Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Blaðsíða 10
10
Útlönd
ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001
I>v
Oryggisveröir í Bonn
Ströng gæsla er á Bonn-svæöinu þar
sem Afganistan-fundurinn fer fram.
Bonnráðstefnan
hófst í morgun
Fulltrúar afganskra þjóðarbrota og
sérfræðingar og sendimenn Samein-
uðu þjóðanna, auk Joschka Fischer,
utanríkisráðherra Þýskalands, hittust
á fundi strax í gær til að undirbúa
Bonn-ráðstefnuna um framtíðarríkis-
stjóm Afganistans. Um þrjátíu fulltrú-
ar fjögurra helstu þjóðarbrotanna i
landinu mættir til ráðstefnunnar, sem
fram fer fyrir luktum dyrum á fjalla-
hóteli í Petersberg í nágrenni Bonn.
„Menn eru á því að mikilvægt sé að
vinna hratt,“ sagði Ahmad Fawzi,
talsmaður SÞ, eftir fundinn í gær.
Hóparnir sem mættir eru á fundinn
eru frá Norðurbandalaginu, sem
stjóma Kabúl, sendinefnd Zahiers,
fyrrum konungs, Kýpur-hópurinn
svokallaði, að mestu skipaður fyrrum
foringjum mujaheddin-stríðsmanna
og Peswar-hópurinn, skipaður pastún-
um, stuðningsmönnum konungsins.
Sænskur mynda-
tökumaður drep-
inn í Afganistan
Vopnaðir menn skutu sænskan
kvikmyndatökumann til bana í
borginni Taloqan í norðurhluta
Afganistans í nótt.
Myndatökumaöurinn, hinn 42 ára
gamli Oluf Stromberg frá sjónvarps-
stöðinni TV4, var ásamt öðrum
sænskum fréttamönnum í húsi í
Taloqan þegar byssumennirnir réð-
ust til inngöngu í þeim tilgangi aö
ræna fréttamennina. Stromberg er
áttundi fréttamaðurinn sem lætur
lífið í Afganistan frá því Banda-
rikjamenn hófu loftárásir sínar.
Stromberg varð fyrir kúlu sem
byssumennirnir skutu í gegnum
hurð á herberginu þar sem hann
svaf þegar árásin var gerö.
Hermenn á veröi
Nepalskir hermenn standa vöröinn í
höfuöborginni Kathmandu eftir aö
konungurinn lýsti yfir neyöarástandi
vegna átaka viö skæruliöa.
Allt með kyrrum
kjörum í Nepal
Allt var með kyrrum kjörum í
Nepal í morgun eftir að konungur
landsins lýsti yfir neyðarástandi í
gær og fyrirskipaði hernum að
brjóta uppreisn skæruliða maóista á
bak aftur. Átök milli skæruliða og
stjórnarhersins um helgina voru
hin verstu frá því skæruliðarnir
hófu uppreisn sína fyrir 5 árum.
Talið er aö rúmlega eitt hundrað
manns hafi látið lífið.
Dagblöð í Nepal lýstu yfir stuðn-
ingi sínum við þá ákvöröun kon-
ungs að beita hemum gegn skæru-
liðum.
Bandarísku samningamennirnir hittu Sharon í morgun:
Hóta að fara ekki fyrr
en vopnahlé sé tryggt
ísraelski herinn lauk í nótt við að
flytja hemámslið sitt frá bænum Jen-
in á Vesturbakkanum, sem var síðasti
bærinn af sex sem herteknir voru eft-
ir morðið á ísraelska ferðamálaráð-
herranum og harölínumanninum
Rehavam Zevvi. Brottflutningurinn
fór fram sama dag og bandarísku
samningamennimir Antony Zinni,
fyrrum flotaforingi í bandaríska hern-
um, og Williams Burns, aðstoðarutan-
ríkisráöherra Bandaríkjanna, voru
væntanlegir til ísraels til viðræðna
við Ariel Sharon forsætisráðherra, til
að þrýta á um vopnahlé milli stríð-
andi aíla á svæðinu. Gideon Meir,
talsmaður ísraelska utanríkisráðu-
neytisins, viðurkenni í gær að brott-
flutningnum hefði verið hraðað til aö
liðka til í viðræðunum, en bætti við
að herinn yrði þó i stöðugri viöbrags-
stöðu og myndi hiklaust grípa til að-
gerða ef með þyrfti. Á sama tíma hóta
Bandaríkjamenn að annar fulltrúa
þeirra, sem mun vera Zinni, muni
Arlel Sharon
Bandarisku sendimennirnir munu
þjarma aö honum um aö koma á
varanlegum friöi.
ekki yfirgefa svæðið fyrr en varanlegt
vopnahlé sé í höfn og endi bundinn á
stanslausan fjórtán mánaöa óróa á
svæðinu.
Talsmaður forsætisráðherrans ít-
rekaði þó í gær að Sharon stæði enn
fast við þá ákvörðun sina að friðarvið-
ræður hefjist ekki fyrr en reynt hafi á
að vopnahlé geti haldið í heila viku.
Fyrr muni hann ekki hefja viðræður.
Talmenn Palestínumanna sögðu aftur
á móti að ef Sharon gæfi ekki eftir í
kröfum sínum, verði koma banda-
rísku samningamannanna til einskis,
en Sharon, sem heldur til fundar við
Bush Bandaríkjaforseta í næstu viku,
hefur sjálfur sagt aö hann muni fyrst
einbeita sér að vopnahléinu.
