Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Blaðsíða 15
15
FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001
I>V
Fjöldi fræðimanna kynnir rannsóknir sínar á hugvísindaþingi sem hefst kl. 13 á morgun í Hátíðasal HÍ:
Fræði, hagnýti og gaman
Á morgun og laugardaginn
veröur haldiö hugvísindaþing í
Háskóla íslands opiö öllum al-
menningi. Hugvísindaþing er nú
haldiö ífjóröa sinn en undanfarin
ár hefur þaö vakiö mikla athygli
og verið fjölsótt. Þaö sem háskóla-
kennarar eru aö fást vió í rann-
sóknum sínum á sviði íslenskra og
alþjóölegra bókmennta, sagnfrœói,
guöfr'œói, heimspeki og fleiri
greina vekur áhuga langt út fyrir
háskólasamfélagió. Þingió hefst kl.
13 á morgun í Hátiöasalnum i aö-
albyggingu skólans á erindi
danska bókmenntafrœöingsins
Eriks Skyum-Nielsen um „íslensk-
ar bókmenntir í Danmörku".
Erik getur frítt úr flokki talað
því hann hefur sjálfur þýtt marg-
ar íslenskar bækur á dönsku og
skrifað um ennþá fleiri, m.a. í
dagblaðið Information sem hann
starfar við sem gagnrýnandi.
Næstur á eftir Erik Skyum-Niel-
sen talar Böðvar Guðmundsson
rithöfundur og skáld um „Ein-
kenni og útgáfu Amerikubréfa" og
enn verða tveir fyrirlestrar þann
dag, Eyjólfur Kjalar Emilsson tal-
ar um uppruna viljahugtaksins í
vestrænni heimspeki og Ástvald-
ur Ástvaldsson talar um minnis-
geymd fólks sem ekki hefur rit-
mál.
Á laugardag heljast málstofur
kl. 9.30 í ýmsum kimum skólans. í
stofu 101 í Odda verður rætt um
skrif Vestur-íslendinga, í stofu 201
í Odda verður rætt um menningu og sögu
rómönsku Ameríku, í stofu 201 í Árnagarði
tala menn um textafræði og málsögu og í stofu
101 i Lögbergi verður fjallað um íslensku og
önnur mál undir stjórn Höskuldar Þráinsson-
ar.
Ekki jarðarferð
„Við ætlum að stofna til samræðu milli
þeirra sem kenna tungumál - bæði þeirra sem
kenna íslendingum útlensku og útlendingum
íslensku," segir Höskuldur, „og athuga hvort
við getum ekki lært eitthvað hvert af öðru.
Þama verður fjallað um samanburð tungu-
mála á sögulegan, hagnýtan og fræðilegan
hátt, því þeir sem kenna annaö mál en sitt eig-
bera saman færeysk og íslensk orð
af því mörg orð í færeysku gætu
vel verið íslensk - við bara notum
þau ekki!“
- Nefndu mér dæmi.
„Það sem við köllum jarðar/ör
kalla Færeyingar jarðar/erd. Jarð-
arförin gæti vel verið jarðarferð á
íslensku, hún bara heitir það ekki!
Einu sinni las ég í færeysku blaði
um mann sem hafði klifrað upp í
stiga við að mála húsiö sitt og dott-
ið úr stiganum og misst vitið. Mér
þótti þetta nokkuð dramatískt en
það var af því að „vit“ í færeysku
þýðir líka meðvitund. Svo er líka
gaman að því hve tilviljanakennt
það er hvað hlutirnir heita á hin-
um ýmsu málum. Einhvern tíma á
færeyskunámskeiði sá ég þröst
sitja á grein fyrir utan gluggann og
spurði hvað hann héti á færeysku.
