Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 9
9 £ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001___________________________________________ I>V Fréttir Ákærði neitaði að víkja úr sal meðan stúlkan bæri vitni - héraðsdómur úrskurðaði en faðirinn kærði Nýlega gekk dómur í Hæstarétti sem varðaði mál þar sem karlmaður neitaði að víkja úr dómsal á meðan stúlka, sem kærði hann fyrir kyn- ferðismisnotkun, gaf vitnisburð fyr- ir héraðsdómi. Stúlkan var orðin meira en 18 ára þegar málið kom fyrir dóm en brotin sjálf sem ákært var fyrir voru mun eldri. Þegar málið kom fyrir héraðsdóm vildi réttargæslumaður stúlkunnar láta á það reyna hvort hún þyrfti yfir höfuð að mæta fyrir dóm við að- almeðferð þar sem hún var þegar búin að gefa skýrslu á rannsóknar- stigi. Héraðsdómurinn tók þetta til úrskurðar en einnig það hvort ákærða bæri að víkja úr dómsal ef og þegar stúlkan gæfi skýrslu. Þar sem það er mjög sársaukafullt að mæta fyrir dóm og lýsa kynferðis- legu ofbeldi þykir þolendum gjarn- an verst að hafa gerandann sjálfan viðstaddan í salnum á meðan. Stúlk- an vildi því að ákærði viki úr dóm- salnum ef hún yrði að mæta í dóm- inn og hún spurð út í hina kynferð- islegu misnotkun sem hún hafði sætt af hans hálfu. Þriggja manna dómur héraðs- dóms komst að þeirri niðurstöðu að stúlkunni bæri að koma fyrir dóm, 18 ára og eldri þurfi að koma fyrir dóm og svara spurningum. Hins vegar komst dómurinn að því að manninum bæri að víkja úr sal á meðan. Ákærði sló höfðinu í steinninn. Hann sætti sig ekki viö niöurstöðu héraösdóms og kæröi til Hæstaréttar. Þetta sætti sakborningurinn sig ekki við og áfrýjaði niðurstöðunni til Hæstaréttar þar sem hann var ósáttur við að þurfa að víkja úr sal. Niðurstaða Hæstaréttar varð síðan sú að hann staðfesti ákvörðun hér- aðsdóms, stúlkan á að mæta en maðurinn á að víkja á meðan. Samkvæmt upplýsingum DV kemur það fyrir, eins og ofangreint dæmi sýnir, að jafnvel feður neita að yfirgefa dómsal þegar börn þeirra eru yfirheyrð. í flestum til- vikum verða þeir þó við slíkum ósk- um, það er þá sjaldan sem bamið þarf yfir höfuð að mæta í dómsmeð- ferð. Eins og fram kemur á síðunni er meginreglan sú að barnið sé eitt með sérfræðingi frá Barnahúsi og þurfi svo ekki að mæta aftur til DV ræðir við Sigríði Jósepsdóttur saksóknara sem sækir fjölda kynferðismála gegn börnum: Harmleikir sem þýða slit á tengslum foreldris og barns - hvert mál hefur sín sérkenni en ekkert þeirra lætur fólk ósnortið Sigríður Jósepsdóttir, saksóknari hjá Rikissak- sóknaraembættinu, hefur sótt ófá kyn- ferðisbrotamál gagnvart bömum á síð- ustu ámm. Ríkissaksóknari er eina embættið sem ákærir í slíkum saka- málum en þau em ávallt lokuð al- menningi eins og gefur að skilja. Þegar DV spurði hana almennt um þá harmleiki sem eiga sér stað innan dómsala, þar sem bam kærir gjaman foreldri eða forráðamann, nokkuð sem þýðir gjaman slit á tengslum foreldris og bams, sagði Sigríður: , „Þessi mál em ákaflega mismun- andi. Við horíúm jafnvel upp á að mæður taki sér stöðu við hlið feðra, stjúpfeðra eða sambýlis- manna fyrir dómi og vilja jafnvel ekki