Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Blaðsíða 25
37 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 DV Tilvera Bíófréttir Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum: Enginn hefur roð við Harry Potter Sjálfsagt er ekki hægt að fara í bíó í Bandaríkjunum í dag án þess að þar séu sýndar Harry Potter og viskusteinninn, eða Monster Inc., þar sem þessar fjölskylduvænu myndir eru sýndar í rúm- lega 7300 sýningarsölum til samans. Þessar tvær kvikmyndir voru að sjálf- sögðu með mestu aðsókn- ina og Harry Potter var aðra vikuna í röð í sér- flokki. Þrjár nýjar kvik- myndir voru frumsýndar um helgina og ef farið er í talnaleik með þær þá voru þær til samans sýndar í jafnmörgum sölum og tvær fyrmefndar myndir. Að- standendur Spy Game, sem er í þriðja sæti listans, geta í raun ekki verið annað en ánægðir. Þeir eru með mun meiri aðsókn á hvem sal en Monster Inc. í Spy Game leiða Spy Game Robert Redford og Brad Pitt í hlutverkum sín- um. saman hesta sína Robert Redford og Brad Pitt. Leika þeir njósnara og íjallar myndin um atburði sem urðu til að þeir kynntust og allt þar til Redford er að hætta störfum en hættir við þegar hann fréttir að Pitt hafi verið handtekinn í Kína. HELGIN 23.-25. novcmher ALLAR UPPHÆÐIR I ÞUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA. SÆTI FYRRI VIKA TITILL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA O 1 Harry Potter. 57.487 186.987 3672 o 2 Monster, Inc 24.055 192.229 3649 o Spy Game 21.689 30.566 2770 o Black Knight 11.102 15.409 2571 o 3 Shallow Hal 8.516 54.998 2643 o Out Cold 4.531 6.700 2011 o 4 Domeatic Disburbance 4.008 39.801 2386 o 5 Heist 3.113 20.025 1711 o 9 Life as a House 2.121 12.220 1727 0 6 The One 2.075 41.880 1119 0 11 Amelie 1.811 7.799 217 0 7 K-Pax 1.727 48.237 1256 0 8 The Wash 1.649 6.505 749 0 10 13 Ghosts 1.077 39.628 905 0 13 The Man Who Wasn’t There 954 4.593 246 © Sidewalks of New York 545 678 99 0 15 Bandlts 506 40.677 602 © 14 Serendipity 479 48.051 506 © 12 Training Day 430 74.950 458 © 18 Novocaine 340 945 120 Vinsælustu myndböndin: Blanda af dýri og manni Bridget Jones hélt efsta sætinu enda var kannski ekki um alvarlega samkeppni að ræða. The Animal, sem kemur ný inn á listann og beint í annað sætið, er misheppnaður farsi sem gleður ekki marga. í þeirri mynd leikur Rob Schneider ungan mann, Marvin Mange, sem á sér þann draum heitastan að verða lög- reglumaður. Hann hefur hingað til ekki haft burði til þess og vinnur því á skjala- safni lögreglunnar. Þegar hann lendir í bílslysi eru græddir í hann í tilraunaskyni líkamshlutar dýra. Þegar Marvin vaknar til lífsins hefur hann tekið stökkbreytingum til hins betra að hans mati og ekki líður á löngu áður en hann er orðinn súperlögga. Gamanið fer að grána þegar líkamshlutamir úr dýraríkinu fara að hafa áhrif á gerðir hans ... Fleiri nýjar myndir koma inn á listann og þar er helst að geta Antitrust sem fjallar um unga sakamenn í tölvugeiranum. Hún þykir ekki, frekar en The Animal, merkileg- ur gripur. -HK SÆTI FYRRI VIKA TITILL (DREIFINGARAÐILI) VIKUR ÁUSTA O 1 Bridget Jones’s Diary isam-myndbönd) 2 o _ The Animal (myndtormi 1 © 4 Crimson Rivers iskIfani 2 o _ Antitrust (sam myndböndi 1 © 2 Pearl Harbor isam myndbönd) 3 © 3 BiOW (MYNDF0RM) 4 o 7 The Tailor of Panama iskífan) 3 © 5 One Night at McCool’s (skífanj 4 © 8 The Mexican isam myndböndi 6 © 9 Bais-Moi (GÓÐAR STUNDIR) 2 © 12 The Virgin Suicldes (bergvík) 2 0 _ Dracula 2001 iskífan) 1 © _ Double Take isam myndbönd) 1 © 10 Brother isam myndbönd) 3 © 6 Exit Wounds (sam myndböndj 6 © 13 The Grinch isam myndbönd) 7 © © 11 Miss Congeniality isam myndbönd) 9 14 Blowdry (myndform) 2 © 19 Men of Honor (skífan) 10 © 16 Spy Klds (Skífan) 7 The Animal Rob Schneider ieikur lögguna sem fær óæskilega líkamshluta. Ljúfir tónar Edda Erlendsdóttir segist ætla aö flytja verk eftir Haydn, Sónötu í A moll eftir Schubert, þrjú píanóstykki eftir Páll ísótfsson og Ijóöræn smálög eftir Grieg á tónleikunum í Salnum í kvöld. Edda Erlendsdóttir í Salnum: Píanóverk eftir Haydn Ljúfir píanótónar berast úr Saln- um í Kópavogi þegar undirritaður gengur inn í húsið. Erindið er að hitta Eddu Erlendsdóttur píanóleik- ara sem verður með tónleika i Saln- um í kvöld. Ég læöist inn til að trufla hana ekki og njóta tónanna eilítið lengur. Fjölbreyttur ferill Edda er aðlaðandi kona og sjarm- erandi í framkomu og býður mig velkominn. Hún er búsett í Frakk- landi en kemur reglulega til íslands til að spila á tónleikum. „Já, það er rétt, ég var að gefa út geisladisk með píanóverkum eftir Haydn, tilbrigði og sónötur, og ég Bíógagnrýni verð með tónleika í Salnum í kvöld. Þetta er fjórði einleiksdiskurinn sem ég spila inn á og sá þriðji sem ég gef út sjálf.