Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2001, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2001, Qupperneq 8
8 Viðskipti__________ Umsjón: Víðskiptablaðiö lceland Spring vinnur til fernra verðlauna - ein mesta viðurkenning sem hægt er að fá í þessum iðnaði Iceland Spring, framleitt af Þórs- brunni hf., vann til femra Aqua Awards-verðlauna fyrir markaðssetn- ingu Iceland Spring á 43. ársfundi „Intemational Bottled Water Associ- ation“, IBWA, sem haldinn var nýlega á Flórída í Bandaríkjunum. Aqua Awards-verðlaunin em talin ein mesta viðurkenning sem fyrirtæki sem starfa við sölu á átöppuðu vatni geta fengið. Agua Awards-verðlaun IBWA-sam- takanna em veitt í flokki lítilla fyrir- tækja, meðalstórra og stórra. Alls var keppt til verðlauna í 16 flokkum. Iceland Spring, sem taldist til hóps meðalstóma fyrirtækja, keppti í fjórum flokkum og vann til verðlauna í þeim öllum. Flokkamir sem Iceland Spring vann í em: 1) besta hönnun miða, 2) blaðaauglýsingar, 3) auglýsingar í búð- um og 4) herferð í almannatengslum. Mörg af þekktustu fyrirtækjum heims, eins og Perrier (The Perrier Group), Evian (The Danone Group), Poland Spring (The Perrier Group), taka þátt í þessari verðlaunahátíð á hveiju ári. Miðinn og auglýsingamar em hönn- uð af The Sloan Group sem er auglýs- ingastofa í New York. Almanna- tengslaherferðin var í höndum LaForce&Stevens í New York og Laum Levitan, markaðsstjóra Þórs- brunns. Markaðs- og auglýs- ingaherferðin hefur hlotið athygli víða, m.a. í New York Times og helstu fag- blöðum á sviði vatns og drykkjarvara í Bandaríkjun- um. Vatnið hefur einnig sést í ýmsum bandarískum sjón- varpsþáttum, svo sem Ally McBeal, Friends, ER, West Wing, Will & Grace, The Practice, CSI og X-Files. IBWA em stærstu og virt- ustu samtök fyrirtækja á sviði átappaðs vatns. Sam- tökin vora stofnuð árið 1958 og í dag selja fyrirtæki sem em aðilar að samtökunum meira en 80% af öllu átöpp- uðu vatni sem selt er í Bandarikjunum. IBWA-sam- tökin vinna mjög náið með heilbrigðisyfirvöldum við að setja gæðareglur og sjá til þess að fyrirtækin sem aðild eiga að samtökunum fylgi ströngustu gæðastöðlum til að tryggja framleiðslu og sölu á hágæðavatni. Til að fyrirtæki geti orðið aðUar að IBWA-samtökunum þurfa þau að gangast undir ströng inntökuskUyrði og árlega óundirbúna gæðaskoðun tU að uppfyUa gæðakröfur samtakanna. Fyrirtækið Þórsbrunn- ur var stofnað áriö 1990 af Hofi, Orkuveitu Reykja- víkur og VífUfeUi. í dag em hluthafar fyrirtækis- rns 27. Helstu hluthafar era Kaupþing hf., VífUfeU hf., Orkuveita Reykjavík- ur, Háahlíð hf., Nýsköp- unarsjóður, Fjárfestinga- félagið Straumur hf., Ingi- björg S. Pálmadóttir, LUja S. Pálmadóttir og Upp- spretta. Um 35 manns starfa hjá Þórsbmnni, þar af tíu í Bandaríkjunum og einn í Asíu. Vatnið er flutt út undir vörumerkinu Iceland Spring tU Svíþjóð- ar, Bretlands, Singapúr, Hong Kong og 35 ríkja i Bandaríkjunum. TU stendur að heQa útflutn- ing tU Japans og Ástralíu á þessu ári. Iceland Spring er einnig selt á ís- landi. Strengur og Aston Group taka höndum saman - Strengur er kærkomin viðbót við samstæðuna Erfiöar mark- aðsaðstæöur fyrir kísiljárn Verð á kísUjárni hefur fremur átt undir högg að sækja á erlendum mörkuðum. Af Asíumarkaði er það að frétta að verksmiðja í Kína, sem hafði verið lokað, hefur hafið starf- semi að nýju. _Verksmiðjan hefur skapað aukið framboð og hafa greiðsluerfiðleikar hennar jafn- framt gert samningsstöðuna erfiða gagnvart kaupendum sem hefur leitt tU verðlækkunar á mörkuðum. í Evrópu hafa framleiðendur kís- iljárns farið fram á að toUar verði teknir upp að nýju á innflutning frá Úkraínu, Kazakstan, Rússlandi og Kína. Ákveðið hefur verið að allur innflutningur frá þessum löndum verði skráður hjá tollyfirvöldum en talið er að ákvörðun um hvort toll- ur verði lagður á að nýju geti velkst um í stjórnsýslunni í allt að tvö ár. Þetta kemur fram í Morgunkomum íslandsbanka i gærmorgun. Verð á Bandaríkjamarkaöi hefur verið stöðugt að undanfornu. Minnkandi eftirspurn frá stálfram- leiðendum hefur komið í veg fyrir að verð hafi hækkað þrátt fyrir minnkandi framleiðslu og innflutn- ing. Framleiðsla á staðalkísiljárni minnkaði um 9,5% á fyrstu fjórum mánuðum ársins í Bandaríkjunum frá sama tíma í fyrra. Innflutningur minnkaði á sama tíma um tæplega 20%. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Akursbraut 9, hluti 0201, Akranesi, þingl. eig. Akursbraut ehf., gerðar- beiðendur Lífeyrissjóður verslunar- manna og Sparisjóður Rvíkur og nág., útib, þriðjudaginn 23. október 2001 kl. 14.00._____________________ Akursbraut 9, hluti 0301, Akranesi, þingl. eig. Akursbraut ehf., gerðar- beiðendur Lífeyrissjóður verslunar- manna og Sparisjóður Rvíkur og nágr., útib, þriðjudaginn 23. október 2001 kl. 14.00._____________________ SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI r Strengur og Aston Group skrifuðu j nýverið undir samning um samstarf í sölu- og markaðsstarfsemi og við inn- leiðingu upplýsingakerfa hjá fyrirtækj- 1 um á alþjóðlegum vettvangi. Aston Group er alþjóðlegt fyrirtæki með ríflega 1.300 starfsmenn í þrettán löndum og í dag em viðskiptavinir fyr- irtækisins yflr 22.000 talsins. Fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf við stefhumörkun og aðstoðar stjórnendur fyrirtækja við j þróun og innleiðingu lausna sem miða við að rafræn viðskipti nútimans fléttist saman við þrautreynda og viðurkennda viðskiptahætti. Fyrirtækið sérhæfir sig jafnframt í samskiptalausnum, innleið- ingu upplýsingakerfa, viðhaldi í tækni- málum og ráðgjöf varðandi innra skipu- lag fyrirtækja. Sérfræðingar Aston Group geta komið að einstökum þáttum innan fyrirtækisins eða skapað heildar- i lausn sem tekur til upplýsingaflæðisins | í heild og einfaldar rekshminn umtals- ' vert. Samstarfsaðilar Aston Group em fjöl- margir og má þar nefna Cisco, Compaq, HP, IBM, Lotus, Microsoft, Navision, f Nokia, Oracle, Pivotal, Sap og Siebel. Samkvæmt upplýsingum Jens Baun, í forsíðugrein Viðskiptablaðsins í dag kemur fram að fylgi evmnnar hefur vaxið töluvert að undanfómu í þeim löndum sem standa utan Myntbanda- lags Evrópu, eins og Bretlandi, Dan- mörku og Svíþjóð en þessi lönd eru einmitt mikilvæg viðskiptalönd okkar íslendinga. Þar era færð rök fyrir þvi að mjög erfitt gæti orðið fyrir ísland að standa utan bandalagsins ef einhver eða öll þessi lönd taka upp evm á næstu ámm. Ákvörðun íslendinga um inngöngu í myntsamstarf Evrópu gæti mjög líklega staðið og fallið með því hvað aðrar þjóð- ir gera á næstu ámm. Ef aðrar mikil- vægar viöskiptaþjóðir okkar, eins og Bretar, Danir og Svíar, ákveða að þeim sé betur borgið innan evmsvæðisins þá framkvæmdastjóra alþjóðlegrar sölu- deildar Navision hjá Aston Group, er Sftengur kærkomin viðbót við sam- stæðuna. „Þeir hafa þróað öflugar hug- búnaðarlausnir sem nú verða í boði fyr- ir viðskiptavini Aston Group og hafa yfir að ráða sérfræðiþekkingu og víð- tækri reynslu á sviði verslunarhugbún- aðar og rafrænna viðskipta," sagði Jens. Strengur býr að áralangri reynslu í þróun, innleiðingu og viðhaldi á við- skiptalausnum sem tengja hefðbundinn viðskiptahugbúnað við lausnir fyrir raf- ræn viðskipti með megináherslu á fyrir- tæki á sviði fjármála, þjónustu og versl- unar. Strengur er stærsti söluaðili Navision Financials á íslandi en við- skiptin em í síauknum mæli á erlendri grund. Samstarf Aston Group og Strengs er mikill ávinningur fyrir báða aðila. Aston Group bætir InfoStore verslunar- lausnum og InfoServer veflausnum Strengs við vömúrval sitt og Strengur fær aðgang að öflugu kerfi samstarfsað- ila um heim allan. Að sögn Jóns Inga Björnssonar, framkvæmdastjóra Strengs, eru InfoStore og InfoServer lausnir nú þegar i notkun hjá fyrirtækj- mun þrýstingur á upptöku evrunnar hér á landi aukast mikið en þessi þrjú lönd standa fyrir um 28% af utanríkis- viðskiptum Islands. Það er örlítið minna en viðskipti við öll lönd evm- svæöisins en þau nema um 31,7% af heildarviðskiptum íslands. Viðskipti við