Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Blaðsíða 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 DV_____________________________________________________________________________________________________Neytendur Hefur hækkað mun meira en hveiti Verðkönnun sem Neytendasamtökin gerðu fyrir skömmu á verði matvöru í fimm höfuðborgum hefur vak- ið mikla athygli, ekki síst fyrir þann mikla verðmun sem kemur fram á brauði. En yfir 1000% verðmunur reyndist vera á brauð- hleif á íslandi og í Bret- landi. Þessi mikli verðmun- ur vekur athygli. Helsta hráefni í brauð er auð- vitað hveiti og ef hægt er að baka brauð í Bret- landi fyrir þetta verð hvers vegna þá ekki hér? Þessi spurning hefur komið ítrekað upp og þá sérstaklega eftir saman- burðarverðkannanir Neytendasamtakanna. Brauðfram- leiðendur hér á landi hafa látið hafa eftir sér að það verð á brauði í Bretlandi, sem fram kemur í þess- um könnunum, geti ekki staðist þar sem það sé lægra en verðið á hveitinu sem í þau fer. Hveiti vs brauð Fyrr í sumar tók neytendasíða DV saman verðþróun á hveiti hér á landi og bar saman við verð á heil- hveitibrauði og franskbrauði á hverju ári síðan 1985. Niðurstöö- Brauö frá Bretlandi Þessi skammtur afbrauði var keyptur þar í landi í dýrum verslunum og kostaði hann svipað og eitt landi. urnar má sjá á línuritinu sem fylg- ir greininni. Tölurnar eru fengnar úr hagskýrslum sem gefnar eru út af Hagstofu íslands og er hér um að ræða verð á kílói af hveiti og kílói af brauði út úr búð. Eins og sjá má hefur brauðverð, sem hluti af verði hveitis, farið si- hækkandi undanfarin 15 ár. Sem dæmi má nefna að árið 1986 var verð á 1 kg af franskbrauði 175% hærra en verð á kílói af hveiti. Árið 2000 var verð franskbrauðsins 398% hærra en hveitisins. Svipað er upp á teningnum með heilhveitibrauðin. Þessi sömu ár jókst munurinn frá því að vera 199% árið 1986 í það að vera 339% árið 2000. Verð á hveiti er ekki hið eina sem áhrif hefur á verðlagn- ingu brauða en þróunin er augljós þrátt fyrir það. Ákvöröun verslun- ar í sumar sagði Kol- beinn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Myllunn- ar, sem er stærsti brauð- framleiðandi landsins, að verslanir i Bretlandi noti lágt brauðverð til að tveimur mis- trekkja að viðskiptavini brauð hér á og því sé brauðverð þar í engu samræmi við fram- leiðslukostnaðinn. „Verð í verslunum segir ekki neitt um verð frá framleiðendum," sagði Kolbeinn við þetta tækifæri." Það sést t.d. á því að hér eru brauðin seld á 90-220 kr. Þessi mikli verð- munur sýnir það glögglega að það er ákvörðun hverrar verslunar fyr- ir sig á hvaða verði brauðin eru seld.“ Kolbeinn minnir á að fyrir nokkrum árum hafi verið reynt að flytja inn brauð frá Bretlandi en þau hafi kostað nærri 200 kr. kom- in í búðir hér og hafi innflutningn- um verið hætt fljótlega. -ÓSB Verðsjá fasteigna: Á hvaða verði eru eignir að seljast? í gær opnaði Fasteignamat rík- isins nýjan vef sem eflaust á eftir að gagnast þeim sem eru að selja og kaupa húsnæði vel. „Fólk getur farið inn á Verð- sjána, eins og við höfum kosið að kalla hana, og skoðað á hvaða verði eignir eru að seljast," segir Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamatsins. „Verð- sjáin er auðveld í notkun, eingöngu þarf að velja sveitarfélag, bygging- arár og hvort um er að ræða sérbýli eða fjölbýli. Síðan er hægt að skoða sölutímabil, þ.e. hvenær eignir voru seldar og hægt er að fá söluyfirlit þar sem seldum eignum er skipt í flokka eftir fermetrastærð. Þá sýnir Verðsjáin hæsta verð, lægsta verð og meðalverð eignanna." Haukur segir markmiðið með Verðsjánni vera að almenningur hafi milliliðalausan aðgang að upp- lýsingum um íbúðarverð og geti Verðsjá á Netinu Eins og sjá má er Verðsjáin auðveld í notkun, einungis þarf að fylla út nokkra reiti til að ná í þær upplýsingar sem sóst er eftir. þannig betur gert sér raunhæfa mynd af því á hvaða verði eign- ir eru að seljast. Aðspurður segir hann tölurnar sem í víðsjánni eru vera nýjar. „Við fáum kaup- samninga viku- lega og þeir fara inn í þennan gagnagrunn nær samstundis. Því eru þama flestir þeir samningar sem búið er að þinglýsa. Reyndar koma gögn utan af landi aðeins síðar til okkar og fara því örlítið seinna inn.