Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Blaðsíða 11
11
ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001
DV
HEILDARVIÐSKIPTI 2600 m.kr.
- Hlutabréf 380 m.kr.
- Húsbréf 820 m.kr. j
MEST VIÐSKIPTI
o Kaupþing 126 m.kr. j
© Pharmaco 60 m.kr.
© Össur 42 m.kr. j
MESTA HÆKKUN
O Össur 7,1 % j
O Marel 3,4 %
O Pharmaco 2,9 % 1
MESTA LÆKKUN
o íshug 3,2 %
o Skýrr 2,9 %
© Þróunarfélagið 2,9 %
ÚRVALSVÍSITALAN 1087 stig
- Breyting O 1,98 %
Talið er að ECB
muni lækka vexti
Talið er að Seðlabanki Evrópu
muni lækka stýrivexti sína eftir
vaxtaákvörðunarfund bankans
næstkom-andi fimmtudag til að
halda uppi tiltrú meðal stjórnenda
og neytenda eftir að Bandaríkin og
Bretland hófu loftárásir á Afganist-
an til að svara hryðjuverkaárásinni
á Bandaríkin.
Bankinn lækkaði vextina um 50
punkta, í 3,75%, 17. september
vegna þess að árásin gat haft nei-
kvæð áhrif á hagvöxt í Evrópu. Síð-
an þá hefur tiltrú neytenda í Frakk-
landi komist í lægsta gildi sitt í
meira en þrjú ár og fyrirtæki frá
Fiat til DaimlerChrysler AG hafa
horflð frá hagnaðarmarkmiðum sín-
um.
„Þeir munu lækka vexti á
fimmtudaginn vegna þess að efna-
hagslíflð þarfnast þess,“ segir
Emmaneul Ferry, hagfræðingur hjá
Exane í París. „Við erum í mjög
óvenjulegum aðstæðum sem kalla á
breytingu peningamálastefnunnar,"
sagði hann enn fremur.
rmm 09.10.2001 kl. 9.15
KAUP SALA
Dollar 101,710 102,230
ÍHlPiind 149,390 150,160
1*1 Kan. dollar 65,140 65,540
EBi Dönsk kr. 12,6070 12,6760
fcg Norsk kr 11,6750 11,7400
tSf' Sænsk kr. 9,7010 9,7540
HHfí. mark 15,7628 15,8575
t fclFra. franki 14,2877 14,3736 1
É 1 Belfi. franki 2,3233 2,3373 j
E^i Sviss. franki 63,3500 63,6900
Jj^Holl. gyllini 42,5289 42,7844 1
Þýskt mark 47,9189 48,2069 i
Uftít. líra 0,04840 0,04869
CQAust. sch. 6,8110 6,8519
. jPort. escudo 0,4675 0,4703
y^Spá. peseti 0,5633 0,5667 i
[• jJap. yen 0,84690 0,85200 i
É | írskt pund 119,001 119,716
SDR 131,0600 131,8500 i
Qecu 93,7213 94,2845
_____________________________________Viðskipti
Umsjön: Viðskiptablaöiö
Hratt dregur úr útflæði
áhættufjármagns
Hratt hefur dregið úr útflæði
áhættufjármagns að undanförnu. í
ágúst nam nettósala innlendra að-
ila á erlendum verðbréfum 0,7
milljörðum kr. Það var því gjald-
eyrisinnflæði vegna þessara við-
skipta í mánuðinum. Til saman-
burðar voru nettókaup um 1,7
milljarðar kr. í sama mánuði í
fyrra og því gjaldeyrisútflæði.
Fram kemur í Morgunkornum
íslandsbanka að á fyrstu átta mán-
uðum þessa árs námu hrein er-
lend verðbréfakaup innlendra að-
ila 5,3 milljörðum kr. samanborið
við 30,5 miUjarða kr. á sama tíma-
bili í fyrra. Gjaldeyrisútflæði
vegna þessara viðskipta hefur því
það sem af er þessu ári verið um
sexfalt minna en á sama tímabili i
fyrra. Fara þarf aftur til ársins
1996 til að finna minna útflæði
fjármagns vegna viðskipta með er-
lend verðbréf.
Svo virðist sem fjárfestar, ekki
síst stofnanafjárfestar, beini ráð-
stöfunarfé sínu í auknum mæli
inn á innlendan skuldabréfa- og
peningamarkað. Reikna má með
því að þessi þróun haldi áfram.
Greining ÍSB gerir þvi ráð fyrir
því að streymi gjaldeyris úr landi
vegna erlendra verðbréfakaupa
verði áfram lítið og mun minna en
í fyrra. Einnig má gera ráð fyrir
því að lækkunin sem orðið hefur á
erlendum hlutabréfamörkuðum í
kjölfar hryðjuverkanna og sú
óvissa sem nú ríkir á mörkuðun-
um sé ekki til þess fallin að hvetja
til fjárfestinga.
Gjaldeyrisútflæði minnkar
Gert er ráð fyrir að streymi gjaldeyris úr iandi vegna erlendra verðbréfakaupa
verði áfram lítið og mun minna en í fyrra.
Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlunin:
Tvo íslensk þróunar-
verkefni fengu styrki
Tvö þróunarverkefni undir ís-
lenskri verkefnastjóm hlutu styrk
frá Leonardo da Vinci starfs-
menntaáætlun Evrópusambands-
ins í ár, aUs um 57 milljónir. Há-
skólinn í Reykjavík stjórnar öðru
verkefninu og markmið þess er að
þróa aðferðir við að greina
áhættuþætti sem geti spáð fyrir
um brottfall nemenda úr mennta-
kerfinu og finna sveigjanleg
stuðnings- og forvarnarúrræði
fyrir ungt fólk sem líkur er á að
hætti námi. Einnig er þjálfun
náms- og starfsráðgjafa og ann-
arra aðila sem fást við þennan
hóp hluti verkefnisins. Samstarfs-
lönd íslands í verkefninu eru
Bretland, Finnland, Grikkland, ír-
land og Slóvakía.
Hinu verkefninu verður stjórn-
að af Svæðisskrifstofu málefna
fatlaðra á Reykjanesi. Því er ætlað
að þróa áreiðanleg mælitæki til
þess að meta lífsánægju fatlaðra
með það fyrir augum að hægt sé
að meta á hlutlægan hátt gæði
ólíkra úrræða fyrir fatlaða á
vinnumarkaði sem og velgengi
einstaklingsins sjálfs. Auk íslands
taka Bretland, Ítalía og Spánn þátt
í verkefninu.
Þetta er í annað sinni sem út-
hlutað er í öðrum hluta Leonardo
áætlunarinnar, en þær upphæðir
sem hvert verkefni fær i þessum
hluta er umtalsvert hærri en í
þeim fyrsta.
-MA
Valdabarátta hjá sparisjóðunum:
Samið um vopnahlé
Vopnahlé er hjá sparisjóðunum
eftir harðvítug átök sem tengjast
ólíkum áherslum sparisjóðanna í
landinu. Tvær fylkingar takast á í
málinu. Annars vegar eru minni
sjóðir sem vilja óbreytta valda-
dreifingu sem tengist sparisjóða-
bankanum. Hins vegar eru
SPRON og Kaupþing sögð ásælast
eignir og vilja auka völd sín.
Fundað var vegna málsins á Ak-
ureyri í fyrradag en ákveðið að
bíða í mánuð með niðurstöðu og
leita sátta. Ný stefnumótunar-
vinna liggur fyrir og síðan verður
aftur fundað.
-BÞ
Auðlind með 441
milljónar króna tap
Samkvæmt rekstrarreikningi
nam tap Auðlindar hf. á timabil-
inu frá 1. maí til 31. júlí 441,4
milljónum króna. Stærsti hluti
tapsins kemur til vegna almennr-
ar lækkunar á hlutabréfamörkuð-
um og niðurfærslu óskráðra
eigna sjóðsins. Bókfært eigið fé
31. júlí nam 3.080 m.kr. og hefur
þá verið tekið tillit til tekju-
skattsinneignar, að fjárhæð 109,4
m.kr.
Hlutafé samkvæmt samþykkt-
um félagsins nam í lok apríl 1.639
m.kr. og þar af námu eigin hluta-
bréf 178 m.kr. Eitt atkvæði fylgir
hverjum þúsund króna hlut í fé-
laginu.
Stærstu einstöku eignir sjóðs-
ins í lok reikningsársins voru í
Össuri, Bakkavör hf., Sjóvá-Al-
mennum hf., Marel hf., Baugi hf.,
íslandsbanka hf„ Pharmaco hf„
Global Equity og Uppsprettu
Icelandic Capital Venture SA.
1. janúar 2001 var félagið sam-
einað Almenna hlutabréfasjóðn-
um undir nafni Auðlindar hf.
Samanburðarfjárhæöum hefur
ekki verið breytt til samræmis
við sameininguna. Rekstraraðili
Auðlindar hf. er Kaupþing hf.
ÞÚ RÆÐUR LAUNUNUM
Nýtt og spennandi tækifæri!
Ný vara fyrir fyrirtæki, félög, stofnanir og
einstaklinga.
Vara sem allir geta notað.
Óskað er eftir fólki sem getur starfað sjálfstætt
og hefur áhuga á því að vinna sér inn MIKLAR
TEKJUR!
ÓTAKMARKAÐIR TEKJUMÖGULEIKAR!
Enskukunnátta og reynsla af tölvunotkun æskileg.
Sendið upplýsingar um nafn, símanúmer og
netfang til: inni@islandia.is
IsIÉÉf
rfflm m mh fifijKdfiBfik ^dÉfiflfiS
jftkyö — Leigvbifreið
99.900kr.
Nœstu námskeib
10. okt.-8. nóv.
13. nóv. — 12. des.
10. jan. - 8. feb.
Kennslubifreiöar:
Leigubifreiö: Nissan Terrano II, sjálfskiptur.
Vörubifreiö: Volvo FL 10, 2x4ra gíra.
Hópbifreiö: Benz 0303, 6 gíra.
Skráning ísímum 581 1919, 892 4124 og 822 3810
Ncesto
-írtSííS*
öifó sceti laus
Ath! Nú greiöa verkalýösfélög allt
ab 40.000 kr. afnámskeiöi.
Skrábu þig núna!
IÖKUSKÚLI
!■
SÍMI 5811919
ÖL
AUKIN ÖKIIIfI I I INDI
vinuiiiiiiti:m iiiípiiii iii'.iii