Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001
Viðskipti
DV
Umsjón: Viðskiptablaðid
Óviðunandi afkoma Eim-
skips fyrstu níu mánuðina
Afkoma Eimskips og dótturfé-
laga fyrir tímabilið janúar til sept-
ember var 1.322 milljóna króna
tap, samanboriö við 1.446 milljóna
króna tap í janúar til júní. Rekst-
urinn hefur þvi snúist nokkuð til
hins betra á þriðja ársfjórðungi
þótt enn sé afkoman óviðunandi,
að því er fram kemur i frétt félags-
ins. Fyrir skatta og fjármagnsliði
var 184 milljóna króna hagnaður af
rekstri Eimskips á þriðja ársfjórö-
ungi, samanborið við 461 milljónar
króna tap á fyrstu sex mánuðum
ársins. Þótt staðan hafi lagast
nokkuð er afkoma fyrir skatta og
fjármagnsliði enn neikvæö um 277
milljónir króna fyrstu níu mánuöi
ársins.
Fjármagnsliðir samstæðunnar
standa nánast í stað milli annars og
þriðja ársfjórðungs og voru fjár-
magnsgjöld umfram fjármunatekjur
1.548 milljónir króna eftir fyrstu níu
mánuði ársins. Gengistap var 136
milljónir króna á þriðja ársfjórð-
ungi, en tekjur vegna verðlagsbreyt-
inga jukust um 234 milljónir á sama
tímabili.
Veltufé frá rekstri endurspeglar
einnig þann bata sem orðið hefur en
á þriðja ársfjórðungi jókst veltufé
frá rekstri úr 136 milljónum króna
Rekstrarerfiöleikar
Merkja má nokkrun samdrátt 1 innflutningi vegna minnkandi þenslu +í
samfélaginu og þaö bitnar beint á skipafélaginu.
um mitt ár í 410 milljónir fram til
loka september eða um 274 milljón-
ir króna.
Á þriðja ársfjórðungi hækkuðu
rekstrartekjur hlutfallslega meira
en rekstrargjöld. Gengislækkun ís-
lensku krónunnar á fyrri hluta árs-
ins hefur nú að fullu áhrif á tekjur
á þriðja ársfjórðungi. Minni inn-
flutningur er á þriðja ársfjórðungi
en á fyrstu tveimur en á sama tíma
eru heldur meiri umsvif í öðrum
flutningum. Einnig koma fram á
þriðja ársfjórðungi áhrif gjaldskrár-
hækkana félagsins um miðjan
ágúst.
Efnahagsreikningur samstæð-
unnar er 31 milljarður króna, sam-
anborið við 30,7 milljarða í lok júní.
Eiginfjárhlutfall samstæðunnar
hækkar úr 26,5% í lok júní í 27,1% í
lok september. Nær engar fjárfest-
ingar eru á þriðja ársfjórðungi sem
er í samræmi við þá stefnu félagsins
um þessar mundir að hægja á öllum
flárfestingum.
Markaðsverð skráðrar hluta-
bréfaeignar Burðaráss er 12,1 millj-
arður króna í lok september en bók-
fært verð 11,5 milljarðar króna.
Markaðsverð skráðra hlutabréfa fé-
lagsins hefur heldur hækkað frá
miðju ári eftir stöðuga lækkun á
undanfornum misserum.
Horfur fram undan
Fram kemur hjá Eimskip að upp-
gjör þriðja ársfjórðungs sé í sam-
ræmi við væntingar félagsins við
framlagningu sex mánaða uppgjörs.
Þá var greint frá aðgerðum til lækk-
unar kostnaðar og hækkunar tekna
sem leiða áttu til bættrar afkomu fé-
lagsins á síðari hluta ársins. Árang-
urinn er svipaður og áætlanir gerðu
ráð fyrir en áfram er gert ráð fyrir
erfiðu rekstrarumhverfi. Merkja má
nokkurn samdrátt í innflutningi
vegna almenns samdráttar í þjóðfé-
laginu og dregur það úr þeim ávinn-
ingi félagsins sem annars gæti orð-
ið. Einnig má merkja vaxandi erfið-
leika í ýmsum greinum á alþjóða-
markaði og hefur markaösverð
skipa verið að falla talsvert undan-
farna mánuði. Það kann því að hafa
áhrif á söluverð og sölumöguleika
þeirra skipa sem félagið verður með
í sölu á næstu misserum. Áfram
verður lögð rík áhersla á aðhald í
rekstri og fjárfestingum félagsins.
