Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 Skoðun 3>V Styrktirðu Skjá 1? Hvers konar heim viljum við? „Hseg eru heimatökin“ Ekki einsdæmi Hryðjuverk eru engin einsdæmi á okkar tímum og framin bæði af einstökum hópum og ríkjum. Hlynur Einarsson nemi: Nei, það geröi ég ekki. Róbert Skúlason nemi: Já, þetta er besta sjónvarpsstööin. Eiríkur Sigurösson nemi: Já, frábærir þættir á stöðinni. Jónatan Jónasson nemi: Nei, er fátækur námsmaður. Sólveig Þorvaldsdóttir nemi: Nei, á ekki pening, en gæti samt ekki verið án stöðvarinnar. Kristján Breiöfjörö nemi: Nei, er svo fátækur, en hefði annars gert það. Helgi Jönsson, ellilífeyrísþegi og fyrrverandi starfsmaður RARIK: Nú þegar nokkur tími er liðinn síðan voldugustu musteri auðhyggju og hervalds voru brotin, með hörmu- legum afdrifum saklausra manna, tími liðinn frá því að öll heimsbyggð- in, bæði vinir og andstæðingar Bandaríkjanna, sameinuðust í hryggð yfir örlögum þeirra sem lét- ust, og fordæmingu á hryðjuverkum, er ástæða til að skyggnast um. Það er eðlilegt að reiði hafi blandast sorginni, jafnvel hefndarhugur. En voru viðbrögð fjölmiðla og valda- manna skynsamleg? Sjá þeir mögu- leikann sem samhugur allra þjóða felur í sér til að móta betri samskipti rikja en við búum við? Sú samstaða gæti verið tækifæri til umburðar- lyndari samskipta um alla heims- byggðina ef við viljum. Eða erum við bara ánægð með sjálf okkur? ' Sú samstaða hryggðarinnar sem skapaðist um allan heiminn kom innan frá. Hún var einstaklings- bundin og fól í sér fordæmingu á aö- ferðum eins og hryðjuverkum. Sam- staða refsigleðinnar sem fjölmiðlar og stjómmálaforingjar hafa alið á er annars eðlis. Hún er meira í ætt við hefndarskylduna þar sem valda- miklir menn söfnuðu liði, mútuðu og hótuðu þeim sem ekki tóku þátt i hefndinni. Hryðjuverk eru engin einsdæmi á okkar tímum og framin bæði af einstökum hópum og ríkj- um. Leyniþjónustur stórveldanna eru skýrt dæmi um það. Ráðamenn mættu því líta i eiginn barm áður en þeir hugsa til hefnda. Greinilega er mikil spenna í heiminum, bæði efnahagsleg og hugmyndafræðileg. Á meðan stór hluti heimsins býr við ofgnótt en annar við allsleysi er ekki sátt um skiptingu jarðargæð- anna. Það sem gerðist gæti gerst aft- ur ef lífskjörin í heiminum verða Sigurjön Jónsson skrífar: Nú er Milosevic kominn bak við lás og slá og verður vonandi dæmd- ur af verkum sínum. En því miður það eru víðar framin voðaverk en á Balkanskaganum. Meðferð ísraels- manna á palestínsku þjóðinni eru svo hroðaleg að með ólíkindum er. Maður trúði því virkilega að slik grimmdarverk hefðu horfið af yfir- borði jarðarinnar með nasistaböðl- unum. En það er nú eitthvað annað, nú birtast þeir aftur ljóslifandi, flaggandi stjörnu Davíðs og fram- ganga þeirra eins og S.S. sveitanna og Gestapo þar sem þær höguðu sér verst í hernumdum löndum síðari heimsstyrjaldarinnar. Neðar í ómennskunni verður ekki komist. ísraelski herinn drepur börn og „Á meðan stór hluti heims- ins býr við ofgnótt en annar við allsleysi er ekki sátt um skiptingu jarðargœðanna. Það sem gerðist gæti gerst aftur ef lífskjörin í heimin- um verða ekki jöfnuð. “ ekki jöfnuð. Ekkert lögregluríki get- ur hindrað það. Fólkið í heiminum vill ekki heim hryðjuverka, hvorki af hendi van- máttugra ríkja eða þegna þeirra né voldugra hervelda. Það kom athygl- isverð frétt i Sjónvarpinu þar sem sagt var frá skoðanakönnun meöal Skólum er lokað, herinn misþyrmir föngum og svona mœtti áfram telja. unglinga sem kasta grjóti, hann