Þeir félagar hittu Sharon á fundi
strax í morgun og fór fundur þeirra
fram á skrifstofu forsætisráðherrans í
Jerúsalem. Eftir fundinn mun Sharon
fara með þá í útsýnisflug yfir óróa-
svæðið áður en samningamennirnir
hitta Yasser Arafat á morgun.
REUTERWND
Skæruliöar í skjóli
Vopnaðir skæruliðar múslíma á Filippseyjum skýla sér á bak viö óbreytta borgara sem þeir töku í gslingu á eyjunni
Zambonga á sunnanveröum Filippseyjum í morgun. Skæruliöarnir tóku fótkiö i gíslingu eftir aö þyrlur og sprengjuvélar
stjórnarhersins höföu ráðist tii atlögu gegn þeim.
Sitt sýnist hverjum um klónun á fósturvísum manna:
Páfinn fordæmir en aðrir
vísindamenn eru lítt hrifnir
Sitt sýnist hverjum um tilkynn-
ingu bandaríska líftæknifyrirtækis-
ins Advanced Cell Technology um
að það hafi einræktað fósturvísi
manns. Trúarhópar, með Jóhannes
Pál páfa í broddi fylkingar, voru
ekki seinir á sér að fordæma athæf-
ið en hópar vísindamanna sem
keppa að sama markmiði sögðu
þetta lítið afrek.
Michael West, framkvæmdastjóri
bandaríska fyrirtækisins, lagði á
það áherslu í gær að vísindamenn
hans hefðu ekki í hyggju að búa til
einræktuð börn, heldur væri til-
gangurinn sá að nota einræktuðu
fósturvísana fyrir stoðfrumurnar
sem í þeim eru.
Vísindamenn sem vinna viö sams
konar rannsóknir sögðu í gær að
starfsmenn ACT hefðu verið langt
Michael West
Framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækis-
ins ACT segir aö ekki standi til aö
búa til einræktuð börn.
frá því að framleiða nógu stóran
einræktaðan fósturvísi til að geta
náð út honum stoðfrumum. Aðeins
eitt eggjanna lifði nógu lengi til að
skipta sér í sex frumur. Og öll
hættu þau að vaxa eftir nokkrar
klukkustundir.
Vísindamennimir sem skópu ána
Dolly, fyrsta einræktaða spendýrið,
sögðu að vinna ACT væri á algjöru
frumstigi.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti fordæmdi verk bandaríska fyr-
irtækisins og hvatti bandaríska
þingið til að banna tæknina sem
þarf til aö einrækta fósturvísa
manns.
Forsetinn, sem er andvígur allri
einræktun, sagði fréttamönnum að
hann teldi þessa gjörð ACT „sið-
ferðilega ranga“.
Bush varar íraka viö
George W. Bush
Bandaríkjaforseti
krafðist þess í gær
að stjórnvöld í
írak leyfðu alþjóð-
legum vopnaeftir-
litsmönnum að
koma til landsins,
þar sem baráttan
sem nú stendur yfir gegn hryðju-
verkamönnum beinist líka að þeim
sem framleiða gjöreyðingarvopn.
Bresk neyðarlög
Bresk stjómvöld stóðust atlögu
andstæðinga sinna i gær þegar
þingið samþykkti ný neyðarlög sem
heimila yfirvöldum áð fangelsa
grunaða hryðjuverkamenn án dóms
eins lengi og þurfa þykir.
Kreppan byrjaöi í mars
Samdráttarskeið í bandarísku
efnahagslífi hófst í mars síðastliðn-
um, eftir tíu ára hagvöxt.
Hershöfðingi fyrir rétt
Réttarhöld hófust i Frakklandi i
gær yfir 83 ára fyrrum hershöfð-
ingja, Paul Aussaresses, sem sakað-
ur er um pyntingar og aftökur í
frelsisstríðinu í Alsír á 5. og 7. ára-
tug síðustu aldar.
Skipst á skotum í Kóreu
Suður- og norður-kóreskir
landamæraverðir skiptust á skotum
yfir landamæri ríkjanna í morgun.
Enginn slasaðist sunnan megin en
ekki er vitað um hvað gerðist hin-
um megin.
Stjórn Koizumis vinsæl
Ríkisstjórn Jun-
ichiros Koizumis, for-
sætisráðherra Jap-
ans, nýtur gríðar-
legra vinsælda meðal
landsmanna og
stuðningur við um-
bótastefnu stjórnar-
irrnar hefur vaxið,
þrátt fyrir að harönað hafi á daln-
um í eíhahagslífinu.
Stjórnarhermenn burt
Sérsveitir makedónska hersins
hafa að mestu farið burt frá jöðrum
landsvæða þar sem fyrrum albansk-
ir skæruliðar búa. Þar með hefur
dregið verulega úr spennu.
Solana hvetur til samtala
Javier Solana, utan-
rikismálastjóri Evr-
ópusambandsins, ætl-
ar að þrýsta á stjórn-
völd í bæði Serbíu og
Svartfjallalandi, sem
mynda sambandsríki
Júgóslaviu, um að
koma sér fljótt saman
um leiðir tfl að halda ríkjunum
saman.
Lok, lok og læs
Pakistanskir embættismenn
ræddu um það í gær að hluti
landamæranna að Afganistan yrði
kirfilega lokaður tU að koma í veg
fyrir að vígamenn úr röðum tali-
bana geti komist yfir til Pakistans.
Annan fær nýjan kagga
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, hefur fengið
nýjan brynvarinn bíl. Að þessu
sinni er þaö BMW 750 sem framleið-
andinn gaf honum og kemur hann í
staðinn fyrir brynvarinn Volvo, að
sögn talsmanns Annans.