Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Side 17
16 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 33 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fróttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjðrn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: Þverholti 11, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plótugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverö 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Nýbúar og þjóðardeigla Viö erum langt á eftir flestum vestrænum þjóðum i inn- flutningi flóttamanna og eigum því að geta lært af reynslu annarra. Unnt á að vera að haga málum á þann hátt, að þjóðfélagið eflist við aðkomu nýbúa og geti tekið örar við þeim en gert hefur verið á undanförnum árum. Síðustu árin hefur athygli manna í ýmsum nágranna- löndum okkar beinzt í auknum mæli að vandamálum, sem tengjast nýbúum. Annars vegar stafa þau af ófullkominni aðlögun þeirra og hins vegar af fordómum heimamanna, sem oftast eru flokkaðir sem kynþáttahatur. Á allra síðustu vikum hefur fólk á Vesturlöndum vakn- að við þá óþægilegu staðreynd, að meðal áhangenda ís- lams í hópi flóttamanna er til fólk, sem hafnar vestrænum gildum og telur eðlilegt eða skiljanlegt, að baráttumenn beiti hryðjuverkum gegn Vesturlöndum. Undarlegt er, að fólk, sem hefur leitað skjóls í þeim hluta heimsins, sem er umburðarlyndari en aðrir heims- hlutar, skuli nota skjólið til að grafa undan þeim hinum sama heimshluta. Samt er heilagt stríð prédikað af sum- um íslömskum klerkum á Vesturlöndum. Áður var vitað, að sumir hópar nýbúa vilja flytja með sér hefðir, sem eru andsnúnar grundvallaratriðum í vest- rænni hugmyndafræði. Þar á meðal er umskum barna og mismunun kynja, svo og sú stefna, að lög í helgum trúar- bókum séu æðri veraldlegum lögum landsins. Vesturlönd hvíla á nokkrum grundvallarforsendum, sem lengst af greindu þau frá öðrum. Þær eru frjálsar kosningar, mannréttindi að hætti stofnskrár Sameinuðu þjóðanna, dreifing valdsins og gegnsæi þess, áherzla á lög og rétt og ekki sizt aðskilnaður ríkis og trúar. Vesturlönd verða að geta krafizt þess og að vilja krefj- ast þess, að nýbúar lúti helztu þáttum þjóðskipulagsins. Annars leiti þeir ekki skjóls í heimshlutanum og yfirgefi hann raimar, ef þeir eru þegar komnir þangað. Vesturlönd mega ekki ala fimmtu herdeild við brjóst sér. Hins vegar er nauðsynlegt að taka vel á móti nýbúum, ef þeir sætta sig við ofangreind skilyrði. Auðvelda þarf þeim að viðhalda tungumáli sínu og öllum siðum og venj- um, sem ekki brjóta í bága við þjóðskipulagið. Allt slikt auðgar og bætir menningu gestgjafalandsins. Gott dæmi um slíkt er þáttur Indverja í brezku þjóðfé- lagi. Þeir eru orðnir áhrifamikill þáttur mikilvægra stétta á borð við lækna, kaupmenn og matreiðslumenn með þeim afleiðingum, að þessar starfsgreinar veita samfélag- inu mun betri þjónustu en ella hefði verið. Hindra þarf, að nýbúar safnist í eins konar undirheima- ríki í ríkinu. Veita þarf meiri fjármunum en nú er gert til að bæta aðlögun þeirra og gera þá að gildum aðilum þjóð- ardeiglunnar. Þvi betur, sem þetta gengur, þeim mun meira auðgast þjóðfélagið af nærveru nýbúa. Við erum inngróin eyþjóð, sem þarf að hrista af sér aldagamla einangrun og taka erlendum menningar- straumum