Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Side 7
f 7 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 DV Fréttir Borgarfulltrui Sjalfstæðisflokksins gagnrýnir borgina harðlega vegna Línu.nets: Moldin farin að rjúka í logninu - að sögn borgarstjóra - enn harðar deilur um Línu.net Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega að borgin hafi dregið í heilan mánuð að svara fyr- irspurn hans um rekstur fyrirtækis- ins Línu.nets. Hann óskaði eftir gögnum um fjárhagsstöðu fyrirtæk- isins en hefur engin svör fengið enn. „Þetta er að verða stórmál. Ég hef aldrei upplifað það fyrr að mað- ur fái engin viðbrögð við svona fyr- irspurn," segir Vilhjálmur. í kjölfar þessa máls hafa borgar- ráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lagt fram tillögu í borgarráði þar sem hnykkt er á málinu. Afgreiðslu til- lögunnar var frestað en sjálfstæðis- menn vilja að ráðið samþykki að fela borgarendurskoðanda og skoð- unarmönnum Reykjavikurborgar að gera heildaryfirlit yflr fjárhags- stöðu Línu.nets. Þá verði samskipti fyrirtækisins og skuldbindingar gagnvart Orkuveitu Reykjavikur tekin til athugunar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir vegna gagnrýni Vil- hjálms að mjög styttist í svör við fyrirspurn hans en málið heyri und- ir skrifstofu borgarstjórnar en ekki hana sjálfa. Annars vegar hafl Vil- hjálmur beðið um upplýsingar um samskiptin við Orkuveituna og því verði svarað á næstu dögum. Hins vegar sé beðið um ýmis gögn sem snúi beint að fyrirtækinu, s.s. fund- Ingibjörg Sólrún Vilhjálmur Þ. Gísladóttir. Vilhjálmsson. argerðir og fjárhagsáætlanir. Lina.net sé eins og hvert annað hlutafélag og fundargerðir eigi ekki heima utan hluthafanna. Henni sé hins vegar kunnugt um að fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins hafl boðið minnihluta borgarstjómar til fundar um mál Línu.nets. Sam- kvæmt hennar upplýsingum hafi sjálfstæðismenn ekki svarað því er- indi. „Það felst ákveðin mótsögn í því að minnihlutinn vilji ekki þiggja svona boð,“ segir borgar- stjóri. Sjálfstæðismenn hafa lengi gagnr rýnt eignarhald Reykjavíkurborgar i Línu.neti og segir Vilhjálmur að almenningur eigi rétt á nýjum upp- lýsingum. „Það er verið að dæla al- mannafé í rekstur hlutafélags sem að mestu er í eigu Orkuveitunnar. Þetta fyrirtæki er í buflandi sam- keppni við frjálsan markað og að sjálfsögðu á að slíta alveg á þessi tengsl milli fyrirtækisins og borgar- innar. Mér sýnist fyrirtækið vera að sökkva dýpra og dýpra. Það þarf alltaf meira og meira fé úr sjóðum Orkuveitunnar til að bjarga þessu fyrirtæki," segir Vilhjálmur og vitn- ar til óskar um viðbótarhlutafé handa fyrirtækinu sem nemi 350 milljónum króna. Vegna þessa segir borgarstjóri að moldin sé farin að rjúka í logninu. „Vilhjálmur mætti líta sér svolítið nær. Hann ætti að muna að sjálf- stæðismenn vörðu tveimur milljörð- um á sínum tíma í Perluna. Hún er bara veitingastaður sem er í sam- keppni við annan rekstur i borginni og á undanfornum árum hefur Orkuveita Reykjavíkur sett 600 milljónir í Perluna til að halda henni gangandi." Ingibjörg Sólrún segir að draga megi í efa að þetta sé eðlileg ráðstöf- un á opinberu fé en öðru máli gegni um lagningu grunnnetsins í borg- inni sem kafli á mikla fjárfestingu en verði síðar forsenda virkrar sam- keppni á fjarskiptamarkaði. Hún segir að hundruð fyrirtækja muni njóta góðs af fjárfestingum Linu.nets og neitar því að fyrirtæk- ið sé að sökkva dýpra og dýpra. Eðlilegt sé að það skili ekki hagnaði nú í byrjun en hann geti orðið veru- legur síðar. -BÞ Neyðariínan Slökkviliösstjórar vilja betra útkallskerfi en í gegnum SMS-kerfiö. Óánægja slökkviliðsstjóra með SMS-kerfi Landssímans: Hefur bitnað á ör- yggi borgaranna „Óánægja slökkviliðsstjóranna með SMS-kerfi Landssímans er fyrst og fremst til komin vegna þess að það kerfi hefur ekki komið í staðinn fyrir símboðakerfið með þeim hætti sem menn vildu sjá. Það er hins vegar rétt að taka það fram að ástandið hefur eitthvað verið að batna að undan- fömu,“ segir Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, en á fundi í Félagi slökkviliðsstjóra um helgina bar mikið á óánægju slökkvi- liðsstjóranna með boðun um útköll i gegnum SMS-kerfið. Dæmi munu um að liðið hafl aflt að ein klukkustund frá því Neyðarlinan sendi boð um útkafl þar til þau bárust í símanum og sagðist Tómas Búi hafa heyrt slíkt. Hann segir óánægjuna með SMS-kerflð margþætta, langdrægnin á GSM-símum sé minni en var á símboð- unum sem notaðir voru áður og þá séu staðir sem falli út og það sé mjög mis- munandi hvað síminn sé sterkur. Það geti jafhvel farið eftir því hvar i húsum menn eru staddir. - Hefur þetta bitnað á öryggi borgar- anna? „Já, það hefúr gert það, mér skilst að það hafl gengið misjafnlega að fá menn til að mæta fyrir vikið, en ég ítreka það að ástandið hefur verið að batna.“ Tómas Búi segir að á fundi slökkvi- liðsstjóranna hafl hann hvatt menn til að fara yfir þessi mál hvern i sinni heimabyggð og fá hlutina betri. „Það þarf að kanna þetta markvisst og fá vissu um það hvað veldur ef ástandið er ekki nógu gott. Er það vegna þess að sendingin er ekki nógu sterk, er það vegna þess að það vantar sendi eða er það vegna þess að útkaflsaðilinn, þ.e. Neyðarlínan, hefur ekki endurtekið skilaboðin nógu oft? Þessum hlutum öll- um þarf að svara,“ segir Tómas Búi. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.