Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 ÐV Fréttir Bruninn í Hrísey: Aukafundur í hreppsnefnd - vegna kæru slökkviliðsstjórans Boðað hefur verið til aukafundar hjá hreppsnefnd Hríseyjar í kvöld vegna kæru slökkviliðsstjórans, Þorgeirs Jónssonar, á hendur sveitarstjóranum vegna barsmíða hans á brunastað um siðustu helgi. Fundarboð hefur verið sent út þar sem tilgreint er að fundarefnið sé áðurnefnd kæra. Eins og DV greindi frá í gær íhugar minni- hluti hreppsnefndar, þar sem slökkviliðsstjórinn á sæti, að krefj- ast þess að Pétur Bolli Jóhannes- son sveitarstjóri víki úr embætti á meðan lögregla rannsakar kæru- málið. í samtali við DV í gær kvaðst sveitarstjórinn ekki hafa íhugað að víkja en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið fyrr eft- ir fundinn í kvöld. En hver hefur lögsögu á vett- vangi þegar upp kemur eldsvoði? Björn Karlsson brunamálastjóri segir aö lög um þessi efni séu ákaf- lega skýr. Alveg frá því Neyðarlín- an kalli slökkvilið út og þar til það hafi lokið störfum sínum ráði Svefnlyfjanotkun stóreykst Margrét Fri- mannsdóttir (Sf) lýsti áhyggjum vegna aukinnar fíkniethanotkunar ungmenna á Alþingi í gær. Hún vísaði í nýja könn- un sem sýnir að 10. hvert ungmenni virðist neyta Svefn- eða deyfilyfja. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði að almennt hefði notkun svefnlyfja aukist um 25% á síðustu 10 árum og taldi hann það mjög alvarlegt. Þuríður Backman (VG) velti vöngum yfir þvi hvort nýr markaður dópsala væri að koma fram. Unglingar væru að taka róandi i lyf og svefnlyf í stóraukn- um mæli. Ráðast yrði gegn vandanum. Guðrún Ögmundsdóttir (Sf) sagði dæmi um dauðsfoll framhaldsskóla- nema vegna lyfjanotkunar í prófum. Fyrst væru örvandi efni tekin á meðan prófin væru þreytt og svo róandi í kjöl- farið til að ná sér niður. Hjálmar Ámason (B) er fyrrverandi skólameistari og hann líkti ástandinu við skeggöld og skálmöld. Katrín Fjeld- sted (D) vauaði hins vegar við því að menn máluðu skrattann um of á vegg- inn. Margt væri sérlega jákvætt við æsku landsins í dag og samanburður kynslóða ætti ekki alltaf við. -BÞ slökkviliðsstjóri. Meðan á slökkvi- starfi standi heyri til að mynda lögregla og opinberir eftirlitsaðilar undir hann. Að því loknu afhendi slökkviliðsstjóri lögreglunni síðan brunavettvang. Morgunljóst sé því að kröfur sveitarstjórnans á briuia- stað aðfaranótt sl. laugardags um slökkvistarf í brennandi verbúð- inni aðfaranótt síðastliðins laugar- dags voru út í hött. Umdeild verðbúð Umrædd verbúð hefur verið nokkuð umdeild í Hrisey og m.a. orðið hreppnum talsvert kostnaö- arsöm eftir að dómur gekk um hana í Héraðsdómi Norðurlands seinni partinn í sumar. Þá var Hríseyjarhreppur dæmdm' til að greiða Birgi Rafni Sigurjónssyni kr. 350.000 með dráttarvöxtum frá júní 1997 í skaðabætur fyrir aö hafa ekki staðið við samning sem gerður hafði verið við hann um flutning á verbúðinni af hafnar- svæðinu í Hrísey. Auk þess þurfti hreppurinn að greiða málskostnað. Málavextir voru þeir að hreppur- inn auglýsti eftir aðila til að rífa verbúðina og fékk Birgir verkið. Tilboð hans hljóðaði upp á að flytja húsið burt innan