opnum örmum. Við megum alls ekki að líta á nýbúa sem ódýrt vinnuafl, sem síðast er ráðið og fyrst rek- ið. Við þurfum að taka þá sem fullgilda íslendinga. Bitur reynsla nágrannaþjóða sýnir, að vandratað er meðalhófið i þessu efni. Við þurfum að leggja miklu meiri áherzlu á að læra af þessari reynslu, svo að við getum forðast skuggahliðar þjóðflutninga og lagt í staðinn rækt við björtu hliðarnar, sem eru margar og fjölbreyttar. Markmiðið á að vera, að nýbúar verði í stakk búnir til að hjálpa okkur við að hindra að þjóðfélagið staðni. Þeir verði virkir aðilar að þjóðardeiglunni. Jónas Kristjánsson DV Skoðun Alþjóðleg bankamiðstöð Mikið er nú rætt um nauðsyn þess að koma á fót nýjum atvinnugreinum. Að mínu mati liggur þar bein- ast við að ísland gangi í hóp þeirra 60 ríkja sem bjóða ríkisborgurum og fyrirtækj- um annarra þjóða upp á skattaskjól og alþjóðlega bankaþjónustu. í sumum þessara ríkja, sem flest hver eru á stærð við ísland eða enn minni, er slík fjármála- þjónusta oft ein mikilvæg- asta tekjulind þeirra. Nægir að benda á Lúxemborg, þar sem þús- undir manna hafa atvinnu af alþjóð- legri bankastarfsemi sem er þar einn mikilvægasti atvinnuvegurinn. Fullkomlega lögleg starfsemi Eftir að rikisstjórnin lækkar skatta á fyrirtæki niður í 18% hefur stefnan verið mörkuð í átt til lægri skatta almennt. Þess vegna er sjálf- sagt að kanna ítarlega hvort ísland á ekki að skipa sér í flokk þeirra fanda sem bjóða upp á skattaskjól og af- þjóðabankaþjónustu sem er mjög arðvænlegur atvinnuvegur. Raunar Gunnar G. Schram prófessor em. er furða að við skulum ekki hafa farið inn á þessa braut fyrir föngu, svo augljósir eru þeir kostir sem hún býður og tekjumöguleikar. Hér er um fulfkomfega fögfega starfsemi að ræða sem farið hefur mjög vax- andi. í nýfegri úttekt breska tímaritsins The Economist á þessari atvinnugrein kem- ur fram að mifli 1985 og 1994 jókst hún fimmfalt í ríkjum við Karíbahaf og á Suður-Kyrrahafseyjum, og er nú þar yfir 200 milljarðar króna að umfangi. 31% af hagnaði fjölþjóð- legra bandarískra fyrirtækja varð af slikri starfsemi, samkvæmt skýrslu sem út kom 1994, en þau áttu 26% eigna sinna í löndum sem bjóða upp á skattaskjól. Ágóðavænleg tækifæri Þau kjör sem ríki bjóða í þessum efnum eru hagstæð. Á Bahamaeyjum er enginn skattur innheimtur af ein- staklingum eða fyrirtækjum, hvorki tekjuskattur, eignaskattur, virðis- aukaskattur né erfðafjárskattur. 22% af tekjum Bermúda, sem er sjálfstætt riki í Breska samveldinu, koma frá skattaskjól- inu, vegna þess um- fangs sem það veitir innlendri banka- starfsemi. írland hefur til skamms tíma ein- ungis skattlagt er- lend fjárrnögnunar- fyrirtæki og fram- leiðslufyrirtæki um 10% allt i allt og því dregið til sín fjöl- mörg erlend fyrir- tæki, enda hagsæld vaxið mjög í landinu. Nú býður írland jafnt innlendum fyr- irtækjum sem er- lendum upp á há- marksskatt að upp- hæð 12,5%, sem er sáralítil hækkun. Ermarsundseyj ar bjóða skattfrelsi í margvíslegri mynd og hafa mikinn ágóða af fjárvörslu milljarða punda sem þar eru geymd „Á Bahamaeyjum er enginn skattur inn- heimtur af einstaklingum eða fyrirtœkjum, hvorki tekjuskattur, eignaskattur, virðis- aukaskattur né erfðafjárskattur. “ - í vellystingum á Bahamaeyjum. fyrir Breta fyrst og fremst og aðra Evrópubúa. Er