Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Síða 17
16 33 4- MANUDAGUR 3. DESEMBER 2001 MANUDAGUR 3. DESEMBER 2001 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoóarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11, 105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimaslða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreiring@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugeró: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Alþjóðadagur fatlaðra Athyglisvert hefur veriö að fylgjast með auglýsingaher- ferð margra félagasamtaka á síðustu dögum sem hafa beint þeim tilmælum til þjóðar sinnar og einkum valdhafa að eyða biðlistum eftir lögbundinni þjónustu við fatlaða. Þessi félög eru á einu máli um að biðlistarnir séu áfellis- dómur yfir ráðamönnum og kerfinu sem þeir stýra. Með auglýsingaherferðinni er sleginn nýr tónn í baráttusögu fatlaðra. Sjaldan hefur jafn mörgum verið nóg boðið í þess- um efnum og við upphaf nýrrar aldar. Alþjóöadagur fatlaðra er í dag. Hann á að minna okkur á mikilvægi þess að fatlaðir búi við sama lífsöryggi og rétt og aðrir landsmenn. Þessi dagur er mikilvæg áminning þess að standa verður vörð um það sem áunnist hefur í baráttumálum fatlaðra og hann á einnig að vekja okkur til umhugsunar um það sem betur verður að fara í þessum mikilvæga málaflokki. Þar eru brýn verkefni framundan, svo brýn og aðkallandi að ekki er óeðlilegt að mörgum kunnustu félagasamtökum landsmanna sé nóg boðið. Þjónusta við fatlað fólk á ekki að vera afgangsstærð í ís- lensku samfélagi. Hún á að vera myndarleg og þroskuðu samfélagi til sóma. Dagblöð og aðrir fjölmiðlar eiga ekki sýknt og heilagt að þurfa að vera að birta fréttir af ömurlegu hlutskipti fatlaðra þjóðfélagsþegna og aðstandenda þeirra sem kerfið hefur brugðist og stjórnmálamenn hafa svikið. Lögbundin þjónusta er ekki stærra orð en svo að við hana á að standa. Það hafa stjórnvöld ekki gert eins og margsinnis hefur verið bent á í fjölmiðlum - og verður enn gert. Fátt ef nokkuð er meiri og betri mælikvarði á gæði sam- félaga en þjónusta þess við þá sem minnst mega sín. Þessi þjónusta er mælikvarði á siðferðisþrek og réttsýni. Hún er í reynd vísitala velferðar. Hún varðar dýpstu hugsun þeirrar menningararfleifðar og lífssýnar sem flestir íslend- ingar telja sig vera sprottna af og fylgja. Hún er kjarni kristninnar. Þjóðfélög eru því nokkurn veginn jafn góð eða vond og þjónustan sem þau veita vanmáttugum. Samfélag- ið verður alltaf dæmt af verkum sínum, sem og verkleysi. Þegar stjórnmálamenn huga að forgangsröð í starfi sínu eiga þeir fyrst að horfa til fólks. Þeir eru fulltrúar þess. Fólk á að skipta þá meginmáli og annað er aukaatriði. Stjórn- málamönnum er falið að setja fólki lög, vönduð lög sem eiga að hlúa að öryggi fólks og velferð. Þar á enginn að vera und- anskilinn. Lögbundin þjónusta við alla þegna samfélagsins á að vera jafn sjálfsögð og lögin sjálf. Þessi lög eiga að vera bundin við fólk og þarfir þess og eftir þeim á að fara. Fatl- aðir þekkja þessi lög, en njóta þeirra takmarkað. Réttsýnn og velviljaður stjórnmálamaður hlýtur að horfa á þarfir samfélagsins eins og foreldrar á heimilis- verk sín. Þeir sinna fyrst og helst þeim sem mestrar þjón- ustu þurfa og líta aldrei undan ef ungbarnið grætur. Þeir skamma hins vegar gjarna þá sem hæst láta og eru frekast- ir. Fyrir sómakæran stjórnmálamann á ekki að vera flók- ið að hugsa á sömu nótum. Hann hlýtur að vilja leggja