Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2001 DV Fréttir 11 Góöur árangur af borun á Egilsstöðum: Hitaveitan fékk góða búbót í sumar var unnið að borun eft- ir heitu vatni við Urriðavatn í Fellabæ á vegum Hitaveitu Egils- staða og Fella - HEF. Boruð var hola sem er samtals 1.843 metrar á dýpt. Árangurinn varð 20 sek- úndulítrar af 72° heitu vatni sem er sagt nægjanlegt til upphitunar á 1000 manna byggð, íbúðarhús- næði og atvinnuhúsnæði sem sá fjöldi þarf. Ekki hefur skort heitt vatn hingað til en aðeins er verið að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun íbúa á svæðinu á næstu árum. Árið 1983 fékk HEF stóra vinning- inn. Þá fengust 45 1/sek af 76° heitu vatni úr einni holu sem er það mesta sem ein hola á lághita- svæði hefur gefið á landinu. Sú orka er enn ekki fullnýtt en þó er áformað að virkja nýju holuna á næsta ári. Heildarkostnaður við borun og virkjun holunnar er um 135 millj- ónir króna. HEF fjármagnar þess- ar framkvæmdir á eigin ábyrgð, þ.e. greiðir kostnaðinn af eigin tekjum, á næstu 7 árum. Fjárhag- ur fyrirtækisins verður að teljast góður. Hagnaður fyrstu 8 mánuði þessa árs var 14,4 milljónir. Nú er unnið að gatnagerð og holræsagerð á nýju bygginga- svæði á Egilsstöðum ásamt til- heyrandi veitukerfi og hafa veitu- fyrirtækin tekið upp samstarf við þær framkvæmdir þannig að að- eins þarf að grafa einu sinni: sím- inn, rafveitan og hitaveitan nýta síðan sama skurðinn fyrir lagnir sínar og er þannig frá gengið að ekki þarf að brjóta upp götuna til að tengja ný hús inn á kerfin þó þau komi löngu síðar. Er að þessu mikið hagræði fyrir alla -PG idddddddddkidddk- Y Gíiarinn ehi.¥ yr Stórhöfda 27 yf Kassagítarar sími 552-2125 og 895-9376 frá 8.900 kr. opið á laugard. og sunnud. Rafmagnsgítar, magnari m/effekt, ' ‘ og snúra. Aður 40.400 kr. Nú 29.900 kp, m Barriatrommuseté'v’i^ 4.900 kr. dd Hljómborð ^frá3Æ00^ / " Barnagítarar 6.900 kr. Trommusett með diskum Húnaþing vestra: Framsókn hrað- ar uppstillingu á lista Framsóknarmenn í Húnaþingi vestra hafa á undanfornum dög- um efnt til skoðanakönnunar sem notuð verður til uppstillingar á framboðslista. Könnunin er ekki bindandi en verður notuð til leið- beiningar. Síðasti dagur til að póstlegga seðlana var á mánudag en stefnt er að því aö ljúka upp- röðun á framboðslistann um miðj- an desember. Elín R. Líndal er oddviti fram- sóknarmanna í Húnaþingi vestra þetta kjörtímabil og hefur hug á að gefa kost á sér áfram en Bene- dikt Ragnarsson á Barkarstöðum er formaður Framsóknarfélags Húnaþings vestra. -ÞÁ. Borgarf j arðarsveit: Öll hrepps- nefndin hættir Þórunn Gestsdóttír. Enginn aðal- hreppsnefndar- manna í Borgar- fjarðarsveit mun gefa kost á sér við næstu sveitárstjómar- kosningar sem fara fram í maí á næsta ári. Staðfesti Þór- unn Gestsdóttir, sveitarstjóri í Borgarfjarðarsveit, þetta við DV. í dag eiga flmm sæti í hrepps- nefnd Borgarfjarðarsveitar, þau eru Ríkharð Brynjólfsson, oddviti Hvanneyri, Ágústa Þorvaldsdótt ir, Skarði, Bergþór Kristleifsson Húsafelli, Sigurður Jakobsson Varmalæk og Bjarki Már Karls- son, Hvanneyri, sem öll munu hverfa úr sveitarstjórn. -DVÓ Við drekkum meiri mjólk Framleiðsla mjólkur í október nam 8.071.603 lítrum sem er 2,62% aukning frá sama mánuði í fyrra. Siðustu 12 mánuði var framleiðsl- an 106,2 milljónir lítra, 2% meiri en næstu 12 mánuði á undan. Sala á fitugrunni síðustu 12 mánuði var 98,7 milljónir lítra og á prótín- grunni 107,4 milljónir lítra, að því er segir í frétt frá Bændasamtök- unum. -hiá Smáauglýsingar vasir.is Það gerist ekki betra... Volkswagen Golf 32.000 kr. á mánuði í eitt ár* Volkswagen Bora 34.000 kr. á mánuði í eitt ár* en * nyr Volkswagen Oolt eða Volkswagen Bora! • Nú getur þú fengið Volkswagen Golf eða Volkswagen Bora á einstaklega hagstæðum rekstrarleigusamningi. Báðir þessir bílar búa yfír einstökum aksturseiginleikum og eru jafnframt rúmgóðir, öruggir og aflmiklir, auk þess að vera fallega hannaðir með sportlegt útlit. Rekstrarleigusamningur felur í sér að HEKLA sér um allt eftirlit með bílnum, auk olíuskipta. Þetta er því sérstaklega hagstætt tilboð á hágæða bílum frá Volkswagen sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. * Rekstrarleiga, aðeins fyrir fyrirtæki. 0, HEKLA - í forystu á nýrri öld! Volkswagen Laugavegur 170-174 . Sími 590 5000 • Heimasíða www.hekla.is • Netfang hekla@hekla.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.