Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Qupperneq 16
16
Menning
Óli G. Jóhannsson heldur stóra einkasýningu í Listasafninu á Akureyri og er vinsæll hjá Dönum:
Heppni að sleppa inn
DV-MYND GK
Óli G. Jóhannsson listmálari
„ Uppreisnarseggir eru yfirleitt í útkantinum. “
011 G. Jóhannsson: I fylgsnum viö hamranna bak
Myndfletir hans iöa af lífi jaöranna á milli.
Gáskafullir leikir á myndfletinum
I sýningarskrá eru greinar um list Óla eftir
listfræðingana Hannes Sigurðsson, forstöðu-
mann Listasafnsins á Akureyri, og Aðalstein
Ingólfsson þar sem þeir tengja list hans við
ýmis fræg nöfn í listasögunni - þar eru m.a.
Cézanne, Svavar Guðnason, Kandinsky, Poll-
ock og Kirkeby nefndir sem hugsanlegir
áhrifamenn á listsköpun hans, auk COBRA-
hópsins sem hann mun vera náskyldur, og
þar má lesa setningar eins og þessa: „Það
vakti einnig athygli að listamaðurinn notaði
teikningu bæði konstrúktíft og frjálslega, það
er til að byggja upp og halda utan um liti sina
og til gáskafullra leikja á myndfletinum. Að
sönnu örlaði fyrir stífni í nokkrum þessara
verka, en ásetningurinn var ljós, nefnilega að
brjóta til mergjar hið séða og skapa úr því „al-
þekjandi" málverk, myndfleti sem iöuðu af lífi
jaðranna á milli.“ Hvernig flnnst Óla að lesa
svona setningar?
„Ég tek þessu með jafnaðargeði eins og yfir-
um. Minn
vettvangur
hin síðari
ár með mál-
verkin hefur verið í Danmörku. þar hef ég
haldið einkasýningar og tekið þátt í allt að
fjórum samsýningum á ári og er bókaður þar
næstu þrjú ár. Þetta málverk mitt hefur feng-
ið mjög góðan hljómgrunn hjá Dönum enda
myndlistarhefðin rík fyrir afstrakt-ex-
pressjónisma, eins og þeir flokka mig, fræð-
ingarnir. Þar hef ég sloppið inn í sali með afar
virtum málurum."
- Og hefurðu selt vel?
„Já, umhverfíð er allt öðruvisi en hér
heima. Þar eru ýmiss konar „kunstforen-
inger“ og listaverkasjóðir hjá fyrirtækjum, og
opinberir aðilar eru miklu friskari i kaupum
á málverkum. Þar eins og hér er heppni að
sleppa inn, því framboðið er svo gífurlegt, en
ég slapp inn um nálaraugað hjá Dönunum og
núna er ég að fóta mig hér á Norðurlandi."
Sýningar þeirra Óla og Kristjáns Davíðssonar standa
til 16. desember. Nánari upplýsingar eru á vefsíöu
Listasafnsins á Akureyri: www.artak.strik.is.
Á morgun kl. 15 veröa opnaöar
sýningar á verkum Óla G. Jóhanns-
sonar og Kristjáns Davíössonar í
Listasafninu á Akureyri. Kristján
þekkja allir áhugamenn um mynd-
list en Óli er þekktari sem blaöamað-
ur og sjómaöur. Hann kemur óvenju-
lega leiö aö listinni, hefur ekki form-
lega myndlistarmenntun en hefur
vakiö sífellt meiri athygli fyrir
myndverk sín á undanförnum árum,
bœöi hér heima og erlendis, og þessa
mánuöina er hann bœjarlistamaöur
Akureyrar. í frétt frá safninu segir
að þetta sé stœrsta einkasýning hans
fram til þessa. Er þetta lika í fyrsta
skipti sem hann sýnir í viröulegri
stofnun?
„Það er alltaf spurning hvað er virðulegt og
hvað ekki,“ segir Óli og glottið heyrist gegn-
um símalínurnar alla leið að norðan, „en
þetta er í fyrsta skipti sem ég held einkasýn-
ingu á listasafni."
- Hvemig tilfinning er það?
„Hún er vissulega góð, sérstaklega að sýn-
ingin skuli vera hér í heimahögunum."
- Mér skilst að þú hafir gagnrýnt þetta lista-
safn á árum áður.
„Já, ég hef haldið uppi gagnrýni á myndlist-
arvettvanginn hér á Akureyri gegnum tíðina
og oft á tíðum jafnvel verið með læti!“
- En ertu hættur því núna?
