Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Blaðsíða 18
34
Skoðun
MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2001
I>V
t
•>
>
Ofbeldisfullt þjóöfélag
Ofbeldi fer vaxandi
- fátt til úrbóta.
Spurning dagsins
Hverjar finnast þér bestu
smákökurnar?
Nína Daöadóttir, 6 ára:
Piparkökur, ég ætla aö baka þær
með mömmu fyrir jólin.
Viktor Daöason, 8 ára:
Piparkökur, ég ætla aö biöja mömmu
aö baka þær fyrir jólin.
Vignir Völuson bílstjóri:
Sörur, þær eru alveg magnaöar,
mamma bakar þær fyrir jólin.
Arnar Snorri Jónsson bílstjóri:
Lakkrístoppar, þeir eru langbestir.
Þaö getur vel veriö aö ég baki bara
sjálfur fyrir jólin.
Anna Guðjónsdóttir, 11 ára:
Súkkulaöibitakökur.
Bergdís Bjarnadóttir, 12 ára:
Piparkökur.
aað fara í grafgötur
um að hér á landi
er ofbeldi að festa
rætur umfram það
sem gengur og ger-
um okkar. Einkum
GeirR. eykst ofbelcli un8'
Andersén linga hér hröðum
bim. skrifar: skrefum og það má
............... eflaust rekja til
þess að hér hefur ekki skapast sú
siðvenja að börn og unglingar beri
virðingu fyrir fullorðnum. Það er
t.d. fátítt að börn og unglingar heilsi
fullorðnum að fyrra bragði og þau
kunna heldur ekki að taka undir
kveðju þótt þeim sé heilsað.
Almennir og viðteknir mannasið-
ir gilda heldur ekki í þjóðfélagi okk-
ar miðað við það sem gerist og geng-
ur í nágrannalöndum okkar í Evr-
ópu eða í Vesturálfu. Misindismenn
í erlendum stórborgum kunna að
vera hinar geðþekkustu persónur í
samskiptum og virða almennar
kurteisisreglur þótt þeir séu svo
harðsvíraðir og ofbeldisfullir á vett-
vangi glæpa.
Tíðar fréttir hér af alvarlegum
árásum unglinga á jafnaldra, jafnt
sem fullorðna, að tilefnislausu sýna
að til viðbótar fákunnáttu í mann-
legum og viðteknum samskiptum er
þróunin alvarleg. Alvaran er líka
sýnu meiri hér þegar við bætist að
eðlislæg skemmdarfýsn er einnig til
staðar - og skemmdarverk íslenskra
unglinga eru mun tíðari hér en í
öðrum löndum þar sem afbrotin
snúast fyrst og fremst um að ásæl-
ast eigur annarra og nálgast þær
ólöglega.
Og nú er svo komið (samkv. nýrri
rannsókn) að íslenskar konur verða
mun oftar fyrir ofbeldi en kynsystur
þeirra í öðrum Evrópulöndum. Þar
er því samband á milli unglingaof-
Guðmundur Óskarsson
skrifar:
Það fer að verða áberandi hve
mörg fyrirtæki eru sögð standa höll-
um fæti og sum þegar orðin gjald-
þrota, þau stóru ekki síður en hin
minni. Fróðlegt er einnig að lesa
um hvernig niðursveiflu þessara
fyrirtækja ber að og hvernig síðan
að henni er staðið á strandstað. Eitt
fyrirtækið, Burnham International
á íslandi hf., er eitt þeirra sem hafa
orðið að skila rekstrarleyfi sínu hér
á landi. Þeir 100 aðilar sem eru með
fé í vörslu hjá þessu fyrirtæki
(kannski 100 ríkustu og umfangs-
mestu einstaklingamir i viðskipt-
um á íslandi?) sitja nú með hendur
í skauti og bíða nýrra veiðilendna á
fjármálamarkaðinum. - Því „tapið
„Fáir munu þess umkomnir
að leggja fram tillögur til úr-
bóta í hinu ofbeldisfulla þjóð-
félagi okkar, enda verður ékk-
ert úr neinum úrbótum fyrr
en með gjörbreyttu skólakerfi
og siðvœðingu sem hvergi
verður þróuð nema inni á
heimilunum sem dreifa börn-
unum út í þjóðfélagið. “
beldisins (oftast karlkyns) sem virð-
ist halda áfram fram eftir aldri og
bitnar þá á konunum.
Auðvitað er íslenska þjóðin yfir-
þyrmandi frek að eðlisfari sem kem-
ur fram i tilætlunarsemi, kröfugerð-
um og málaferlum, tengdum ósk-
hyggju um sífellt betri aðstæður, að-
„Mestan kvíðboga ber ég þó
fyrir vesalings „starfsfólkinu
með reynsluna“ verði það
hundelt til að leggja bróður-
partinn af þriggja mánaða
samningsbundnum uppsagn-
arlaunum sínum (ríkis-
tryggðum) í nýtt œvintýri
með nýjum herrum og nýj-
um kennitölum. “
liggur hjá okkur hluthöfum", segir
svo verðbréfamiðlarinn í New York,
helsti talsmaðurinn. - Og kúnnarn-
ir eiga allt sitt áfram! Mér finnst
þetta ekki trúverðugar yfirlýsingar.
