Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Page 23
39
FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001
DV Tilvera
The Others:
Hryllingur á af-
skekktu sveitasetri
Móðirln
Nicole Kidman leikur móöurina Grace og hefur fengiö
hrós fyrir eik sinn.
Kvikmyndin The Others sem frumsýnd verður i Háskóla-
bíói og Sambíóunum á morgun er sannkölluð hrollvekja af
bestu gerö. Myndin, sem á að gerast árið 1945 þegar seinni
heimsstyrjöldin er í algleymingi, segir frá ungri konu sem býr
á afskekktu sveitasetri á eynni Jersey. Eiginmaðurinn er á
vígstöðvunum í Frakklandi, svo hún situr ein eftir með börn-
in sín tvö, sem þjást af gífurlegu ljósofnæmi. Grace ákveður
að ráða þrjá nýja þjóna á heimilið sem verða að læra mikil-
væga reglu. Það má aldrei skína sól inn í húsið en það getur
verið hægara sagt en gert að komast hjá því. Leikstjóri og
handritshöfundur myndarinnar er frá Chile og heitir Alej-
andro Amenábar. Menn bíða nú spenntir eftir næstu mynd
hans þvi þessi hefur víðast hvar fengið mjög góða dóma og er
talin meðal betri hryllingsmynda síðustu ára.
I aðalhlutverkinu er Nicole Kidman og hefur henni víða
verið hrósað fyrir leik sinni í myndinni. Fyrrum eiginmaður
hennar, Tom Cruise, er einmitt einn af framleiðendum mynd-
arinnar. Um sjö mánuði tók að finna krakkana sem leika börn
Grace og voru um 5000 börn í sjötíu skólum víða um Bret-
landseyjar prófuð fyrir hlutverkin. Tvö óreynd börn sem
stunda nám í London uðru síðan fyrir valinu. Þau heita Alak-
ina Mann og James Bentley og höfðu þau ekki áður leikið þeg-
ar þau tóku að sér hlutverkin í The Others. Meðal annarra
leikara má nefna Fionnula Flanagan sem birtist í hlutverki
irsku þjónustukonunnar, Mrs. Mills, sem á sér leyndarmál
eins og svo margir aðrir.
-MA
^ Börnin
Alakina Mann og James Bentley heita börnin sem valin voru úr
fjölda umsækjenda til aö leika Anne og Nicholas.
Angels Eyes:
s
Astfangin af
b j argvættinum
Kvöld eitt lendir lögreglukonan
Sharon Pogue í mikilli lífshættu
þegar hún er að elta uppi grunaðan
glæpamann. Dularfullur maður,
Catch, blandar sér hins vegar í mál-
ið, nær að afvopna hinn grunaða og
bjarga þannig lifi Sharon. Enginn
veit hvort örlögin komu við sögu
eða tilviljunin ein en þau Sharon og
Catch fella hugi saman. Smám sam-
an komast þau að sannleikanum um
hvort annað og verða í leiðinni að
takast á við leyndarmál sín úr for-
tíðinni. Þannig hljómar söguþráður
myndarinnar Angel Eyes sem frum-
sýnd verður í Sambíóunum á morg-
un.
Hin nýgifta Jennifer Lopez leikur
Sharon enda hefur hún ekki hætt að
leika þrátt fyrir að hafa selt milljón-
ir platna um víða veröld. Lopez
komst í sögubækurnar i janúar á
þessu ári þegar hún varð fyrsta kon-
an til að eiga mest sóttu myndina og
vinsælustu plötuna sömu vikuna.
Lopez sló fyrst í gegn sem kvik-
myndaleikkona þegar hún lék í
sannsögulegri mynd um söngkon-
una Selenu sem var myrt aðeins
rúmlega tvítug að aldri. Meðal ann-
arra mynda hennar má nefna Out of
Sight, The Cell og The Wedding
Planner. Með hlutverk Catch fer
Jim Caviezel sem hefur fengið hvert
hlutverkið á fætur öðru eftir að
hann sló í gegn í myndinni The
Thin Red Line. Eftir það hefur hann
sést í myndum á borð við
Frequency og Pay it Forward og
mun næst sjást í aðalhlutverki í The
Count of Monte Cristo og High
Crimes. Leikstjóri Angel Eyes er
Luis Mandoki sem er einn fremsti
leikstjóri Hollywood. Meðal mynda
hans eru Bom Yesterday, When A
Man Loves A Women, White Palace
og Message in a Bottle.
-MA
Fella hugi saman
Jennifer Lopez og Jim Caviezel leika lögreglukonuna og dularfulla manninn
sem fella hugi saman.