Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2001 I>V Fréttir Ólga vegna meintra samstarfsörðugleika á vistheimilinu í Gunnarsholti: Fimm starfsmönnum sagt upp á föstudag - skipulagsbreytingar, segir nýr forstöðumaöur Fimm starfsmönnum á Vist- heimilinu i Gunnarsholti á Rang- árvöllum var sagt upp störfum á föstudag. Tveir þeirra þurfa ekki að vinna lögbundinn uppsagnar- frest. Auk þessa hefur tveimur starfsmönnum til viðbótar verið sagt upp störfum á árinu. Að sögn forstöðumannsins, Ingólfs Þorláks- sonar, eru skipulagsbreytingar ástæða uppsagnanna en níu og hálft stöðugildi eru við heimilið. Hann segir starfsmenn á tímabili hafa verið sextán en aðeins heim- ild fyrir níu. Vistheimilið í Gunnarsholti er hluti af geðsviði Landspítalans. Þar eru í kringum þrjátíu vistmenn á hverjum tíma. Starfsfólkið í Gunn- arsholti sinnir almennum þjónustu- störfum við vistmenn en læknar og hjúkrunarfræðingar koma reglu- lega úr Reykjavík austur. Áður- Vistheimilið í Gunnarsholtl Alls hefur sjö starfsmönnum verið sagt þar upp á árinu. Starfsfölk talar um sam- skiptaöröugleika viö forstööumanninn, sem hann sjálfur kannast ekki viö. nefndur forstöðumaður tók við þykir starfsmönnum samstarfið við starflnu snemma á þessu ári og hann ekki hafa verið sem best. „Það hefur viljað loða við að ólga hafi verið í kringum þessa starfsemi i gegnum árin, eins og oft vOl raunar verða á þessum kanti heilbrigðisþjónustunnar," sagði einn starfsmanna í Gunnars- holti sem blaðið ræddi við. Ingólf- ur Þorláksson sagði í samtali við DV i gærkvöld að sér væri ókunn- ugt um samskiptaörðugleika. Að- spurður í hverju skipulagsbreyt- ingar, sem uppsagnirnar grund- vallast á, fælust kvaðst hann ekki þurfa að svara blaðamanni þar um. Starfsfólkið fékk uppsagnarbréf- in í hendur síðdegis á tostudag. Það er í Starfsmannafélagi ríkis- stofnana og strax í dag ætlaði þaö að setja sig I samband við félagið og ræða þá stöðu sem upp er kom- in i þess málum. -sbs/ÓSB Bærinn taki trén: Of stór tré víða til vandræða Mikiö hefur verið um það að íbú- ar í Hafnarfirði hafi gefið bænum grenitré úr görðum sínum þetta árið. Ástæðan er yfirleitt sú að vegna hæðar hafa trén valdið skugga i görðum og húsum. Lóðar- eigendur hafa því haft samband við garðyrkjustjóra og hann hefur farið á staðinn og metið hvort eitthvað getur komið í stað fellingar, t.d. grisjun eða klipping. Einnig er met- ið hvemig vaxtarlag trésins er og hvort gott sé að komast að því. Bærinn hefur siðan séð um að fella trén og sett þau upp á fyrir fram ákveðnum stöðum í bænum. Það skal tekiö fram að þessi þjón- usta er Hafnfirðingum að kostnað- arlausu en þeir fá heldur ekki greitt fyrir. Kveikt var á trjám við Hafnar- borg 9. nóvember og á ljósalengjum, ljósahornum og ljósastjömum fyrir helgi. Kveikt verður á gjafatrjám við Hafnarfjarðarkirkju og Flens- borgarhöfn 8. desember en þau koma frá vinabæjum, Frederiksberg og Cuxhaven. -DVÓ/JGR DV-MYND EINAR Rithöfundar í hlutverki bóksala Rithöfundar settu sig í spor bóksala á laugardag, afgreiddu bækur og hjálpuöu viöskiptavinum bókabúöar Máls og menningar viö Laugaveg aö velja sér lesefni. Á myndinni spá þeir Arnaldur Indriðason, t.v., og Hrafn Jökulsson í bæk- urnar meö viöskiptavini, rithöfundinum Gyröi Elíassyni sem er fyrir miöri mynd. J&-.J ^ 1 >, ifc ,{ % V REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 15.44 15.04 Sólarupprás á morgun 10.53 11.03 Siódegisflóö 20.03 00.36 Árdeglsflóð á morgun 08.24 12.47 Skýringair á ysáuríákimrn Slydda fyrir austan síödegis Fremur hæg suðlæg átt og stöku él en snýst síðdegis í norðaustanátt með slyddu eða snjókomu austan til. Hiti kringum frostmark með suðausturströndinni en annars frost 0 til 5 stig. ^ViNDÁTT 10V-HITI *3l -10° ^VINDSTYRKUR Vcdact i matrian í seUMu i HEIÐSKÍRT *> O O LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ í? W Q RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJQKOMA U "P ===== ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞQKA Allt eftír Jb'uú jjJJ Skemmtilegt á snjóþotu Það hefur heldur betur snjóaö á suövesturhorni landsins undanfarna daga. Og þrátt fyrir aö fullorðna fólkinu leiöist snjóþyngslin eru börn himinlifandi með ofankomuna enda fátt skemmtilegra en láta draga sig um bæinn á sjóþotu. El og vægt frost sunnan og vestan til Vestlæg átt, víöa 10 til 15 m/s. Slydda eða snjókoma fram eftir degi norðaustanlands en él og vægt frost sunnan og vestan til. Fímmtiíd; Vindur: 5-10 m/a' Hiti 0°til -2° Vindur: 5-10 m/a Hiti 0° til -2 Hiti 0°t*S Suövestanátt og él sunnan og vestan tll. Hlti í kringum frostmark. Suövestanátt og él sunnan og vestan til. Hitl í kringum frostmark. Suövestanátt og él sunnan og vestan til. Hitl í kringum frostmark. Baráttufundur: Biðlundin á þrotum í kvöld verður haldinn bar- áttufundur í Ráðhúsinu undir yfir- skriftinni Biðlundin á þrotum. „Þetta er bar- áttufundur um það ástand sem er í málefnum fatlaðra og biðlistavand- ann,“ segir Frið- rik Sigurðsson, framkvæmda- stjóri landssam- takanna Þroska- hjálpar, sem standa fyrir fund- inum i samvinnu við önnur hags- munasamtök fatlaðra og launþega- samtök. „Nú er verið að afgreiða íjárlög fyrir árið 2002 og ef frum- varpið verður óbreytt að lögum eru allar líkur á því að biðlistarnir muni lengjast enn meira.“ Á fundinum verða flutt nokkur stutt ávörp og meðal þeirra sem taka til máls eru Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, Sól- veig Steinsson, formaður Þroska- þjálfafélags íslands, Stefán Hreið- arsson, forstöðumaður Greiningar- stöðvarinnar, Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, ína Valsdóttir, formaður Átaks, HaUdór Bjarnason, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar og Steinar Jónasson sem er faðir drengs á biðlista. Sigur- steinn Másson verður fundarstjóri og Bjartmar Guðlaugsson skemmtir gestum fundarins sem hefst klukk- an átta. -ÓSB Útskrifuð af gjörgæslu Konan sem slasaðist alvarlega í bílslysi skammt suður af Kúagerði á Reykjanesbraut aðfaranótt laug- ardags var útskrifuð af gjörgæslu- deild Landspítala - háskólasjúkra- húss í Fossvogi í gær. Líðan kon- unnar er eftir atvikum góð, sam- kvæmt upplýsingum frá gjörgæslu- deild, og er hún nú á almennri deild. Slysið varð um klukkan hálffimm aðfaranótt laugardagsins og með þeim hætti að tvær bifreiðir rákust saman en þeim var ekið úr gagn- stæðum áttum. Konan sem slasaðist var ökumaður annarrar bifreiðar- innar en ökumaður hinnar, kona um fertug, lést í slysinu. Talið er aö hún hafi látist samstundis. Öku- mennirnir voru báðir einir í bilun- um. -MA Jbúiíú JiL O : j ýýbi AKUREYRI alskýjaö -2 bergsstaðir skýjaö -3 BOLUNGARVÍK skýjaö -3 EGILSSTAÐIR snjókoma -2 kirkjubæjarkl. skúrir 2 KEFLAVÍK haglél -1 RAUFARHÖFN alskýjaö 1 REYKJAVÍK snjókoma -1 STÓRHÖFÐI snjóél 1 BERGEN hálfskýjað 5 HELSINKI þokumóöa -3 KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 4 ÓSLÓ skýjaö 2 STOKKHÓLMUR slydda 4 ÞÓRSHÖFN skúrir 7 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 2 ALGARVE léttskýjaö 14 AMSTERDAM skýjaö 9 BARCELONA mistur 12 BERLÍN þokumóöa 0 CHICAGO þokumóöa 2 DUBLIN skýjaö 8 HALIFAX alskýjað 6 FRANKFURT súld 9 HAMBORG þokumóða 6 JAN MAYEN léttskýjaö 1 LONDON mistur 5 LÚXEMBORG þokumóöa 9 MALLORCA skýjaö 18 MONTREAL 6 NARSSARSSUAQ léttskýjaö -18 NEWYORK alskýjað 10 ORLANDO þokumóöa 17 PARÍS þokumóöa 8 VÍN þokumóöa -2 WASHINGTON skýjað 7 WINNIPEG skýjaö 7 ■■;n™jm,ifjmiiwi.',ii:ia'H»ni:i4óiiiiHM;i.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.