Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Page 29
45 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 DV Tilvera Teena Palmer Skemmtir ásamt hljómsveit sinni, Crucible, í Húsi Málarans í kvöld. Teena Palmer í Múlanum Crucible, hljómsveit sönglistakon- unnar Tenu Palmer, heldur tónleika í Múlanum í kvöld. Múlinn hefur aðset- ur í Húsi Málarans. Tónlistin er blanda af mjúkri eða hrjúfri raftón- list, poppballöðum, snarstefjum (improvisation) og nýjum verkum byggðum á ljóðum. Ljóðin eru ýmist sungin eða lesin við undirleik ein- faldra laglína sem eru samdar af hópnum. Hljómsveitina skipa ásamt Tenu: Hilmar Jensson á gítar, Kjartan Valdemarsson sem leikur á „fyrir- fram undirbúið" píanó og kalimba og Matthías Hemstock sem sér um raf-- rænan áslátt. Tónleikarnir heijast kl. 21.00. Bubbi og Stríð og friður í kvöld heldur hljómsveit Bubba Morthens, Stríð & friður, útgáfutón- leika á Gauki á Stöng. Nýbúinn er heitið á plötunni og var hún tekin upp í febrúar og mars á síðastliðnum vetri. Þó svo að hljómsveitin hafi starfað saman í eitt ár er þetta aðeins í annað sinn sem hún héldur tónleika hér á landi. Á tónleikunum verður nýja efnið kynnt en að sjálfsögðu verða gamlir demantar með í för, Blindsker, ísbjarnarblús, Staðið við gluggann, Hiroshima, Lili Marlene, Fjöllin hafa vakað, svo eitthvað sé nefnt. Ásamt Bubba eru í hljómsveit- inni Guðmundur Pétursson, Jakob Magnússon, Arnar Geir Ómarsson og Pétur Hallgrímsson. Hláturinn lengir lífið Þriðja Þúsundþjalakvöldið verður haldið í Salnum Kópavogi kl. 21.00. Fram koma listamenn, sem þekktir eru fyrir það að fá fólk til að hlæja og skemmta sér, þeir Flosi Ólafsson leik- ari og margfrægur húmoristi, Jóhann- es Kristjánsson skemmtikraftur og eftirherma, Sveinn Waage skemmti- kraftur og svokallaðir Reynisstaða- bræður, Halldór Gylfason og Freyr Eyjólfsson, nýtt atriði á markaðinum. Þúsund þjalir telja að tímabært sé að lyfta fólki upp úr doða hversdagslífs- ins og létta lund. Megas Kvikmynd og tónleikar. Megas - heimildar- mynd og tónleikar í kvöld kl. 20 verður forsýnd á nýja sviði Borgarleikhússins glæný heim- ildarmynd um Megas, 1/2 ár með Megasi. Dagskrárgerð, kvikmynda- töku og klippingu annaðist Jóhann Sigfússon en heimildarmyndin er framleidd af Önnu Dís Ólafsdóttur og Jóni Þór Hannessyni hjá Saga Film. Heimildarmyndin er 55 mínútur að lengd. Að forsýningu lokinni mun Megas halda tónleika á nýja sviðinu. Miðasala er þegar hafin í Borgarleik- húsinu. Vinsamlega athugið að sæta- framboð er takmarkað, tryggið ykkur því miða í tíma. Hollenskir ævintýramenn á hjóli og línuskautum kringum landið: Fréttir daglega af ferðum þeirra í hollenska útvarpinu Austurstræti 20 • Suðurlandsbraut 56 • Kringlan Joeri Rooy og Jesaja Bouman eru ungir hol- lenskir menn sem sáu fyrir nokkrum árum þátt um langveik börn og þar komu við sögu drengir með mjög sérstakan sjúkdóm, „Muscular distrophy". Hol- lendingarnir ákváðu að reyna með einhverjum hætti að safna fé til hjálpar drengjum með þennan sjúkdóm þrátt fyrir að per- sónulega þekktu þeir engan með hann. Hófu þeir undir- búning íslandsferðar sem þeir eru að ljúka þessa dag- ana. Gerðu þeir prófanir á búnaði og útveguðu sér styrktaraðila en tilgangur- inn er peningasöfnun til handa sjúklingunum. Hafa þeir á bak við sig átján fyr- irtæki. Meðal þess búnaðar sem þeir prófuðu áður en þeir lögðu upp var segl á línuskautana. Það