tiltekins tíma endurgjaldslaust ef hann fengi að eiga húsið og setja það niður á reit sem í deiliskipulagi var kallaður reitur II, sunnan við Fiskverkun Rifs, svo framarlega sem slík stað- setning bryti ekki i bága við skipu- lag. Þegar til kom hafnaði hreppur- inn því að húsið yrði reist á þess- um stað og hafði Birgir þá lagt í kostnað vegna verkefnis sem ekki nýttist eins og skyldi og krefur hann því hreppinn um skaðabæt- ur. Dómurinn varð ekki við því að dæma Birgi þær 1,5 milljónir sem aðalkrafa hans gerði ráð fyrir en staðfestir hins vegar að hreppur- inn hafi brotið á honum. -sbs/BG Samskipti lyfjafyrirtækja og lækna til umræöu á þingi: Varað við gulrótarferðum Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir beindi í gær fyrirspum til heilbrigð- isráðherra um hvort til væru ein- hverjar reglur um samskipti lyfja- fyrirtækja og lækna hérlendis. Markaðssetning lyfjafyrirtækja hef- ur verið mjög tfi umfjöllunar í DV undanfarið og vitnuðu þingmenn óspart tU þeirrar umræðu. Ásta sagði athyglisvert að lyfjafyrirtæki verðu hærri upphæðum tU mark- aðsstarfa en rannsókna og talaði um „gulrótarferöir“ lækna á vegum lyfjafyrirtækja sem DV hefur greint frá. Þá fékk „rauðvínsmáT Péturs Péturssonar yfirlæknis sinn sess á Alþingi. Ásta sagði að strangari reglur Ásta Ragnheiöur Jón Jóhannesdóttir. Kristjánsson. væru um samskipti lækna og lyfja- fyrirtækja t.d. í Svíþjóð og þótt læknafélagið hefði samið sér reglu- umhverfi vantaði skýrari línur. Hún vildi vita hvort boðsferðir lækna hefðu haft áhrif á kostnað lyfjaverðs og vildi skerpa línurnar frekar með ákveðnari reglum um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja. HeUbrigðisráðherra, Jón Krist- jánsson, svaraði því sama og hann sagði í DV fyrir skömmu. Hann teldi mikilvægast að höfða tU sið- semi og dómgreindar læknanna sjálfra. Aukinn kostnað Trygginga- stofnunar vegna lyfja mætti ekki skrifa alfarið á þessa umræðu. Hann sagðist treysta læknunum og minnti á að þeim væri óheimUt að þiggja gjafir nema í óverulegum mæli. Útgjöld Tryggingastofnunar stefna í 5 miUjarða í ár vegna lyfja- kostnaðar í ár. -BÞ Veðrið r kvöíd ,Æ> > •* «= 5T W _ 4 10° 10) Sóíargarrgar og sjávarföíí | Veðrið á morgurt REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 17.11 16.47 Sólarupprás á morgun 09.14 09.07 Síðdegisnó& 18.33 23.06 Árdeglsnóó á morgun 06.49 11.22 Skýringar á veóurtáknum 10V-HITI •'-VINDÁTT -10! ■VINDSTYRKUR 1 metrum á &9kúndu HEIÐSKIRT Búist við stormi Vaxandi suðvestan- og sunnanátt, 10 til 15 suðvestanlands upp úr hádegi en 20 til 25 síödegis. Heldur hægari norðan og austan til. Rigning eða súld vestan og sunnan til en úrkomuminna noröaustan til. Hlýnandi veöur, hiti 8 til 12 á morgun. 