Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 DV Fréttir Flugleiðir: Einhverjar afbókanir Eitthvað hefur borið á afhókunum hjá Flugleiðum í kjölfar innrásar- innar í Afganistan í gær. Guðjón Am- grimsson, upplýs- ingafulltrúi félags- ins, sagði við DV að ekki væri hægt að tala um miklar af- bókanir. Fólk afbókaði flug einkum af tveimur ástæðum. Annars vegar væri það hreinlega að hætta við að eigin frumkvæði, hins vegar að verið væri að fella niður ráðstefnur og fleiri við- burði úti í heimi sem fólk hefði ætlað sér aða sækja. „Bókanatölumar gefa til kynna að það hefur eitthvað gerst,“ sagði Guð- jón, „en þetta er ekkert hrun.“ Hann kvaðst ekki geta nefnt tölur um afbókanimar, en þær væm meira áber- andi í flugi milli Bandaríkjanna og Evr- ópu heldur en til og frá íslandi. -JSS Ey j af j arðarsveit: llla bitnar kindur „Þetta eru þungar búsifiar,“ segir Finnur Aðalbjörnsson, bóndi í Háa- gerði í Eyjafjarðarsveit. Níu kindur af sextán, sem hann hefur látiö slátra það sem af er hausti, reynd- ust illa bitnar. Hann óttast að sama gildi um annað fé sem hann á eftir að senda til slátrunar, en það telur á sjötta tug. Þá lenti nágranni Finns i því í vor að koma að gæsfuglum sínum hausbitnum. Óvíst er hver dýrbíturinn er, en margir heimamenn segja ákveðinn hund liggja undir grun. „Hundurinn minn mætti ef til vill vera betur taminn," segir Benjamín Baldursson, bóndi á Ytri-Tjörnum, sem á hinn grunaða hund. „Sá er border collie og er fjörmikill, en bítur ekki fé það best ég veit.“ -sbs __________:______:________ Smáralind á morgun: Hætta á um- ferðarhnútum Rannveig Guðmundsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, lýsti á Al- þingi yfir áhyggjum af því ástandi sem kynni að skapast i umferðarmálum í Kópavogi eftir að Smáralind verður opnuð á morgun. Rannveig benti á að 50.000-200.000 gestir væru á leið í þetta 63.000 fermetra húsnæði á einni viku og lengi hefði verið ljóst að mannvirk- ið myndi gjör- breyta umferðar- 1 málum í Kópavogi. Rannveig taldi hættu á umferðar- ! hnútum og sagði að þótt gripið hefði verið til ráðstaf- ana vegna Smára- lindar þyrfti að | gera betur ef duga skyldi. Sturla Böðvars- | son samgönguráðherra svaraði að unnið væri ötullega að lausn þeirra vandamála sem kynnu að koma upp vegna breyttrar umferðar. Hann væri bjartsýnn á útkomuna en sagði um- ferðarmannvirki feiknalega kostnaðar- söm og því skipti miklu að velja rétt. - BÞ Rannveig Guðmundsdóttir. Guðjón Arngrímsson. Fyrirhuguð hækkun innritunargjalda við HÍ: Ekkert annað en skólagjöld - segja þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur óskað eftir utandagskrárum- ræðum um þá fyrirhuguðu hækkun innritunargjalda við Háskóla ís- lands sem gert er ráð fyrir í Qár- lagafrumvarpinu. Stjórnarandstöðu- flokkarnir eru sammála um að þessi hækkun þýði í raun og veru að ver- ið sé að taka upp skólagjöld við Há- skólann. Óafgreitt innan Framsóknar- flokksins Að sögn Sigríðar Önnu Þórðar- dóttur, þingflokksformanns Sjálf- stæðisflokksins, er ekki hægt að segja neitt um málið á þessari stundu annað en að það sé til um- ræðu í þinginu. Hjálmar Árnason, varaþingflokksformaður Framsókn- arflokksins, segir að málið hafi tvisvar verið rætt í þingflokknum en hann hafi enn ekki afgreitt mál- ið frá sér. „Það segir í raun allt sem segja þarf,“ segir