„Þessi fugl heitir óðinshani," var
mér sagt. „Nei, ég meina þennan
fugl þarna í trénu,“ sagði ég. „Já,
þetta er óðinshani," sögðu Færey-
ingar. „Nei, þetta er þröstur," sagði
ég. „Já, hann heitir óðinshani á
færeysku," sögðu þeir. „Hvað heit-
ir þá fuglinn með rauða hálsinn
sem hreyfir hausinn alltaf upp og
niður úti í mýri?“ spurði ég. „Hann
heitir hálsareyði," sögðu þeir.“
Lífsreynslusögur
í málstofu Höskuldar verður
einnig fjallað um stórt fjölþjóðlegt
samvinnuverkefni um kennsluefni
í evrópskum tungumálum sem ætl-
unin er að setja á Netið. Við erum þar þátttak-
endur með Norðurlandaþjóðum, Þjóðverjum
og Bretum meðal annarra. Frá kl. 11.30 og fram
undir kl. 13 verða sagðar lífsreynslusögur úr
tungumálakennslu. Hvað skyldi það vera sem
veldur fólki af öðru þjóðerni sérstökum erfið-
leikum í íslenskunámi og hvað skyldi helst
vefjast fyrir okkur þegar við lærum hin ýmsu
tungumál? Vel má ímynda sér að þar fjúki
nokkrir brandarar. Á eftir geta áheyrendur
blandað sér í umræðurnar og bætt við eigin
reynslusögum.
Kl. 14 á laugardag hefjast bæði fyrirlestrar i
Hátíðasal og fjöldi málstofa. Alla dagskrána
má finna á slóðinni:
http://www.hugvis.is/hugvisindathing/
Höskuldur Þráinsson, prófessor í íslenskri málfræöi
Þaö kom honum á óvart að þrösturinn skyldi heita óöinshani á færeysku.
ið þurfa að vita hvað er líkt með tungumálum
og hvað ólíkt."
- Verður þetta mjög fræðilegt?
„Nei, alls ekki. Ég held um 20 mínútna inn-
gangserindi þar sem ég segi frá því hvað menn
fást við sem eru að bera saman tungumál og
hvemig það er gert. Þetta er ekki eingöngu
fólgið í því að finna út hvaðan tungumál eru
komin, hvert rætur þeirra liggja, heldur er
líka hægt að læra margt af því að bera saman
tungumálin í nútímanum. Stundum gerir mað-
ur það í fræðilegu skyni, stundum hagnýtu -
og stundum jafnvel sér til gamans. Ég hef ver-
ið að fást svolítið við færeysku og tek fyrst og
fremst dæmi af henni og sýni hvernig hægt er
að bera saman bæöi sögulegu þróunina og mál-
in í nútímanum. Til dæmis er oft gaman að
Bókmenntir
Leyndarmál Þúsaldarmannsins
Grafarþögn er fjórða bók
Arnaldar Indriðasonar um
Erlend, Sigurð Óla og fé-
laga þeirra hjá rannsóknar-
lögreglunni. Að þessu sinni
segir frá því þegar manna-
bein finnast í húsgrunni í
Grafarholtinu. Beinagrind-
_______________I in hlýtur fljótlega nafnið
Þúsaldarmaðurinn þar sem hún finnst í Þús-
aldarhverfmu, en í ljós kemur að beinin
virðast nokkuð gömul, jafnvel frá miðri 20.
öld, og Erlendur og félagar þurfa því að
rannsaka mögulegt morðmál sem kannski
hefur verið óupplýst í meira en hálfa öld. í
nýjasta hverfi Reykjavíkurborgar hefst
þannig atburðarás sem varpar ljósi á örlög
manna hálfri öld fyrr.
Grafarþögn gerist á tveimur tímasviðum.
Lesandi fær annars vegar að fylgjast með Er-
lendi, Sigurði Óla og Elínborgu leita uppi
gamalmenni og grúska í gömlum dagblöðum
og sendibréfum og hins vegar að líta aftur í
tímann og fylgjast með erfiðu lífi fjölskyldu
sem býr í hálfbyggðum sumarbústað í Graf-
arholtinu. Arnaldi tekst ágætlega upp með
þennan frásagnarhátt. Vitneskjan sem les-
endur fá gerir að verkum að endalokin eru
ekki sérlega óvænt en samt sem áður er sag-.
an þannig skrifuð að spennan helst allt til
enda.