þeim lið sem lakast standa á velli. Hundsi hann þetta fólk og eigin lagasetningu á að taka málið af honum. Fatlaðir hafa ekki kosið hlutskipti sitt i lífmu. Þeir bera gríðarlegar byrðar, meiri og erfiðari en stærstur hluti þjóð- arinnar. Það særir réttlætiskennd venjulegra íslendinga þegar hann les hverja fréttina af annarri um alvarlega fatl- að fólk og aðstandendur þeirra sem kerfið hefur gleymt og stjórnmálamenn svikið. Þær fréttir og greinar verða skrif- aðar eins lengi og tilefni gefst. Þær eru ekki nöldur. Þær eru ekki eitthvert væl þrýstihópa. Þær eru ábending um að fara að lögum. Og ákall um hæfa stjórnmálamenn. Sigmundur Ernir. I>V Skoðun Reyk j avíkurf lugvöllurinn Þessi grein kemur inn í umræðuna um Aðalskipu- lag Reykjavíkur, sem borg- in er að kynna þessa dag- ana. Þar er reiknað með að Reykj avíkurílugvöllurinn fari á skipulagstímanum, þ.e. eftir 2016. Á flugvallar- svæðinu er reiknað með fjölbreyttri byggð og auknu rými fyrir Háskólann og raunar Landspitalann líka, ef ákveðið verður að hann verði á svipuðum stað við Hringbrautina eins og nú. En menn rifast samt enn um fram- tíð flugvallarins. - Þó hefur eitt gleymst í allri umræðunni, um fram- tíð Reykjavíkurflugvallarins, sem gerir hana marklausa meö öllu. Stjórnum ekki alveg allri ferö í málinu Við stjórnum ekki alveg allri ferð- inni í þessu máli. Þrátt fyrir sein- ustu voðaatburði í New York og ófriöinn í Afganistan má reikna með að umsvif Bandaríkjamanna á Norð- ur-Atlantshafi minnki á allra næstu árum. Við sjáum að það hefur verið að Pétur Jónsson varaborgarfulltrúi í Reykjavík gerast á síðustu árum og umsvifin munu halda áfram að minnka. Því að verði einhvers konar stríð háð á þessu svæði er líklegast að það verði með annars konar vopnabúnaði en þeim sem þarf að hafa á Keflavíkur- fhigvelli. Það er og hefur verið nokkuð lengi alveg ljóst að áhugi Bandaríkjamanna á að borga stóran hluta af við Keflavíkurflugvöllinn kostnaði minnkar sífellt. Þess er getið í fjölmiðlum þegar ut- anríkisráðherra tekst í viðræðum að fá þá tU að halda áfram umsvifum sinum einhvern tíma í viðbót. Það virðist bara tímaspursmál hvenær hernaðarlegt vægi flugvallarins verð- ur talið svo lítið að þeir hætti greiðslum kostnaðar, að hluta til eða alveg. - Hvað gerist þá? Þegar Bandaríkjamenn hætta að borga Bandaríkjamenn hætta að borga hluta í rekstri KeflavíkurflugvaUar. Nú má segja að á höfuðborgar- ifc- „íslendingar verða að hafa rekstur flugvallarins öruggan hvað sem það kostar, ef þeir œtla yfirleitt að halda uppi sœmilega góðum flugsamgöngum til útlanda. Ríkið borg- ar varla rekstur nema eins flugvallar á höfuðborgarsvœð- inu. Þykir mönnum sjálfsagt nóg um þann kostnað.“ svæðinu séu tveir flugveUir, og er vegalengdin mUli þeirra aðeins um 40 km. Kostnaður ríkisins vegna reksturs ReykjavíkurflugvaUar er um 240 m. kr. (árið 2000) auk við- halds og endurbyggingar flugbrauta, tækja og annarra mannvirkja, en um 80 m.kr. eru tekjur af lendingargjöld- um o.fl. Kostnaður ríkisins vegna hluta af Landnámsbær Ingólfs? Fátt er eins gaman og láta koma sér á óvart. Og ég er svoddan ein- feldningur í sálu minni að það er auðvelt, hvað mig snertir. Það kom mér því á óvart að sjá að enn eru til menn sem telja það leið til áhrifa að snúa staðreyndum við og leggja sig fram um að magna upp hughrif sem byggð eru á rangfærslum. - Slíkur málflutningur ber alla jafnan vott um lélegan málstað eða þekkingar- skort viðeigandi flutningsmanns. Örugglega ekki