Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2001, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2001, Qupperneq 24
28 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 Tilvera I>V lí f iö Frumsýning í Kaffileikhúsinu Veröldin er vasaklútur er heiti leikverks sem frumsýnt verður í Kaffileikhúsinu í kvöld kl. 21.00. Þaö er leikfélagið The Icelandic Take Away Theatre sem stendur að sýningunni og leikendur í hennir eru þær Ágústa Skúladóttir og Vala Þórsdóttir. Verkið fjallar um tvo bakara sem þvælast inn í andspyrnuhreyfingu. Popp ■ ÁIRWÁVES Á GAUKNÚM Rokksveitirnar Sólstafir, Vígspá, Snafu, I adapt og Andlát spila á Airwavestónleikum á Gauki á Stöng. ■ AIRWAVES Á HVERFISBARNUM Dj. Habit sér um skífusteikingar á Hverfisbarnum á fyrsta Air- vaweskvöldinu. ■ AIRWAVES í HAFNARHÚSINU Védís, Emilíana Torrini og Citizen Cope, frá Bandarikjunum spila á tónleikum í tengslum viö Airwaves- hátíöina í Hafnarhúsinu. ■ MANNAKORN í SALNUM Afmæl istónleikar Mannakorna verða fluttir í þriðja sinn vegna fjölda áskorana. Dæmið hefst klukkan 21 í Salnum í Kópavogi. Nokkur sæti laus. Leikhús ■ HVER ER HRÆPDUR VIÐ VIRCr INIU WOOLF? I kvöld á stóra sviði Þjóðleikhússins verður leikritið Hver er hræddur viö Virginíu Woolf? eftir Edward Albee. Sýningin hefst kl. 20. Skemmtanir 1 VEROLDIN OKKAR OPNAR I SMARALIND Barnaskemmtistaöurinn Veröldin okkar opnar í Smáralind í dag kl. 15.00 með pomp og pragt. A opnunarhátíöina milli 15 og 17 mæta margir góðir gestir, meðal annars Klói kókómjólkurköttur, Lóa ókurteisa og Ásta í Stundinni okkar. Fundir og fyrirlestrar 1 ÞORVALDUR GYLFASON Á ARAGOTUNNI Þorvaldur Gyifason, prófessor flytur fyrirlesturinn Natural Resources and Economic Growth: The Role of Investment á Aragötu 14 kl. 16.00 í dag. Fyrirlesturinn er á vegum Málstofu Hagfræði- stofnunar Háskólans. ■ NORPLINGAÖLPUVEITA - MAT Á UMHVERFISAHRIFUM Norölingaölduveita og tilgangur hennar verður umræðuefni fundar á vegum Háskólans í dag kl. 16.15. Fyrirlesari er verkefnisstjóri umhverfismats, Guöjón Jónsson hjá VSÓ Ráðgöf. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 158 í Verkfræöi- og raun- vísindastofnun HÍ við Hjarðarhaga. ■ RABB í KVENNAFRÆÐUM ..Ég sé kvótakerfið fyrir mér sem lopapeysu": Kynhugmyndir og upplifun kvenna af oröræöu og auðlindastefnu í sjávarútvegi, er heiti fyrirlestrar sem Hulda Proppé mannfræöingur flytur á morgun kl. 12.00 i Norræna húsinu. Fyrirlesturinn er Rabb rannsóknarstofu í kvennafræðum. ■ STAÐA HEIMSMÁLA Leonidas Pantelides, sendiherra Kýpur á Islandi, heldur hádegisfýrirlestur í boði Háskóla íslands í Ódda, stofu 201, á morgun, kl. 12.15. Þar mun hann fjalla um heimsmyndina í kjölfar nýjustu heimsviðburða og meta stóðu mála fyrir botni Miöjarðarhafs. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Davlð Ólafsson sagnfræðingur heldur erindi um bók sína Burt - og meira en bæjarleið á rannsóknar- kvöldi Félags íslenskra fræða í Sögufélagshúsinu við Fischersund klukkan 20.30 í kvöld. Davíð ætlar að ræða um þær ólíku aðstæður sem stjórnuðu flutn- ingi fólks vestur um haf og koma fram í persónulegum skjölum vest- urfara frá síðasta fjóröungi 19. ald- ar. Bókin er sú fimmta í ritröðinni Sýnisbók íslenskra alþýðumenning- ar. Burt - og meira en bæjar- leiö Að sögn Davíðs er hann sjálfstætt starfandi sagnfræðingur með að- stöðu í Reykjavíkur Akademíunni. „Ég hef unnið við söguritun frá því ég kláraði nám 1999 en undanfarið hef ég verið að skrifa sögu Mynd- lista- og handíðaskólans." Erindið í kvöld byggist að mestu á formála