Persónur Amaldar verða skýrari með
hverri sögu. Eva Lind, dóttir Erlends, lendir
meðvitundarlaus á sjúkrahúsi og Erlendur
þarf að tala við hana til að reyna að vekja
hana. í þessum einræðum Erlends kemur ým-
islegt fram um hann en reyndar fellur Arnald-
ur í þá gryfju að nýta miðil til að koma að frek-
ari upplýsingum um fortíð Erlends. Þetta er al-
gjör óþarfl þar sem fullkomlega hefði verið
Arnaldur Indriöason rithöfundur
Heimilisofbeldi er meginviöfangsefni sögu hans sem
kemur út í dag og lýsingin á því er í senn raunsönn og
sláandi.
hægt að koma þessum upplýsingum að með
öðrum hætti. Dulræna sem þessi á ekki heima
í svona sögu.
Að öðru leyti er ekki hægt að kvarta yfir
persónusköpun Erlends sem er viðkunnanleg-
ur að vanda en um leið gamaldags og finnst
Perla vera hundsnafn en ekki mannsnafn (34).
Við fræðumst frekar um misheppnað hjóna-
band hans og einmanaleikann sem fylgir hon-
um frá því að hann flutti til borgarinnar,
barn að aldri. Einnig þróast persóna Sigurðar
Óla frekar og fáum við nú að kynnast sam-
bandi hans og Bergþóru, sem hófst í Dauðar-
ósum. Bergþóra sakar hann um að vilja ekki
skuldbindingar og líkir honum við Erlend
sem ýtir heldur betur við Sigurði Óla: „Ég er
ekki eins og Erlendur, sagði Sigurður Óli. Þú
mátt aldrei segja neitt svona ljótt um mig.“
(211)
Elínborg kemur meira við sögu með hverri
bók og er það vel þar sem hún myndar mót-
vægi við togstreitu Erlends og Sigurðar Óla
og samskipti við hana sýna nýjar hliðar á
þeim félögum. Þá tekst Arnaldi vel að draga
skýrar myndir af ýmsum aukapersónum sem
tengjast málinu í stuttum yfirheyrslusenum.
Umræða um fjölskylduna og þá lífsham-
ingju - og ógæfu - sem í henni getur falist
myndar ramma utan um rannsóknina þar
sem ljósi er varpað á margar fjölskyldur,
leyndarmál þeirra og samskipti. í næstu bók
á undan þessari, Mýrinni, fjallaði Arnaldur
einkum um ofbeldi gegn konum og hann slær
á svipaða strengi hér. Heimilisofbeldi er meg-
inviðfangsefni sögunnar og lýsingin á því er
í senn raunsönn og sláandi. Það skýtur upp
kollinum í nútíð og fortíð og í framhaldi af
því þurfa bæði Erlendur og Sigurður Óli að
taka afstöðu til fjölskyldu sinnar.
Grafarþögn er óvenjuleg glæpasaga, gríp-
andi og spennandi. Erlendur, Sigurður Óli og
Elínborg eru orðin heimilisvinir íslenskra
glæpasagnalesenda og bækur Arnaldar hlakk-
ar maður til að lesa fyrir hver jól.
Katrín Jakobsdóttir
Arnaldur Indrlöason: Grafarþögn. Vaka-Helgafell
2001.
___________Menning
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir
Sembaltónleikar
Síðasta atriðið á
Menningarhátíð
Eystrasaltsrikjanna,
sem hófst í september,
verða tónleikar í Nor-
ræna húsinu annað
kvöld, kl. 20. Þar leikur
Aina Kalniciema, einn
fremsti semballeikari
Lettlands, lettneska
nútímatónlist eftir Dm
Bortnianski, Peteris
Vasks og I.P.N. Royer
og barokkverk eftir D.
Scarlatti.
Kalniciema er sérfræðingur í gömlum
hljómborðshljóðfærum og hefur farið í tón-
leikaferðalög um Evrópu þvera og endi-
langa, Bandaríkin, Kanada og Ástralíu. Hún
hefur leikið inn á margar hljómplötur og
komið fram með frægum hljómsveitum,
stjórnendum og einleikurum.