Ingólfur Ólafur Magnússon borgarfulltrúi ritar grein í DV mánudaginn 26. nóvember undir fyrirsögninni „Vemdum Ingólfsbæ". í stuttu máli fjallar greinin um það að landnáms- bær Ingólfs Amarsonar og Hallveig- ar Fróðadóttur hafi nú loks fundist í Grjótaþorpinu og nú verði að vemda hann handa komandi kynslóðum. Fyrirhuguð hótelbygging megi því ekki verða að veruleika. Ólafur á að vita að moldargólf það sem fannst með eldstæði og steina- röð umhverfis er ekki grunnur að landnámsbæ Ingólfs Arnarsonar hvað þá bærinn sjálfur. Ólafur var á fundinum þar sem Orri Vésteinsson greindi frá þessu í greinargóðri „Moldargólfið í Aðalstrœti er talið vera frá seinni hluta tíundu aldar. Það er ekki einstœtt á íslandi, þótt það sé e.t.v.einstœtt í Reykjavík. Það kann vel að vera að einhverjir afkomendur Ingólfs, í fjórða lið eða svo, hafi reist sér hús þama, en örugglega ekki Ingólfur.“ framsögu. Það sem fannst er u.þ.b. eitt hundrað árum yngra en sagnir segja að Ingólfur hafi átt að hafa komið til íslands. Moldar- gólflð í Aðalstræti er talið vera frá seinni hluta tí- undu aldar. Það er ekki einstætt á íslandi, þótt það sé e.t.v. einstætt í Reykja- vík. Það kann vel að vera að einhverjir afkomendur Ingólfs, í fjórða lið eða svo, hafi reist sér hús þama, en örugglega ekki Ingólfur. Það er hægt að afsaka greinarhöf- unda sem fara með rangt mál af því þeir yita ekki betur, en það er þeim til minnkunar að rangfæra stað- reyndir í þeim tilgangi að rugla fólk í ríminu. Það er einlæg von mín að Ólafur hafi ekki farið með sambæri- legar rangfærslur í málflutningi sín- um í Kárahnjúkamálinu. Ekki nýtt af nálinni En hvað hefur staðiö til að gera á homi Aðalstrætis og Túngötu? Mál- ið er nefnilega ekki nýtt af nálinni. Það hefur verið unnið að því síðustu sjö ár eða svo að fmna leið til að koma lífi í þetta steindauða hom, sem búið er að vera lýti í borginni allt frá þvi að gömlu húsin voru rif- in þar hvert af öðru. Hugmyndin var sú að endurreisa götumynd sem væri í þokkalegu samræmi við þau hús sem þarna voru eftir og endur- sköpuðu andblæ þess tima, sem gerði þessa elstu götu landsins að þungamiðju Reykjavíkur. Fjölmarg- ar hugmyndir hafa verið skoðaðar og að lokum varð til hugmynd sem Þröstur Ólafsson hagfræbingur búast mátti við að gæti gengið upp fjárhagslega, jafnframt því að glæða um- hverfíð lífí. Hótelbygging sem fyrir- huguð er á hominu er í sátt við umhverfið og mun, eins og ísafoldarhúsið, fegra og lífga Kvosina og gefa Aðal- stræti fjölbreytilegan og menningarlegan bæ, sem minnir okkur á liðna tið, um leið og nútímalíf er fóstrað þar. A altari fáránleikans? Hvað þá með rústina og moldar- gólfið? Ef hægt er að varðveita hana yfirleitt, þá þarf hún að fá umgjörð sem bæði varðveitir og er sýningar- staður fyrir komandi kynslóðir. Þá þarf gott aðgengi fyrir gesti utan frá. Allt þetta er hægt í góðu samlífí við hótelbyggingu. Það er unnið að því að sameina sjónarmið vandaðrar varðveislu og skynsamlegrar nýting- ar og þeim sem ætla að reisa hótelið er það kappsmál að það takist sem best til. Nú þegar er búið að gera umtalsverðar breytingar á upphaf- legum áætlunum og meira mun fylgja á eftir. Ef niðurstaðan verður í anda Ólafs og byggt verður enn eitt hálf- dautt safn yflr gólfið, svo ekki sé tal- að um þann fáranleika að smíða til- gátubæ í líkindum við bæinn að Ei- riksstöðum í Dölum, væri verið að fóma lifandi og fallega uppbyggðum götuhluta á altari fáranleikans og borgardauðans. Þröstur Ólafsson