Samvinnuferðir-Landsýn, ein öfl-
búnað og bætur á bætur ofan.
Glöggt má sjá þessa frekju birtast í
nýsettum lögum (sumir segja ólög-
um) um fæðingarorlof foreldra.
Fáir munu þess umkomnir að
leggja fram tillögu til úrbóta í hinu
ofbeldisfulla þjóðfélagi okkar, enda
um engar úrbætur að ræða nema
með gjörbreyttu skólakerfi og sið-
væðingu sem hvergi verður þróuð
nema inni á heimilunum sem dreifa
börnunum út í þjóðfélagið.
Agi, þegnskylda og spurningarnar:
hvað á landið að gera fyrir þig eða
hvað vilt þú gera fyrir landið? eru
svo markmið sem ekki verða sett án
samstöðu þjóðarinnar. Þau geta svo
auðveldlega tengst hápólitískum
málum eins og ESB-umræðunni,
kvótakerfinu eða hvort við viljum
lifa sem menn eða dýr. Augljóst er
að þar verðum við að velja.
ugasta ferðaskrifstofan hér, þoldi
ekki versnandi ytri aðstæður og er
nú öll, að sinni - nema aðrir og
filefldir fjármálajöfrar eins og fjár-
festingafélagið Gilding ehf., sem
lagði 150 milljónir króna í fyrirtæk-
ið í ársbyrjun, geti bjargað málun-
um. Eitthvað minnir mig að einmitt
þessu fyrirtæki, Gildingu ehf., hafi
verið farið að förlast fjárhagslega ef
marka má fréttir sem lesa mátti þar
að lútandi fyrir ekki svo löngu.
Mestan kvíðboga ber ég þó fyrir
vesalings „starfsfólkinu með reynsl-
una“ verði það platað til að leggja
bróðurpartinn af þriggja mánaða
samningsbundnum uppsagnarlaun-
um sínum (ríkistryggðum) i nýtt
ævintýri með nýjum herrum og nýj-
um kennitölum.
Hluthafar hlæja ekki lengur
Garri
Inga Jóna braggast
Garri hefur verið að velta fyrir sér mikilvægi
þess að einungis Inga Jóna Þórðardóttir ein og
enginn annar úr minnihlutanum tók þátt í um-
ræðunni við framlagningu fjárhagsáætlunar í
síðustu viku. Af hverju töluðu strákarnir í borg-
arstjómarflokknum ekkert? Vildi Inga Jóna ekki
að þeir dræpu umræðunni á dreif eða hafa þeir
bara ekkert vit á fjármálum borgarinnar?! Og ef
Inga Jóna vildi ekki að þeir töluðu líka er það
þá ekki nokkuð merkilegt að hún hafi haft stöðu
til að banna þeim það - sérstaklega í ljósi um-
ræðunnar um að hún njóti ekki óskoraðs fylgis
sem leiðtogi?! Þessar og raunar miklu fleiri
spurningar hafa verið á sveimi allan seinnihluta
síðustu viku og um helgina, ekki eingöngu með-
al stjómmálaáhugamanna eins og Garra heldur
líka meöal sjálfstæðismanna sjálfra sem nú velta
fyrir sér hver staðan sé í leiötogamálum flokks-
ins síns í Reykjavík.
Styrkir stöðu sína
Óhjákvæmilega þykir þessi uppákoma benda
til þess að Inga Jóna sé að styrkja sig innan
borgarstjórnarflokksins. Því þó svo aö umræðan
um fjárhagsáætlun sé kannski ekki skemmtileg-
asta eða vinsælasta umræðan á sviði borgarmála
þá fylgir henni talsverð þungavigt. Oddviti sem
ekki er með fjármálaumræðuna á hreinu og ræð-
ur ekki við að taka þátt í henni er i raun enginn
oddviti. Þess vegna er það í raun veikleikamerki
að menn eins og t.d. Júlíus Vífill Ingvarsson,
sem margir vilja að verði næsti oddviti, skuli
ekki blanda sér í fjáhagsáætlunarumræðuna með
einhverjum áberandi hætti. Ef hann, eða einhver
annar i borgarstjómarflokknum, á að koma til
greina sem foringi verður hann að sýna að hann
sé góður kappræðumaður á þessu sviði.
