Alþýðublaðið - 12.03.1969, Síða 7

Alþýðublaðið - 12.03.1969, Síða 7
Aíþýðublaðið 12. febrúar 1969 7 Nýtt félag Reykjavík — VGK. Nýstofnað félag áhugamanna um sjávarútveg lieldur fyrsta, útbreiðslu fund sinn annað kvölcl kl. 20.30 í Sigtúni við Austurvöll. Allir áhuga- menn um sjávarútveg eru boðnir velkomnir á fundinn. Framsöguerindi á fundinum flyt- ur Már Elísson, fiskimálastjóri og nefnist það: Sjávarútvegur á tíma- mótum. Að loknu erindinu verða frjálsar umræður. 1 upphafi fund- arins gerir formaður félagsins, Gunnar Friðriksson, stuttlega grein fyrir framtíðaráformum félagsins. A annað hundrað manns hafa nú gerzt meðlimir í Félagi áhuga- manna um sjávarútveg, en tilgang- lir félagsins er að vinna að hvers konar framförum á sviði sjávarút- vegs og að stuðla að sem hagstæð- .astri þróun hans. Stærsti liðprinn I þessari viðleitni er fræðslustarf- semi og er fundurinn annað kvöld sá fyrsti af fleiri fyrirhuguðum. Á næstu fundum verða teknir til um- ræðu helztu liðir sjávarútvegs okkar ásamt framtíðarhorfum og framtíð- arverkefnum. Bosch - verk- smiðjurnar leysa vandan Það er kunnara en frá þurfi að segja, hversu mikil óhreinindi setj- ast á framrúður og Ijós bíla, þegar ekið er í mikilli, hraðri umferð í vætutíð. Sama gildir upn afturljósin. Hafa þýzkir verkfræðingar kynnt sér þetta atriði og komizt að þeirri niðurstöðu, að óhreinindi, er setjast á fram- og afturljós bíla geti dregið Út Ijósrnagninu, svo að nemur 60 af hundraði, og þá augljós sú hætta, sem af þessu getur stafað. Að sjálfsögðu xná segja sem svo, að hver bílstjóri geti haft litla vatns- fötu og dulu með sér í bílnum, til að hreinsa ljóskerin við og við, en Iiver nuindi endast til slíks? Bosch-verksmiðjurnar þýzku hafa verið að glíma við þenna vanda að nndanförnu, og hefir verkfræðideild þeirra tilkynnt, að sigrazt hafi verið á honum. Flafa verksmiðjurnar m. a. srníðað tvenns konar þurrkur, bæði fyrir ferstrend og kringlótt framljós. Á fcrstrendu ljósin eru notaðar þurrkur, sem renna á stöngum beggja vegna við ljósker- in og er drifarmarnir nnnað hvort festir bak við skrauthlífina framan á vélarhúsinu eða á höggvarann. Þessum búnaði fylgir einnig vatns- dæla til að mýkja óhreinindin og skola þau burt. Sú gcrð, sem þvær kringlótt framljós, er fest á dragrör, sem fer yfir allan glerflötinn, hreinsar hann með nokkrum hreyf- íngum og staðnæmist svo saman- dregið. Þótt Ijós bifreiða sé með margvís- legum hætti, hafa Bosch-verksmiðj- urnar fundið upp þurrkur fyrir þau flest, cn enn stendur þó í mönnum að framleiða slík ta’ki á bfla mcð tveim kringlóttum Ijósum. Þá hafa verksmiðjurnar líka.framleitt þurrk- ur á afturljós. Áætlað er, að eins og nú standa sakir, sé,-mpðalvcrð á þurrktmi af þessu tagi 350 vesturþýzk mörk. | Búðarkona, sjónvarpsmaður | kennari og náttúrufræðingur VIÐ höfum orðið áþreifanlega varir við að meðal yngstu lesenda blaðsins eigum við stóran og þakk- iátan lesendahóp. Á hverjum degi fáum við mörg bréf frá þessum hópi og þökkum við kærlega fyrir. I fyrradag komu hingað fjögur börn, sem höfðu fengið verðlaun, og notuðum við tækifærið til að mynda þau og spjalla örlítið við þau. GUNNAR GUÐJÓNSSON, sem varð 5 ára 5. marz sl. og fékk af- Gunnar mælisdagaverðlaun, sagðist hafa fengið margt í afmælisgjöf: halíu- krana, sverð, byssu og byssubelti, hestvagn, flottan bíl sem hægt er að skipta um hjólbarða á. Hann er ákveðinn í að verða sjónvarpsmáð- ur. KRISTJANA ÓLAFSDÓTTIR varð 8 ára 3. marz og fékk hún einnig afmælisdagaverðlaun. Flún fékk bækur í afmælisgjöf, nátt- Kristjana 425 krónur í peningum, sem fóru í sparibauk sem hún fékk í afmælis- gjöf. Einnig fékk hún brúðarkjól á dúkkuna sína. Kristjana sagðist halda að lnin vildi verða búðarkona. AÐAI.BJÖRG TRAUSTADÓTT- IR fékk verðlaun fyrir mynd af Trítrí og sögu sem við birtum síð- ar. Hún er í Oldutúnsskóla og ger- ir talsvert af því að teikna og semja sögur. Hún er ákvcðin í að verða kennari þegar hún stækkar. Aðalbjörg Og að lokum fékk ILLUGÍ JÖKULSSON, 8 ára, verðlaun fyrir ágæta sögu um Trítrí. Hjtnn segist skrifa sögur um allt mögulegt, eil þetta er fyrsta sagan sem hann skrifar um tunglbúa. Illugi er ákveð inn í að verða náttúrufræðingur og er að safna sér fyrir smásjá. Illugi er sonur Jökuls Jakobssonar, rithöfundar og Jóhönnu Kristjóns* dóttur, er starfar sem blaðamaður við Moreunblaðið. — SJ. Spánverjar kaupa kýr í Danmörku SPÖNSK innkaupanefnd er nú á ferð um Jótland í allsérstæðum erindagjörðum. Flún er nefnilega að kaupa kýr! Spánverjarnir hafa áhuga á að hefja ræktun tveggja frægra danskra kynja — rauðu og svart- skjöldóttu mjólkurkúnna —r á slétt- m Spánar. Síðast er fréttist höfðu þeir þegar fest kaup á tólf kvígurn, og mun ætlunin að senda þær til Spánar innan skamms. Innflutningshöft munu ekki. standa því í vegi, dg áreiðanlega verður sú sending fagn- aðarefni spænskum törfum. Ætli nokkur þeirra fáist i nautaat eftic það? li l! FYRIR 2000 krónur Á MÁNUÐI OG 2000 ÚT GETIÐ ÞÉR FENGIÐ Nordás SVEFNHERBERGISSETT ÚR EIK, TEKKIEÐA HVÍTT 6 TEG., FÁ SETT EFTIR Kaupið strax þab borgar sig.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.