Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Side 24
40 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 Tilvera 3 Kidman vildi hætta Ástralska leikkonan Nicole Kidman upplýsti nýlega að hún hefði farið fram á það að fá að hætta við hlutverk sitt í nýjustu mynd sinni „The Others". Það hefði þó ekkert haft með fyrrv. eiginmann sinn, Tom Cruise, að gera, en hann er framleiðandi myndarinnar. „Það var einfaldlega vegna þess að ég gat ekki hugsað mér að fara að leika í hryllingsmynd eftir ánægjulegan tíma við upptökur á „Moulin Rouge“. Þegar ég var mætt á staðinn til æfinga var ég hreinlega ekki í stuði til að takast á við hlut- verkið og þegar maður er þannig stemdur, er betra heima setið. Þess vegna bað ég um að fá að hætta við, en þegar á reyndi var þetta allt í lagi,“ sagði Kidman. McGregor að verða pabbi á ný Þess verður sennilega ekki langt að bíða að skoski leikarinn Ewan McGregor verði faðir i annað sinn. Um daginn sást til hans í búðarápi í London með eiginkonu sinni, hinni frönsku Eve, sem er alveg komin á steypirinn, ef eitthvað er að marka bumbustærðina. Eve gengur með stúlkubam í maganum en fyrir eiga þau hjónin fimm ára stúlku. Ewan ætlar aö taka sér frí frá kvikmynda- tökum þegar nýja barnið kemur í heiminn. Hann veit sem er að flmm ára börn þurfa á pabba gamla að halda þegar lítið kríli fær eðlilega alla athygli móðurinnar. Pamela hressir hermennina Sílikonbomban Pamela Anderson fékk hjarta amerískra hermanna til að slá ögn hraðar þegar hún heim- sótti þá um borð í flugmóðurskip sem senn heldur áleiðis til Persaílóa. Þar ætla dátamir að sjálf- sögðu að taka þátt í hernaðinum gegn hryðjuverkamönnum í Afg- anistan. Pamela gaf hvorki meira né minna en eitt þúsund eiginhandar- áritanir um borð í skipinu og einnig dreifði hún veggspjöldum með eggj- andi myndum af henni sjálfri. Hannes lagði Ehlvest á Minningarmótinu: Lokaslagurinn verður harður Hannes Hlífar Stefánsson sigraði eistneska stórmeistarann Jaan Ehlvest í 7. umferð minningarmóts- ins um Jóhann Þóri Jónsson. Hann- es hafði svart og náði yfirhöndinni í seinni hluta skákarinnar og vann örugglega. Það stefnir í að Hannes fljúgi yfir 2600 stiga markið í þessu móti og aðeins tímaspursmál hvenær hann kemst í hóp ofurstór- meistara með yfir 2700 Elo-stig. Get- an er til staðar. Hannes er nú í efsta sæti með 51/2 vinning ásamt Sokolov sem gerði örstutt jafntefli við Timman og það er ljóst að loka- slagurinn verður harður! Stutt jafn- tefli tryggja ekki sigur, það þarf að berjast. En það geta þeir víst allir, meistararnir. Jón Viktor Gunnars- son, Helgi Ólafsson og Friðrik Ólafs- son sigruðu allir í sínum viðureign- um og eru í 6.-12. sæti með 41/2 vinning. Stórmeistararnir Peter Heine Nielsen (Danmörku), Jan Timman (Hollandi) og Jonny Hector (Svíþjóð) eru f 3.-5. sæti með 5 vinn- inga. Jón Viktor sigraði Þröst Þór- hallsson, Helgi sigraði Finnann Tomi Nyback og Friðrik sigraði Ingvar Þór Jóhannesson í mjög æsi- legri skák. Þetta var fyrsta tapskák Ingvars sem hafði unna stöðu en lét meistara Friðrik snúa á sig í tíma- hraki. Hvítt: Jaan Ehlvest (2626). Svart: Hannes Hlífar Stefánsson (2675). Spánski leikurinn. Minningarmót Jóhanns Þóris. Reykjavík (7), 30.10.2001. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. Rfl BfB 14. Rg3 g6 15. a4 c5 16. d5 c4 17. Bg5 h6 18. Be3 Rc5 19. Dd2 h5. Svona tefldi Boris Spasskij fyrst fyrir um 20 árum og þykir ágætt í dag. Hvítur þykir hafa að- eins betri stöðu en staða svarts er traust. 