þess skemmst að minnast að Landsbankinn hefur skapað sér þar fótfestu og keypt þar einkabanka, án efa vegna hinnar hagstæðu löggjafar sem þar er í gildi. Frjálsari hendur utan ESB Fjöfþjóðleg bankastarfsemi og skattaskjól getur orðið stór atvinnuvegur hér á landi. Allar aðstæður eru hér fyrir hendi. Fjarskipti við landið eru mjög góð, þekking á banka- og verð- bréfaviðskiptum er hér mikil orðin, og ísland nýtur trausts í hinum alþjóðlega fjármála- heimi. Þess vegna er sjálfsagt að hefjast handa í þessum efnum sem allra fyrst, enda um mjög arðvænlega atvinnugrein að ræða, svo sem reynsla annarra þjóða sýnir. Enn eitt sem með því mælir er að við stöndum utan Evrópu- bandalagsins og höfum því frjálsari hendur til að ákveða viðskiptakjörin. - Förum að dæmi Lúxemborgar, Bahama og Jersey. Gunnar G. Schram Eru þeir allir eins? Fyrir rúmum hálfum mánuði var haldinn máffundur á Súfistanum þar sem ungur heimspekingur hélt fram þeirri kenningu að stjórnmálaflokk- arnir væru hver öðrum líkir. Hafði hann lesið stefnuskrár stjórnmál- anna og fundið þar ýmis dæmi um að allir flokkarnir hefðu keimlíkar áherslur. Niðurstaðan var kunnug- leg: Hin gömlu átök eru úr sögunni. Samstaða hefur náðst um ýmis aðal- atriði stjómmálanna. Orð og gerðir Þetta er kunnuglegur söngur og þekktur úr máltækinu: Það er sami rassinn undir þeim öllum. En er þetta rétt? Kannski er úttekt heim- spekingsins fyrst og fremst heimild um svokallaðan „stefnuskrárstíl" en „Raunar benda nýjar kannanir til þess að andstœður séu að skerpast í íslenskum stjómmálum. Tveir höfuðpólam- ir eru sjálfstœðismenn og vinstri grœnir og hafa saman- lagt um 70% fylgi. Miðflokkamir tveir em í lægð.“ ekki raunveruleika stjórn- málanna. Allir geta sett inn í stefnuskrá að efla skuli menntakerfið. Flokkur get- ur samþykkt það á lands- fundi aftur og aftur en setið þó við völd í áratug og haft menntakerfið í fjársvelti. Þvi að orðin í stefnu- skránum segja ekki alla sögu. Þetta á líka við hina svokölluðu sátt um fisk- veiðistjórnunarkerfið. Ein- falt er að tala um hana en annað að koma á kerfi sem öllum líkar. En jafnvel þeg- ar kemur að orðunum er varla hægt að halda þvi fram af sanngimi að flokkarnir séu eins. Þannig þarf ekki að leita lengi að ágreiningsflötum hjá Vinstri græn- um og Sjálfstæðisflokknum. Fólk í þessum flokkum nálgast málin út frá gjörólíkum forsendum og ljóst að samstarf flokkanna yrði afar erfitt. Raunar hefur ekki setið hér á landi ríkisstjóm sem bæði mesti hægri- flokkur og mesti vinstriflokkur landsins hafa stutt síðan árið 1947. Bendir það til þess að átök vinstri og hægri séu lítil á íslandi? Réttlæting á afstööuleysinu Nær væri að tala um að stefnu- skrár flokkanna hafi litla merkingu. En þó þarf ekki svo að vera. Til þess að hægt sé að fullyrða um það þarf miklu nákvæmari lestur en í þessu tilviki. Það er hægt að orða hluti svo að þeir hijómi ekki ósvipað á yfir- borðinu en þegar kafað er í textann koma fram gjörólíkar áherslur. Mér hefur satt að segja virst því Armann Jakobsson íslenskufræöingur fara víðs fjarri að stjórn- málamenn og flokkar séu hver öðrum líkir. Á hinn bóginn er hér á landi mik- ill fjöldi miðjumanna sem treystir sér ekki til að taka afstöðu og reynir stöðugt að réttlæta eigin afstöðu- leysi með því að öll afstaða