Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Page 14
14
FIMMTUDAGUR 1. NÚVEMBER 2001
Skoðun 3Z> V
ipurning dagsins
Hver er þinn
uppáhaldsmatur?
Guölaug Helgadóttir nemi:
Ostapasta.
Elva Rut Antonsdóttir nemi:
Lambalæri meö bökuöum
kartöflum.
Sunna Dís Kristjánsdóttir nemi:
Þurrkuö epli frá Hagveri.
Árni Kristjánsson nemi:
Nautalundir meö piparsósu.
Róbert Magnússon nemi:
Kjúklingur.
Fólksflóttinn frá
landsbyggðinni
Helgi Halldórsson
skrifar:
Hvemig sem málin snúast
og hvað sem hver segir um
búsetuþróun á íslandi, liggur
sú staðreynd á borðinu að
fólksílóttinn af landsbyggð-
inni heldur áfram og hann
verður ekki stöðvaður héöan
af. íbúum fer fækkandi í nán-
ast öllum kauptúnum allt i
kringum landið, allt frá Vest-
mannaeyjum sunnanlands iil
Siglufjarðar nyrðra og Rauf-
arhafnar þar sem búast má
við tómum bæ innan 10 ára. -
Ekkert kemur i veg fyrir
þessa þróun. - Það er því öf-
ugmæli að Byggðastofnun að-
stoði iandsbyggðina.
Engin atvinnugrein, hverju
nafni sem nefnist, getur stuðl-
að að fólksfjölgun á lands-
byggðinni, nema ef vera kynni á
Eyfjafjarðarsvæðinu. Meira að segja
Húsavík er í hættu og allir aðrir
bæir af svipaðri stærð annars stað-
ar á landinu. Einfaldlega vegna þess
að rangt hefur verið staðið að upp-
byggingu samgöngumála á íslandi.
Atvinnutækifærum íjölgar ekki við
það eitt að úthluta veiðikvóta til
sjávarplássanna. Atvinnan verður
aldrei aðdráttarafl nema samgöngur
séu greiðfærar til og frá viðkomandi
byggðarlagi.
Samgöngur eru ekki með viðun-
andi hætti til þorpanna og kauptún-
anna i dreifbýlinu lengst frá Reykja-
vík, svo sem til Vestfjarða og Norð-
austurlands og jafnvel Austfjarða.
Jarðgöng hefðu getað komið mun
fyrr en nú er raunin. Jafnvel sam-
„Jarðgöng hefðu getað kom-
ið mun fyrr en nú er raun-
in. Jafnvel samgöngur á sjó,
með farþega- og bílferjum
ásamt vöruflutningum. En
þeir sem nú ráða þjóðveg-
unum eru í þann veginn að
eyðileggja vegakerfið með
þungaflutningum. “
göngur á sjó, með farþega- og bíla-
ferjum ásamt vöruflutningum. En
Vegagerðin og þeir sem nú „ráða“
þjóðvegunum, og sem margir kalla
„þjóðvegamafiuna", einoka land- og
loftflutninga og eru í þann veginn
að eyðileggja, með þungaflutning-
um, það veika vegakerfi sem þó hef-
ur tekist að koma upp.
Það er því vonlaust verk að berj-
ast gegn brottflutningi íbúa frá þess-
um stöðum úr því sem komið er. At-
vinnumálin eru núna ekki sá kostur
sem fólk sér fyrir sér sem góð bú-
setuskilyrði. Það eru lífsskilyrðin
sjálf, mannlífið, fjölbreytnin í fé-
lagsstarfi, menningu og greiðum
samgöngum milli íslands og útlanda
sem draga fólk til þéttbýlissvæðis-
ins suðvestanlands. - Niður með
Byggðastofnun, styðjum dreifbýlis-
fólk til sjálfsbjargar á nýjum vett-
vangi - á þeim þéttbýlissvæðum
sem raunhæft er að hvetja fólk til að
flytja til; á Suðvesturlandi og í
kringum Akureyri.