Hjálmar. Guðjón A. Kristjánsson, þing- flokksformaður Frjálslynda flokks- ins, segir að flokkurinn sé alfarið á móti því að innritunargjöld við Há- skólann séu hækkuð. „í raun og veru er verið að lauma inn í dul- búnum skólagjöldum með því að hækka innritunargjöld langt um- fram það sem eðlilegt getur talist," segir Guðjón. Vafasöm afmælisgjöf Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að ef þessi hækkun verði samþykkt verði það Guðjón A. Kristjánsson. tvímælalaust gegn atkvæðum þingflokks vinstri-grænna. Hann segir að greinilega sé um skólagjöld að ræða því nota eigi hluta af pen- ingunum til að fjármagna starf- semi skólans og það sé ólöglegt. Einnig telji hann að það sé röng stefna að taka upp skólagjöld á íslandi í almennum skólum og þar með talið Háskólan- um. Þessi afmælisgjöf ríkisstjórnar- innar til Háskóla íslands á 90 ára af- Háskóli íslands. Hjálmar Sigríður Anna Árnason. Þórðardóttir. mæli hans sé vafasöm og gangi þvert á óskir yfirstjórnar skólans og háskólastúdenta sem þúsundum saman hafi skrifað undir áskorun til ríkstjórnarinnar. „Við lítum svo á að þetta sé rangt hvernig sem á málið er litið og hvetjum ríkis- stjórnina til að falla frá þessum áformum sínurn," segir Ögmundur. Þingflokkur Samfylkingarinnar telur mikilvægt að allir landsmenn njóti jafnréttis til náms og segir Bryndís Hlöðversdóttir, þingflokks- foi-maður flokksins, að hann telji að erfitt sé að nálgast það markmið ef tekin verða upp skólagjöld. í raun og veru sé ekki um eiginleg skóla- gjöld að ræða heldur hækkun á inn- ritunargjöldum. „Við gjöldum mjög varhug við því að fara þessa leið og teljum að þetta sé það mikil hækk- un að þessu megi jafni að minnsta við skólagjöld," segir Bryndís og bætir við að Samfylkingin vari við þeirri þróun. Frekar eigi að auka fjárframlög til menntamála þannig að tryggt sé að allir geti stundað nám óháð efnahag. Bryndís vonar að utandagskrárumræða um málið geti farið fram í þessari eða næstu viku. -MA Bryndís Hlöóversdóttir. A Ogmundur Jónasson. Mislæg gatnamót á Reykjanesbraut opnuö formlega. Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri afhenti samgönguráðherra, borgarstjóra Reykjavikur og bæjarstjóra Kópevogs mannvirkið í gær við hátíðlega athöfn. Ný brú á Reykjanesbraut: Auðveldar umferð 50 þúsund bíla - reiknað með tvöföldun umferðar innan 30 ára Síðdegis í gær voru mislæg gatna- mót Breiðholtsbrautar, Nýbýlavegar og Reykjanesbrautar opnuð formlega. Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri flutti ávarp og afhenti samgönguráð- herra, borgarstjóra Reykjavíkur og bæjarstjóra Kópavogs mannvirkið til notkunar. Að því loknu var klippt á vígsluborða, girðingar fjarlægðar og ekið um nýju gatnamótin. Áætlað er að um 50 þúsund bifreiðar fari um þessi gatnamót á hverjum sólarhring. Gert er ráð fyrir að bílaQöldinn auk- ist i 100 þúsund á sólarhring fyrir árið 2030. Með tilkomu nýju gatnamótanna verður umferð um Reykjanesbraut hindrunarlaus. Hins vegar mætast Breiðholtsbraut og Nýbýlavegur á brú yfir Reykjanesbraut og er umferð þar stýrt með ljósum. Fjórar að- og fráreinar tengja brúna við Reykjanes- braut. Þá er einnig önnur brú yfir Álfabakka. Brúin yfir Reykjanesbrautina er steinsteypt, 35 metra löng yfir tvö höf, með steyptum millistöpli og enda- stöplum. Breidd brúarinnar er allt frá 35 metrum