sé horfin og að allir séu eins. Þeir sem hafa þorað að taka afstöðu á íslandi, t.d. gegn hernaði Bandaríkj- anna í Afganistan, hafa fengið fyrir það ýmis hrak- yrði og hundsbætur. Svo er því á hinn bóginn haldið fram að allir séu sammála! Sama gifdir um þá sem hafa leyft sér að vera andvígir álveri á Austurlandi og Kárahnjúkavirkj- un. Þeim er jafnvel líkt við hryðju- verkamenn. En samt vantar ekki fólk sem fullyrðir að allir séu sam- stiga í umhverfismálum. Margur heldur... Raunar benda nýjar kannanir tif þess að andstæður séu að skerpast í íslenskum stjórnmálum. Tveir höf- uðpólamir eru sjálfstæðismenn og vinstrigrænir og hafa samanlagt um 70% fylgi. Miðflokkarnir tveir eru í lægð. Á hinn bóginn eru miðjumenn áberandi í umræðunni en þeir hafa yfirgefið flokka sína og tala háum rómi um skoðana- og afstöðuleysi. Það má auðvitað hafa gaman af mál- fundum um að allir séu eins en þeir sem hafa tekið afstöðu hljóta að brosa í kampinn og hugsa með sjálf- um sér: Margur heldur mig sig. Ármann Jakobsson Spurt og svarað Á að leggja niður 15 manna akademíu úr Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VM á Akureyri: Útvarpsráð er óskiljanlegt „Mér hefur löngum þótt útvarps- ráð vera óþörf stofnun og heföi viljað að RÚV hefði fengið svigrúm til þess að dafna eins og aðrar menningarstofnanir. Hið pólitíska útvarpsráð hefur oft og tíðum misskilið hlutverk sitt. Ráðið er stundum að taka óskiljanlegar ákvarðanir sem hafa beinlínis staðið stofnuninni fyrir þrifum. Mínar hugmyndir um stjórnun gætu verið í anda þessarar þingsályktunartillögu. Annars hefur viðhorf mitt til RÚV verið að breytast þau ár sem ég hef búið úti á landi. í því sambandi má nefna sparnaðartillögur um að skerða út- sendingartíma svæðisstöðvanna sem var þó skammur fyrir. Það eru þó gleðitíðindi að menn hafi tekið skyn- samlegum ábendingum og hætt við þau áforrn." Þórunn Gestsdóttir, fulltrúi Sjálfstœdisfl. í útvarpsrádi: Undirorpið rekstrarformi „Ég tel að útvarpsráð' sem valið er af Alþingi sé þverskurður af þjóðfélag- inu. Þeir sem sitja í ráðinu koma úr öllum áttum og vinna sín störf eftir núverandi rekstrar- ramma RÚV, stofnuninni til heilla. Hvort sjö manna út- varpsráð eða fimmtán manna akademía er stjóm stofnun- arinnar tel ég ekki skipta meginmáli. Allt er þetta þó und- irorpið því hvert rekstrarform eigi að vera, þannig að heildarsýn á stofnunina blasi við okkur. Þegar tekin er af- staða til breytinga á stjómarformi þarf heildarsýnin að vera skýr, því er óraunsætt að taka afstöðu til þessa eina þáttar sem spurt er um. Annars er mín skoðun sú að eft- ir því sem ráð, stjómir og nefndir eru fjölmennari hafi störf þeirra tilhneigingu til þess að verða ómarkvissari." Jöhann Guðni Reynisson, upplýsingastjóri Hafnarfjardarbœjar: Akademíu til ráðgjafar „Mín skoðun er sú að leggja megi niður útvarpsráð og reka RÚV eins og hvert annað fyrirtæki i eigu ríkisins með faglegri en ékki pólitískri yfir- stjórn. Akademía, hversu margir sem hana skipa, gæti hins vegar verið stjóminni til ráðgjafar en ætti ekki að hafa neitt um daglegan rekstur, einstaka dag- skrárliði eða starfsmenn að segja. Ég tel síðan að reka eigi RÚV áfram með sama sniöi í þágu allra landsmanna en þó á fjárlögum. Ef markaðslögmálin ráða ein getur smám saman dregið úr sendistyrk