rekstri Keflavikurflugvallar er rúm- lega 550 m.kr. (árið 2000), sem greið- ist með tekjum af lendingagjöldum almenns flugs o.fl. Kostnaðarhluti Bandaríkjamanna vegna hins hluta rekstursins, sem er aðallega viðhald og endurbygging flugbrauta, tækja og annarra mannvirkja, er óljós. Ekki er ólíklegt að hann sé a.m.k. álíka upphæð, það er um 550 m.kr. Sá kostnaður mundi falla á ríkið, að hluta til eða alveg, ef halda ætti uppi starfseminni. íslendingar verða að hafa rekstur flugvallarins öruggan hvað sem það kostar, ef þeir ætla yflrleitt að halda uppi sæmilega góðum flugsamgöng- um til útlanda. Ríkið borgar varla rekstur nema eins flugvallar á höfuð- borgarsvæðinu. Þykir mönnum sjálf- sagt nóg um þann kostnað. Reykjavíkurflugvöllurinn verður þá útundan og öll umræða um fram- tíð hans er því ómark. Því eru yflr- gnæfandi líkur á því að ríkið muni sjálft leggja hann niður á skipulags- tímanum, þ.e. á árunum 2016-2024 eða jafnvel fyrr. - Öll umræðan undanfar- ið og hástemmdu lýsingarorðin um flugvallarmálið falla því dauð niður. Pétur Jónsson Ummæli Skjóta, skera og selja „Hvað ætla lands- menn að éta mikið magn af spiki eða hvalkjöti á ársgrund- velli? Unga fólkið sem hefur ekki einu sinni áhuga á súrum hrútspungum, hvað ætlar það að éta mikið af súru hval- spiki? Um það spyr enginn. Krafa um nýtingu hvalastofnanna við landið er sett fram eins og eina leið- in til að nýta hvali sé að skjóta þá, skera og selja. Gleymum því ekki að í dag er veriö að nýta hvalastofnana viö Island þó ekki sé verið að skjóta þá. Verðmætin sem skapast af hvalaskoðun eru vel sýnileg og skipta máli fyrir fjölmörg sveitarfé- lög, rétt eins og þjóöarbúið." Ásbjöm Björgvinsson, forstöðumaður Hvalask.miöst. á Húsavík, í Stafnbúa. Hvunndagshestur hestamennsku „Hestamenn voru að verðlauna afreksfólkið sitt á dögunum. Nú langar mig að beina kastljósi að hvunndagshetjum okkar. Hetjur þessar standa ekki á torgum og berja bumbur, þar sem allir fá séð. Þær fara einatt hljótt en bregðast hratt við þegar þeirra er þörf. Án þeirra væri tilveran snöggtum dauf- ari. Ég gat um Fálkaorðuna. Þegar betur er að gáö þá eigum við, hvert okkar um sig, óþrjótandi birgðir af okkar eigin Fálkaorðum. Viður- kenningum sem taka öllu gulli fram: Auðsýnt þakklæti; í orðum, með handtaki eða fallegri rós í vasa. Við eigum öll slíkar eftirlætishetjur - eigiun aðeins eftir að veita þeim Orðuna miklu.“ Ragnar Tómasson á Eiöfaxi.is Spurt og svarað Var flutningur Byggðastofnunar til Sauðárkróks ekki réttlœtanlegur s -CSu Brynjar Pálsson, bóksali á Sauðárkróki: Góðir á kaup- félagskontómum „Byggðastofnun er sjálfsagt hvergi jafn vel valinn staður og hér á Sauðárkróki. Ef einhver ríkis- stofnun á heima á landsbyggðinni þá er það Byggða- stofnun. Það er ekki spuming að starfsmenn eru nú í meiri nálægð við þau verkefni sem þeim er lögum samkvæmt falið að vinna. Ég er þess fullviss að kosm- aður við staðsetningu ríkisstofnana úti á landi er minni en væru þær í Reykjavík. Þá má benda á að af þessum 40 milljóna króna kostnaði var meira en helmingur vegna biðlauna. Inni í þessu dæmi er held- ur ekki reiknað með sölu eigna í Reykjavík. Þegar öllu er á botninn hvolft er því vel hægt að réttlæta flutninginn hingað norður - enda sérstaklega vel heppnaö aö koma sér fyrir á kaupfélagskontórnum.