horfast f augu við að þetta gæti hafa gerst. Það þykir manni ákaflega dapurlegt. En hvert mál hefur sin sérkenni og lætur engan ósnortinn." Sigríður segir að „í fræðunum" hafi stundum verið fjallað um hvað sé í raun unnið með því að fara í sakamál út af kynferðislegri misnotkun - hvort slíkt sé hreinlega ekki íþyngjandi fyrir þolandann þegar upp sé staðið: „Þetta er spuming. Víða á Norður- löndunum hefur þetta verið rætt á þessum grunni. Það er gert ráð fyrir að þegar svona mál koma upp séu hinir brotlegu látnir víkja af heimilinu. En U/Diubuhis ÍJ Héraðsdómur 14-18 ára SátfrJfélagsfr. viðstaddur Lögr.maður viðstaddur Skýrsla tekin í dómhúsi Skýrsla tekin í bamahúsi Reykjavíkur 30 13 6 22 8 Vesturlands 5 4 3 1 4 Vestflarðar 2 2 0 0 2 Norðurlands-vestra 6 6 6 1 5 Norðuriands-eystra 8 3 0 6 2 Austuriands 4 2 0 3 1 Suðuriands 2 2 1 0 2 Reykjaness 11 11 9 3 8 Skýrslutökur á rannsóknarstigi af börnum frá 1. maí 1999 til 15. júní 2001 Héraðsdómur SálfrJfélagsfr. Lögrjnaður Skýrsla tekin Skýrsla tekin Yngri en 14 ára viðstaddur viðstaddur í dómhúsi íbamahúsi Reykjavíkur 45 30 18 22 23 Vesturiands 2 2 2 0 2 Vestflarðar :v ■ 1 1 0 0 1 Norðuriands-vestra 2 2 2 1 1 Norðuriands-eystra 6 4 0 4 2 Austuriands 3 3 0 3 0 Suðuriands 3 3 2 1 2 Reykjaness 32 32 31 1* 31 *f þessu tðvðú var bwð að yfirlwyra bamið einu sam ilur í banuhúsi við höfum líka horft upp á að það séu bömin sem era send á brott, jafnvel vegna einhverra heimilisaðstæðna. Það sem maður sér líka er að fjölskyld- an er mjög brotin fyrir. Það er ekki auðvelt að alhæfa neitt í þessu. Þetta gerist eins og við vitum á öllum stigum þjóðfélagsins og á öllum aldri,“ segir Sigríður. Ýmist á bak viö gler eöa horf- umáskjá „Það er mikið i pípunum hvað varð- ar þessi mál,“ segir Sigríður. „Ef mál eins og þessi era tekin til rannsóknar þá verður að fara með þau fyrir dóm, það er lagaskylda í dag. En sú hlið sem fólgin er í þessum ákvæðum fyrir brotaþolana er að þeir eigi ekki á hættu að þurfa að koma fyrir dóm viö aöalmeðferð." Sigríður segir að eins og flestir aðr- ir málflytjendur sé saksóknari aldrei í sama sal og barnið, ýmist á bak við gler í héraðsdómi eða á annarri hæð í Bamahúsi þar sem fylgst er með af sjónvarpsskjá. í þeim tilfellum yfir- heyrir sérfræðingur frá Barnahúsi bamið á meðan dómari, ákærandi, verjandi, réttargæslumaður bamsins og jafnvel fleiri era saman að fylgjast með því sem fram fer á sjónvarps- skjánum. Sigríður segir að það sé vissulega nauð fyrir brotaþola að þurfa að koma fyrir dóm og vera þar spurður um við- kæma atburði, svo ekki sé meira sagt. Þegar brotaþolar era yngri en 18 ára er dómsmeðferðin oftast framkvæmd með þeim hætti að myndbandsupptaka er spiluð af viðtali dómara eða sér- fræðings við bamið eða ungmennið. Á því byggist svo málsóknin að miklu leyti. Sigríður segir að fróðlegt sé að kanna hvort sýknudómum hafi fjölgað, hvort ákært hafi verið í fleiri málum en áður og „látið á málin reyna“ fyrir dómi eftir að lögin breyttust árið 1999. „En aðalatriðið er að málið verði ekki meira íþyngjandi fyrir brotaþola en orðið er. Þegar hann er búinn að gefa sína skýrslu á rannsóknarstigi er nánast víst að hann þarf ekki að koma aftur. Það er meginreglan enda er mjög sjaldgæft að dómari krefjist þess að brotaþolinn komi á ný og gefi skýrslu fyrir dómi.