Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2001, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2001, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 DV Fréttir Útlendum fíkniefnasmyglurum á Litla-Hrauni hefur fjölgað mjög ört á árinu: Hlutfall útlendra fíkniefna- innflytjenda stóreykst Vonbrigöi. í fangelsinu á Litla-Hrauni dvel- ur nú á annan tug erlendra afbrota- mannanna, þar af flestir sem hafa verið handteknir og dæmdir fyrir fikniefnainnflutning á árinu. í fang- elsinu öllu dvelja nú tæplega 70 fangar. Hlutfall erlendra afbrota- manna í fangelsinu er orðið svo hátt að ýmsir aðilar i löggæslukerfinu eru farnir að gefa því sérstakan gaum. Stór hluti afbrotamanna sem taka út dóma á Litla-Hrauni er þar vegna fíkniefnamála eða mála sem tengjast þeim. Þetta er þróun sem margir telja vekja ugg. Það sem menn beina sjónum sín- um að er að útlendingar sem starfa í fikniefnaheiminum búa gjaman yfir viðskiptasamböndum ytra sem í raun þykja nauðsynleg til að út- vega fikninefni. Á meðan íslenskir fangar sitja inni með mörgum út- lendingum, gjarnan svo misserum og árum skiptir, skapast tækifæri fyrir þá til að komast í samhönd á alþjóðavísu. Á Litla-Hrauni sitja tveir Danir sem komu til landsins, hvor í sínu lagi þó, með fikniefni á þessu ári - annar kom með 4,5 kíló af hassi en hinn með sterkari efni, kókaín og amfetamín. Þar eru einnig tveir Bretar. Annar smyglaði kókaíni en hinn 6 kOóum af hassi. Bretamir komu báðir til landsins á þessu ári en þriðji Bretinn situr inni á Litla- Útlendingar sem sitja inni vegna fíkniefna I ítali Kókaín 380 g, e-duft, fjótandi LSD i Dani 42 g kókain, 69 g amfetamín Þjóðverji 5 kg hass jgSIKi Bretí 6 kg hass PÓIsk kona (Kópavogsfangelsi) 1.636 e-töflur Portúgali ! /: \ 2:516 e-töflur S Danf /; * t-' -5 \ 4,5 kghass Breti , 7 í í \ / I \m :: msnmiJ 1 ÍM í'icrk : 1 i t í, ' 39 gkókaín f : 1 qliAii. M- “ HoUendingur 14.000 e-töflur gjHpgt j K j. Austurríkismaður | \ I ; 78.000 e-töflur Hrauni vegna eldra máls - hann af- plánar 7 ára dóm vegna fíkniefna- máls er tengist London. Austurrík- ismaður er nýr í hópi fíkniefnainn- flytjenda í fangelsum íslands. Hann var nýlega tekinn með 78 þúsund e- töílur. Mál hans er enn i rannsókn en ekki er talið að hann hafi ætlað að koma með efnin til íslands. Hol- lendingur, sem situr á Litla-Hrauni, fékk 9 ára fangelsi fyrir að flytja 14 þúsund e-töílur með sér í Leifsstöð. Hann var einnig á leið frá Hollandi til Bandaríkjanna en mun, að minnsta kosti fram að reynslulausn eftir 6 ára afplánun, sitja inni hér á landi. Portúgali situr einnig inni á Litla-Hrauni. Hann var tekinn með 2.516 e-töflur. Pólsk kona situr í Kópavogsfangelsinu en hún var tek- in meö 1.636 e-töflur og þýskur karl- maður situr á Litla-Hrauni. Hann var tekinn með 5 kíló af hassi límd inn á líkama sinn er hann kom til íslands. Að síðustu er ítali á Litla- Hrauni. Hann hafði búið hér á landi um skeið og var tekinn með talsvert magn af kókaíni, er hann kom frá Spáni, e-töfluduft og fljótandi LSD. Tvær löndur mannsins eru nýlega farnar úr landi eftir að hafa afplán- að dóma sína í sama máli. Ofan á allan þennan hóp eru þrír Litháar sem sitja inni fyrir skipu- lagða stórþjófnaði og nokkrir aðrir aðrir útlendingar sitja í gæsluvarð- haldi, grunaðir um ýmis efnahags- brot. Með hliðsjón af þessu er ljóst að hlutfall þeirra sem sitja inni vegna fíkniefnabrota hækkar almennt hvað varðar dómþola í fangelsum landsins. Auk þess eykst hlutfall út- lendinga sem hafa framið fikniefna- brot og önnur brot