“ Ferill Eddu er fjölbreyttur. Hún hefur spilað á tónleikum um allan heim og er jafnvíg á elstu verk sem samin voru fyrir píanó og tónsmíö- ar samtíma-tónskálda. Hún hóf pí- anónám í Tónlistarskólanum í Reykjavík, lauk einleikaraprófi árið 1978 og hélt síðan til framhaldsnáms í Frakklandi. Dálæti á kammertónlist „Á tónleikunum í kvöld ætla ég að flytja verk eftir Haydn, Sónötu í A moll eftir Schubert, þrjú píanó- stykki eftir Páll Isólfsson og ljóðræn smálög eftir Grieg.“ Edda segist hafa mikið dálæti á kammertónlist og hefur verið list- rænn stjórnandi kammertónlistar- hátíðarinnar á Kirkjubæjarklaustri frá árinu 1991. „Ég átti frumkvæði að hátíðinni ásamt menningarmála- nefndinni á Klaustri fyrir ellefu árum.“ Að sögn Eddu kemur hún aftur til landsins í sumar til aö spila á Lista- hátíð og á Klaustri. „Á Listahátíð stendur til að frumflytja Brúðkaup- ið eftir Strawinsky, sem er mjög spennandi verk, og svo er ég farin að æfa fyrir tónleikana á Klaustri í sumar.“ -Kip Sambíóin - High Heels and Low Lives: ★★ Sterkar konur og kjánalegir karlar Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Shannon (Minnie Driver) er hjúkka í London sem býr með leiðindagaur. Hann er svo leiðinlegur að hann er spenntari fyrir því að búa til hljóðskúlptúra úr samtals- brotum sem hann tekur upp (ólöglega) en að bjóða henni út á borða á afmælinu henn- ar. Sem betur fer á hún líka vinkonuna Francis (Mary McCormack), ameríska leikkonu sem heldur upp á afmælið með henni. Þegar þær koma drullufullar heim til Shannon heyra þær í hlustunargræjum kærastans fjarverandi strák tala við kærustima sína í GSM-síma um bankarán sem hann er að taka þátt í. Þær skrifa hjá sér símanúmerið og æða á nærliggjandi löggustöð til að tilkynna innbrotið. En lögreglan er fámenn á laugar- dagskvöldi (hljómar kunnuglega) og hefur ekki tíma til að athuga málið. Þannig komast bófarnir burt með fenginn en eftir sitja vinkonurnar tvær, enn þá með símanúmer glæpa- mannsins, og finnst endalok sögunnar ómöguleg. Enda komast þær að þeirri niðurstöðu að bófarnir eigi ekki að sitja að góssinu aleinir og ráðgera fjárkúgun - sem er hættuspil af því glæpamenn eru engin iömb að leika við. En eins og oft vill verða þá eru hjúkkur og leikkonur í raun mun klárari og hættulegri en heill glæpa- flokkur, svo ekki sé minnst á lögregl- una. Engin furða að þessar starfsstétt- ir skuli alltaf vera að fara fram á hærri laun! Það er plottið sem er veiki hlekkur- inn í High Heels and Low Lives. Fyr- ir stuttu sá ég myndina Beautiful Creatures með þeim Rachel Weisz og Susan Lynch, þar sem þær léku tvær ógæfusamar stúlkur sem reyna fjár- kúgun við hættulega glæpamenn. Ástæðan er augljós: Þær eru algjör- lega á síðasta snúningi og hafa engu að tapa með þessu áhættusama ráða- bruggi. High Heels and Low Lives leit- ar á sömu mið, nema'ástæðan fyrir því að hinar huggulegu Shannon og Frances leggjast í glæpi er nokkuö óljós - allt í einu eru þær bara til í að vera griðarlega ólöglegar og svikja, pretta, fjárkúga, limlesta og gott ef ekki drepa... Þó er besta skemmtun að fylgjast með þeim stöllum, sérstaklega hvernig þær fikra sig áfram í fjárkúgun- inni, en hún hefur hvorki verið liður í hjúkrunarnámi né leiklistarnámi: það hlýtur að vera til heimasíðá um fjárkúgun, segir Francis þeg- ar bófarnir taka ekki mark á kröfum þeirra og hótunum. Driver og McCormack fara líka prýðilega með hlutverk sín, sérstaklega Driver sem er ansi skemmtileg gaman- leikkona eins og hún sýndi m.a. í jafn ólíkum myndum og Grosse Pointe Blank og An Ideal Husband. Allir karlmenn eru með afskaplega vanþakklát hlutverk. Rannsóknarlögregluþjónarnir eru ein- staklega hálfvitalegir og glæpamenn- irnir hálfvitalegir og andstyggilegir. öllu þessu stýrir gamanleikarinn vin- sæli og leikstjórinn Mel Smith lipur- lega og með finni tímasetningu en stundum er hann að reyna að vera að- eins of smart. Leikstjóri: Mel Smith. Handrit: Kim Full- er. Kvikmyndataka: Steven Chiver. Tón- list: Charlie Mole. Aöalleikarar: Minnie Driver, Mary McCormack, Kevin McNally, Danny Dyer, Michael Gambon, Hugh Bonneville.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.