Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001
DV
Fréttir
Þórarinn V. Þórarinsson áfram í forstjórastóli Landssíma:
Varla glæpsamlegt
að eiga kunningja
- fáránleg umræða, segir forstjórinn og víkur úr stjórnum félaga
Þórarinn V. Þórarinsson sendi
frá sér yfirlýsingu í kjölfar frétta
af mögulegum hagsmunaárekstr-
um og vanhæfni hans sem for-
stjóra Landssímans. Kom þetta
upp er ljóst var að Opin kerfi, sem
hann tengist, sýndu áhuga á að
vera í hópi mögulegra kjölfestu-
fjárfesta við sölu Landssímans.
Þórarinn segist aldrei hafa komiö
að umræðum eða ákvörðunum er
snertu tengsl hans og fjárfesta í
samskiptum Landssímans eða
annarra fjarskiptafyrirtækja. Það
hafi hann ekki gert síðan hann
kom að stjómun í Landssima ís-
lands hf.
Þá segir í yfirlýsingu Þórarins:
„í tilboðsferlinu sem fram undan
er er afar mikilvægt að enginn efist
um að fyllstu hlutlægni verði gætt á
öllum sviðum og ekkert í
umgjörð mála geti gefið er-
lendum bjóðendum tilefni
til að efast um það. Ég hef
því ákveðið að segja mig frá
stjórnarstörfum í Þróunar-
félaginu og Framsýn. Með
þessari ákvörðun vil ég
undirstrika að enginn vafi
leiki á að í störfum mínum
sem forstjóri Landssímans
hef ég engra annarra hags-
muna að gæta en hagsmuna Lands-
símans og eigenda hans.“
í DV í gær var sagt frá því að
mikill persónulegur kunningsskap-
ur væri með Þórarni Viðari og
Frosta Bergssyni, stjórnarformanni
Opinna kerfa. Þá er Þórarinn for-
maður Lífeyrissjóðsins Framsýnar,
sem er einn sá stærsti í landinu, og
eigandi í Opnum kerfum.
Hann hefur einnig verið
varaformaður Þróunarfé-
lagsins sem á um fjórðung í
Opnum kerfum.
Hafa þessi tengsl Þórar-
ins þótt mjög vandræðaleg
og mikið verið rædd innan
stjórnar Landssímans. Þar
var rætt um að Þórarinn
léti af stjórnarsetu í félög-
um sem tengjast Opnum
kerfum eða segði tímabundið af sér
forstjórastöðu í Landssímanum.
Hann hefur nú valið fyrri kostinn.
Kunnugir telja að staða hans sé eigi
að síður veik í komandi söluferli
fyrirtækisins vegna tengsla forstjór-
ans við Opin kerfi.
Þórarinn V. Þórarinsson sagðist í
samtali við DV síðdegis í gær ekki
vilja dæma um hvort sin staða væri
veik eða ekki.
„Það liggur ekkert fyrir um það
nú hvort Opin kerfi verða meðal
bjóðenda þegar óskuldbindandi til-
boð verða opnuð þann 22. október. í
öðru lagi á ég engra hagsmuna að
gæta annarra en að reka Símann
vel og gera hann að betra fyrirtæki
í dag en í gær. Það er sú áhersla
sem ég legg á málið.“
- Óttast þú ekkert að menn hafi
efasemdir vegna kunningsskapar
þins við Frosta Bergsson?
„Ég ætla það ekki að nokkrum
manni detti það í hug að í okkar
litla íslenska samfélagi sé það orðið
glæpsamlegt að eiga kunningja. Sú
umræöa er beinlínis fáránleg," seg-
ir Þórarinn V. Þórarinsson.
-HKr.
Þórarinn V.
Þórarinsson.
pamli forsetabíllinn:
Óvíst um verklok
Enn er unnið að þvi að gera upp
gamla forsetabílinn sem notaður var í
forsetatíð Sveins Björnssonar. Bil-
greinasambandið hafði frumkvæði að
verkefninu ásamt Fombílaklúbbnum og
í upphafi var stefnt að því að viðgerðun-
um yrði lokið þann 17. júní árið 2000.
