Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 Fréttir EW Umsjón: Birgir Guömundsson netfang: birgir@dv.is Nýr vettvangur Einhver virtasti og afkastamesti þýðandi landsmanna í 'fjölda ára, Friðrik Rafnsson, er að söðla um eftir átta ára heilladrjúgt starf hjá Máli & menningu. Friðrik var um árabil rit- stjóri Tíma- rits Máls & menningar en er kunn- astur fyrir afbragðs þýðingar sínar á helstu verkum tékkneska stílrisans Milans Kúndera. Þeir Friðrik og Kúndera eru miklir mátar og hefur meistari Mílan oftlega sótt íslenska þýðandann sinn heim. Þær ferðir hafa þó jafnan farið lágt, enda Kúnd- era með hógværustu mönnum. Frið- rik, sem verið hefur ritstjóri vef- síðna Eddu á síðustu mánuðum, fer nú vestur á Melana, þar sem hans biður verkefnisstjóm hjá Rannsókn- arþjónustu Háskóla íslands ... Wlál og menning Frá Sólheimum í Grimsnesi Samastaður fjörutíu fatlaðra einstaklinga. Ríkið styrkir starfsemina um 140 milljónir króna á ári. Enginn þjónustusamningur er um starfsemina. Ráðherra stöðvar frekari fjárframlög og Ríkisendurskoðun fer í málið. Illdeilur eftir brottrekstur forstöðumanns. Ríkisendurskoðun heldur austur í Grímsnes: Sólheimar undir smásjá Á næstu vikum hefst á veg- um Ríkisendurskoðunar út- tekt á starfsemi Sólheima í Grímsnesi. Hún er gerð bæði að frumkvæði ríkisendurskoð- anda sjálfs og einnig vegna óska Páls Péturssonar félags- málaráðherra. Hann vill að fjármálaumsýsla á staðnum síðustu tvö árin verði skoðuð. Það er vegna þjónustusamn- ings sem hann vill nú gera við Sólheima en enginn slikur samningur hefur verið í gildi frá 1996. Á meðan samningur er ókominn hefur ráðherrann ákveðið að skrúfa fyrir allar fjár- veitingar rikisins til Sólheima. „Við munum skoða hvort framlögin til Sólheima hafi gengið til þess sem þau eiga að gera, það er til hinna fötluöu einstaklinga sem þarna dveljast, og hvort eðlilega hafi að öllu veriö staðið," sagði Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi í samtali við DV. Hann segir að út- tektin muni ekki taka langan tíma. Reynt verði að hraða henni; til aö hreinsa andrúmsloftið eftir þær deilur sem verið hafa um starfsem- ina síðustu daga. Fjárlaganefndin rausnarleg Á þessu ári fá Sólheimar úr ríkis- sjóði um 140 milljónir kr. Þegar síð- ast var gengið frá þjónustusamningi við stofnunina, en það var árið 1996, jók fjárlaganefnd Alþingis framlög- in nokkuð, miðað við það sem fé- lagsmálaráðuneytiö hafði áður lagt til. Þessi viðbót nefndarinnar hefur svo haldist inni i fjárveitingunum og hækkað frá ári til árs, í takt við verðlagsþróun. „Pétur hefur verið svona sann- færandi," segir félagsmálaráðherra þegar hann er spurður hvers vegna Alþingi hafi aukið fjárveitingamar og vlsar ráðherrann þarna til Pét- urs Sveinbjamarsonar, stjórnarfor- manns Sólheima. Ráðherrann segir enn fremur að ekki hafi náðst sam- komulag við Sólheimamenn um gerð þjónustusamnings en uppkast að slíkum samningi liggi fyrir í ráðuneytinu. Pétur hefur aftur á móti sagt við DV að engar viðræður um þjónustusamning við ráðuneyt- ið hafi farið fram. Þá hefur komið fram að Svæðis- skrifstofa Suöurlands um málefni fatlaðra hefur ekki náð samstarfi við Sólheima í Grímsnesi um að skrifstofan sinni lögboðnu eftirlits- hlutverki með starfseminni, rétt eins og vera á með allar stofnanir sem njóta ríkisframlaga. Ekkert op- inbert eftirlit hefur því verið með stofnuninni. Pétur Sveinbjarnarson Sonur og systir í útiöndum. . Valgeir Ástráðsson Stálheppin að fá Helgu. Björn Hermannsson Gagnrýndi - og var rekinn. Páll Pétursson Pétur er sann- færandi. Friörik Sigurðsson Ekki okkar hug- myndafræði. Spánaríbúð og sonur í náml Pétur Sveinbjarnarson hefur ver- ið gagnrýndur fyrir margt í rekstri Sólheima og þykir af mörgum við- mælendum blaðsins vera þar sem kóngur i ríki sínu. Fundið