Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 DV Fréttir undirbúin Flestar árásirnar á Afganistan eru geröar frá skipum á Arabíuflóa. Púðurtunna í eldhafi Stríö hafa tilhneigingu til að þróast á allt annan veg en áætlað er þegar þau eru hafin. Evrópustríðið 1914-18 átti að standa í örfáar vikur. Auðvelt er að sýna fram á að þvi hafl ekki lok- ið fyrr en 1945 og upp úr því hófst kalda stríðið. Árásimar á Afganistan hafa staðið yfir í þrjár vikur og era daufar vonir um að átökum linni í bráð og era sumir jafnvel famir að spá langvarandi stríðsrekstri og farið er að minna á Víetnam þar sem Bandaríkja- menn sátu fastir í forinni í áratug og gáfust upp að lokum. Innrásinni í írak var hætt í miðjum klíðum og era sak- ir þar enn óuppgerðar. Yfirburðir Bandaríkjanna í lofthem- aði eru ótvíræðir en það hefur sýnt sig að hann ræður ekki úrslitum. í Afganistan sárvantar skotmörk sem hæfa hátæknivæddu sprengjuregni risaveldisins. Það lýsir tilgangsleysi flugskeytaárásanna að farið er að kasta klasa- og flísasprengjum á and- stæðingana. Þær þjóna engum tOgangi öðrum en að limlesta og slasa fóik. Þeg- ar farið er aö sýna myndir af bömum og konum sem bandaríski herinn hef- ur kastað flísasprengjum á er hætt við að áróðursstríðið tapist. Því er Banda- ríkjamönnum og Bretum mikil nauð- syn á að binda enda á stríðið sem fyrst áður en almenningsálitið í heiminum snýst gegn þeim og samúðin vegna að- gerðanna 11. september fer að dofna. Árásimar era þegar famar að valda misklíð í mörgum löndum og á milli ríkja. 1 Washington er risinn alvarleg- ur ágreiningur milli hershöfðingja og stjómmálamanna, sem sjá að málin era komin í ógöngur. Stjómmála- mennimir heimta skjótan sigur á tali- bönum og að bundinn verði endi á átökin með öllum tiltækum ráðum, sem þýðir að heija verður á andstæð- ingana á landi. Lofthemaður er gagns- lítill og ræður ekki úrslitum. Hershöfð- ingjarnir tíma ekki að sjá á bak sinna bestu hermanna i ginið á óvinum sem era miklu harðari í hom að taka en búist var við í fyrstu. Aö flytja her manns og allar þær vistir og birgðir sem hann þarfnast er miklum erfiðleikum bundið. Ríkin sem eiga landamæri að Afganistan era heldur óvinveitt Bandaríkjamönnum, svo ekki sé meira sagt, og þau ríki sem eiga við þá góð samskipti, eins og Sádi- Arabía, neita að ljá herstöðvar til árása á trúbræðuma í striðshrjáðu landi. Að koma her manns til Afganist- ans er enginn bamaleikur og ófýsilegt er að hefja hemað gegn heimamönn- um í vetrarbyijun þegar snjór þekur allt fjalllendi og allra veðra er von. Bandamenn í vanda Ástandið í Miðausturlöndum hefúr lengi verið eldfimt og styrjaldir háðar milli ríkja og þjóðarbrota. En nú era allar púðurtunnur enn nær eldinum en elstu menn muna. Bandaríkjastjóm þykist hafa tryggt sér stuöning ærið margra arabaríkja en hann er bæði skilyrtur og hveifull. Það era einkum þjóðhöfðingjar og ríkisstjómir sem lagt hafa blessun sína yfir árásimar á talibana. En þeir hafa neitað að taka nokkum þátt í aðgerðum og lána land undir herstöðvar þaðan sem mögulegt er að gera árásir á Afganistan. / öllum ríkjum íslams eru menn bitrir út í Vest- urdlfumenn og þykja Bandaríkjamenn og Bret- ar sýna mikinn tvískinn- ung í afstöðunni til deilu- mdla í Austurlöndum nœr. Þeir veita ísraelum lið gegn Palestínumönn- um en ráðast með offorsi á talibana í Afganistan og neita alþýðu í írak um að fá að kaupa mat- vœli og lyf. Lýðrœðishug- myndir Vesturálfumanna njóta lítils skilnings í ríkjum íslams og enn síð- ur þegar þœr eru boðaðar með sprengjuregni á ibúa stríðshrjáðasta lands í veröldinni. En stuðningur almennings I löndun- um er vafasamur og víða hefur komið til átaka þar sem árásunum er mót- mælt og hætta er á að ríkisstjómir riði til falls ef styijöldin dregst á langinn. í Riyadh, höfúðborg Sádi-Arabiu, er ástandinu líkt við andrúmsloftið í Teheran rétt áður en keisaranum í ír- an var steypt af stóli. Konungsættin er hliðholl Bandaríkjamönnum og