„Ég lofa því ekki,“ segir Óli og ekki er laust
við ögrun í röddinni. „Það hefur ekki orðið
nein karakterbreyting í mér.“
leitt öllum
hlutum,"
segir Óli
stillilega.
- En eru
þeir á réttri
línu í sam-
bandi við
áhrifavalda
þína?
„Ja,
verðum við
ekki að
treysta
fræðingun-
um? Ég
held raun-
ar aö meg-
inþemað sé
alveg rétt -
og lofið er
gott. En
málið er að
ég er að
skila af
mér sem
bæjarlista-
maður með
þessari
sýningu.
Það var
kærkom-
inn vegs-
auki, ekki
síst af því
að ég reikn-
aði aldrei
með því að
komast þar
á blað.
Svona upp-
reisnar-
seggir eru
yfirleitt í
útkantin-
Bókmenntir
Köflóttir smáprósar
í Lakkrísgerð Óskars Árna
Óskarssonar eru stuttir prós-
ar, allt frá tveimur línum upp
í fimm síður. Bókin skiptist i
þrjá hluta sem eru nokkuð
ólíkir innbyrðis. Hlutarnir
bera ekki nöfn heldur einung-
is númer, eitt, tvö og þrjú.
Sumir textamir eru á mörk-
um þess að vera ljóð, örfáir
nálgast hefðbundna frásögn.
Flestir þeirra eru einhvers
konar brot þar sem annað-
hvort er brugðið upp mynd
eða tengt er milli ólíkra sviða
eða hluta.
í fyrsta hluta eru prósar
sem allir fjalla um ferðalög
um ísland eða lýsa stöðum og fólki í fortíð-
inni, oft úti á landi. Prósamir í þessum fyrsta
hluta hafa á sér svolítið kíminn og angurvær-
an blæ og eru best heppnaði hluti bókarinnar.
Óvæntar tengingar heppnast oft vel og
skemmtilegir eru prósar eins og „Austurleið"
og „Sendiferð" þar sem hversdagslegt og fyrir-
sjáanlegt líf tekur óvænta
stefnu í einu vetfangi.
í öðrum hluta eru stystu
textarnir, sem sumir eru bara
ein setning. Stíllinn er ein-
faldur og blátt áfram myndin
er látin standa án nokkurs
flúrs eða skrauts. Þessir prós-
ar eru mjög misjafnir, en
sumir eru lúmskt fyndnir eins
og „Maður á göngu" og „Tún-
in í Meðallandinu":
Litil kjallarasjoppa í Þing-
holtunum. Eigandinn dottar í
lúnum hœgindastól meö sam-
anbrotiö dagblaö á hnjánum.
Hérna fœst brjóstsykur sem
löngu er hœtt aö framleiöa. Þegar þú opnar
dyrnar hrekkur hann upp af draumi um strák
sem er aö reka kýr í Meóallandinu fyrir sjötíu
árum.
í þriöja hluta eru samstæðustu brotin. Þetta
eru bernskulýsingar úr Skuggahverfinu og
Þingholtunum í Reykjavík. Þarna er Tómas
Guðmundsson á ferðinni í Lúllabúð og enn
einu sinni fáum við frásögn af þrjúbíómenn-
ingu ungra drengja fyrir nokkrum áratugum.
Fara þessi blessuðu hasarblöö sem menn eru
sífellt aö býtta á í íslenskum bókmenntum
ekki að verða svolítið velkt? Fleiri prósar í
þessum síðasta hluta eru sama marki brennd-
ir. Þetta eru skyndimyndir og sumar vel gerð-
ar, en þetta hefur allt verið gert svo oft áður.
Síðasti prósinn „Regnhlíf eða piparmyntur"
er svo slakur endir; óspennandi lýsing á
gönguferð skálds um Reykjavík sem reynist
vera full af öðrum skáldum.
Það eru góðir hlutir í Lakkrísgerðinni, en
bókin í heild er alltof átakalaus til að vekja
áhuga eða hrifningu. Þótt smáprósar Óskars
Árna séu vel skrifaðir eru þeir einhvern veg-
inn alveg lausir við átök við form eða efnivið,
þeir líða einfaldlega áfram án þess að tala til
manns eða vekja áhuga.
Jón Yngvi Jóhannsson
Óskar Árni Óskarsson: Lakkrísgerðin. Smáprósar.
Bjartur 2001.
FÓSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001
DV
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir
Frumflutningur hjá
Tríóinu
Aðrir tónleikar i tónleikaröð Tríós Reykjavík-
ur og Hafnarborgar verða haldnir í Hafnarborg á
sunnudagskvöldið kl. 20. Á dagskrá er meðal ann-
ars frumflutningur á nýju verki eftir Jónas Tóm-
asson, „Vorvindar að vestan" fyrir fiðlu og selló,
sem var samið árið 1999 og er úr röð kammer-
verka sem hann nefnir „Úr ýmsum áttum“. Áður
hefúr Tríó Reykjavíkur frumflutt verkið „í kyrrð
norðursins" sem einnig tilheyrir þessari röð. Auk
þess eru tvö píanótríó á efnisskránni, hið fræga
Sígaunatríó eftir Joseph Haydn og hið sjald-
heyrða tríó Op.lOl í c-moll eftir Johannes Braluns.
í Tríói Reykjavikur eru þau Guðný Guðmunds-
dóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og
Peter Máté píanóleikari.
Sköpun, ljóö og myndverk
Sköpun, ljóð og
myndverk er sam-
vinnuverkefni ljóð-
skálda í Ritlistarhópi
Kópavogs og myndlist-
armanna úr Kópavogi.
í bókinni eru 24 ljóð og
24 myndverk í lit, auk
myndar á bókarkápu.
Ritlistarhópur Kópa-
vogs hefur áður gefið út
ljóðabækumar Gluggi
(1996) og Ljós Mál (1997), ljóð og ljósmyndir.
Ritlistarhópurinn er grasrótarhreyfmg sem fór
af stað fyrir um það bil 6 árum. Hópurinn kemur
saman einu sinni í viku, auk þess sem hann
stendur fyrir upplestri síðasta flmmtudag hvers
mánaðar kl. 20 á Catalínu, Hamraborg 11 í Kópa-
vogi. Lesið verður úr nýju bókinni á næsta upp-
lestrarkvöldi, 29. nóvember á Catalínu kl. 20.
Schubert og súkkulaðikaka
Þriðju Tíbrártónleikar
KaSa hópsins í Röð 5 í
Salnum eru á sunnudag-
inn kl. 16.30. Sem fyrr hefj-
ast þeir á tónleikaspjalli
og leiðir Mist Þorkelsdótt-
ir tónskáld áheyrendur til
fundar við Schubert. Að
tónleikaspjalli loknu flytja
strengjaleikaramir Auður
Hafsteinsdóttir, Sif Tulinius, Þómnn Marinós-
dóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir, og pianóleik-
aramir Miklós Dalmay og Nína Margrét Gríms-
dóttir fyrst Píanótríó í B-dúr, D 898 og þá hinn
víðfræga Silungakvintett Schuberts í A-dúr, D
667. Sérstakur gestur á tónleikunum er Hávarður
Tryggvason kontrabassaleikari.
Tónleikunum lýkur að venju með veitinga-
húsakynningu, að þessu sinni frá veitingastaðn-
um Rive Gauche.
Faðirinn
Faðirinn eftir August
Strindberg verður leiklesinn á
Litla sviði Borgarleikhússins á
morgun kl. 17 undir stjórn
Gunnars Gunnsteinssonar.
Þegar Strindberg skrifaði
verkið í ársbyrjun 1887 var far-
ið að hrikta í stoðum hjóna-
bands hans og fyrstu eigin-
konu hans, Siri von Essen.
Forsjá bamanna kom í hennar hlut eftir skilnað-
inn en feður höfðu þá algeran lagalegan rétt yfir
bömum sínum. Móðirin var réttlaus og því Mýt-
ur að vakna sú spuming hvers vegna Strindberg
hafi ekki verið falin forsjá bamanna.
í Föðumum hafa hjón afar skiptar skoðanir á
því hvemig best sé að byggja upp framtíð einka-
dóttur þeirra. Faðirinn vill senda hana til borgar-
innar þar sem hún fengi menntun sem gæti gagn-
ast henni ef hún kysi að giftast ekki. Móðirin vill
að stúlkan alist áffam upp á heimilinu en er bent
á að um það fái hún engu ráðið. Þá fer hún í stríð
þar sem engum er hlíft, allra síst föðumum ...
Leikarar sem taka þátt í lestrinum era Sigurð-
ur Karlsson, Valgerður Dan, Þorsteinn Gunnars-
son, Ámi Pétur Guðjónsson, Edda Björg Eyjólfs-
dóttir, Halldór Gylfason, Gísli öm Garðarsson og
Soffia Jakobsdóttir.
Ritþing Steinunnar
Við minnum á ritþing Steinunnar Sigurðar-
dóttúr í Gerðubergi. Sjá viðtal við hana á bls. 36
hér í blaðinu.