til þeirra sem búa og starfa utan þétt- býliskjarna vegna þess að markhópar verði of fá- mennir." í þágu bin Laden? „Hinn mörki sagn- fræðingur Eric Hobs- bawn sagði að í raun hefði árásin á New York ekki verið árás á okkur, fyrst og fremst. Tilgangurinn hefði verið að egna okkur í stríð í púðurtunnunni Mið- Austurlöndum. Við skulum staldra við og velta þessu fyrir okkur. Getur verið að það stríð sem við höfum hafið, en sjáum ekki framúr, sé einmitt það sem Osama bin Laden og félagar ætluðu sér frá upphafi? Og óskuðu sér? Að sú mikla vél sem nú hefur verið ræst til að svæla þá út sé í raun að vinna í þeirra þágu. Er það ekki trúlegast af öllu? Og hvað ger- um við ef Hlt verður ekki með Hlu út rekið? Förum dýpra inn í myrkrið?" Stefán Jón Hafstein í pistli í Útvarpinu í gær. Bjánalegir bílavinir „Mér fannst ég sjaldan hafa heyrt um bjánalegri félagsskap en þann sem kaUast „Vinir bílsins". Hvernig er hægt að vera vinur bUs? En svo var mér sagt að þetta væri sambræð- ingur bUaumboða, tryggingafyrir- tækja og þeirra sem lána peninga tU bUakaupa og þá skUdi ég að þetta eru í alvörunni vinir bUsins. Þetta eru þeir sem æUa að græða á þvi að fólk kaupi sem flesta bUa og keyri sem mest. Vinir bUsins skynja kannski einhverja óvUd í sinn garð en samt er yfirleitt látið möglunar- laust undan kröfum um stærri og meiri umferðarmannvirki. Fremur æUar maður að sé skortur á gang- stéttum. Sá sem fer um fótgangandi er kannski svo lélegur neytandi að hann á enga vini.“ Egill Helgason í pistli á Strik.is Sigurður G. Tómasson, fv. dagskrárstjóri Rásar 2: Eymdarútgerð í Efstaleiti „Ég tel að gott væri að breyta út- varpsráði og gera RÚV óháð stjórn- málaUokkum. í dag er RÚV undir beinni stjórn SjálfstæðisUokksins og mér sýnist að starfsmenn séu ekki ráðnir nema eftir Uokksskírtein- um. Flokkurinn vUl hafa ríkisútvarp og ráða því tU aö tryggja sér pólitísk áhrif. Því er mér tU efs að þessi til- laga Sverris Hermannssonar fái hljómgrunn. Taka ber fram að RÚV hefur margt gott starfsfólk og dagskrá þess er vönduð, dagskrá Rásar 1 er með eitthvert besta út- varpsefni sem býðst í heiminum. Hins vegar frnnst mér - almennt talað - vera orðin háUgerö eymdarútgerð í Efstaleiti. Það að þjónustustofnun skerði þjónustuna tU að bregðast við fjárhagsvanda ber feigðina í sér.“ Þetta er eitt tólf atriða í þingsályktunartilögu Sverris Hermannssonar sem lýtur að víðtækri endurskoðun á starfsemi RÚV. Eg óttast að við verðum sprengd aftur \ steinöld Höfðu þeir matá steinöldinni? £P*<7ITH& msspH öW&e. þw 91 mwmm* Fær Lisbet Palme uppreisn æru? Morðið á Olof Palme 28. febrúar 1986 er meðal þeirra stórviðburða sem greypa sig í minnið svo maður gleymir aldrei hvar maður var staddur og við hvaða kringumstæð- ur fréttin barst manni. Eiginmaður minn var þá búsettur í Stokkhólmi, þar sem hann starfaði fyrir forsætis- nefnd Norðurlandaráðs, en þing þess stóð fyrir dyrum í Kaupmannahöfn. Þingdagana iogaði kertaljós við auð- an stól Olofs Palme, merkasta stjórn- málamanns á Norðurlöndum á sinni tíð. Forseti ráðsins, PáU Pétursson flutti á íslensku: Deyr fé/ deyja frændur/ deyr sjáffur ið sama./ en orstír deyr afdregi/ hveim er sér góðan getur. Um vorið flutti ég til Stokkhófms með dætumar tvær og fannst ég geta þreifað á sorginni sem ríkti í land- inu, en