auð- kýfingamir era háðir stóra olíufélög- unum, sem einnig treysta á að geta haldiö áfram að pumpa oliunni úr ótæmandi lindum Arabíuskagans. En þeir sem til þekkja segja að stuðningur alþýðu manna við árásarhemaðinn dvíni með hverjum deginum og ávallt beri meira á andúð gegn Vesturlönd- um og konungsættinni sem þykir óþarflega hoil undir sjónarmið og at- hafnir Bandaríkjamanna í arabaheim- inum. Óvíst er hve lengi herinn styður þá vemdara trúarinnar og helgra dóma íslams, sem nú sitja við stjóm- völinn í helgu landi spámannsins. Stóra hættan Musharraf hershöfðingi, stjómandi Pakistans, lofar að veita Bandaríkja- mönnum stuðning gegn talibönum og þiggur að launum að viðskiptabanni á landið er aflétt, en það var sett á eftir kjamorkutilraunimar 1998. En ekki kemur til greina að ljá land undir her- stöðvar, enda vafasamt að vestrænum her héldist uppi að hafa bækistöðvar fyrir árásarher sem sækir inn i Áfganistan. Trúaðir Pakistanar og her- inn mundu ekki líða slíka hersetu í landi sínu. Mikil hætta er á stjómarbyltingu í Pakistan og þá líklegast að enn einn hershöfðinginn hrifsi völdin. Menn þora varla að hugsa þá hugsun til enda hvemig fer ef herskár stjómandi nær völdum i landinu, sem er kjamorku- veldi. Talið er að herinn ráði yfir 50 kjamorkusprengjum og era Pakistan- ar í standi til að framleiða enn fleiri. Á þessum slóðum era tvö kjam- orkuveldi og er grunnt á því góða milli þeirra. Indverskir og pakistanskir her- menn eiga í stöðugum skærum, en eft- ir að loftárásimar á Afganistan hófust hafa átökin í Kasmír magnast upp I styrjaldarástand með miklu mannfalli. Ef bylting verður i Pakistan, sem er langt frá því að vera ólíklegt, veit eng- inn á þessu stigi hvað við tekur og hvemig mál þróast. En öflugur kjam- orkuher undir yfiráðum ofstækisfullra hershöfðingja sem stjómast af trúar- sannfæringu er til alls liklegur. Grunnt á því góða Arabaheimurinn leikur allur á reiðiskjálfi og ríkisstjómir í þeim löndum sem lofað hafa Bandaríkja- mönnum stuðningi í krossferðinni gegn hryðjuverkamönnum era valtar í sessi og óróinn breiðist út í löndum þeirra eftir því hve lengi stríðið dregst á langinn. Mörg arabaríki era háð Bandaríkjamönnum, sem veita þeim fjárhagslegan stuðning, hemaðarað- stoð og hagkvæma viðskiptasamninga. Því neyðast þau til að veita stuðning- inn í orði, þótt hann sé lítill sem eng- inn á borði. Hvíta húsið gerir þeim til- boð sem ekki er hægt að hafna. Múslímar era víðar en í arabaheim- inum og hefur löngum verið grunnt á því góða milli þeirra og fólks sem játar önnur trúarbrögð. í Indónesíu hafa viðsjár aukist mjög eftir að farið var að herja á Afganistan og efha múslím- ar þar til mótmæla og óspekta. Borg- arastyrjöld hefur staðið yfir árum sam- an á Filippseyjum og hafa herskáir múslímar þar mjög færst í aukana á síðustu vikum. Washington er nú far- in að senda stjóminni i Manila hemaö- arráðgjafa, sem einatt er fyrsta stigið til að veita beina hemaðaraðstoð. Það þróunarmynstur er alþekkt og hefur gefist misjafnlega. Ótalin era þau tvö ríki sem njóta mestrar aðstoðar Bandaríkjamanna og era háð áframhaldandi framlögum að vestan. Tómt mál er að tala um friðar- ferli í ísrael, því jafnvel þótt herská ríkisstjóm þar vilji draga úr átökum halda Palestínumenn áfram og hafa foringjar þeirra misst öll tök á herská- um hefndarárásarmönnum. Egyptar era á milli steins og sleggu. Mubarak forseti neyðist til að leggja blessun sína yfir árásimar á Afganistan í full- kominni andstöðu við vilja fjölmennra samtaka heittrúarmanna, sem leggjast á sveif með wahhabítum og era enda grein af sama meiði trúarinnar. Biturt fölk Á fundi samtaka íslamskra ríkja sem haldinn var i Qatar í síðasta mánuði fordæmdu flestir utanríkis- ráðherramir ekki loftárásirnar, en létu að því liggja að átökin mættu undir engum kringustæðum dragast á langinn. En fúlltrúar Sýrlands, Irans og íraks tóku ekki undir hlutleysis- hjalið. í öllum ríkjum íslams era menn bitrir