Tap UA 396 milljónir króna
- gengistap félagsins nemur rúmum 1 milljarði króna
Hagnaður Bonus
Stores yfir
100 þúsund dalir
Hagnaður varð af rekstri Bonus
Stores Inc., sem er f eigu Baugs hf.,
fyrstu fimm mánuði í rekstri eftir
kaup á þrotabúi Bills Dollar Stores.
Um er að ræða lágvöruverðskeðju
með yfir 410 verslanir.
Heildarsala fyrir fimm vikna sölu-
tímabil, sem lauk 6. október 2001, var
16,5 milljónir dollara og hagnaður fyr-
ir skatta nam 102.800 dollurum, eða
0,6% af sölu. Heildarframlegð var
4.436.000 dollarar eða 26,9% af sölu.
Jim Schafer, forstjóri Bonus Stores
Inc., segir að ekki sé annað hægt en
að gleðjast yfir þessum niðurstöðum.
„Að ná hagnaði eftir aðeins fimm
mánuði er mikill áfangasigur fyrir
Bonus Stores Inc sem rekur Bills
Dollar Stores keðjuna. Eftir að við
tókum við rekstrinum í apríl höfum
við aukið söluna yfir 102%. Áherslur
okkar á endurskipulagningu og aukið
vöruúrval í verslunum auk verulegr-
ar lækkunar á rekstrarkostnaði hafa
strax skilað miklum árangri sem leið-
ir til þess að fyrirtækið skilar nú
hagnaði. Við lítum björtum augum til
framtiðarinnar og höfum sett okkur
enn háleitari markmið hvað varðar
rekstur og sölu. Fram undan er anna-
samasti tími ársins og í góðri sam-
vinnu við birgja teljum við okkur
vera vel í stakk búin fyrir það sem
koma skal,“ sagði Schafer.
Bonus Stores Inc. er nýtt fyrirtæki
sem er í Bandaríkjunum. Það var
stofnað i samvinnu við Baug hf.
ásamt innlendum og erlendum Qár-
festum. Fyrirtækið keypti eignir Bills
Dollar Stores úr þrotabúi 17. apríl
2001. Bonus Stores Inc., sem rekur
Bill’s Dollar Stores, er fyrirtæki í
smásölurekstri sem starfrækir yfir
400 verslanir í 13 fylkjum í suðaustur-
hluta Bandarikjanna. Auk þess rekur
fyrirtækið 20 Bonus Dollar Stores
verslanir í Flórída. Höfuðstöðvar fyr-
irtækisins og dreifingarmiðstöð eru í
Columbia í Mississippi.
Tap Útgerðarfélags Akureyringa
nam 396 milljónum króna á fyrstu 9
mánuðum ársins en allt árið í fyrra
nam tapið 779 milljónum króna. Á
sama tíma jókst veltufé frá rekstri
um 374 milljónir króna.
Meginástæðuna fyrir afkomubat-
anum má rekja til stöðugra gengis
og góðrar framlegðar í rekstri sam-
stæðunnar. Hagnaður fyrir afskrift-
ir nam 1.255 m.kr. fyrstu níu mán-
uði ársins en var 839 milljónir
króna allt árið áður. Þá var veltufé
frá rekstri 931 milljón króna en var
565 milljónir allt árið áður. Heildar-
velta samstæðunnar nam samtals
tæpum 5,2 milljörðum króna og
rekstrartekjur, þ.e.
heildarvelta, að frá-
dregnum eigin afla til
vinnslu, voru samtals
4,5 milljarðar. Rekstr-
argjöld námu samtals
tæpum 3,3 milljörð-
um króna.
Afskriftir námu
samtals 600 milljón-
um króna en voru
903 milljónir allt árið áður,
Mun minna tap
Afkomubatann má má m.a.
rekja til stööugra gengis.