upp í 65 metra þar sem hún er breiðust. Álfabakkabrúin er hins vegar 40 metrar á breidd og 14 til 20 metrar á lengd. Mannvirkið kostar um 1.200 millj- ónir króna og í það fóru 4.750 rúmmetrar af steypu. Þá voru notuð 63 tonn af spennistáli við mannvirkja- gerðina og 620 tonn af steypustyrktar- járni. Grafnir voru út 130 þúsund rúmmetrar af jarðvegi vegna verks- ins en í fyllingar fóru 190 þúsund rúmmetrar af efni. Lagðir voru 4.200 metrar af regnvatnsræsum og lagðir 90 þúsund fermetrar af malbiki á brýr og aðliggjandi vegi. -HKr. Snöip orðaskipti Þingflokkur Sam- fylkingarinnar hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lög- um um stjóm fisk- veiða. Kom til snarpra orðaskipta um fiskveiðistjórn- unina og stöðu sjáv- arbyggða á Alþingi í gær. Snerist um- ræðan að mestu um nýlegar niðurstöð- ur endurskoðunamefndar og umdeOda kvótasetningu á smábáta. Rannsókn ólokið Rannsókn er ekki lokið en verið er að skoða ýmsa þætti í kringum atburðinn, segir Svanur Elísson hjá tæknideild lög- reglunnar í Reykjavík um sprenginguna sem varð i Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi 1. október sl. Efnaframleiðslu hefur verið hætt í verksmiðjunni. - Fréttablaðið greindi frá. Fjórir varamenn í gær tóku fjórir varamenn sæti á þingi, þar af þrír sem ekki hafa setið þar áður. Nýju þingmennimir eru Ár- mann Höskuldsson, Örlygur Hneflll Jónsson og Ólöf Guðný Valdimarsdótt- ir. Þá settist Björgvin Sigurðsson, 2. varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurlandskjördæmi, i sæti Lúðvíks Bergvinssonar. Nærbuxnaþjófar Mikil ásókn virðist vera í kvennær- buxur hjá þjófum i Reykjavík. Á sunnudag var komið að manni sem var að róta í fatnaði úr þvottavél. Fundust á manninum tvennar kvennærbuxur. Um síðustu helgi var innbrotsþjófur gómaður með femar kvennærbuxur. Einnig var farið inn í tvö ibúðarhús við Bárugötu og þaðan stolið kvenmannsnærfatnaði. Geðheilbrigöismál í forgang Davíð Oddsson for- sætisráðherra segir að samstaða sé um það innan ríkisstjórn- arinnar að setja að- gerðir í geðheilbrigð- ismáliim í ákveðinn forgang á sviði heil- brigðismála. Þess í meðfóram þingsins á greindi frá. Ekið á hross Ökumaður bifreiðar sem var á leið um Skeiðaveg í Árnessýslu seint í gærkvöldi ók skyndilega inn í hrossahóp á veginum og tókst ekki að forðast árekstur. Bifreiðin hafnaði á einu hross- anna og brotnaði það svo illa að af- lífa varð það á staðnum. Bifreiðin skemmdist mikið en ökumaður, sem var einn á ferð, slapp án meiðsla. Ekiö á hross Ökumaður bifreiðar sem var á leið um Skeiðaveg í Árnessýslu seint í gærkvöldi ók skyndilega inn í hrossahóp á veginum og tókst ekki að forðast árekstur. Bifreiðin hafn- aði á einu hrossanna og brotnaði það svo illa að aflifa varð það á staðnum. Bifreiðin skemmdist mik- ið en ökumaður, sem var einn á ferð, slapp án meiðsla. Framííö Vatnsmýrar Þróunar- og Qöl- skyldusvið Reykja- víkurborgar og Borg- arfræðasetur standa fyrir fúndi um fram- tíð Vatnsmýrar á morgun, miðviku- dag. Þar munu Ingi- björg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri, Páll Skúlason há- skólarektor, Árni Þór Sigurðsson, for- maður skipulagsneftidar Reykjavíkur, og Stefán Ólafsson, forstöðumaður Borgarfræðaseturs, flytja erindi. -gk muni sjást merki næstunni. - Mbl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.