út í Vesturálfumenn og þykja Bandaríkjamenn og Bretar sýna mik- inn tvískinnung í afstöðunni til deilu- mála i Austurlöndum nær. Þeir veita Israelum lið gegn Palestínumönnum en ráðast með offorsi á talibana í Afganistan og neita alþýðu í írak um að fá aö kaupa matvæli og lyf. Lýð- ræðishugmyndir Vesturálfumanna njóta lítils skilnings í ríkjum íslams og enn síður þegar þær era boðaðar með sprengjuregni á íbúa stríðshrjáð- asta lands í veröldinni. Ef ráðamenn í Washington finna ekki leið til að ljúka aðgerðunum í Afganistan á skjótan og trúverðugan hátt er hætta á að heimsmyndin breytist undraskjótt, eins og raunin varð á 11. sept. sl. Svo ættu menn að gjalda varhug við þeim áróðri að það séu aðeins fámennir hópar ofsatrúar- manna í heimi íslams sem era and- snúnir sprengjuregninu á grjót og fá- tækt fólk, sem ekki hefur aðstöðu til að forða sér. llffl— Keyptu eyjuna sína Kapítalism- inn varð að játa sig sigraðan á þriðjudag þegar íbúar skosku smáeyjunnar Gigha, eitt hundrað og tíu talsins, höfðu sigur í barátt- unni um hver skyldi verða næsti eigandi eyjunnar. Og þeir áttu ekki einu sinni hæsta tilboðið. „Þetta er nýr kafli í sögu okkar og ég er viss um að hátíða- haldanna verður minnst um ókomna tíð,“ sagði Willie MacSporran sem hefur alið allan sinn aldur á Gigha. Eyjan hafði verið til sölu frá því í ágúst í sumar og vildi þáverandi eig- andi hennar, kaupsýslumaðurinn Derek Holt, fá sem svarar tæpum sex hundruð milljónum íslenskra króna fyrir þessa 1.380 hektara vindbörðu paradís. Úrslit margra vikna strangra samningaviðræðna Holts og íbúanna fengust svo á þriðjudag með því að íbúamir höfðu ástæðu til að fagna. Og það var einmitt það sem þeir gerðu. Tapparnir flugu úr kampavíns- flöskunum þegar úrslitin voru kunn en á eftir fóra allir sem vettlingi gátu valdið á einu krá eyjarinnar og fengu j sér ærlega neðan í því. „Við þurftum að klífa fjall og það gerðum við. Þetta er stórkostlegt," sagði kennarinn Kenny Robinson í viðtali við breska sjónvarpið BBC. íbúarnir fengu aðstoð ýmissa opin- berra sjóða til að standa straum af | kaupunum. Enga smokka, takk fyrir Breskur samkynhneigður fangi tap- aði á dögunum máli fyrir bresk- um hæstarétti í London, þar sem hann fór fram á að sér yrði séð fyrir smokkum til að koma i veg fyr- ir að hann smit- aði aðra fanga sem hann hefði kynmök við. Um- ræddur fangi dvelur nú á „Ash- worth Special" sjúkrahúsinu í Merseyside m.a. vegna lifrarbólgu, sem hann sjálfur smitað- ist af við samfarir innan fangelsisins, en þrátt fyrir það vísaði dómarinn, Sir Christopher Bellamy, málinu frá á þeim forsendum að smokkar væra bannaðir af yfirvöldum á áðumefndu sjúkrahúsi. Fanginn, sem einnig hefur veriö greindur vanheill á geðsmunum, segir að með því að setja bann við smokk- um sé spítalinn að ganga á mannrétt- indi sjúklinga og koma í veg fyrir að þeir geti varið sig gegn smitun. Við réttaryfirheyrslur, sem fram fóru í september, kom fram að fang- inn væri ekki að fara fram á almenna lögleiðingu smokka fyrir sjúklinga, heldur aðeins til að nota þá þegar þess væri þörf vegna sýkingarhættu. Lést eftir „Paintballskot" Þó „Paintball" virðist saklaus striðsleikur, hef- ur einn maður nú þegar látið líf- ið vegna áverka sem hann hlaut við að fá máln- ingarkúlu í höf- uðið. Atburður- inn átti sér stað í janúar sl. á „Paintballleiksvæði“ í nágrenni Scunthorpe í Englandi, þar sem hinn látni, Ken Costin, 39 ára gamall tveggja bama faðir, var að leika sér meö sex félögum sínum. Ken, sem var með hlífðarbúnað á höfðinu, fékk málningarkúlu aftan á hnakkann af um þriggja metra færi, sem í fyrstu leit út fyrir að vera alveg meinlaust. Ken, sem lengi haföi þjáðst af mígreni, fór þó fljótlega að finna fyrir svima og á endanum var hann lagður inn á sjúkrahús þar sem hann lést þremur dögum síðar. Mun þetta fyrsta dauðsfalliö í heiminum sem hægt er að rekja til stríðsleiksins, svo vitað sé.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.