Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Blaðsíða 28
44 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2001 Tilvera T I R V 1 N N U Ljósið og birtan Þóröur Hall myndlistarmaður hefur opnað sýningu verka sinna í Hallgrímskirkju. Hann sækir myndefni sitt í íslenskt landslag, án beinnar skír- skotunar til kennileita eða ákveðinna staða. Á myndum þessarar sýningar kveðst hann vinna með Ijósið og birtxma í huglægri og hljóðri náttúru. Krár ■ MANNAKORN A GAUKNUM Hin ' gamalkunna hljómsveit, Mannakorn, meö þá Pálma Gunn og Magga Ei- ríks í fararbroddi, spilar á tónleikum á Gauki á Stöng. Klassík ■ GITARTÓNÁR í LÍSTÁKLUBBNUM I Listakiúbbi Leikhúskjallarans leikur Guitar Islancio af nýútkomnum diski tríósins, Guitar Islancio 3. Trióið skipa þeir Björn Thoroddsen, Gunnar Þóröarson og Jón Rafnsson. Dagskráin hefst. kl. 20.30. , Fundir ■ SPJALLAÐ UM TONLIST Kl. 20 veröur haldið námskeiöiö Hvaö ertu tónlist? á vegum Endurmenntunar Hl, í samvinnu viö Salinn í Kópavogi. Jónas Ingimundarson fjallar um valsa Chopins. ■ JÓLAFUNDUR Aelow. kristileg samtök kvenna, halda árlegan jóla- fund kl. 20 í Kristniboössalnum, Háaleitisbraut 58. Allir velkomnir. ■ FERÐA-OG FLÖKKUSAGNIR Bjartur stendur fyrir feröa-og flökkusagnakvöldi á Súfistanum í kvöld. Sigfús Bjartmars, Rakel Pálsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Hafiiöi Kristjánsson og Sigurður Atlason segja sögur. ■ ÁHRIFARÍKUR LESTUR Anna * Hildur Hildlbrandsdóttir les úr bók sinni um réttarsálfræöinginn Gísla. H. Guðjónsson í Hlaðvarpanum í kvöld kl. 20.30. ■ FÉLAG UM LÝÐHEILSU Stofnfundur félags um lýöheilsu verður kl. 17 í dag í fundarsal Heilsuverndarstöövar Reykjavíkur. Bíó ■ RÁFEINP. ÉGÍLSSTÓDUM föoi> ræman Moulin Rouge meö gellunni Nicole Kidman í einu aðalhlutverka er sýnd í Rafeind kl. 20. Sýningar_____________________ Kí ALVÖRUFÓLK Landssamtökin Þroskahjálp standa fyrir sögu- sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur um líf > fólks með þroskahömlun í tilefni 25 ára afmælis samtakanna. ■ 27 LISTAMENN HJÁ SÆVARI Nemendur Listaháskóla Islands hafa opnað sýningu á verkum sínum í galleriinu hjá Sævari Karli Þemað er Málverkiö eftir málverkið. ■ STEINUNN í SM'IÐUM OG SKARTI Myndlistarkonan Steinunn Einarsdóttir hefur opnaö sýningu í Gallerí Smíðar og skart, Skólavöröu- stíg 16. ■ ÞÓROPPUR í JL-HÚSINU Þórodd- ur Bjarnason sýnir Ijósmyndir, textaverk og myndband í Reykjavík- * ur- Akademíunni, í JL-húsinu. Happdrætti Bókatíðinda Vinningsnúmer 3. desember: 2S274 i Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Presturinn tekur lagið Séra Pétur Þorsteinsson lét ekki gifsaöa hægri hönd aftra sér frá þvi aö gleöja bæöi böm og fulloröna meö gítarslætti og söng. Hátíð í háloftunum í gær stóð Fyrstaflugfélagið, félag áhugamanna um flugmál, fyrir jóla- skemmtun í einni af risaþotum Atl- anta-flugfélagsins. Gunnar Þorsteins- son, formaður félagsins, segir að með þessari ferð hafi flugáhugamenn viljað hressa upp á ímynd flugsins eftir áfóll undanfarinna missera. „Því tókum við á leigu stærstu þotu þjóðarinnar og buðum fólki að lyfta sér upp í tilefni af jólahátíðinni." Brottför var ffá Keflavíkurflugvelli og var flogið yflr ísland í átt að heim- skautsbaug og fengu farþegar frábært útsýnisflug yfir Akureyri og Grímsey, svo nokkuð sé nefnt. ETogið var yfir norðurheimskautsbauginn og af þvi tilefni var nef farþega málað blátt. Flugstjóri var sjálfur Amgrimur Jó- hannsson en auk hans voru jólasvein- ar og harmoníkuleikari með í för og héldu þeir uppi fjörinu um borð með hljóðfæraslætti og söng. Fyrir flugferð- ina var smáathöfn í Leifsstöð þar sem fluttur vaf pistill um áhugaverð atriði í sambandi við flugvélina og séra Pét- ur Þorsteinsson flutti jólahugvekju. Þeim til aðstoðar voru Grýla og Leppalúði sem voru í jólaskapi og gáfu bömunum sælgæti. -ÓSB Kátir krakkar á flugi Eins og sjá má á andlitum barn- anna voru þau hæstánægö meö veruna um borö i risaþotunni enda veitingarnar hvergi sparaöar og jólasveinar á ferð. Einnig voru þau leyst út meö gjöfum. Hvar er hreindýrasleöinn þlnn? Aö því gæti þessi snót veriö aö spyrja jólasveininn enda eru risaþotur ekki algengasti feröamáti sveinanna. Þeir virtust samt kunna vel viö þennan farkost og léku á als oddi alla feröina. Með fulla