Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2001, Síða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001
Fréttir DV
Gamall sjómaöur keypti sumarhús af Sjómannafélagi Reykjavíkur 1995:
Staðgreiddi en
fékk engan bústað
- réö lögfræðing sem hirti peningana og máliö er enn óafgreitt hjá RLR
DV-MYND BRINK
Eggert Kristinsson meö kaupsamning og kvittun fyrir greiöslu
Hann keypti sumarbústaö af Sjómannafélagi Reykjavíkur fyrir rúmum sex
árum en fékk hann aldrei afhentan. Nú viröist hann sitja uppi meö aö hafa
tapaö andviröi bústaöarins, fyrst í hendur fasteignasala og síöan í vasa lög-
fræöings sem hann réö til aö annast innheimtu fjárins.
Eggert Kristinsson verður 75 ára
1. nóvember en hefur stundað sjó-
inn nær allan sinn aldur. Hann
hugðist hafa það notalegt í ellinni
með því að festa kaup á sumarbú-
stað í Hraunborgum í Grímsnesi af
sínu gamla félagi, Sjómannafélagi
Reykjavíkur. Gengið var frá kaup-
unum í apríl 1995 fyrir tvær milljón-
ir króna. Hann borgaði út í hönd
með húsbréfum en sumarbústaðinn
fékk hann hins vegar cddrei afhent-
an.
Hann réð lögfræðing til að ná
fjármununum til baka frá fasteigna-
salanum sem sá um viðskiptin.
Þeim lögfræðingi tókst að mestu að
innheimta skuldina en stakk þá
fjármununum í eigin vasa. Þá réð
Eggert annan lögfræðing en allt
kom fyrir ekki. Kærði nýj lögfræð-
ingurinn þvi málið til Rannsóknar-
lögreglu ríkisins 1996. Ekki hefur þó
enn verið gefin út opinber ákæra af
hálfu RLR þrátt fyrir eftirrekstur
lögfræðings og þrátt fyrir að rann-
sókn hafi lokið fyrir meira en þrem
árum.
Kostaboð
Á vordögum 1995 var fór Eggert
á skrifstofu Sjómannafélags
Reykjavikur til að spjalla við sína
gömlu félaga. Nefndi Eggert þá að
hann hefði hug á að kaupa sér
sumarbústað. Spurði gjaldkeri fé-
lagsins þá hvort hann vildi ekki
einfaldlega kaupa bústað af SR.
Þeir væru einmitt með tvo bústaði
til sölu.
Varð úr að Eggert fór ásamt
Kristjáni Júlíussyni trésmið og
fulltrúa Sjómannafélagsins austur
I Grímsnes að skoða bústaðina. í
samráði við trésmiöinn valdi Egg-
ert síðan bústað sem merktur var
númer 6 í landi Hraunborga í
Grímsnesi. Daginn eftir fór hann á
skrifstofu SR og sagðist vilja kaupa
þann bústað ásamt fylgihlutum
fyrir 2.000.000 króna. Segir Eggert
að Jónas Garðarsson, formaður fé-
lagsins, hafi þá sagt sér að fara til
Hilmars Viktorssonar, fasteigna-
sala hjá Eignahöllinni, til að ganga
frá málum. Hélt Eggert þá rakleitt
á fasteignasöluna og voru þá allir
pappírar klárir tU undirritunar.
Þetta var 21. aprU árið 1995 og var
gengið frá kaupunum og stað-
greiddi Eggert með húsbréfum að
upphæð 2 mUljónir króna. Undir
gjörninginn rituðu Jónas Garðars-
son og HUmar Viktorsson fast-
eignasali. Gaf Hilmar kvittun fyrir
mótttöku greiðslu 21. apríl 1995 og
ritar undir hana fyrir hönd Sjó-
mannafélags Reykjavíkur. í samn-
ingi er tekið fram að seljandi, Sjó-
mannafélag Reykjavíkur, sjái um
að losa bústaðinn undan Félagi or-
lofshúsaeigenda i landi Hraun-
borga. Einnig er tekið fram að gefa
eigi út afsal 1.6. 1995. Að svo búnu
hélt Eggert glaður í bragði í sex
vikna leyfi tU Benedorm á Spáni.