Sævar Pétursson bifvélavirki sem er
að gera bílinn upp segir að verkefni hafl
teki lengri tíma en talið var, þar sem
erfitt hafi verið að fa varahluti í bílinn
og þurft hafi að smíða yfirbygginguna
meira og minna frá grunni. Bíllinn er af
tegundinni Packard og var framleiddur
árið 1942. „Menn gerðu sér enga grein
fyrir því í upphafi hversu erfitt væri að
útvega varahlutina,“ segir Sævar sem
er einmitt á leið til Bandaríkjanna í vik-
unni, meðal annars til að reyna að fá
varahluti í bílinn.
Ástæðan fyrir því hversu erfitt er að
útvega varahluti má rekja til þess að
ekki voru framleiddir margir slíkir bíl-
ar á sínum tíma og að verksmiðjumar
vom lagðar niður fljótlega eftir stríð.
Sævar segir enn ekki ljóst hvenær verk-
inu verði að fullu lokið og það fari alveg
eftir því hvað fjármagnið leyfi. „Tíminn
verður bara að leiða það í ljós hvenær
verkinu verður lokið," segir Sævar sem
ætlar sér að halda áfram að vinna við
bílinn. -MA.
DV-MYND ÞÓK
Gamli forsetabílllnn
Lengri tíma hefur tekiö aö gera bílinn upp en áætlaö haföi veriö.
Veðriö í kvöld
• *.W"'
Væta í dag
Snýst í suðvestan 10-15 m/s meö skúrum
vestan til en suöaustan 13-18 og rigníng
annars staðar. Lægir og léttir til austanlands T
kvöld og nótt. Hiti 7 til 13 stig.
Sólargangur og sjávarföll
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 18.29
Sólarupprás á morgun 08.03
Síödeglsflóó 23.03
Árdegisflóó á morgun 11.47
18.11
07.51
15.01
03.36
Skýrlngar á veðurtáknum
,“r” 3£
~^VINDSTYRKUR HQOSKÍR
■*fc> 353 O
LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKYJAD SKÝJAÐ AISKÝJAD
w W? o 4 Ö
RIGNING SKÚRIR SIYDDA SNJÓKOMA
Q =
ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐÚR SKAF- RENNINGUR ÞOKA
Slæmt ferðaveður á hálendinu
Ekki er vitað annað en vegir landsins
séu færir en ferðaveöur er víöa
slæmt. Til dæmis er búist viö stormi á
miðhálendinu í dag eöa meira en 20
metrum á sekúndu.
Léttskýjað fyrir norðan og austan
Suövestan 5-10 og skúrir sunnan og vestan til en hægari og léttskýjaö
fyrir noröan og austan. Hiti 2 til 7 stig.
Föstud
Vindur:
5-10 m/*\
Hiti 2° til 10°
Laugard
i2il
Vindur: "1-'\
3—8 in/s
Hiti 0° til 5°
Sunnud
m
Vindur: (
5-10 m/*\
Hiti 0° t«l 4°
Sunnan og suövestan
5-10 m/s og skúrir
sunnan- og vestanlands en
léttskýjaö noröaustan og
austan til. Hiti 2 til 7 stig.
Breytileg átt, 3-8 m/s og
víöa skúrir eöa slydduél.
Hiti 0 til 5 stlg.
Lítur út fyrir vaxandi
noröanátt meö slyddu eöa
rigningu noröanlands.
Annars úrkomulítíö. Hiti 0
til 4 stig.
Fulltrúar Evrópuþings:
Kynntu sér
vistvæna orku
Fulltrúar Evrópuþingsins, fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins og nokkurra erlendra stórfyrir-
tækja voru í heimsókn hérlendis í
síðustu viku til að kynna sér notk-
un íslendinga og rannsóknir á um-
hverfisvænni orku. Hópurinn verð-
ur hér á landi fram á sunnudag og
er sérstök áhersla lögð á að kynna
þeim rannsóknir á vetni.