körfu af nammi Þau Grýia og Leppaiúöi gátu meö engu móti komiö öllu því sælgæti sem dreift var í pok- ana sína og fengu því þessa handhægu innkaupakerru undirgottiö. Eins og nærri má geta er þaö lýjandi starfaö útbýta nammi til barna og var Leppalúði aö niöurlotum kom- inn þegarþessi mynd var tekin. Bíógagnrýni Sam-bíóin/Háskólabíó - Harry Potter og viskusteínninn: ★ ★★ Galdurinn við Harry Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Óvænt sjón í Hogwarts-skólanum Aöalpersónunum Harry, Hermoine og Ron er brugöiö eins og sjá má. Það var aldrei spurning um „hvort“ heldur bara „hvenær“ kvikmynd yrði gerð um Harry Potter. Potter er, eins og við vitum öU, fyrirbæri ólíkt öðrum sem við höfúm séö - bækumar era svo vinsælar að það er bókstaflega engu líkt. Töfraheimur J.K. Rowling höfðar nánast jafn sterkt til fuílorðinna og bama. Enda er heimur hennar sérstak- lega vel skapaður og byggður lifandi og trúverðugum persónum - þrátt fyr- ir yfimáttúrulega hæfileika þeirra. Bækumar era sérlega góð blanda af spennu, drama og húmor og Harry sjálfur sú tegund af hetju sem er auð- veldast að elska. Hann er munaðarlaus og átti ástlausa og leiðinlega æsku hjá verulega andstyggilegum ættingjum. En hann missir aldrei kjarkinn og verður aldrei skítlegur sjálfur. Á 11 ára afmælinu fær hann uppreisn æra, kemst að því að hann er frægur í heimi töframanna og er boðin skóla- vist við Hogwarts-galdraskólann. Hann er hugrakkur, heiðarlegur og hógvær en alls ekki yfir það hafmn að gera mistök. Kvikmyndin um Harry Potter mun ekki valda aðdáendum bókanna von- brigðum. Leikstjórinn Chris Columbus (Mrs. Doubtfire) fylgir bókinni síðu fyrir síðu (enda er hún helst til löng) og er henni fúllkomlega trúr. Kvik- myndin er að vísu ekki eins fyndin og bókin en andinn er hinn sami og dett- ur sem betur fer aldrei ofan í væmni. Sviðsmyndin hefúr tekist afskaplega vel, Hogwarts-skólinn er mátulega ótrúlegur í útliti, blanda af galdrakast- ala og virðulegu ensku skólasetri, draugalegur en samt hlýlegur. Tónlist John Williams klæðir líka myndina vel þótt mér fmnist hann aðeins fara yfir strikið stundum - fólk má vart hreyfa sig án þess að yfir mann hrynji heilar sinfóníur. Allar óvenjulegar ver- ur eins og þríhöfða hundar, kentárar, draugar og tröll eru lika sannfærandi. Þijú stórkostleg atriði eiga eftir að lifa með manni lengi: Barátta Harrys, Rons og Hermione við tröOið stóra sem er bæði fyndin og óttaleg. Quidditch- leikurinn sem er alveg frábær, spenn- andi og óvæntur eins og hann er nátt- úrlega í bókinni líka. Og lokaatriðið þar sem Harry tekst á við - þið vitið hvem - nafh hans segir maður ekki upphátt. Sérstaklega er skákatriðið magnað. Kvikmyndin um Harry Potter er líka sérdeflis vel mönnuð. Krökkunum þremur, Daniel Radcliffe (Harry), Rupert Grint (Ron) og Emmu Watson (Hermione) tekst vel að koma þessum heimsþekktu persónum tO skOa og ensku stórleikaramir, sem skipa öO önnur bitastæð hlutverk, eru afbragðs- góöir. Richard Harris, sem skólastjór- inn, prófessor Dumbledore, er mátu- lega guðdómlegur en með blik í auga og enginn hefði getað fyOt jafn skemmtOega út í persónu prófessors McGonagaO og Maggie Smith (minnir jafnvel örlítið á annan kennara, miss Jean Brody). Alan Rickman býr tO óttalegan prófessor Snape fyrirhafnar- laust og mest með því að læða setning- um út úr sér þannig að íylgdarkonur mínar tvær kipptust við í hvert skipti sem hann birtist á tjaldinu. Og áð lok- um er Robbie Coltrane algjört æði í hlutverki hins góðhjartaða en dulítið heimska Hagrids sem meira en nokk- ur annar heldur uppi húmomum. Mér segir svo hugur að bækumar um Harry, eigi eftir að lifa jafn vel og lengi og höfundarverk Blyton, ToOciens og Lewis og ég hef trú á því að myndin eigi eftir að lifa lengi líka, a.m.k. sýndist mér að fylgdarstúlkum mínum liði helst eins og mér leið 12 ára eftir að hafa séð fyrstu Starwars myndina - og enn era nýjar kynslóðir að horfa á hana. Leikstjóri: Chris Columbus. Handrit: Steve Kloves, byggt á skáldsögu J.K. Rowling. Kvik- myndataka: John Seale. Tónlist: John Williams. Aöalleikarar: Daniel Radcliffe, Rupert Grint, Emma Watson, Richard Harris, Robbie Coltrane, Alan Rickman, Maggie Smith, lan Hart, John Cleese o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.