bókarinnar Burt - og meira en bæjarleið sem er að koma út á vegum Háskólaútgáfunnar. I bókinni er að finna sýnishorn úr dagbókum nokkurra islendinga sem fluttu vestur um haf rétt fyrir næst- síðustu aldamót. Davíð segir að í dagbókum frá þessum tíma sé að finna fjölbreytta og persónulega sýn. „Aðstæður fólks voru mjög mismunandi og for- sendur þeirra og væntingar fyrir vesturferðum voru mjög ólíkar." Dagbækur, bréf og sjálfsævisögubrot „í bókinni eru sýnishorn úr skrif- um ellefu manna úr öllum fjórðung- um landsins. Þetta eru mest dag- bækur en einnig bréf og sjálfsævi- sögukaflar. Á fyrirlestrinum í kvöld ætla ég að segja lítillega frá rann- sókninni og fjalla um heimildirnar og þá heimsmynd sem birtist í bók- inni. í mínum huga er helsta niður- staða bókarinnar að fólk hafði mjög Burt - og meira en bæjarleiö Davíð Ólafsson sagnfræðingur hefur verið að skoða dagbækur og ástæður þess að fólk flutti vestur un haf í lok næstsíðustu aldar. misjafnar ástæður fyrir búferla- flutningum sinum vestur um haf. Sum árin fór fólk einfaldlega vegna slæms árferðis en á öðrum tímum voru menn einfaldlega að leita sér að félagslegu öryggi og atvinnu- frelsi. Ástæðurnar voru einnig mis- munandi eftir því hvort um var að ræða unga menn í ævintýraleit eða fjölskyldur sem flosnuðu upp.“ Björn Halldórsson - Dagbók frá 1883-1884 Til gaman er hér birt örstutt brot úr dagbók Björns Halldórssonar en hann flutti til Norður-Dakota ásamt konu sinni, Hólmfríði Einarsdóttur. „Trjásortir í Nýja-íslandi eru helst- ar: Poplar, líkist hvítviðju eða ísl. birki. Alt að 30 ál. háar eikur 12 þ. í þvermál. Syrus ný og stórvaxin á 50 ál. hæð og 15“ þvermál, líkist furu. Eyk á stöku stað á hæð við popla en gUdari. Askur á stökum stað, grann- ur og kræklóttur. Birkið hávaxið og al að 8“ þvermáli. Willo (víðir) kræklóttur, grannvax- inn og góður viður vaxa margir stönglar upp af sömu rót, mjög erfitt að riðja honum. Af þessum við er mest af poplum. Að auki er á stökum stað Tamrak stórvaxið, það líkist rekavið þeim heima er rauðviður er nefndur. Elm eða álmur og fl.“ Töluvert til af ólesnu efni Davíð segir að við heimildaöflun hafi hann skoðað dagbæk- ur á handritadeild Landsbókasafnsins og á háskólabókasafnin- um í Vinnipeg. „Ég skoðaði líka prentuð almanök Ólafs Þor- grímssonar og tók sumt upp úr þeim. Það er til töluvert af ólesnu efni frá Vesturheimi, bæði á söfnum og á einkaheimilum, og það bíður rannsókna seinna." -Kip Byrja á Múlanum Ástvaldur Traustason og Ólafur Jóns- son leika á efri hæðinni í Húsi Mál- arans á morgun. Vetrardjass: Múlinn hefur vetr- arstarfsemi Jazzklúbburinn Múlinn hefur starfsemi sína annað kvöld. Eins og undaiil'arinn ár hefur hann aðsetur á efri'ha:ö veitingastaðarins í Húsi Málarans. Fyrirhugaðir eru 10 tón- leikar öll fimmtudagskvöld fram að jólum. Fyrstur til að ríða á vaðið er kvintett sem leiddur er af saxófón- leikaranum Ólafi Jónssyni og píanó- leikaranum Ástvaldi Traustasyni. Þeir félagar hafa leikið mikið sam- an í ýmsum hljómsveitum á undan- fórnum árum, m.a. í hljómsveitinni Jazzbræðrum sem leikur mestmegn- is frumsamda tónlist þeirra beggja. Efnisskrá þeirra að þessi sinni er tónlist sjöunda áratugarins, tímabil í djasssögunni sem oft er kallað „hard-bop“ tímabilið. Á þessum tíma voru menn eins og Joe Hender- son, Kenny Dorham, Cannonball Adderley, Wayne Shorter og Freddie Hubbard upp á sitt besta, flestir af þeim voru á mála hjá hinu þekkta plötufyrirtæki Blue Note sem var eitt hið duglegasta við að gefa út frumsamda tónlist á þeim tíma. Með þeim Ólafí