Tilefni þessa er að á umliðnum
árum hefur ísland lagt sérstaka
áherslu á framleiðslu umhverfis-
vænnar orku. Má nú rekja 68% af
orkunotkun hér á landi til endur-
nýjanlegrar orku, sem er hæsta
hlutfall innan Evrópu. Þessi sér-
staða hefur vakið athygli innan Evr-
ópu sem og á alþjóðavettvangi og
hefur áhugi vaknað á þessu máli hjá
þingmönnum Evrópuþingsins, ekki
síst „hreinni“ framleiðslu á vetni
með jarðhita eða vatnsorku í stað
kolvetnissambanda eða kjarnorku,
sem og verkefni er snúa að nýtingu
á vetni sem aflgjafa á almennings-
farartæki. Af þessu tilefni kom fram
tillaga frá Evrópuþinginu, Orku-
stofnun Evrópu sem og frá erlend-
um stórfyrirtækjum um aö halda
sérstakan fund á íslandi er fjallaði
um orkugjafa framtíðar, með
áherslu á sérstöðu íslands. Það var
iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið
sem sá um skipulagningu fundar-
ins. -BG
Villinganesvirkjun:
31 athugasemd
til Skipulags-
stofnunar
DV, SKAGAFIROI: ~
Þrjátíu og ein athugasemd barst
Skipulagsstofnun ríkisins vegna
umhverfismatsskýrslu um Villinga-
nesvirkjun en frestur til að skila
inn athugasemdum rann út um
miðja síðustu viku.
Að sögn Sigurðar Ásbjörnssonar
hjá Skipulagsstofnun mun væntan-
lega liggja fyrir í lok þessa mánaðar
hvort hún fellst á virkjun Jökulsár
vestari við Viliinganes, með eða án
skilyrða. Sigurður sagði að eftir
væri að fara yfir athugasemdirnar
sem sendar hefðu verið fram-
kvæmdaaðilanum, Rarik, fyrir hönd
Héraðsvatna, sem heföi viku til aö
skila rökstuðningi vegna athuga-
semdanna. Samkvæmt þeim reglum
sem gilda varðandi gang mála hefur
Skipulagsstofnun fjórar vikur frá
því að skilafrestur athugasemda
rennur út til að meta þær og taka af-
stöðu til málsins í heild. -ÞÁ
1K
AKUREYRI skýjaö 11
BERGSSTAÐIR rigning 10
BOLUNGARVÍK skúr 12
EGILSSTAÐIR léttskýjaö 3
KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 9
KEFLAVÍK rigning 9
RAUFARHÖFN léttskýjaö 6
REYKJAVÍK rigning 10
STÓRHÖFÐI rlgning 9
BERGEN skúr 12
HELSINKI rigning 13
KAUPMANNAHÖFN léttskýjað 11
ÓSLÓ alskýjaö 12
STOKKHÓLMUR þokumðöa 11
ÞÓRSHÖFN alskýjaö 9
ÞRÁNDHEIMUR lágþokublettir 6
ALGARVE heiöskírt 12
AMSTERDAM skúr 13
BARCELONA skýjaö 16
BERLÍN skýjaö 11
CHICAGO skýjaö 14
DUBLIN skýjaö 10
HAUFAX léttskýjaö 4
FRANKFURT skýjaö 11
HAMBORG léttskýjaö 11
JAN MAYEN þokumóöa 5
LONDON skýjaö 11
LUXEMBORG skýjaö 8
MALLORCA skýjaö 7
MONTREAL heiöskírt 3
NARSSARSSUAQ rigning 4
NEWYORK heiöskírt 9
ORLANDO skýjaö 23
PARÍS hálfskýjaö 11
VÍN þokumóöa 15
WASHINGT0N heiöskírt -1
WINNIPEG léttskýjað 5