hefur verið að því að sonur hans sé er- lendis í námi í lífrænni ræktun, sem Sólheimar í Grímsnesi styrki ríflega, eða sem nemur 250 þús. kr. á mánuði. Eins og fram kom í DV í gær er staðfest að samningur í þessa veru var gerður við son Pét- urs. í samtali við DV hefur Pétur sagt að ekkert sé óeðlilegt við samn- inginn þar eð sonurinn hafi unnið sér þessi réttindi eftir áralangt starf. Þá hafa Sólheimar verið með á leigu annað veifið hús á Spáni þar sem heimilisfólk hefur dvalið sér til hvíldar og hressingar. Að sögn sr. Valgeirs Ástráðssonar, sem situr í stjóm Sólheima, hefur þetta verið gert í þeim tilgangi að Sólheimafólk geti komist í sumarleyfi erlendis eins og allur þorri almennings. Leiga á húsi hafi komið vel út pen- ingalega og Spánardvöl hafi glatt þá sem utan fóru. Þaö hafi verið meg- intilgangurinn. í sumar var það Helga, systir Pét- urs Sveinbjarnarsonar, sem hafði umsjón með Spánaríbúðinni og hafði umsjón með dvöl fólksins þar. „Við vorum svo stálheppin að fá Helgu sem hefur áratugareynslu af störfum við ferðaþjónustu," segir Valgeir. Hann segir að enginn stjórnarmanna á Sólheimum hafi dvalist í íbúðinni og hvað Helgu varðar segir Valgeir ekki þurfa. að ættfæra hana frekar en son Pét- urs,“ eins og hann kemst að orði. í Ijóma Sesselju Á Sólheimum dvelja í dag um 40 fatlaðir einstaklingar á fullorðins- aldri. Starfsemin byggist á þeirri hugmyndafræði sem stofnandi Sól- heima, Sesselja Sigmundsdóttir, lagði upp með þegar hún setti á laggimar þetta heimili í litlu dal- verpi í Grímsnesi fyrir vanrækt og vangefin börn. Það var árið 1930. Sesselja þótti vel á undan sinni tíð, sannur frumherji og löngum hefur stafað ljóma af Sólheimum vegna framgöngu hennar að málefnum minnimáttar um miðbik og seinni hluta síðustu aldar. Hún flutti inn uppeldiskenningar Rudolfs Steiners sem þóttu óvenjulegar á sinni tíð. Þessar kenningar Steiners hafa alla tið verið leiðarstef í starfsemi Sól- heima: það er lífræn ræktun og að maðurinn sé hluti af lífkeðju heims- ins. í dag búa alls um 100 manns á staðnum og allt virðist blómstra. Fjöldi nýrra bygginga hefur risið á Sólheimum og nýir þættir komið inn í starfsemina. Sigurður Bogi Sævarsson blaöamaður I grunninn skiptist starfsemin á Sólheimum í tvennt: Annars vegar er sjálfseignarstofnun sem veitir hinum fotluðu einstaklingum þjón- ustu. Hins vegar er um að ræða Styrktarsjóð Sólheima sem á allar byggingar á svæðinu og innheimtir leigugjöld fyrir búsetu þar. Einnig rekur styrktarsjóðurinn þá vinnu- staði sem eru á Sólheimum, svo'sem gróðrarstöð, kertagerð, smíðastofu, vefstofu og ferðaþjónustu, sem er nýjasti vaxtarbroddurinn í starf- seminni. Ríkisframlög í „gæluverkefni" Upphaf þeirra deilna sem verið hafa um starfsemina á Sólheimum síðustu vikur má rekja til uppsagn- ar Björns Hermannssonar úr starfi framkvæmdastjóra þann 13. októ- ber. Starflnu hafði hann þá gegnt um fjögurra mánaða skeið. Það var Gísli Henriksson, varaformaður stjómarinnar, sem gekk í að segja Birni upp og var samstarfsörðug- leikum borið við. Það hefur Björn sagt vera fjarstæðu. Samstarf sitt við fólk á Sólheimum hafi verið gott og skýr- ingin sé annars staðar. Hann telur uppsögn sína vera tilkomna vegna þess að hann hafi komið mörgum athuga- semdum til Péturs Sveinbjarnarsonar um hvað betur mætti fara í stjómun og rekstri Sól- heima. Það hafi Pétur ekki þolað og hann því ekki átt nema tvo kosti i stöðunni: annars vegar að taka tillit til ábendinga sinna eða þá sparka sér. Björn hef- ur einnig sagt að of stór hluti af rík- isframlögum til Sólheima fari ekki til aðhlynningar fatlaðra heldur í „ýmis gæluverkefni" sem hann kall- ar svo. Þar hefur hann nefnt þá stefnu að gera Sólheima að sjálf- stæðu sveitarfélagi. Gjafir sem nema tugum milljóna Ýmsir viðmælendur DV segja að