fíka á sektarkenndinni, því svo margir Svíar höfðu hatað Olof Palme. Hann var stéttviUingur af eistneskum aðafsættum og óþofandi snjaU. Lisbet kona hans hafði lengst- um unnið utan heimUis sem sálfræð- ingur og það gat farið í taugamar á fólki hvað hún var staðföst í hóg- værð sinni. Pafme-hjónin reyndu að fifa sem venjufegustu lífi og voru á feiðinni heim úr bíó síðfa kvölds þeg- ar morðinginn, sem elti þau að næstu lestarstöð, skaut þau bæði í bakið. Lisbet særðist aðeins fítiUega og þegar hún sneri sér við í leit að hjálp horfði hún beint í andfit morðingj- ans, sem snerist á hæli og hfjóp inn í Tunnelgötuna og upp háar tröpp- urnar við enda hennar. Hann sfó ein- kennilega tU öðrum fætinum. Bar kennsl á ntorðingjann Eftir nær þriggja ára kiúður í fög- reglurannsókninni þar sem uppi voru afls kyns kenningar um hverjir hefðu haft ástæðu tU að myrða Olof Palme, í stað þess að beina athygf- inni að því sem gerðist á morðstaðn- um, var lykUvitnið, konan hans, loks fátin taka þátt í sakbendingu. Þar sá hún á ný andlit mannsins sem hún hafði staðið augliti til auglitis við á blóðveUinum og þekkti auk þess aft- ur sérkennilegt göngulag hans. Maðurinn sem hún benti á var góðkunningi lögreglunnar og dæmd- ur manndrápari, Christer Petters- son, eins og kunnugt er. I réttarhöfd- unum sem fylgdu í kjölfarið fagði hún fram vitnisburð sinn og hefur aidrei hvikað frá honum. Vitnis- „Nú þegar Lisbet er að verða gömul kona gerir hún kröfu um að öll málsmeðferðin verði rannsökuð með tilliti til þeirra ofsókna sem maður hennar sœtti í lifanda lífi. Lis- bet Palme vill uppreisn œm svo sem henni ber. “ burðir margra annarra bentu í sömu átt og Christ- er Pettersson var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Ofof Palme gegn neitun og þrátt fyrir að morðvopnið hefði ekki fundist. Fáum mánuðum síðar var hann sýknaður á æðra dómsstigi. Þar dró verjandi Petterssons fram réttar- og minnissálfræð- inga, karf og konu, sem gáfu svoköUuð sérfræðiálit á vitnisburði Lisbetar Pafme. Rétturinn túfkaði áiit þeirra þannig að Lisbet gæti ekki munað það sem hún sagðist muna. Nú 15 árum síðar segir minnisfræðingur- inn, Lars-Göran NUsson, að réttur- inn hafi rangtúlkað álit hans. Krefst rannsóknar Á sínum tíma fylgdist ég með rétt- arhöldunum frá upphafi til enda þar sem þeim var útvarpað beint og ég tók þau upp á hljóðbönd sem ég geymi enn. Mér blöskraði mjög meðferðin á Lisbet Palme, ekki síst af hálfu fjöl- miðla, sem gerðu ýmislegt i fari hennar tortryggUegt og mér fannst rithöfundurinn Per Olof Enquist hitta naglann á höfuðið þegar hann kvað upp úr með það að Palme-hatrið heföi yfir- færst á ekkju Olofs og hún væri gerð að sökudólgi. Áfrýjun til hæstaréttar var synjað og þrátt fyrir nýj- ar vísbendingar hefur málið aldrei fengist tekið upp. Það er að sjálfsögðu óviöunandi fyrir alla aðUa nema hinn seka að málinu hafi lokið án þess að það teldist upplýst og morðinginn sakfelldur. Nú þegar Lisbet er að verða gömul kona gerir hún kröfu um að öU málsmeðferðin verði rannsökuð með tilliti til þeirra ofsókna sem maður hennar sætti í lifanda lífi. Lisbet Palme vUl upp- reisn æru svo sem henni ber. Steinunn Jóhannesdóttir Steinunn Jóhannesdóttir ríthöfundur rf *r- -% 4*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.