“ Hinn granaði fær „forskot" Sigríður segir að vissulega þurfi hinn ákærði að mæta fyrir dóm. En á hinn bóginn megi velta því fyrir sér að veijandi hans er viðstaddur skýrslu- töku af baminu á rannsóknarstigi. Þetta þýðir reginmun á málsmeðferð i kynferðisbrotum gegn bömum og öðr- um sakamálum. Tökum dæmi. Sé einhver granaður t.d. um þjófnað eða líkamsárás mætir brotaþolinn og gefur skýrslu hjá lögreglu. Gerandinn er vissulega ekki viðstaddur þá skýrslutöku. Þolandinn gefur lögreglu síðan upplýsingar um það sem fram hefur farið af hálfu geranda. Eftir það er hann boðaður, þá annaðhvort með eða án sins lögmanns. Lögreglan spyr síðan hinn granaða út í sakarefnin en án þess að þurfa að gefa nákvæmlega upp hvað þolandinn sagði við sína skýrslutöku. Þegar málið fer svo fyrir dóm gefa báðir aðilar skýrslu. í kynferðismálum gegn bömum nær gerandinn hins vegar ákveðnu „for- skoti" sé miðað við hin sakamálin. Þar mætir barnið fyrir dóm til aö láta taka af sér skýrslu á rannsóknarstigi, skýrslu sem verður sennilega sú eina sem tekin verður, það er bæði lög- regluskýrsla og dómskýrsla. Þegar þessi frumskýrslugerð fer fram á sak- bomingurinn hins vegar kröfu á að veijandi hans sé viðstaddur. í „forskot- inu“ felst því að sakbomingurinn er með fulltrúa fyrir sig á staðnum sem greinir honum svo frá hvaö bamið sagði og bar á hann. Þegar hinn gran- aði eða ákærði mætir svo sjálfur til að gefa skýrslu þá veit hann hvað barnið sagði og getur því undirbúið sig í sam- ræmi við það. Sigríður segir að þetta kunni að vera íhugunarefhi: „Ef 18 ára eða eldri fer inn á lög- reglustöð og kærir og gefur skýrslu þá sér aldrei verjandi hins kærða viðkom- andi áður en hinn grunaði er kallaður sjálfúr til skýrslutöku. í málum hinna yngri er veijandi ákærða hins vegar alltaf viðstaddur skýrslutöku, t.d. í Bamahúsi eða fyrir dómi. Hinn grun- aði eða ákærði hefur því möguleika á að haga sínum framburði f samræmi við það.“ Stundum segja börn lítiö - En hafa spurningar komið fram eftir að lögin breyttust í maí 1999 - finnst ákærendum þetta fyrirkomu- lag hafa gengið vel fyrir sig? „Það hafa ekki margar spurning- ar komið upp. Ýmsar hugleiðingar hafa hins vegar vaknað. Viðhorf dómara, sérstaklega eins, eru mis- munandi til Barnahúss. En ætli það megi ekki segja að þetta hafi gengið vel. Hins vegar er þetta frábrugðið öðru þegar fortakslaust megi ekki taka nema eina skýrslu af þolandan- um. Það getur stundum verið til baga þegar þarf að spyrja frekar út í aðstæður. Þegar litil börn mæta þá getur verið útilokað að þau opni sig fyrir ókunnugum. Eitt viðtal í slík- um tilvikum kynni að skila ekki nægilegri mynd. En þetta getur orð- ið þess valdandi að ekki er fært að ákæra.“ Sigríður segir að þó erfitt sé að al- hæfa sé eitt þó ljóst: að kynferðis- brotamál gegn bömum eru gríöar- lega viðkvæm og geta verið ákaflega erfið viðfangs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.