Engir lyklar og engin
endurgreiðsla
Eftir heimkomuna, eða þann 1.
júni 1995, hélt Eggert á skrifstofu SR
til aö fá lyklana að bústaðnum. Seg-
ir hann að þá hafi Jónas sagt sér að
því miður gæti SR ekki selt bústað-
inn þar sem Sjómannadagsráð ætti
forkaupsrétt. Leitaði Eggert þá eftir
endurgreiðslu en var vísað á fast-
eignasalann. Hilmar fasteignasali
gat hins vegar ekki staðið skU á
DVMYND HARI
Niöurstööurnar kynntar
Þórólfur Þóriindsson, formaöur
Áfengis- og vímuvarnaráös, kynnti
niöurstööurnar á fundi í gær.
Rannsóknin náði tU ungs fólks í öU-
um framhaldsskólum á Islandi og var
svarhlutfaU 71,6% þeirra sem áttu að
mæta í skólann á fyrirlagningartíma.
-MA
greiðslunni en lét af hendi trygging-
arvíxil með gjalddaga 18. júni það
sama ár. Sá víxill var þó aldrei
greiddur.
Lögfræðingurinn stal
í lok júlí 1995 brast Eggert þolin-
mæðin og sneri sér þá tU Helga
Magnússonar, lögfraéðings hjá Lög-
þingi hf. Fór hann þar eftir auglýs-
ingu sem hann hafði séð frá fyrir-
tækinu í dagblöðum. Tók Lögþing
máiið að sér og sett í innheimtu.
AUt kom þó fyrir ekki og Eggert
fékk enga endurgreiðslu.
í byrjun árs 1996 fékk Eggert stað-
fest að Hilmar fasteignasali hefði
samt greitt Lögþingi upphæðina að
mestu 6. september 1995. Fékk hann
því nýjan lögfræðing til að annast
sín mál en það var Ólafur Garðars-
son hrl. hjá Lögmönnum á Seltjarn-
arnesi.
Kært til Rannsóknarlögreglu
Ólafur reyndi nú að að innheimta
kröfuna hjá Lögþingi hf. en þar sem
forsvarsmenn voru þá komnir í þrot
og eignalausir taldi hann vafasamt
að nokkuð fengist upp i kröfuna. í
aprU 1996 sendi Ólafur Garðarsson
formlega kæru á Helga Magnússon
lögfræðing og eiginkonu hans sem
var þá stjórnarformaður Lögþings
hf. Kært var til Rannsóknarlögreglu
ríkisins fyrir hönd Eggerts vegna
málsins. Er þess krafist að gefin
veröi út ákæra á hendur kærðu og
þeim refsaö samkvæmt lögum.
Einnig var skýringa krafist frá Sjó-
mannafélaginu 1. apríl 1996 og ítrek-
að i september það sama ár.
RLR klikkar líka
Ólafur Garðarsson ítrekar
kæruna til RLR skriflega 2. april
1998 en þá hafði formleg kæra enn
verið gefin út af embættinu. RLR
svaraði 7. april sama ár og sagði þá
málsatvik liggja fyrir og rannsókn
væri fyrir löngu síðan lokið. 16. apr-
íl 1999 ritar Ólafur enn á ný bréf
embættis Ríkislögreglustjóra og
krefst skýringa á að ekkert hafði þá
enn gerst í málinu. Síðan eru liðin
tvö og hálft ár og enn situr við það
sama. Ólafur segist í samtali við DV
ítrekað hafa spurst um málið en
borið hafi verið við að mikill fjöidi
mála væri á Helga Magnússon. Síð-
an hefur ekkert gerst.
Tókum aldrei viö peningum
Jónas Garðarsson, formaður Sjó-
mannafélags Reykjavíkur, segist
aldrei hafa tekið við neinum pen-
ingum vegna söiu á sumarbústaðn-
um. Hann fullyrðir að Eggert hafi
verið fullkunnugt um að fyrirvari
væri á sölunni og þvi málum bland-
ið hvort hann hafi yfirleitt keypt bú-
staðinn.
- En samt skrifaðir þú sjáifur
undir kaupsamninginn!
„Já, en við tókum aldrei við pen-
ingunum og málið var aldrei frá
gengiö okkar í milli,“ segir Jónas.
„Hann átti að fá bústaðinn afhentan
síðar þar sem húsið var í útleigu."
Jónas segir að í millitíðinni hafi
verið athugað hvort hægt væri aö
selja hann til einstaklings út úr því
félagslega kerfi sem bústaðurinn
var í. Síðan hafi komið í ljós að það
var ekki hægt að aflétta kvööum af
húsinu. „Afhendingin fór því aldrei
fram. Það er svo Eignahöllin og síð-
an lögmaður hans sem standa ekki
við það að afhenda honum pening-
ana til baka.“
Ekki hefur náöst í þann fulltrúa
hjá embætti Ríkislögreglustjóra sem
með málið hefur farið. -HKr
Vímuefnaneysla framhaldsskólanema:
Mest aukningin er í
neyslu
Dregið hefur úr ölvun meðal 16 til 19
ára nemenda í framhaldsskólum á ís-
landi árið 2000, samanborið við árið
1992. Þetta eru niðurstöður nýrrar
rannsóknar sem kynntar voru í gær.
