneq 32
Subaru Impreza FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFIIR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Nýjar tillögur Vinstri grænna: Austfirðingar - fái 400 millj- ónir árlega - til atvinnuuppbyggingar Vinstri hreyfingin - grænt framboð kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi þingvet- ur á fundi í gær. Byggðamál og um- hverfismál verða ofar- lega á baugi og mál þeim tengd. Flokkur- .> inn boðar sérstakar að- gerðir til að treysta byggð á Austurlandi. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna, sagði í samtali við DV í morgun aö stór- iðjuáform stjórnvalda væru oft sett fram til að gæta hagsmuna Austfirð- inga en vinstri grænir teldu hug- myndir um Kárahnjúkavirkjun og álver - stærstu ríkisframkvæmdir sögunnar - þvert á móti leiða til vaxtahækkunar og óæskilegra áhrifa. Þess vegna setji flokkurinn fram aðra kosti. „Við viljum verja árlega 400 milljónum króna á næstu sex árum til atvinnuupp- byggingar. Þróunar- félag Austurlands sjái um ráðstöfun fjárins og þetta sé gert á forsendum lieimamanna," segir Ögmundur. Hann boðar þessar aðgerðir sem fyrsta áfangann af mörgum en vill að mat verði lagt á afraksturinn innan þriggja ára. „Ef þetta gefur góða raun vilja Vinstri grænir að þetta verði reynt í öðrum hlutum landsins. -BÞ Hafna Kárahnjúkavirkjun Þingflokkur Vinstri grænna kynnti helstu stefnumái sín á fundi í gær. DV-MYND GVA Framkvæmdir hafnar aftur Framkvæmdir eru nú hafnar aftur viö viöbyggingu Alþingishússins og er stefnt aö því að þeim veröi aö mestu leyti lok- ið haustiö 2002. Þessa dagana er unniö aö því aö klára bílakjallara og slá upp fyrir næstu hæö þar fyrir ofan. Sjá bls. 4. Starfshópur: Vill banna einkadans Starfshópur borgarstjóra og lög- reglustjóra um veitingamál hefur lagt fram ítarlega skýrslu um marg- víslegar breytingar á veitingastarf- semi. Þar kemur m.a. fram tillaga um bann við kjöltu- dansi. í skýrslunni er einnig , lagt til að hertar verði reglur um vínveitingar og að borgarstjórn verði veitt heimild í lög- reglusamþykkt til að banna ölvun og/eöa meðferð áfengis á til- teknum timum og á til- teknum svæðum borgar- innar. Þá eru einnig til- lögur um breyttar reglur um starfsemi nætur- v klúbba og nektarstaða. Þar er lagt til að lagt verði bann við „einkadansi" á nætur- klúbbum. Þar verði jafnframt kveðið á um að sýning verði að fara fram í nægilega rúmgóðu húsnæði þannig að gott rými sé á milli sýnenda og áhorfenda. Miðað verði viö ákveðinn metrafjölda i því sambandi. Jafn- framt verði sýnendum bannað að fara um meðal áhorfenda. -HKr. Samskiptaleysi milli fjármálaráðuneytisins og Þjóðhagsstofnunar: Þjóðhagsstofnun var ekki látin vita af því að vinna stofnunarinnar yrði ekki lögð til grundvallar fjárlögunum „Það kom okkur á óvart að þess- ar meginforsendur okkar væru ekki lagðar til grundvallar fjárlögunum. Okkar forsendur komu fram 1 þjóð- hagsáætlun og þeir höfðu að- gang að henni. Fjármálaráðu- neytið lét okkur ekki vita af því að þeir ætluðu að leggja aðrar for- sendur til grund- vallar fjárlögun- um,“ segir Þórður Friðjónsson, for- stöðumaður Þjóðhagsstofnunar. Aldrei fyrr hefur fjármálaráðu- neytið hundsað vinnu Þjóðhags- stofnunar við gerð fjárlaga og hafa kenningar verið á lofti um að þessi staðreynd marki upphafið að enda- lokum stofnunarinnar. Samkvæmt fyrrgreindum orðum Þórðar fékk Þjóðhagsstofnun fyrst vitneskju um það þegar fjárlögin voru fullunnin að útreikningar stofnunarinnar væru ekki lagðir til grundvallar. Ráðuneytið kaus ,þess í stað að vinna sína útreikninga sjálfstætt. Þórður segist ekki sjá að sama- semmerki sé milli óvissu um fram- tíð stofnunarinnar og þessara vinnubragða en bendir þó á að það sé