Meiri orka með mökunum
Guðjón Einarsson
skrifar:
Við eignumst vist seint jafn frá-
bæra opinbera starfsmenn og hann
Pétur Blöndal, sem gagnrýnir
ótæpilega bruðl hins opinbera á
dagpeningum sem úthlutað er til
þeirra er ferðast á vegum ríkisstofn-
ana og Alþingis. Haft er fyrir sið að
greiða hótel fyrir alla en afhenda
jafnframt dagpeninga í erlendum
gjaldeyri fyrir hótelkostnaði. Hefur
enda færst f vöxt að makar viökom-
andi, forstjóra og annarra embættis-
manna ríkisstofnana ferðist með og
njóti góðs af hinum riflega skammti
í þessu dagpeningahvetjandi kerfi.
í fréttum hefur verið sagt frá því
að tæplega 40 íslendingar hafi verið
„Hefur enda fœrst í vöxt að
makar viðkomandi, forstjóra
og annarra embœttismanna
ríkisstofnana ferðist með og
njóti góðs af hinum ríflega
skammti í þessu dagpeninga-
hvetjandi kerfi.“
á ferð í Buenos Aires í Argentínu.
Ekki til að gráta Evu sálugu, heldur
til að sitja þing Alþjóðlega orku-
ráðsins. Eitthvað um 14 makar
fundarfulltrúa voru með í fór. Ekki
hafa þeir allir tengst skyrtuþvotti
eins og tínt var til hér áður sem rök
fyrir ferðum eiginkvenna opinberra
starfsmanna sem sögðu að konurn-
ar spöruðu heilmikinn gjaldeyri við
skyrtuþvott karlanna á baðherbergj-
um hótelanna.
Nú er það ekki þvotturinn, heldur
gjaldeyririnn sem dregur og svo
gamnið sjálft og skoðunarferðir eig-
inkvenna í verslanir til að bera
saman verð og gæði þarlendra
Smára og Kringla. Hins vegar má til
sanns vegar færa að enn meiri orka
hlýtur að vera samankomin með
mönnum úr orkugeiranum þar sem
makar þeirra fylgja með. - En það
verður ekki af okkur íslendingum
skafið. Við hræðumst ekki hermd-
arverk í háloftunum. - Hæ, tröllum
á meðan við tórum, syngjum hátt og
dönsum daginn út og inn.
Garri
Samsærið mikla?
Garri situr hugsi þessa dagana og veltir fyrir
sér þeirri sérkennilegu stöðu sem nú er uppi í
heilbrigðismálum íslendinga. Tilefnið er að
Garri átti um helgina orðræðu við mann sem
stærir sig af því að vera einhver mesti samsær-
iskenningasmiður á íslandi og trúlega ætti hann
- að eigin dómi - met í þessari tegund kenninga-
smíða þótt menn leituðu að samjöfnuði langt út
fyrir landsteinana. Sú samsæriskenning sem hér
um ræðir snýst eins og áður segir um heilbrigð-
iskerflö og gengur út á það að markvisst sé unn-
ið að því að leggja það niður í núverandi mynd
af þeim sömu aðilum og trúað er fyrir að stjórna
þessu sama kerfi.
Mótl einkavæðingu
Ekki þarf að taka fram að samsæriskenninga-
smiðurinn er afar mótfallinn einkavæðingu og
segir hann augljóst að þeim sem t.d. stjórna
Landspítalanum háskólasjúkrahúsi - hvort held-
ur það er fólk í stjóminni, öðrum stjómunar-
stöðum eða yfírmenn lækninga og hjúkrunar -
gangi það eitt til að koma sem mestri starfsemi
sjúkrahússins í einkarekstur. Því sé í gangi það
sem hann kallar „samsærið mikla gegn sjúkra-
húsinu" sem sé ekki minna í sniðum en „sam-
særið mikla gegn Sovétríkjunum" hér á árum
áður. Allar ákvarðanir virðist miðast við að gera
klassískan rekstur tortryggilegan og setja einka-
rekstur af einhverju tagi í ljóma. Dæmið sem
hann nefndi í þessu sambandi var tæknifrjóvg-
unardeildin, sem þætti vinsæl og vel heppnuð,
og því væri henni lokað gagngert til að koma
óorði á ríkisreksturinn.
Óþarfi!