Rúmlega 81% framhaldsskólanema
hafði orðið ölvaður sl. 30 daga árið
1992 samanborðið við tæplega 63% í
fyrra. Á sama tímabili hefur dregið úr
daglegum reykingum nemenda en aft-
ur á móti hefur neysla ólöglegra vímu-
á hassi
efna aukist, að neyslu á sniffi undan-
skildu. Mesta aukningu er að finna í
neyslu á hassi en árið 1992 höfðu 7%
nemenda notað hass þrisvar sinnum
eðar oftar um ævina, samanborið við
12% árið 2000.
Þórólfur Þórlindsson, formaður
Áfengis- og vímuvamaráðs, segir að
einna mest hafi komið á óvart að um
20% hafi notað neftóbak 20 sinnum eða
oftar um ævina og 8% munntóbak.
Umsjön: Birgir Guömundssott
netfang: birgir@dv.is
Tveir fyrir einn!
Tillagan um að leggja niður Ár-
nesprestakall og sameina það
Hólmavík hefur vakið talsverða at-
hygli í heita
pottinum. 1
Árnespresta-
kalli ræður
sem kunnugt
er ríkjum
presturinn Jón
ísleifsson sem
sumir pottverj-
ar viija raunar
kalla Jón prím-
us vegna kunn-
áttu sinnar og lagni við að gera við
vélar og við járnvinnu ýmiss kon-
ar. Hins vegar tala menn gjarnan
um að þaö að leggja þetta presta-
kall niður sé í raun mjög 1 anda
þeirrar hagræðingar sem nú
tiðkast á öllum sviðum - ekki sé
einvörðungu verið að sameina Ár-
nesprestakall stærra brauði heldur
sé þetta „2 fyrir 1“ pakki því í Tré-
kyllisvík eru tvær kirkjur, sú
gamla og nýja, sem standa hvor
sínum megin við þjóðveginn...
Miklar breytingar
Umræðan um framboðsmál sjálf-
stæðismanna í Reykjavík hefur
heldur betur tekið stökk við það að
Eyþór Arn-
alds boðaði
endurinn-
komu sína í
þennan heim.
I pottinum er
raunar dregið
í efa að Eyþór
hafi styrk til
að velta Ingu
Jónu Þórðar-
dóttur úr
sessi, nema mjög sérstakar aðstæð-
ur skapist, en það breytir ekki því
að menn eru að spá verulegum
breytingum á borgarstjórnarflokkn-
um á næsta kjörtímabili. Auk allr-
ar óvissunnar um forustumenn
heyrist í pottinum aö tiltölulega
farsælir borgarfulltrúar, eins og
t.d. Kjartan Magnússon, kunni að
vera að draga sig út úr borgarpóli-
tíkinni...
Anna og Framsókn
Það vakti óskipta athygli pott-
verja að Anna Kristinsdóttir, frá-
farandi formaður Framsóknarfé-
lags Reykja-
víkur, boðaði í
DV í gær að
hún hygðist
sækjast eftir
borgarstjórnar-
sæti fyrir
Framsókn á
Reykjavíkur-1
listanum. Anna
er með þessu I
sögð vera að senda ódulbúin skila-
boö til sitjandi borgarfulltrúa,
þeirra Sigrúnar Magnúsdóttur og
Alfreðs Þorsteinssonar, um að í
þessum kosningum geti enginn
gengið að sinu sæti vísu á listan-
um. Annars á Anna ekki langt að
sækja það að hrista upp í reykvísk-
um framsóknarmönnum því hún er
dóttir Kristins Finnbogasonar
heitins sem um árabil var einn af
atkvæðamestu og um leið umdeild-
ustu forustumönnum flokksins í
höfuðborginni...
Læknabrennivínið
Nú eru lyfsalar farnir að senda
læknum brennivín og hefur það
vakið veð-
skuldaða at-
hygli hag-
mæltra ís-
lendinga.
Vonandi er
þetta vín þó
einungis til
lyfjagjafar því
eins og segir í
eftirfarandi
vísu Sigurdórs Sigurdórssonar
blaðamanns:
Þaó er flestra manna mál,
og mun þar ekkert grínid,
ad lífgar bœöi limi og sál
lœknabrenniviniö.