Fjár-
allar skuldir félags-
ins eru í erlendum
myntum og nam
gengistap þess rúm-
um einum milljarði
króna á fyrstu níu
mánuðum þessa árs
og 574 milljónum allt
árið áður. Heildar-
eignir samstæðunnar
í lok september sl.
magnsliðir voru neikvæðir um 960
milljónir króna en voru neikvæðir
um 714 milljónir allt árið áður. Háa
fjármagnsliði bæði árin má rekja til
veikingar íslensku krónunnar. Nær
námu samtals 8,6 milljörðum króna,
skuldir 6,8 milljörðum og bókfært
eigið fé var því rúmir 1,8 milljarðar.
Á sama tíma var eiginfjárhlutfall
samstæðunnar 21% og veltufjárhlut-
fall 2,02.
15,3 milljarða halli á vöruskipt
um fyrstu níu mánuði ársins
- 48% samdráttur í innflutningi flutningatækja
í septembermánuði voru fluttar
út vörur fyrir 15,4 milljarða króna
og inn fyrir 18,7 milljarða fob. Vöru-
skiptin í september voru því óhag-
stæð um 3,3 milljarða en í septem-
ber í fyrra voru þau óhagstæð um
4,7 milljarða á fóstu gengi.
Fyrstu niu mánuði ársins voru
fluttar út vörur fyrir 138,6 milljarða
króna en inn fyrir 153,9 milljarða
fob. Halli var því á vöruskiptunum
við útlönd sem nam 15,3 milljörðum
króna en á-sama tíma árið áður
voru þau óhagstæð um 26,8 millj-
arða á fóstu gengi. Fyrstu níu mán-
uði ársins var vöruskiptajöfnuður-
inn því 11,5 milljörðum króna
skárri en á sama tíma í fyrra.
Fram kemur f frétt frá Hagstof-
unni að verðmæti vöruútflutnings
fyrstu níu mánuði ársins var 7,5
milljörðum, eða 6%, meira á fóstu
gengi en á sama tima árið áður.
Sjávarafurðir voru 62% alls útflutn-
ings og var verðmæti þeirra 2%
meira en á sama tíma árið áður.
Aukning vöruútflutnings stafar að
mestum hluta af aukningu útflutn-
72 milljóna króna tap Fisk-
iðjusamlags Húsavíkur
- gert ráð fyrir hagnaði á síðustu mánuðum ársins
Tap Fiskiðjusamlags Húsavíkur
nam 71,6 milljónum króna á nýaf-
stöðnu reikningsári. Velta félagsins
var 1.780 milljónir króna og hagnað-
ur af rekstri nam 101,4 milljónum
króna. Gengistap á árinu var tæpar
147 milljónir króna.
Rekstrartekjur lækkuðu um tæp
11% frá fyrra ári og rekstrarkostn-
aður lækkaði um rúm 15%. Rekstr-
arhagnaður fyrir afskriftir er 238
milljónir króna. Gengismunur
hækkar frá fyrra ári um rúmar 95
milljónir sem skýrist af því að inni
í þeim tölum er bæði gengislækkun
síðari hluta árs 2000 og einnig sú
lækkun sem varð á vormánuðum
2001. Veltufé frá rekstri hefur tvö-
faldast frá fyrra ári og nam 109
milljónum króna.
Áhrifa gengislækkunar íslensku
krónunnar mun gæta í hagstæðara
afurðaverði í krónum talið en verið
hefur á liðnu ári. Á undanfomum
misserum hefur verið unnið mark-
visst að því að auka framlegð með
hagræðingu hjá félaginu og gera
áætlanir fyrir timabilið september
til desember 2001 ráð fyrir hagnaði
miðað við óbreytt gengi krónunnar.
ings á áli, skipum og sjávarafurð-
um, aðallega fiskimjöli og lýsi.
Verðmæti vöruinnflutnings
fyrstu níu mánuði ársins var 9,0
milljarðar eða 6% minna á fóstu
gengi en á sama tíma árið áður. Af
einstökum vöruflokkum hefur orðið
mestur samdráttur í innflutningi á
flutningatækjum en einnig hefur
orðið umtalsverður samdráttur í
innflutningi á fjárfestingarvörum.
Á móti kemur að aukning hefur orð-
ið á innflutningi hrá- og rekstrar-
vara.
HEILDARVIÐSKIPTI 3.138 m.kr.
j - Hlutabréf 291 m.kr.