Ævisaga Evelyn
Stefánsson
Hinn 12. nóv. kemur út
sjálfsævisaga Evelyn Stef-
ánsson Nef sem einu sinni
var gift Vilhjálmi Stefáns-
syni landkönnuði,
þekktasta Vestur-íslendingi
sem uppi hefur verið. Hann
var 35 árum eldri en hún og
hún segir sjálf að Vilhjálm-
ur hafi verið eiginmaður
hennar, elskhugi, faðir, bróðir, lærimeistari
og ástúðlegur félagi. Bókin er frumútgefln á
íslensku og kemur ekki út í Bandaríkjunum
fyrr en á næsta ári.
Ævisaga Evelyn hefur alla möguleika til
að vera skemmtileg og spennandi því ævi
hennar er eitt stórt ævintýri. Hún var lista-
kona í Greenwich Village í New York þegar
hún kynntist Vilhjálmi og hann réð hana til
starfa við sýningarskála íslands á Heimssýn-
ingunni í New York árið 1939. Hún hefur
verið þjóðlagasöngvari, leikari, dansari,
metsöluhöfundur, háskólakennari, gagnrýn-
andi, bókavörður, sérfræðingur í norður-
slóðum Ameriku, sállæknir - og eiginkona
þriggja þekktra manna. Einnig lenti hún í
ofsóknum McCarthys og óamerísku nefndar-
innar.
Hans Kristján Árnason gefur bókina út.
Námskeiö
um fjölmiðla
Áhugamenn um vinnu við fjölmiðla ættu
að athuga að 8. nóv. hefjast tvö námskeið hjá
Endurmenntunarstofnun Háskólans þar sem
þátttakendum verður kennt á þá. Annað sem
kemur meira inn á sjónvarp kennir Sigrún
Stefánsdóttir, forstöðumaður upplýsinga-
skrifstofu Norðurlandaráðs; hitt kennir Sig-
ríður Pétursdóttir dagskrárgerðarmaður og
sinnir meira útvarpi. Frekari upplýsingar
eru á slóðinni http://www.endurmenntun.is.
Leiðin til lífshamingju
JPV-útgáfa hefur sent frá
sér bókina Leiðin til lífs-
hamingju eftir Dalái Lama
og Howard C. Cutler. Þar
greinir Dalai Lama, einn
fremsti andlegi leiðtogi
heims, frá því hvernig
hann öðlaðist sálarró og
vinnur að innri friði. Hann
segir frá því hvemig hægt
þunglyndi, kvíða, reiði, af-
hversdagslegri geðvonsku.
Hann ræðir um mannleg samskipti, heil-
brigði, íjölskyldu og vinnu og sýnir fram á'
að innri friður er öflugasta vopnið í barátt-
unni við dagleg vandamál. Dalai Lama hlaut
friðarverðlaun Nóbels 1989. Jóhanna Þráins-
dóttir þýddi.
" l.ftÓVi til
lítíhvi//i i n«yu
er að sigrast á
brýði eða bara
Bjarni Thor Sarastró
Við minnum á að bassa-
söngvarinn Bjarni Thor
Kristinsson er gestur ís-
lensku óperunnar í hlut-
verki Sarastrós í Töfraflaut-
unni á sýningunum 2. og 3.
nóvember. 1997-9 var hann
einn af aðalsöngvurum Þjóð-
aróperunnar í Vín en sneri sér þá að lausa-
mennsku og hefur sungið víða eftir það, m.a.
við Parísaróperuna, Teatro Massimo á
Sikiley og Teatro Filarmonico i Verona. Að
undanförnu hefur Bjarni Thor verið að
syngja í Hollendingnum fljúgandi í Verona
og á næstu mánuðum syngur hann m.a. í
Berlín, Vín, Chicago, Flórens og París.
Skemmst er að minnast tónleika Bjarna
Thors í Salnum, þar sem hann brá sér í
gervi kóngs, kjána og illmennis, við frábær-
ar viðtökur gagnrýnenda og tónleikagesta.