20. Bg5 Be7 21. Bh6 Rh7 22. Rfl Hb8 23. Ha3 Bc8 24. Be3 Bf6 25. Heal Dc7 26. axb5 axb5 27. De2 Bd7 28. Rld2 Hb7. Hvítur leggur ekki í neinar aðgerðir á kóngsvæng eins og venjan er. Lík- lega hefur Ehlvest ekki munað al- veg hvernig Anatolij Karpov fór illa með Spasskij í Bugojno 1981 í gömlu Júgóslavíu og ekki viljað hætta á Hannes Hlífar Stefánsson í Ráðhúsinu í gær Er aö komast í hóp bestu skákmanna í heiminum í dag. Hannes tefldi viö Jan Timman í gær. má þróa áfram. Ehlvest kiknar und- an þunganum í taflmennsku Hann- esar! 41. h4 Be7 42. Rg5 Dcl+ 43. Rfl Dxe3 44. Rxe3 Bxg5 45. hxg5. Og nú fellur fyrsta peðið! 45. - Rh7 46. Bc2 Bb5 47. Hd8 Hb6 48. f3 Rxg5 49. Kf2 h4 50. g3 hxg3+ 51. Kxg3 Be2 52. f4 exf4+ 53. Kxf4 RÍ3 54. Ba4 Re5 55. Bc6 Hb3 56. Hxd6. Og nú fellur maður óbættur eftir næsta litla leik! Vel teflt hjá Hannesi! 56. -f6 57. Bd7 g5+ 58. Kg3 Hxe3+ 59. Kf2 Hxe4 0-1. Sævar Bjarnason skrifar um skák neitt. 29. b4 cxb3 30. Rxb3 Ra4 31. Bd2 Rxc3 32. Bxc3. I é XWi. A 4 ’ A il ▲ a k k A X&Jl to Á k W A A s * Hannes sér við meistara Ehlvest og sneiðir hjá gildrunni 32. Dxc3 33. Ra5! en leggur inn lítinn millileik! 32. -b4 33. Bxb4 Hxb4 34. Ha7 Hb7 35. Hxb7 Dxb7 36. De3 Hb8 37. Rbd2 Dc7 38. Ha7 Hb7 39. Ha8+ Kg7 40. Ba4 RfB. Svartur hefur biskupaparið og trausta stöðu sem DV+1YNDIR ELMA GUÐMUNDSÐÓTTIR. Góð skemmtun Þaö var virkilega gaman á evróvisjón í Neskaup- staö. Ólsenbræður Og hér eru svartklæddir íslenskir Ólsenbræöur aö verki, forseti bæjarstjórnar, Smári Geirsson, ásamt Helga Magnússyni. Vertinn á sviði Hér má sjá Guömund R. Gíslason, vertinn í Egils- búö, á sviöinu ásamt Helga Georgssyni - mikil sveifla í gangi og jakkarnir litfagrir. Fyrsti dagur vetrar er evróvisjóndagur í Neskaupstað: Stemningin með ólíkindum Fyrsti snjór vetrarins fylgdi alman- akinu og kom fyrsta vetrardag en það er nokkuð létt yfir fólki engu að síður. Til þess sjá meðal annarra félagar í Brján, Blues, Rock og Jazzklúbbi Nes- kaupstaðar og stjómendur Egilsbúðar með enn einni rokkveislunni sem að þessu sinni er kennd við Evróvisjón. Þessar uppákomur hafa verið tengdar vetrardeginum fyrsta nú í allmörg ár og hefur hver skemmtun sitt þema. Þessi tólfta rokkveisla færði okkur innlend og erlend evróvisjónlög sem hafa sigrað og líka hin sem sungu sig inn í hjörtu landsmanna. Þrír evró- visjónfarar tóku þátt i sýningunni, Einar Bragi Bragason, Hulda Geirsdóttir og Kristján, sá sem síðast söng fyrir íslands hönd. Stemningin i húsinu var með ólíkindum og allt ætlaði um koll að keyra þegar La’ det svinge hljómaði og Abba steig á svið. Hver flytjandinn var öðrum betri og enn einu sinni fór forseti bæjarstjóm- ar Fjarðabyggðar, Smári Geirsson, á kostum. Til marks um vinsældir þessara ár- legu skemmtana kom fólk alla leið norðan frá Sauðárkróki og sunnan frá Breiðdalsvík til að skemmta sér og var ekki annað að sjá en að þeim líkaði hið besta. Var þar um að ræða starfsmenn Landsbanka íslands og maka. Um 30 manns tóku þátt í sýningunni og kynn- irinn, Jón Björn Hákonarson, fór á kostum eins og hans er von og vísa. í fyrra var sett upp Las Vegas-veisla og áður hafa verið m.a. kántrýkvöld og stríðsáralög. Þessar skemmtanir eru stórglæsilegar og sýningar eru sjaldn- ast færri en fimm, alltaf fyrir fullu húsi, auk þess sem tvær sýningar eru jafnan íyrir jólagestina og unga fólkið í bænum. -Eg Hollensk Ekta evró ... Súsanna frá Hollandi var engri lík í túlkun sinni. Hér sjáum viö Huldu Geirsdóttur, raunverulegan evróvisjónfara, hún var í bakröddum í Noregi um áriö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.