“ Ásta Möller, þingmaður Sjálfstceðisfl. i Rvík: Á Byggðastofhun rétt á sér? „Byggðastofnun er sjálfsagt best búinn staður úti á landi, þannig eru starfsmenn hennar í mestri ná- lægð við það fólk sem þeim ber aö þjóna. Að því leyti getur flutningurinn hafa verið réttlætanlegur. Á hinn bóginn tel ég rétt að spyrja hér grundvallar- spuminga, það er hvort Byggðastofnun eigi rétt á sér yfirhöfuð. Hlutverk hennar er að verulegu leyti bundið lána- og styrkjastarfsemi og þá er mikilvægt að arðsemi verkefna sé haft að leiðarljósi. Og getur þessi starfsemi ekki jafnvel átt heima í bankakerf- inu? Um byggðastefnuna má segja að Qutningar fólk úr dreifbýhnu í fjölmennið sé þróun sem á sér stað víða um iönd - og vafamál hvort henni verður snúið við hér á landi fremur en annars staðar.“ Jósef Auðunn Friðriksson, sveitarstjári á Stöövarfirói: Ekki miklir peningar „Mér frnnst þetta ekki mikill peningur. Ef við drögum frá kostn- að vegna starfsloka þeirra starfs- manna sem sáu sér ekki fært að fylgja starfseminni norður standa eftir fimmtán milljónir króna. Vænt- anlega er Byggðastofnun nú með vænan plús eftir að hafa selt húseignir sínar í Reykjavík og er komin norður þar sem húsnæðiskostnaður er miklum mun lægri. Varðandi feröakostnaðinn skulum við vona að hann stafi af því að starfsmenn Byggðastofnunar ferðist um landið til að kynna sér málefni lands- byggðarinnar á vettvangi. Annars er ég ekki fylgj- andi því að rífa stofnanir upp með rótum. Frekar á að Qytja ákveðna þætti í starfsemi þeirra út á land þar sem þeir eiga betur heima en í Reykjavík." Pissað í skó þjóðarinnar Háaloftið Sigurður Þorri Sigurðsson tryggi nga rádgjafi: Nœr að byggja upp staðarfyrirtœki „Þó endalaust sé verið að tala um jafnvægi í byggð landsins verður það jafnvægi að vera innan skynsemis- marka. Ég skil mætavel að landsbyggðin vilji fá eitt- hvað af þeim ríkisstofnunum sem eru hér á suðvestur- horninu. Spurningin er samt sú hvað sé réttlætanlegt aö þessir Qutningar kosti. Að verja 40 milljónum króna af skattpeningum okkar í Qutninginn norður Qnnst mér ekki rétúætanlegt. Að greiða fyrrverandi starfsmönnum yfir 20 mQljónir króna fyrir að neita að Qytja frnnst mér ekki hægt að verja með nokkrum hætti. Mín skoðun er sú að betra hefði verið fyrir bæjarfélagið og þau fyrir- tæki sem þegar eru með starfsemi þar að fá þessa fjár- muni inn í rekstur staðarfyrirtækja. Siíkt hefði verið gott skref í uppbyggingu atvinnulífs í Skagafirði." Flutningur Byggöastofnunar kostaöi 40 milljónir króna. Meíra en helmingur er vegna starfsloka fyrrverandi starfsmanna í Reykjavík. Ferðakostnaöur hefur aukist eftir flutninga noröur. f Þegar kunnátta læri- sveins galdramannsins var komin á það stig að hann gat látið gólfkústinn bera vatnið inn í fötum, létti hann því erfiði af sér. En sá var hængur á að strák- ur kimni ekki að stöðva vatnsburð kústsins og brátt Qæddi vatnið um all- an bústað galdrameistar- ans og var ofvirkni kústs- ins ekki stöðvuð fyrr en galdrakarlinn sjáfur kom og bætti fyrir heimskupör nemanda síns. Þessi saga er þekkt víða um lönd og á að kenna að Qas er ekki til fagnaðar og að óvarlegt sé að koma af stað atburðarás sem síðar er ekki hægt að hemja. Að minnsta kosti hefði Harry Potter seint sýnt slíkan aulahátt, enda lengra á veg kominn í galdrakúnstunum en lærisveinninn í gömlu sögunni. Á löggjafarsamkundu lýðveldisins stunda menn hvítagaldur sér til hægri verka. Þar er keppst við að semja og samþykkja lög sem eiga að koma tilteknum hópum til góða, af- mörkuðum byggöarlögum eða jafn- vel abstrakt hugtökum, eins og list eða menningu. Sjaldnar eru lögð fram lagafrumvörp sem eiga að kæta