Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2001, Qupperneq 1
Fram og Haukar leika til úrslita i SS-bikarnum ®
21
Cmer leystur
undan samningi
Körfuknattleiksdeild Grindavík-
ur stendur í stórræðum þessa dag-
ana en fyrir skömmu var Banda-
ríkjamaðurinn Roni
Bailey sendur heim
vegna slæmrar fjár-
hagsstöðu deildarinn-
ar. Nú hefur sló-
venski leikstjómand-
inn Miha Cmer verið
leystur undan samn-
ingi.
Cmer hefur leikið
ágætlega með Grinda-
vík í vetur og hefur
gert 13,8 stig, gefið 6,3
stoðsendingar í leik og einnig ver-
ið með fina hittni. Það er ljóst að
Grindavíkurliðið hefur veikst
þónokkuð aö undan-
förnu og ekki bætti úr
skák að Helgi Jónas
Guðfinnsson fingur-
brotnaði eins og áður
hefur komið fram í
DV.
Það eru þó góðar
fréttir að Pétur Guð-
mundsson er að koma
aftur inn í liðið eftir
meiðsli. -Ben
DV-Sport verðlaunaði í gær leikmenn og þjálfara sem þóttu hafa skarað fram
úr í nóvember. Aö ofan eru Haukamennirnir Halldór Ingólfsson og Viggó
Sigurðsson. Á myndinni til hliöar eru þau Ragnheiður Stephensen,
Stjörnunni, og Siggeir Magnússon, þjálfari liðsins. Á bls. 24-25 og 26 er fjallað
um viðurkenningarnar og spjallaö við þá sem hlutu þær.
DV-myndir Pjetur
Enska úrvalsdeildin:
Tapleikur hjá
Chelsea
Chelsea, sem hefur átt góðu gengi
að fagna að undanfórnu, tapaði á
Stamford Bridge í Lundúnum fyrir
Charlton í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu í gærkvöld. Það var
Kevin Lisbie sem skoraði sigur-
mark gestanna einni mínútu fyrir
leikslok. Eiöur Smári Guðjohnsen
var í byrjunarliði Chelsea en var
skipt út af ellefu mínútum fyrir
leikslok.
West Ham og Aston Villa skildu
jöfn, 1-1, á Upton Park í Lundúnum.
Dion Dublin færði Aston Villa óska-
byrjun þegar hann kom liðinu yfir á
fyrstu minútu leiksins. West Ham
gerði oft harða hríð að marki Aston
Villa en það var ekki fyrr en á
lokamínútu leiksins sem Jermain
Defoe jafnaði metin fyrir heima-
menn. Paolo Di Canio brenndi af
vítaspyrnu í síðari hálfleik en liðs-
menn Aston Villa geta öðru fremur
þakkað markverði sínum, Peter
Enckelman, fyrir stigið í leiknum.
Hann stóð í markinu í stað Peter
Schmeichel sem á við smá meiðsli
að striða. -JKS