sem talin eru tengjast fikniefnum. -Ótt Faraldsfræöingur segir grun um tengsl prótínneyslu og krabbameina: Rússnesk heilsurúlletta - þegar fólk fer í harða prótínkúra „Það eru ákveðnar grunsemdir um tengsl milli neyslu mikils prótíns annars vegar og brjósta- krabbameins og magakrabbameins hins vegar,“ sagði Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur hjá Krabbameinsfélagi Is- lands, vegna viðvör- unar Hjartavemdar i Bandaríkjunum við skyndikúrum sem byggjast á prótínneyslu. Eins og fram kom í DV i gær hefur Hjartavemd í Bandaríkjunum beinlínis lýst yfir stríöi gegn skyndikúrum sem Laufey Tryggvadóttir. hafa verið mjög í tísku að undanfömu. Er einkum tekið til fitu- og prótínkúra sem hafa verið mjög vinsælir, m.a. hér á landi, hjá þeim sem vilja létta sig. Á vefsíðu stofnunarinnar, Ámerican He- art Association, em slíkir kúrar sagðir geta verið stórlega varhugaverðir. Þar segir meðal annars að of mikil neysla prótins geti haft slæmar heilsufarslegar afleiðingar. Sé fitu- og prótinríkrar fæðu neytt í miklum mæli i langan tíma aukist hættan á að viðkomandi geti fengið hjartabilanir, sykursýki, slag og allnokkrar tegundir af krabba- meini. Þá geti hættan á nýma- og lifrar- sjúkdómum, svo og beinþynningu, auk- ist i einstökum tilvikum. Þar að auki komi slíkir kúrar ekki að gagni til lengri tíma. Þar dugi aðeins að breyta um neyslumynstur, þ.e. borða minna og hreyfa sig meira. Að sögn Ólafs Sæmundssonar nær- ingarfræðings em þessir kúrar fyrst og fremst vinsælir af þvi að fólk léttist mjög hratt á skömmum tíma. Líkaminn gengur í gegnum ákveðna ketónsýru- framleiðslu sem setur í gang eins konar fituefnaskiptaferli til að gefa fmmum likamans, sem ailajafna nærast á sykri, orku. Þá minnkar matarlystin gjaman. Mikið vökvatap verður í líkamanum, vöðvatap verður einnig of mikið og fólk þyngist því oftast um fleiri kíló en það náði af sér í kúrnum. „Eftir því sem fleiri fara í svona kúra þeim mun meiri verður tíðni þeirra sem þurfa að leita sér fæknisfræðilegr- ar aðstoðar," sagði hann. „Sumir sfeppa, eins og gengur og gerist, en fólk er að spila hálfgerða rússneska rúilettu með heilsuna vegna mikils álags kúr- anna á lifu, nýra og hjarta." Laufey Tryggvadóttir faraldsfræðing- ur sagði alveg klárt að í grænmeti og ávöxtum væm efni sem vemduðu gegn krabbameini. Þegar fólk færi á einhæfa kúra, eins og þá sem byggðust á prótín- um, þá fengi það ekki þau efni úr fæð- unni sem vemduðu gegn ýmsum sjúk- dómum. Auk þess væri beinlinis hættu- legt að borða mjög fábreytta fæðu til lengri tíma. Það hefði sýnt sig að allar öfgar í fæðuneyslu væra stórhættuleg- ar. -JSS Garðar Sverrisson: Grænt Ijós fyrir valdhneigða „Ég tel að ef Hæstiréttur kemst að sömu niðurstöðu og héraðsdómur þá verði Alþingi að breyta lögunum,“ sagði Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalags íslands, um dóminn sem gekk í gær þar sem því var hafn- að að bandalagið fengi aðgang að minnisblaði sem fylgdi skipunarbréfi fyrir starfshóp ríkisstjórnarinnar í tengslum við dóm Hæstaréttar I lok síðasta árs í öryrkjamálinu svokallaða. Minnisblaðið var gert i tengslum við viðbrögð rikisstjórnarinnar eftir að dómur gekk Öryrkjabandalaginu í hag. „Dómarinn vefengir ekki þá aug- ljósu staðreynd að með skipun embætt- ismannahópsins var minnisblaðið rétt og slétt orðið stjórnsýslugagn. En þar sem það hafði áður verið minnisblað megi forsætisráðherra stinga því und- an. Þessi túlkun á undanþáguákvæði upplýsingalaganna er svo rúm að með henni er i raun verið að gefa vald- hneigðum stjórnmálamönnum grænt ljós á að fara með stjómsýsluna eins og um einkamál sé að ræða,“ sagði Garð- ar. -Ótt Héraðsdómur NA: Síbrotamaður fékk 10 mánuði Tæplega þrítugur Ólafsfirðingur hef- ur verið dæmdur í 10 mánaða óskilorðs- bundið fangelsi fyrir ýmis brot en mað- urinn var á reynslulausn vegna eldri dóma þegar hann framdi brotin. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis frá Dalvík til Ólafsfjarðar en hann var auk þess ökuréttíndalaus. Þá var hann ákærður fyrir að'hafa brotist inn í verslunina Valberg á Ólafsfirði og stolið þaðan 34 þúsund krónum í peningum. Loks var hann ákærður fyrir að hafa haft fikni- efni í fórum sínum. Á ámnum 1993-1995 komst maður- inn þrívegis í kast við lögin vegna um- ferðarlaga- og fikniefnabrota og frá ár- inu 1996 hefur hann hlotið 12 refsidóma. Dómurinn sagði hann sýna einbeittan brotavilja. Hann var dæmdur i 10 mán- aða fangelsi sem fyrr sagði, til greiðslu 34 þúsund króna skaðabóta til verslun- arinnar Valbergs og til greiöslu sakar- kostnaðar. -gk Víöa bjart veöur Austlæg átt, 5 til 8 m/s, en 8 til 13 í kvöld og nótt. Rigning eöa súld austan og norðan til á landinu en annars víöa bjart veður í dag. Hiti 5 til 11 stig, hlýjast austanlands. 1 Sóiargangur og sjávarföll 1 REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag i kvöld 18.01 17.42 Sólarupprás á morgun 08.27 08.16 Síðdegísflóð 18.41 23.14 Árdegisflóð á morgun 07.05 11.38 Skýrfctgsr á ve&urtáknum ^VINDATT 1°0A— HITI 1$ ,10o h ^ViNDSTYRKUR í metrum á sekundu ^FROST HEÍÐSKÍRT /3,0 IETTSKÝJAÖ HÁLF- SKÝJAÐ AISKÝJAO SKYJAÐ w RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOiYIA XM ===== ÉUAGANGUR RRUIVIU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA i i i i i BYGGT A UPPIYSINGUM FRA VEGAGERD RlKISINi szajo Greiöfært um flesta þjóövegi Þjóðvegir landsins er flestir greiðfærir en hálkublettir geta þó verið í morgunsárið. Þorskafjarðarheiöi og Tröllatunguheiöi á Vestfjöröum eru lokaöar. Bjartviöri um vestanvert landið Dálítil súld við austurströndina, en bjartviðri un vestanvert landið á morgun. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast suövestanlands. Vindur: </“'1 3-8 fft/8 Hiti 3" til 10° Hæg austlæg eða breytileg átt. Dálítll súld við austur- ströndlna en annars bjart veður. Hitl 3 tll 10 stig að deginum en vægt nætur- frost inn til landslns. Vindur: vJLr 3-8>40 Vindur.^-^ 5—10 m/s *) Hiti 3° tit 10° T Híti 5° til 10° W Hæg austlæg eða breytl- leg átt. Dálitil súld við austurströndina, en annars bjart veður. Hiti 3 til 10 stig að deginum, en vægt næturfrost Inn tll landslns. Austan- og norðaustanátt og víða rignlng. Hiti 5 til 10 stig. AKUREYRI BERGSSTAÐIR alskýjaö alskýjaö 1 5 BOLUNGARVÍK heiöskírt 2 EGILSSTAÐIR þokumóöa 6 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 5 KEFLAVÍK léttskýjaö 4 RAUFARHÖFN alskýjað 5 REYKJAVÍK heiöskírt 3 STÓRHÖFÐI léttskýjað 4 BERGEN léttskýjaö 8 HELSINKI þokumóöa 11 KAUPMANNAHÖFN þokuruöingur 7 ÓSLÓ skýjað 8 STOKKHÓLMUR súld 12 ÞÓRSHÖFN skýjaö 12 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 8 ALGARVE þokumóöa 18 AMSTERDAM þokumóöa 11 BARCELONA þokumóöa 14 BERLÍN þoka 12 CHICAGO heiöskírt 4 DUBLIN rigning 14 HALIFAX alskýjaö 15 FRANKFURT skýjað 10 HAMBORG þoka 5 JAN MAYEN súld 4 LONDON skýjaö 11 LÚXEMBORG þoka 11 MALLORCA hálfskýjað 13 MONTREAL alskýjaö 10 NARSSARSSUAQ skýjaö 5 NEW YORK alskýjaö 11 ORLANDO skýjað 20 PARÍS hálfskýjað 9 VÍN þoka 11 WASHINGTON heiðskírt 5 WINNIPEG heiöskírt 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.