Bandaríkin, sem em að mestu leyti þjónustuviðskipti, koma síðan næst en þau vora á síðasta ári 27% eða aðeins minna en við þrjú áðumefnd lönd. Af þessu sést að utanríkisviðskipti okkar íslendinga við myntbandalagið munu nema um 60% af heildarviðskiptum okkar ef þessi lönd taka upp evru. Ef af þvi verður mun verða nær ómögulegt að verja sjónarmið þeirra sem telja ís- landi betur borgið utan myntsamstarfs- ins. um um mestalla Evrópu og í N-Amer- iku. Hugbúnaðurinn hefur verið þýddur yfir á fjölmörg tungumál, staðfærður og honum dreift með aðstoð samstarfs- og söluaðila Strengs. Samningurinn viö Aston Group gerir Streng enn frekar að vænlegum valkosti fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga eða þörf fyrir samstarf við alþjóðlega innleiðing- araðila svo sem Aston Group. InfoStore er heildarverslunarlausn sem tengir hefðbundinn viðskiptahug- búnað, t.d. innkaupakerfi, vömhúsa- kerfi og fjárhagskerfi, við notendabúnað með notkun rafrænna samskipta, s.s. á Intemetinu. InfoServer er einfalt en öflugt tæki sem gerir gagnagmnnum mögulegt að hafa samskipti við annars konar hug- búnað og notendabúnað. Samskipti við InfoServerinn geta m.a. fariö fram með hjálp WAP-sima eða Internetsins, not- endur tengjast miðlægum gagnagmnni og geta sótt sér eða skráð upplýsingar um viðskiptavini, vörur o.fl. Þessi möguleiki einfaldar alla verkferla og að halda utan um rekstrampplýsingar verður leikur einn. Mikil umræða hefur verið um upp- töku evrannar í þessum þremur áður- nefndu löndum og virðist vera að and- staðan gagnvart myntbandalaginu hafi verið að minnka á undanfómum ámm. Niðurstöður nýrrar könnunar í Dan- mörku sýna að meirihluti Dana vill nú taka upp evruna en eins og kunnugt er höfhuðu Danir aðild að Efnahags- og Myntbandalagi Evrópu i þjóðarat- kvæðagreiðslu á síðasta ári. Karsten Skjalm, sérfræðingur i Evrópumálum hjá dönsku utanríkismálastofnuninni, segir allt benda til þess að stuðningur við evruna fari áfram vaxandi í Dan- mörku þegar myntin mun taka gildi í myntbandalagsríkjunum 13 eftir ára- mót. ítarlegra er farið í málið i Við- skiptablaðinu í dag. Evran vinnur fylgi í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóö: Erfitt gæti reynst að standa utan EMU MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 I>V HEILDARVIÐSKIPTI 3100 m.kr. - Hlutabréf 700 m.kr. - Húsbréf 900 m.kr. MESTU VIÐSKIPTI Kaupþing 254 m.kr. © Marel 101 m.kr. © íslandsbanki 98 m.kr. MESTA HÆKKUN o íslenska járnblendifélagiö 14,3% o Kögun 9,1% © Kaupþing 3,5% MESTA LÆKKUN o Nýherji 5% © SÍF 2,5% © Marel 1,1% ÚRVALSVÍSITALAN 1104 stig - Breyting O 0,14% Japan hyggst draga úr ríkisút- gjöldum Japan mun draga úr útgjöldum sínum, sem ætlað er að hvetja efna- hagslífið, um þriðjung, í 1 billjón jena (8,3 milljarða dala), þar sem minni tekjur ríkisins og metskulda- hali takmarka peningalegar aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar til að binda enda á fjóröu kreppuna á tíu árum. „Þetta er það mesta sem við get- um gert,“ sagði Masajuro Shiokawa, fjármálaráðherra Japans, á blaða- mannafundi. Ríkisútgjöld, ætluð til að skapa aukna atvinnu á fjárlaga- árinu sem endar 31. mars, voru 1,5 billjónir jena i fyrra. Aflaverðmæti úthafskarfa 4-5 milljarðar í ár íslenskum útgerðum hefur tekist að veiða nærri allan úthlutaðan út- hafskarfaafla sinn á yfirstandandi ári. Greining Islandsbanka hf. hefur aflað upplýsinga frá Fiskistofu þess efnis að íslensk skip hafi landað 40.700 tonnum af úthafskarfa en heildaraflaheimildir íslenskra skipa á árinu nema 45.000 tonnum. Það jafngildir að enn séu óveidd tæp 10% aflans. Að mati Greiningar Islandsbanka má ætla að útflutningsverðmæti þess afla sem náðst hefur séu 4-5 milljarðar króna. Árangur veiðanna var betri en áhorfðist í fyrstu en sökum verkfalls sjómanna í vor héldu skipin síðar á veiðar en venja er. Veiðum íslensku skipanna er nú lokið eða að ljúka. Náðu forskotl í vSðskiptum é Vísi.Ss Notaðu visifingurinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.