set- ur sölubann á afurðir Palestínu- manna svo þær grotni, hann setur útgöngubann á heilu borgirnar hálfu og heílu sólarhringana, hann sendir jarðýtur til að eyða heimilum manna, hann gerir út sérstakar morðsveitir til að taka leiðtoga Palestínumanna af lífi, hann lokar fyrir vatn og tekur rafmagn af í tíma og ótíma, hann stundar gripdeildir á heimilum þeirra og fyrirtækjum. Skólum er lokað, herinn misþyrmir fongum og svona mætti áfram telja. Allt hugsanlegt er gert til að kvelja fólkið og gera líf þess sem Bandaríkjamanna eftir hryðjuverk- iö 11. september þar sem í ljós kom að fólk sem um sárast átti að binda lagði minni áherslu á hefnd en þeir sem fjær voru verknaðinum. Ein kona komst svo að orði að við vild- um ekki svona heim. Einu sinni var annar turn, Babelsturninn, sem menn höfðu reist af ofmetnaði yfir valdi sínu og snilli og átti að ná til himins. Guði mislíkaði ofdramb þeirra og ruglaði tungumál þeirra og tvístraði þeim um jörðina. Skyldi einhverjum trú- uðum manni hafa dottið Guð í hug þegar mynd af Babelsturninum birt- ist á forsíðu sunnudagsblaðs Morg- unblaðsins 16. september? óbærilegast. Og hvað hefur nú þetta fólk unnið til saka. Jú, það neitar að láta flærna sig burt af því landi sem það hefur byggt mann fram af manni öldum saman til að rýma fyr- ir Gyðingunum. Nú er svo komið að Gyðingar hafa lagt undir sig nær allt landið, liklega yfir 80% af þeim litlu skikum sem Palestínumenn byggja. Enn eru þeir í reynd ekkert annað en fangar. Er ekki kominn tími á að senda Ariel Sharon, leiðtoga Hryllingsrík- isins og hyski hans til Haag? Eða ætlar samfélag þjóðanna að horfa áfram aðgerðarlaust á. Þá gerist vit- anlega ekkert annað en að palest- ínsku þjóðinni verður útrýmt og þar með hefur eitt af alverstu níð- ingsverkunum í sögu mannkynsins verið unnið. Næst fer Sharon til Haag Ef stjóm Banda- ríkjanna telur að eiturlyfjafjármunir séu notaðir til að fjármagna hryðju- verk þá ætti hún að líta vel á velt- una í kauphöllinni í New York. Fyrir mörgum árum sagði mér erlendur maður að almælt væri að kauphöllin í New York hefði sent erindreka til Kólumbíu til þess að gæta hagsmuna sinna þar. Væringar voru milli þeirra sem eit- urlyfjagróðanum réðu og kauphöll- in vildi tryggja það með því að senda þennan erindreka. Þeir sem málum réðu þar voru ekki öruggir með að kauphöllin þyldi að missa svona mikla veltu frá sér. í hraðan- um -i kauphallarviðskiptunum er sennilega hægt að fela viðskiptin þannig að ekki sé auðvelt að sjá hver stendur að þeim. Ef þetta var svona fyrir nokkrum árum með hvaða hætti er þetta þá í dag? Getur verið að á Manhattan sé verið að ávaxta eiturlyfjagróðann sem er síð- an notaöur til hryðjuverka. Ættu ekki að vera hæg heimatökin fyrir bandarísku leyniþjónustuna að kanna hverjir eru þarna í viðskipt- um? Kanna mætti í leiðinni hvort verið geti að kauphöllin sé með stærstu peningaþvottastöðvum heims. Það væri kaldranalegt í ljósi hörmunganna þarna rétt hjá kaup- höllinni. Falleg ord Tryggva Inga hringdi: Ég vil láta í ljósi mikla ánægju með orð Tryggva Bjarnasonar í les- endabréfi í DV á fóstudaginn þar sem hann bendir á að trúna á ekki að nota sem morðtól. Grein Tryggva voru orð í tíma töluð og málflutn- ingur hans allur hinn skynsamleg- asti. Landsleikurinn við Dani - algjör sorgarsaga á (Idræts-)Park- en enn eina ferðina. Fleiri úr úrvalsdeild GG hringdi: Vík milli vina Garri varð vitni að miklum pólitískum tíðind- um fyrir helgina sem þó voru hvergi kynnt sem þær pólitísku