Björn þegir
En það er fleira en bara þetta sem spekúlant-
amir hafa til marks um að Inga Jóna sé að
styrkja sig í sessi. Nú hefur liðið enn ein helgin
þar sem Björn Bjarnason lætur hjá líða að gefa
til kynna í pistli á heimasíðu sinni hvort hann
ætlar í borgarmálin eða ekki. Tíminn fer einfald-
lega að vera knappur fyrir Björn ef hann á ann-
að borð ætlar að hjóla í Ingu Jónu og keppa við
hana um forystusætið. En Björn bara biður og
bíður á meðan Inga Jóna treystir stöðu sína með
ýmsum hætti. Er nú svo komið að Garra sýnist
sífellt líklegra að Björn haldi sig í landsmálun-
um sem aftur verður vatn á myllu Ingu Jónu. Þá
getur hún sagt við strákana í borgarstjómar-
flokknum að þeir eigi nú lítinn séns úr því að
sjálfur Bjöm Bjamason hafi ekki þorað að leggja
í hana! Það stefnir því í nokkuð bjartari tíma
hjá oddvita sjálfstæðismanna í borginni og Inga
Jóna getur hæglega fengið lánuð hin fleygu orð
Jóhönnu Slgurðardóttur og sagt: Minn timi mun
koma!
CMfl
Á prestastefnu þjóökirkjunnar
íslam í bland?
Þjóökirkjan og íslam
Guðrún Jónsdóttir skrifar:
Mig langar með þessum skrifum að
gagnrýna stefnu þjóðkirkjunnar sem
virðist ganga út á það þessa dagana að
boða og kynna íslam fyrir landsmönn-
um. Ef prestar landsins gengju jafn
hart fram í að kynna og boða kristni
og siðvæðingu meðal þjóðarinnar,
væri án efa minni flótti fólks úr þjóð-
kirkjunni. Þú skalt ekki aðra guði
hafa, er eitt af því sem Drottinn sjálf-
ur kenndi okkur með boðorðunum
tíu. Mitt ráð til presta landsins er að
þeir byrji á að virða það góða boðorð.
Umburðarlyndi er ekki gott í óhófi.
í fótspor fréttamanna
Hallgrímur Sveinsson skrifar frá Hrafnseyri:
Einn fagran morgun vaknar maður
upp við það, að Fréttastofa útvarps
segir hugljúfa frétt af andamömmu í
Vancouver í Kanada. Hún missti ung-
ana sína niður í holræsi borgarinnar,
og í öngum sínum sneri hún sér til
næsta lögreglumanns og bað hann
ásjár með því að toga í buxnaskálm
hans og leiða hann með sér þangað
sem nýfæddir ungar hennar börðust
um í straumkastinu. Lögregluþjónn-
inn bjargaði ungunum að sjálfsögðu
fyrir mömmuna og allt fór vel. -
Svona fréttir sem ylja fólki um hjarta-
rætur koma alltaf öðru hvoru bæði í
útvarpi og sjónvarpi, en að margra
mati alltof sjaldan. Mannlífsfréttir
sem þar virðast í öndvegi og hafa ver-
ið lengi eru fyrst og fremst frásagnir
af því sem miður fer, að ekki sé nú tal-
að um hina sígildu umfjöllun um pen-
inga. - Mætti ég biðja um aðeins
minna af slíku tagi og koma með fleiri
góðar mannlifsfréttir.
A lestarstöðinni
Eftirsóttur og þægilegur ferðamáti.
Ferðaskrifstofuraunir
Vilhjálmur Vilhjálmsson skrifar:
Manni dettur nú í hug þegar ferða-
skrifstofur eiga í bágindum, og á ég
þá ekki bara við Samvinnuferðir-
Landsýn, heldur ferðaskrifstofur yf-
irleitt, svo og Flugleiðir sem iíka
selja fólki farmiða til útlanda , hvort
ekki sé um sjálfskaparvíti að ræða
hjá þessum aðilum að einhverju
leyti. Nú auglýsa þessar skrifstofur
mikið þjónustu sína, m.a. ráðgjöf og
pöntun, sérhæft starfslið og hag-
kvæmasta fáanlegt flugverð og far-
seðla með öllum helstu flugfélögum
heims. Svona upptalningu sá ég
einmitt í auglýsingu frá Ferðaskrif-
stofu íslands (undir yfirskriftinni
Viðskiptaferðir - þjónusta um allan
heim). Þarna var ekki minnst á ferð-
ir með járnbrautarlestum, eins og
þær eru þó orðnar vinsælar meðal
farþega, einnig af íslendingum á ferð-
um í Evrópu. Þegar ég hef spurt um
þennan þátt ferðaþjónustu hér á
landi eru svörin oftast á sömu leið:
því miður, við höfum engar upplýs-
ingar um svoleiðis, það er svo erfitt
að nálgast þær! - Ég spyr á móti:
Vinnur fólkið ekki með tölvur? Og
svo hitt, að flugið er ekki beinlínis
eftirsótt í dag, og lestirnar eru mun
fljótari í fórum en flugvélin, þegar
allt er reiknað, og ólíkt þægilegri.
■KCTHM
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn 7 síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 ReyKjavík.
Lesendur eru hvattirtil að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.