þjóðarheildina eða létta undir með henni í hversdagsstritinu. Þingmenn vorir eru svipuðu marki brenndir og lærisveinn galdrameistarans sem hét að hann hefði fundið lausn á vandamáli, en úr því varö ekki annað en að piltur pissaði illilega i skóinn sinn, enda réð hann aldrei við verkefni sitt. Þegar Qottræfllsköstin grípa þing- heim eru samþykkt þar lög á lög ofan, sem síðan er illt að standa viö vegna þess aö skattborgaramir. eru ekki píndir nóg. Ríkissjóður stendur einfaldlega ekki undir útgjöldunum sem kunnáttusnauðir galdrakarlar og -kerlingar leggja á landssjóðinn. Ójafnaðarlög Núna stendur Alþingi frammi fyrir því að skera niður íjárlög sem ekki eru komin tQ framkvæmda. En vegna þess að þingmenn kunna sér ekki læti þegar þeir eru að samþykkja lög um einhverja tiskubóluna vill fara svo að þeir standa í spomm lærlings galdrakarlsins sem kunni að láta kústinn bera vatn, en alls ekki hvern- ig átti að stööva austurinn. Á vorþingi samþykkti Pétur Blön- Oddur Olafsson skrífar: dal og 62 aðrir þingmenn ein svæsnustu ójafnaðarlög sem sögur fara af, tekjutengt feðraorlof sem kosta mun skattgreiðendur nokkra miUjarða árlega og fer bróð- urparturinn tU hátekju- manna. Núna þegar fjárlög og ríkisreksturinn allur er í uppnámi ætlar þingið að ógUda ójafnaðarlögin. En þá kann löggjafarvaldið enga aðferð til að draga lögin til baka og hljóta þau að standa með öUum sinum útgjöldum og verð- ur að finna aðrar leiðir til að lagfæra fyrirsjáanlegan halla á ríkissjóði. Ríkisstjómir hafa löngum leyst úr vandamálum með skyndilausnum, sem síðar valda enn meiri vandræö- um í ríkisrekstrinum en þau málefni sem verið var að leysa. Kaupkröfum og verkföllum opinberra starfs- manna hefur verið svarað með lof- orðum um aukin lífeyrisréttindi. Líf- eyrisskuldbindingar ríkis og sveitar- félaga eru taldar í fjárlagaárum, svipað og fjarlægðir í geimnum í ljósárum. Enda er árangurinn sá að opinber- ir starfsmenn njóta miklu betri líf- eyriskjara en aðrir launþegar, sem hljóta að greiða egóQipp og billegar lausnir framkvæmda- og löggjafar- valds með hærri álagningu opin- berra gjalda en eUa. Svigrúmið Þegar þeir sem trúað er fyrir lög- gjöf og opinberum sjóðum þjóðarinn- ar umgangast ríkissjóð eins og glóru- lausir fávitar krítarkortin sín kveða íjármálaráðherrar og þeirra lið upp úr um að ekkert svigrúm sé tU að draga úr ríkisútgjöldum. Ástæðan er að þeir eru búnir að ráðstafa öUum tekjum fýrir fram með lagasetningum sem ekki er hægt að draga tU baka. Pétur Blöndal er ákafastur allra þingmanna að reka áróður fyrir að draga beri úr ríkisrekstri og þar meö útgjöldum. En sami Pétur hælir sér af að samþykkja lög sem fela í sér stóraukinn ríkisrekstur og opinber- ar kaupgreiðslur til hátekjumanna fyrir að gera ekki neitt. Ákafasti talsmaður sósalíseringar mennta og menningar er mennta- málaráðherrann. Brynjólfur Bjarna- son komst aldrei með tærnar þar sem Björn hefur hælana í sinni menntamálaráðherratíð. Að því leyti myndi Björn sóma sér vel sem borg- arstjóraefni R-listans. Á Alþingi veit hægri höndin aldrei hvað sú vinstri gerir og enn síður hvernig á að jafna debet og kredit á ríkisreikningum. Pétur Blöndal er ákafastur allra þingmanna að reka áróður fyrir að draga beri úr ríkisrekstri og þar með út- gjöldum. En sami Pétur hœlir sér af að samþykkja lög sem fela í sér stóraukinn ríkisrekstur og opinberar kaup- greiðslur til hátekjumanna fyrir að gera ekki neitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.