framlög til Sólheima séu ekki í sam- ræmi við þjónustuþörf þeirra fotl- uðu sem þar búa. Þarna búi fólk sem hafi yfirleitt litla þjónustuþörf en engu að síður séu greiðslumar eins og um verulega mikið fatlaða einstaklinga sé að ræða. Mismunur- inn sé svo notaður í meint gælu- verkefni og til byggingafram- kvæmda þar sem einnig nýtist vel sjálfsaflafé Sólheima. Starfsemin eystra hefur alla tfð notið veldvildar og hafa margs konar gjafir streymt að og eru taldar nema allt að tugum milljóna á ári. Fyrir þetta sjálfsafla- fé verði væntanlega meðal annars byggð kirkja á staðnum sem tekin hefur verið fyrsta skóflustungan að. Kirkjan á að taka um 250 manns í sæti. Burtséð frá deilum síðustu daga um starfsemina þá eru þeir sem gerst þekkja til í málefnum fatlaðra ekki allir sammála um hugmynda- fræði hennar. „Sólheimar eru ekki samkvæmt okkar stefnu,“ segir Friðrik Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Þroskahjálpar. Hann segir að í umönnun þroskaheftra og fatlaöra í dag sé miðað við búsetu fólksins sem mest úti í hinu venjulega um- hverfi - heimili hafi komið í stað ' stofnana. Á Sólheimum eigi hinir fótluðu hins vegar heimili sitt, at- vinnu og tómstundir. Þetta sé ekki í takt við þau viðhorf sem rutt hafa sér til rúms á síðustu árum um hvernig lífið geti orðið fotluðum sem best. Kynjakvótinn Það vakti athygli á landsfundi Samfylkingarinnar að menn voru að detta út úr stjómum vegna reglna flokksins um kynjakvóta. Það gerðist bæði i kjöri til framkvæmdastjórnar og í 30 manna flokksstjórn. í flokksstj órnarkj ör- inu féOu tveir menn út vegna kynjakvót- ans en það voru þeir Ingimar Ingimars- son úr Hafnarfirði og Kristinn T. Haraldsson úr Hvera- gerði. Kristinn T. er kunnur alþýðu- flokksmaður og var f tíð Jóns Bald- vins sem ráðherra áberandi fylgdar- maður hans. Kristinn, sem kunnari er undir nafngiftinni Kiddi rótari, hefur hins vegar ekki átt miklum framgangi að fagna innan flokksins eftir að Jón Baldvin hvarf af sjónar- sviðinu og þykir pottverjum þessi síðasta tilraun til að komast til áhrifa til marks um það lánleysi - að ná kjöri í flokksstjóm en fara síðan jafnharðan út aftur vegna kynja- kvóta ... Kóngurinn Davíð! Vefritið Kreml.is hefur að undan- förnu staðið fyrir vefkönnun á því hvern menn telja líklegasta arftaka Davíðs Oddssonar á formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Rétt er að taka fram að hér er ekki um vísindalega könnun að ræða en niðurstöðumar vekja samt athygli pott- verja. Útkoman er sú að flestir, eða 31,48%, velja Geir H. Haarde; 29,63% nefndu Þorstein Davíðsson, son Davíðs; Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, fékk 14,81% atkvæðanna en aðrir fengu minna. í pottinum telja menn þessa niðurstöðu undirstrika ímynd Daviðs sem konungs flokksins - og því sé eðlilegt að krúnan erfíst til elsta sonar ...! Björn múraður inni Björn Bjarnason gerði á dögunum utanríkisstefnu VG að umræðuefni f þættinum Silfri Egils og á heimasiöu sinni og vitnaði þá m.a. f mur.is, vef- síðu ungra róttæklinga. Dró Björn m.a. fram þá samlík- ingu að vefsiðan héti í höfuðið á Berlínar- múrnum og taldi það til marks um aftur- haldssemi þessarar stjómmálahreyfingar. Ármann Jakobsson svarar Birni á Múrnum og segir þar m.a.: „Að visu virðist Björn ekki hafa kynnt sér fyrirbærið sem hann skrif- ar um, hann þykist þess fullviss að titillinn vísi í aðdáun aðstándenda Múrsins á hinum alræmda Berlinar- múr. Ráðherra gerir því auðvitað skóna að allur heimurinn sé jafn upp- tekinn af Berlínarmúrnum og kalda stríðinu og hann og hefur því ekki haft fyrir því að lesa sér til um vefrit- ið á síðunni „Um Múrinn" en þar má' sjá að titillinn er samansettur úr skammstöfuninni M.Ú.R. - Málfunda- félag úngra róttæklinga."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.