og Ástvaldi leika Birkir Freyr Matthíasson á trompet, Birgir Bragason á bassa og trommu- leikarinn Erik Qvick. Bíógagnrýni ————ÉEsmmmm Sam-bíóin -3000 Miles to Graceland + Blóðbað í Las Vegas Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmynrJir. Vesturferðir í persónulegum heimildum: Ólíkar aðstæður fyrir búferla- flutningum til Vesturheims Stórhuga ræningjar Kurt Russell og Kevin Costner stjórna ráni í Las Vegas. Kurt Russell er góð Elvis-eftirlíking (hefur reynslu i þeim efnum) og Kevin Costner kemur á óvart með að vera sannfærandi sem geðsjúkur morðingi með engar mannlegar tilfinningar. Þannig birtast þessar stjörnur okkur i 3000 Miles to Graceland, sannkallaðri rússíbanaferð um spilavíti í Las Veg- as, flótta og eftirfór eftir eyðimerkum í Nevada og Kaliforníu og uppgjöri sem minnir á stórskotaliðsárás. Sem sagt nóg um að vera og ekki vantar að atburðarásin er hröð og tæknilega séð er myndin eins góð og á verður kosið. Samt er 3000 Miles to Graceland vond mynd og ástæðan er fyrst og fremst sú hversu áberandi yfirborðsmennskan er. Sagan sem hlýtur að hafa virkað vel í upphafi (annars hefði allur þessi fjöldi leikara ekki fengist til að vera með) er illa uppsett með jafn mörgum lausum endum og bundið er fyrir. Það er eins og leikstjóri myndarinnar, Demian Lichtenstein, sé að gera langt myndband fyrir MTV sem er fyrrum vinnustaður hans. Engu skiptir þótt öll skynsemi segi að svona geti þetta ekki verið, allt verður að vera svalt og gróft, hversu heimskulega sem það lít- ur út. Sú persóna sem lendir verst út úr þessu er barstúlkan Cybil (Courn- ey Cox), svöl kona með gott hjarta sem er til í fórna sér fyrir son sinn. Henni er samt ekki hugsað til sonar- ins þegar hún stingur af ein sín liðs með ránsfeng úr spilaviti í Las Vegas og skilur soninn eftir hjá elskhugan- um sem er einn ræningjanna. Svona er þetta allt hjá stúlkugreyinu. Engar gerðir hennar eru í samræmi við það sem hún segir. Fleiri persónur fá slæma meðferð í þeirri ætlan leik- stjórans að gera eingöngu út á hraða og ofbeldi Kurt Russeli og Kevin Costner ná vel saman. Eins og áður sagði er Cosner einstaklega illskeyttur í hlut- verki Murphys sem ákveður að félög- um hans við ránið í Las Vegas sé of- aukið. Eftir að hafa sallað niður nokkra öryggisverði byrjar hann næst á félögum sinum. Michael (Kurt Russell) sleppur úr blóðbaðinu og það sem meira er hann er á undan Muphy að ná í ránsfenginn. Það er náttúrlega út i hött að fara að tala um persónurnar að einhverju viti, slík er tilgerðin og yfirborðs- mennskan í öllu sem þeir gera. Það er samt aldrei leiðinlegt að fylgjast með Russell og Costner. Þeir ofleika af kúnst og eru trúverðugir svo langt sem það nær. Engin hefur stælt Presley betur en Russell og er vænt- anlegum áhorfendum bent á að rjúka ekki strax upp úr sætum sínum að sýningu lokinni þar sem Russell stíg- ur á svið og hermir eftir kónginum undir kynningum. 3000 Miles to Graceland er mikil of- beldismynd og það alveg að ástæðu- lausu. Hún hefði sjálfsagt orðið betri ef ofbeldisatriðin hefðu verið stytt og meira lagt í undirbúning og lýsingu á ráninu sem fer fram meðan á Elvis- sýningu stendur, sannarlega flottur bakgrunnur sem fær allt of litla um- fjöllun. Leikstjóri: Demian Lichenstein. Handrit: Demian Lichenstein og Richard Recco. Kvikmyndataka: David Franco. Tónllst: George S. Clinton. Aöalleikarar: Kevin Costner, Kurt Russelll, Courtney Cox, Christian Slater, David Arquette, Kevin Pollak, Jon Lovitz og lce-T.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.