- Húsbréf 1.254 m.kr.
MESTU VIÐSKIPTI
í Q Keflavíkurverktakar 35 m.kr.
j 0 íslandsbanki 32 m.kr.
0, Delta 31 m.kr.
MESTA HÆKKUN
j © ÚA 7,4%
| O Kögun 6,2%
j © Þróunarfélag íslands 4,8%
| MESTA LÆKKUN
1 O Skeljungur 4,3% i
i © Kaupþing 2,6%
© Marel 1,8%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.088 stig
- Breyting o -0,20%
Pharmaco kaupir
hlut í lyfjaþró-
unarfyrirtæki
Pharmaco hefur fest kaup á þriðjungi
hlutaflár í danska lyijaþróunaríyrirtæk-
inu Colotech A/S.
Fyrirtækið var stofnað árið 1999 um
hugmyndir og rannsóknir dansks
krabbameinslæknis, Hans Raskov, sem
unnið hefur að verkefninu undanfarin
sex ár.
í frétt frá Pharmaco kemur fram að
fyrsta lyf fyrirtækisins er að fara í fasa
3 rannsóknir, þ.e. rannsóknir á mönn-
um, eftir mjög jákvæðar niðurstöður úr
dýrarannsóknum. Lyfið á að nota fyrir-
byggjandi til að minnka líkur á myndun
krabbameins í ristli.
Önnur lyfjaþróunarverkefni eru í
gangi sem byggjast á sömu hugmynd-
um. Auk þessa er í gangi þróunarverk-
efni, skemmra á veg komið, á nýrri
greiningartækni á krabbameini.
Búnaðarbankinn
kaupir Intrum
Dótturfélag Búnaðarbanka Islarids
hf. hefur keypt meirihluta hlutafjár f
Intrum á íslandi ehf. Intrum á íslandi
ehf. var stofnað 1995 en varð fullgild
systurskrifstofa alþjóðlega inn-
heimtufyrirtækisins Intrum Justitia
B.V. í febrúar árið 1998 sem er mót-
eigandi að félaginu. Gert er ráð fyrir
að mestur hluti hlutafjárins verði
seldur áfram til annarra fjárfesta en
hluta verði haldið eftir þar sem for-
vígismenn Búnaðarbankans telja að
Intrum geti bæði stutt við og bætt nú-
verandi innheimtuferli bankans. í tfl-
kynningu frá félaginu segir að Intr-
um á íslandi ehf. sé leiðandi inn-
heimtufyrirtæki og felist lykilfæmi
þess i nýtingu upplýsingatækni og
sérhannaðs liugbúnaðar með það að
leiðarljósi að ná framleiðniaukningu
og stærðarhagkvæmni í innheimtu-
starfsemi. Markmið Intrum á íslandi
ehf. er að ná hámarksárangri við inn-
heimtu vanskflakrafna á sem hag-
kvæmastan hátt, bæði fyrir kröfuhafa
og skuldara, án þess að skaða við-
skiptasamband þessara aðfla þrátt
fyrir tímaþundin vanskfl. í samvinnu
við bankastofnanir og lögfræðinga
býður Intrum á íslandi ehf. viðskipta-
vinum sínum upp á heOsteypt inn-
heimtuferli.
01.11.2001 kl. 9.15
KAUP SALA
ftf'Pollar 104,140 104,670 j
^^Pund 151,380 152,160
Kan. dollar 65,390 65,800
BSÍPönsk kr. 12,6170 12,6870 j
SB Norsk kr 11,7400 11,8050 |
ESSænskkr. 9,8060 9,8600 j
H—HfI. mark 15,8020 15,8969 |
U|Fra. franki 14,3232 14,4093
i Belg. franki 2,3291 2,3431 i
^ M Sviss. franki 63,8500 64,2000 j
d'Hoil. gyliini 42,6346 42,8908
P—|Þýskt mark 48,0380 48,3267
| ít. líra 0,04852 0,04881
G&Aust. sch. 6,8279 6,8690
BÍPort. oscudo 0,4686 0,4715 |
3SP*- peseti 0,5647 0,5681
| • jJap. yen 0,85100 0,85610
E Ijírskt pund 119,297 120,014
SDR 132,8500 133,6400 1
gECU 93,9543 94,5188 |