fréttir sem þær voru. Tíðindin tengdust niðurstöðu alþjóðlegrar ráðstefnu sem hér var haldin um ábyrgar fiskveiðar. Yfirlýsing ráðstefnunnar, „Reykjavíkuryfirlýsing um ábyrg- ar fiskveiðar í vistkerfi sjávar“, mun eiga að vera sérstakt innlegg á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður á næsta ári. Það var þó ekki endilega yfirlýsingin sjálf sem Garra þótti svona fréttnæm, heldur þeir pólitísku flokkadrættir sem út frá henni spunnust. Svo virðist nefnilega sem að með þessari yfirlýsingu hafi myndast vík milli vina þar sem eru Kristján Lofsson í Hval hf. í Hafnarfirði annars vegar og Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra úr Hafnar- firði hins vegar. Skollaeyrum skellt Kristján í Hvalnum, sem verið hefur holdgerv- ing hvalveiðisinna um árabil, og Árni Mathiesen hafa alla tíð talað sem einn maður þegar kemur að hvalveiðum. Það hefur varla mátt á milli sjá hvor segir hvað og hvor hugsar hvað, svo sam- mála hafa þeir verið. Og tengsl þeirra eru auð- vitað margvísleg önnur lika, bæði flokksleg og í gegnum Hafnarfjörðinn. I þessu bandalagi hafa raunar verið fleiri menn, sem þó falla nú í skuggann því samband þeirra Árna og Kristjáns er það sem mesta athygli hefur fengið síðustu misserin. En nú hafa forsendur semsé breyst og Árni og Kristján tala ekki lengur einni röddu. Þvert á móti skellir Árni nú skollaeyrum við þeirri gagnrýni sem Kristján hefur sett fram á Reykjavíkuryfirlýsing- una og heldur ráðherrann því blákalt fram að ekki skipti máli að setja hvali sérstaklega inn í þetta plagg. Börn sem ekkert skilja Því er nú uppi sú nýja staða að hvalveiðisinn- ar eru komnir upp á kant við íslensk stjórnvöld í hvalveiðimálum. Skilningur hvalveiðisinnanna er sá að stjórnvöld séu byrjuð að fórna stefnunni í hvalveiðunum í hrossakaupum viö Ameríkana og aðra útlendinga til aö ná öðrum og óskyldum markmiðum fram. Og Hvala-Kristján og félagar eru dyggilega studdir af hinum hvalveiðiþjóöun- um í þessu, á meðan þeirra eigin stjómvöld láta sem ekkert sé. Árni segir meira að segja að þetta sé óþarfa viðkvæmni og misskilningur í Krist- jáni, því i yfirlýsingunni sé talað um „vistkerfi sjávar" og auðvitað séu hvalir hluti af því vist- kerfi. í hugum hvalveiðisinna hljóma þessi orð ráðherrans eflaust eins og að verið sé að bæta gráu ofan á svart - það sé ekki nóg með að verið sé að bakka í hvalamálinu heldur eru hvalveiðis- innar afgreiddir eins og þeir séu smákrakkar sem ekkert skilji í alþjóðlegri hagmunapólitík. Því mælir Garri með því að á næstunni fylgist menn vandlega með hvalveiðimálum og stefnu stjórnvalda eftir þessar óvæntu deilur Árna og Kristjáns. Hér gæti verið upphafið að merkilegri og afdrifarikri pólitískri þróun. Garri Við islendingar styðjum vel við landslið okkar, nema þegar á bjátar, og það gerist oft. Viö verðum að gera okkur grein fyrir því að við höfum ekki í fullu tré við góðar knattspyrnuþjóðir eins og Dani. Einstöku sinnum „grísum" við á góð úrslit, eins og á móti Tékkum á dögunum. En fæstir eru strákarnir okkar miklir afreksmenn. Þeir koma næstum allir frá undirmálsfé- lögum, og sumir þeirra hafa setið þar á varamannabekkjum meira en góðu hófi gegnir. Ég legg til að næsti landsliðsþjálfari, því trúlega mun Atli hætta núna, velji fleiri leikmenn úr úrvalsdeildinni okkar, þeir eru alls ekki síðri en annars klassamenn úr fremur slökum er- lendum knattspyrnuliðum. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasí&a DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.