“ Upplýsingarnar á Verðsjánni ná aftur til ársins 1985 en Fasteignamat ríkisins hefur safnað þinglýstum kaupsamningum síðan þá. Hauki finnst ekki líklegt að vefurinn breyti á einhvern hátt fasteigna- markaðnum nema hvað hann verð- ur upplýstari, að fólk viti meira um hvað húsnæði er raunverulega að seljast á. „Ef eitthvað er þá gerir hann fólki kleift að fá yfirsýn yfir fasteignaverð og það hvemig kaup- in gerast á eyrinni." -ÓSB Jólakonfekt: Einfalt og gott fyrir krakkana Nú nálgast jólin óðfluga og ekki úr vegi að hefja undirbúninginn. Gaman er að nota lausa stund og skapa skemmtilega stemningu fyrir jólin með því að búa til jólakonfekt- ið. Hér er einföld en jafnframt góm- sæt uppskrift að konfekti sem öll fjölskyldan getur sameinast um að gera. Hún er svo auðveld að jafnvel má láta stálpuð börn gera hana ein á meðan þeir sem eldri eru einbeita sér að flóknari konfektgerð. í konfektið þarf: 150 g suðusúkkulaði 150 g rjómasúkkulaði 1 msk. sýróp 1 msk. smjör 150 g kornflex Bræðið saman súkkulaðið og smjörið, blandið sírópi saman við og hrærið vel saman við súkkulað- ið. Blandið svo kornflögunum sam- an við áður en súkkulaðið harðnar. Mótið strax í litla mola áður en þetta fer að harðna. Úr Kökubók Hagkaups fWHffiffffli Leiðrétting: Verð á jólahlaðborðum Þau leiðu mistök urðu að rangt var farið með í grein sem birtist á neyt- endasíðum á fóstudaginn. Greinin var um jólahlaðborð og verð á þeim og var þar sagt að veitingahúsið Gaflinn í Hafnarfirði byði upp á hlaðborð fyr- ir gesti og gangandi sunnudagana 8. og 15. desember en eins og flestir vita falla þessar dagsetningar á laugar- daga. Er hér með beðist velvirðingar á þessum mistökum. Þess má geta að af þeim veitingastöðum sem lentu í úr- takinu að þessu sinni var Gaflinn með lægsta verðið en þar kostar jólahlað- borðið 3.200 kr. á manninn. Einnig var rangt farið með verð hjá veitingastaðnum Lækjarbrekku en þar kostar hlaðborðið um helgar 4.200 kr. á fimmtudögum-sunnudögum en ekki 3600 kr. eins og sagt var. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Panasonic sony Panasonic sony Sérfræðingar í viðgerðum og viðhaldi á Sony og Panasonic tækjum Einholti 2 • sími 552 3150 ( 25 skrefum fyrir ofan DV húsið) Radióverkstæðið «1 Er lögheimili þitt rétt skráð í þjóðskrá? Nú er unnið að frágangi árlegrar íbúaskrár 1. desember. Hvað er lögheimili? Samkvæmt lögheimilislögum er lögheimili sá staður þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvað er föst búseta? Föst búseta er sá staður þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvað er ekki föst búseta? Dvöl frá heimili um stundarsakir, t.d. vegna orlofs, vinnuferða eða veikinda, er ekki breyting á fastri búsetu og þar af leiðandi ekki breyting á lögheimili. Sama gildir t.d. um dvöl í gistihúsum, sjúkrahúsum, heimavistarskólum og fangelsum. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breytingu á fastri búsetu á að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Enn fremur má tilkynna fluming beint til Hagstofu íslands - Þjóðskrár eða lögregluvarðstofu í Reykjavík. Tilkynningar skulu vera skriflegar á þar til gerðum eyðublöðum. ✓ Hagstofa Islands - Þjóðskrá Skuggasundi 3, 150 Reykjavík Sími 560 9800, bréfasími 562 3312

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.