reyndist ekki heppilegt þar sem það bar þá of hratt. Þeir félagar komu hingað til landsins um mánaða- mótin september/október og hófu hringferð á hjóli og linuskautum. Þeir skiptast á farartækjunum þar sem mikil hvíld er að komast á hjólið eftir að hafa verið á línuskautum um tíma. Auk þess reiða þeir allan sinn farangur en hann er ærinn þar sem þeir hafa legið í tjaldi lengst af ferðinni. Það var ekki fyrr en þeir komu til Hvammstanga sem þeir ákváðu að veita sér þann munað að gista inni þar sem þeir voru á undan áætlun og dvöldu í íjórar nætur á gistiheimili Önnu Siggu. Þar fengu þeir meðal annars lunda að borða og þótti mikið til koma. Á hverjum morgni hefur verið hringt í þá frá út- varpsstöð í Hollandi til að fá frétt- ir af ferðum þeirra og þeir hafa tekið videómyndir hér á landi sem notast eiga i sjónvarpsþátt í hol- lenska sjónvarpinu á gamlárs- kvöld. Þeir hafa skipst á um að taka myndirnar en á Hvamms- tanga hittu þeir fólk sem fylgdi þeim nokkurn spöl á þjóðveginum og myndaði þá saman. Þeir félag- DV-MYND DVÓ Joeri og Jesaja Komnir til Borgarness og eru á leið til Reykjavíkur. arnir á milli Reykjavíkur og Hafnar hefðu verið mjög erfiðir vegna mikill- ar rigningar en þegar þeir komu lengra og til Egils- staða þá var þurrt veður en kalt og það var betra fyrir þá. Vindurinn hefur verið mesta vandamálið. Hann var til að mynda 15-20 metrar á sekúndu á leiðinni frá Reykjavík að Höfn þannig að það tók lengri tíma að fara til Hafnar en þeir áætluðu. Seglið á línuskautana Yflrleitt var of hvasst fyrir þá félaga til aö nota sérhannaö segl á línuskautana. ar geta talað saman á leiðinni því í hjálmunum eru talstöðvar og kemur það sér vel fyrir þann sem er á línuskautunum að hinn fylgist með umferð. Of mikil umferð í sumar DV hitti félagana að máli i Gistiheimilinu Bjargi i Borgar- nesi. Þeir sögðu blaðamanni að ástæðan fyrir því hvað þeir væru seint á ferðinni hefði verið vegna mikillar umferðar yfir sumarmán- uðina. Þeir höfðu talað við lög- regluyfirvöld i Reykjavík í vor sem bentu þeim á allar þær lög- reglustöðvar sem yrðu á vegi þeirra og þeir skyldu hafa sam- band við þær á leiðinni. Þeir félagar sögðu að fyrstu dag- Fólk forvitiö „Fólk tók okkur vel á leið okkar um landið, sumir fóru hægt fram hjá okkur eða stoppuðu og horfðu á okkur en aðrir keyrðu fram hjá okkur á 120-140 km hraða en eng- inn kom illa fram við okk- ur. Yfirleitt var fólk forvit- ið um ferðir okkar og vildi vita allt um okkur og ferð- ina og hvers vegna við værum hér í október en ekki i júní. Það tók okkur um 65 skautastundir eða 8 daga að fara frá Akureyri til Borgamess en öll ferðin mun taka okkur um 300 skautaklukkustundir. Við skautum 8-9 klukkustund- ir á hverjum degi.“ Á hverjum degi eru þeir í sambandi við útvarps- stöðina í Hollandi sem seg- ir fréttir af þeim og er með söfnunarátak í gangi. Þeir segjast sjálfir vera búnir að safna um 7000 dollurum og ekki neituðu þeir því að það væri nokkur til- hlökkun að hugsa tU þess þegar leiðangrinum lýkur: „Þetta er þó aðeins fyrsti hluti af heildarleiðangri okkar. Eftir tvö ár förum við aftur af stað og svo munu líða tvö ár aftur þar tU farið verður í þriðja leiðangur- inn. Við höfum samt ekki ákveðið hvaða lönd verða fyrir valinu.“ Þeir félagar Joeri og Jesaja koma til Reykjavíkur á morgun og þá lýkur ferðinni um ísland. -gun/DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.