annarra að svara fyrir það. Spurður hvort störf Þjóðhagsstofn- unar hafi að nokkru leyti verið unn- in til einskis í ljósi ákvörðunar ráðuneytisins segir Þórður svo ekki vera. Þjóðhagsstofnun eigi lögum samkvæmt að gefa a.m.k. tvisvar á ári yflrlit um ástand og horfur i efnahagsmálum og eftir því sé unn- ið. „Það er mjög mikilvægt að okk- ar mati að óháður aðili geri svona spá,“ segir Þórður. Hann segist ekki hafa skýringar á því af hverju geng- ið hafi verið framhjá þeim nú. Þeir hafi unnið sína spá með eins fagleg- um hætti og framast var unnt mið- að við fyrirliggjandi upplýsingar. Mikið ber í milli þegar forsendur fjármálaráðuneytisins eru annars vegar skoðaðar og hins vegar þjóð- hagsspá Þjóðhagsstofnunar. Þannig gera fjárlögin ráð fyrir 1% hagvexti næsta ár en Þjóðhagsstofnun spáir 0,3% samdrætti. Um skýringar þess- ar mismunar segir Þórður að tvennt orsaki einkum hagvaxtarmismun- inn milli spánna. Ráðuneytið geri ráð fyrir meiri þjóðarútgjöldum en Þjóðhagsstofnun og ekki sé miðað við að einkaneysla dragist jafn mik- ið saman og að mati Þjóðhagsstofn- unar. Enn fremur geri forsendur fjárlaganna ráð fyrir að fiskafli verði töluvert umfram aflaheimildir og það sem Hafró hefur mælt með næsta ár. Spurður hvort þetta sé hæpin forsenda, segir Þórður að all- ur gangur sé á því hvort veitt sé umfram aflaheimildir. Þetta séu óvissuforsendur í báðar áttir. Ekki náðist í Geir Haarde í gær. -BÞ Þórður Friöjónsson. Sex menn Öll spjót standa á Kvikmyndaskoð- un íslands um þessar mundir. Eins og DV hefur greint frá leggja sjálfstæðis- menn í drögum landsfundar til að Kvikmyndaskoðun verði lögð niður og á heimasíðu menntamálaráðherra segir Bjöm Bjarnason að í sumar hafi staðið yfir í ráðuneytinu vinna við frumvarp um afnám opinbers eftirlits með kvikmyndum. Frumvarpið bygg- ist á eldra frumvarpi þar sem sagði að „núgildandi lög um kvikmyndaskoð- un brytu í bága við ákvæði stjórnar- skrárinnar um bann viö ritskoðun." Sigurður Snæberg, forstöðumaður Kvikmyndaskoðunar, segist kunnug- ur hugmyndum menntamálaráðherra og hafi þeir rætt saman vegna málsins í sumar. Of snemmt sé að segja tO um lyktimar en Sigurður telur að hlut- horfa á 700 verk Kvikmyndaskoðunar brjóti ekki í bága við stjórnarskrárákvæðið um bann við ritskoðun. „Við vimm af þessu og bíðum spenntir eftir að sjá frumvarpið," segir Sigurður. Sex skoðunarmenn starfa við að horfa á bíómyndir og hefur Kvik- myndaskoðun horft á um 700 myndir árlega, þ.e.a.s allar myndir sem sýnd- ar eru í kvikmyndahúsum svo og spól- ur eða DVD-diska á myndbandaleig- um. Þá er skrifstofumaður í hálfu starfi á vegum Kvikmyndaskoðunar og forstöðumaðurinn er einnig í hálfu starfi. Sjónvarpsstöðvarnar bera hins vegar ábyrgð á sínu efni. Sigurður segir að menningarheim- ur landa sé ólíkur og því gildi önnur viðmið hér um hvað hæfi áhorfendum en t.d. í Bretlandi eða Bandaríkjun- bíómyndir um. „Sem faðir tveggja barna tel ég eðlilegt að við séum með einhvers konar leiðsögn um þessi mál eða neyt- endaupplýsingar," segir Sigurður, að- spurður hvort eftirlitið sé óþarft. Ef Kvikmyndaskoðun verður lögð niður sparast nokkrir peningar hjá ríkinu en þó ekki verulegir sam- kvæmt tölum frá Sigurði um tekjur og gjöld árið 2000. Þannig hafi heildar- gjöld það ár numið 10,3 milljónum en tekjur fyrir skoðanagjöld 7,1 milljón. Mismunurinn er rúmar 3 milljónir króna. Þrjú ráðuneyti tilnefna menn í Kvikmyndaskoðun, þ.e.a.s. mennta- málaráðuneytið, félagsmálaráðuneyt- ið og dómsmálaráðuneytið. Mennta- málaráðuneytið sér hins vegar alfarið um skipanina. -BÞ brother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Útiljós Rafkaup Armúla 24 • S. 585 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.