Þama þótti Garra satt að segja vera skotið yfir
markið. Þótt þessi lokun hafi vissulega orðið til
að kalla fram umræðu um einkavæðingu í heil-
brigöiskerfinu og að slík einkavæðing yrði mál-
uð í rósrauðum litum þá er auövitað nokkuð
langt gengið að halda því fram að stjóm spítal-
ans sé að búa til vandræði gagngert til að knýja
fram breytingar á rekstri. En eftir að sjálfur ráð-
herrann hefur nú staðið upp á Alþingi og sagst
hafa farið yfir málið og komist að því að „lokun
hafi verið óþörf ‘ þá hafa óneitanlega runnið á
Garra tvær grímur. Hvers vegna er stjórn spítal-
ans að loka deild að óþörfu?! Ef farið er út í
þennan óþarfa vegna þess að menn töldu hann
nauðsynlegan, hvemig er þá með annan rekstur?
Menn tala um hundr-uð milljóna tap á rekstri.
Er það þá ekki líka bara einhver óþarfi? Áhyggj-
urnar sem sækja á Garra eru tvíþættar og hann
sér ekki fyrir sér neitt viðunandi svar. Annað-
hvort er stjórn spítalans svona slök í rekstrinum
að hún lokar deildum sem þarf ekki að loka eða
þá að samsæriskenningin er rétt og menn eru að
ástunda pólitískar lokanir. Hvor- ^
ugur kosturinn er góður. GdM'í
Esjan í vetrarskrúöa
Fegurst fjalla að sumra dómi.
Skáldmæltir
blaöamenn
Sigrún Björgvinsdóttir skrifar:
Nú gerast menn skáldmæltir á
DV. Geta jafnvel ekki lengur samið
myndatexta án þess að láta fiúka I
hendingum. í föstudagsblaðinu
þann 26. okt. er þessi texti undir
mynd af Esjunni, þessu fegursta
fjalli í heimi, þ.e. heimi Reykvík-
inga. (Öðrum sveitarfélögum á
svæðinu virðist ekki leyfast að
„eiga“ hlut í þessu heilaga fjalli.)
Textinn hljóðar svona: - Esjan er
fegurst fjalla í augum margra Reyk-
vikinga. Úr fjarlægð er ekki að sjá
mikil lýti á þessu myndarlega fjalli
og kennileiti borgarinnar.
Nú ætla ég að leyfa mér að ljúka
við þennan kveðskap i textanum:
Esjan er fegurst fjalla.
Úr fjarlœgð er ekki að sjá
nokkurt lýti né galla.
Nálœgóin sýnir þá.
Sem kœrasta kennileiti
hún kúrir í sinni dýró.
í hánoróur geturöu hana fundió
hvar sem þú annars býrö.
Frábær þjónusta
Ingibjörg Guðmundsdóttir skrifar:
Ég er að flytja til íslands eftir nám
i Bandaríkjunum og þurfti ibúð. Ég
fór á Visir.is og sá auglýsingu frá
leigumiðlun sem auglýsir húsnæði
frítt sem er frábært nú á siðustu og
verstu tímum. Ég fór á vefsfðu þeirra
undir heitinu: www.leigunet.is og var
búin að festa íbúð tæpri viku síðar.
Það sem meira er og betra; þeir bentu
á að allir samningar um húsaleigu og
húsaleigulögin fást einnig ókeypis á
skrifstofu DV í Þverholti. - Ég vil
bara þakka þessa frábæru þjónustu og
óska þeim góðs gengis.
Pappalöggur á skiltum
Góö hugmynd sem hætt var
viö allt of srtemma.
Pappalöggur upp
Páll Einarsson skrifar:
Ekki linnir umferðarslysunum,
hraðakstrinum og óbilgirninni í
umferðinni hér. Já, hraðakstrinum,
sem ég tel að sé aðalorsök hörmu-
legustu slysanna. En hver er orsök
hraðakstursins? Ég fullyrði að þar
komi vimuefni hvers konar við
sögu. Menn sem eru undir áhrifum
vímuefna aka hratt og stjórnlaust
því dómgreindin er slævð. Margir
þeir sem brostu að hugmynd dóms-
málaráðherra eða ráðgjöfum um að
koma upp svonefndum pappalögg-
um á víð og dreif með fram helstu
hraðbrautunum þar sem hættan á
hraðakstri er mest hlæja ekki leng-
ur og viðurkenna að hugmyndin
eigi rétt á sér. Þetta hefur verið
reynt annars staðar með góðum ár-
angri. Ég hvet dómsmálaráðherra
að gera alvöru nú úr hugmyndinni.
Hún mun draga úr hraðakstri og
fækka slysunum.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@dv.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 ReykJavik.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.