3jí> íD &O IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKVJAÐ SKÝJAÐ AISKÝJAÐ W Q Q RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR POKA Víða hálka á vegum Hálka er víða á vegum á Vestfjörðum, Noröurlandi og Austurlandi, einkum á heiðum. Ófært er um Öxarfjarðarheiði en greiðfært er um suðurströndina. Suðvestanátt og skúrir Suðvestanátt, 18 til 23 m/s og skúrir eða slydduél sunnan og vestan til en annars heldur hægari og skýjaö með köflum. Hiti 0 til 5 stig en vægt frost norðan til þegar líður á daginn. Laugstr- 'úMm Surtn Mántt- Vindur: ( 5-10 mAf HHi 0° tii -5" óífeó Vindur: 5-8 m/* Hiti O” til -5° 4> W® wwTfr--1 'JSMiS® Vlndur^ 5-10 m/s Hiti 2°til -3° Norölæg átt eóa breytlleg átt, 5 til 10 m/s og ví&a slyddu- e&a snjóél. Frost 0 tll 5 stig. Fremur hæg austlæg átt og stöku él. Kólnandi. Austan 5 til 10 m/s og slydda e&a snjókoma sunnantil, en úrkomulítiö nor&an tll. Hlýnar lítlllega í ve&rl. Húsleit í Hafnarfiröi: Lögreglan fann fíkniefni og 2 ungar sfúlkur Rannsóknardelld lögreglunnar í Hafnarfirði framkvæmdi í gær- kvöldi húsleit í íbúðarhúsi i bænumn, vegna gruns um fíkni- efnamisferli þar. í ljós kom að grunurinn reynd- ist á rökum reistur og fannst eitt- hvert magn fíkniefna í íbúðinni. Húsráðandi, sem er fæddur árið 1959 og því á fimmtugsaldri, var handtekinn en það vakti óhug lögreglumanna að í íbúðinni voru einnig tvær 16 ára gamlar stúlkur. Þykir það geta bent til þess að húsráðandi hafi framið það athæfi að selja unglingum fikniefni Maðurinn var fluttur til skýrslutöku á lögreglustöðina en síðan sleppt en stúlkurnar voru yfirheyrðar óformlega áður en foreldrar þeirra sóttu þær á lög- reglustöðina. -gk Lögreglan veitti tiltal Lögreglan í Reykjavík veitti í nótt fyrsta ökumanninum tiltal fyrir að vera að tala í farsíma um leið og hann stýrði bil sínum. Lög sem banna þetta tóku gildi á miðnætti sl. og mun lögreglan fylgjast vel með að menn fari að þessum lögum og hvetja þá til að fá sér handfrjálsan útbúnað á símana til að nota í bilunum. Hins vegar verður sektarákvæð- um ekki beitt fyrstu 12 mánuðina sem litið er á sem aðlögunartíma- bil, líkt og geróist er bílbeltanotk- un var lögleidd. Að þessum tíma loknum mun hins vegar verða tekið strangt á því ef menn tala í farsíma og aka bll um leið. -gk Bílvelta í Hrútafirði Allir sluppu án teljandi meiðsla þegar bifreið valt skammt frá Borðeyri í Hrútafirði í gærkvöldi en í bifreiðinni voru auk ökumannsins þrjú ung börn. Talið er að ökumaðurinn hafi misst vald á bifreiðinni vegna hálku og valt hún út af veginum. Það er talið hafa komið 1 veg fyr- ir meiðsl á þeim sem í bifreiðinni voru að mjög vel var hugað að ör- yggisbúnaöi og var mjög vel búið að börnunum i bílstólum eöa til- heyrandi öryggissetum. -gk AKUREYRI rigning 2 BERGSSTAÐIR rigning 2 BOLUNGARVÍK rigning 5 EGILSSTAÐIR rigning 5 KIRKJUBÆJARKL. súld 3 KEFLAVÍK rigning 10 RAUFARHÓFN rigning 4 REYKJAVÍK rigning 9 STÓRHÖFÐI rigning 9 BERGEN skýjaö 6 HELSINKI alskýjaö 7 KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ léttskýjaö 5 STOKKHÓLMUR 3 PÓRSHÖFN súld 7 ÞRÁNDHEIMUR skúrir 3 ALGARVE léttskýjaö 19 AMSTERDAM hálfskýjaö 10 BARCELONA skýjaö 16 BERLÍN skýjað 8 CHICAGO skýjaö 15 DUBLIN léttskýjaö 6 HAUFAX alskýjaö 5 FRANKFURT léttskýjað 3 HAMBORG skúrir 7 JAN MAYEN snjóél A LONDON léttskýjað 5 LÚXEMB0RG léttskýjaö 4 MALLORCA skýjaö 17 MONTREAL 4 NARSSARSSUAQ léttskýjaö -3 NEWYORK skýjað 13 ORLANDO léttskýjað 19 PARÍS hálfskýjaö 4 VÍN skýjaö 10 WASHINGTON heiöskírt 7 WINNIPEG 6 Q: lYtM 1] ll A £111 ffl 11 t'il

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.