Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2001, Page 6
26
FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001
DV
Þjálfari nóvembermánaðar í 1. deild kvenna:
Kvennakarfan
í örum vexti
- segir ívar Ásgrímsson, þjálfari ÍS
ívar Ásgrímsson, þjálfari
kvennaliðs ÍS í körfuknattleik, er
þjálfari nóvemþermánaðr. Undir
hans stjórn hefur liðinu vegnað vel í
deildinni og er sem stendur í öðru
sæti, tveimur stigum eftir
Grindvíkingum. ívar sagðist í
samtali við DV vera ánægður með
ganginn á liðinu og hann væri viss
um að eftir sem á liði myndi liðið
bæta við og markvisst væri unnið að
því að bæta fyrir það sem betur
mætti fara í leik liðsins.
„Við getum sagt að liðið sé á góðu
róli en ég er viss um að desember á
eftir að reynast liðinu erfiöur. Það
eru um 85% leikmanna í
háskólanum og nú fer í hönd
próftími hjá flestum stúlknanna. Það
sem skiptir þó mestu máli í þessu
öllu saman er að í liðinu eru margir
góðir leikmenn og mannskapurinn
mun gera allt til að komast vel frá
álaginu í þessu mánuði. Liðið hefur
aðeins tapað einum leik til þessa en
ég er bjartsýnn á framhaldið. Liðið á
eftir að verða betra eftir því sem
lengra sækir inn í mótið. Við erum
að vinna í okkar málum til að gera
okkar leik betri og því miðar vel
áfram,“ sagði ívar.
Hann sagði að það hefði verið
mikill styrkur að fá Öldu Leif
Jónsdóttur en hún gerir mikið fyrir
liðið. Þarna væri á ferð sterkur
leikmaður sem skipti liðið miklu
máli.
Aðspurður hvaða lið myndu
berjast um titilinn I vetur sagði ívar
að auk ÍS og Grindavíkur heföi hann
trú á KR-ingum og eins
Keílvíkingum. Sín tilfinning væri sú
að KR og Keflavík myndu eflaust
styrkja sig með erlendum
leikmönnum og fyrir vikið myndi
leikur umræddra liða örugglega
breytast.
„Mér finnst kvennakarfan betri í
vetur en ég átti von á. í deildinni eru
margir sterkir leikmenn. Deildin er
góð að mínu mati og ég held að það
sé óhætt að fullyrða að
kvennakarfan hér á landi sé í vexti
og betri en áður. Ég get bent á því til
stuðnings að stigaskor í fjórum
leikjum hefur fari yfir 80 stig hjá
báðum liðum. Þetta er nokkuð sem
maður hefur ekki séð lengi,“ sagði
ívar Ásgrímsson.
-JKS
Ungar og efnilegar
stelpur að koma upp
Alda Leif Jónsdóttir lék vel fyrir ÍS í nóvember. Hún var
stigahæst og nýting hennar í vítaskotum og þrigga stiga
skotum var mjög góö. DV-myndir Hari
- segir Alda Leif Jónsdóttir, leikmaður nóvembermánaðar
„Þessi útnefning kom mér
skemmtilega á óvart. Það sem af er er
þetta búið að vera skemmtilegt og
mótið á ábyggilega eftir að verða jafnt
og skemmtilegt fram í síðustu umferð.
Hvað sjálfa mig snertir er ég í ágætu
formi en auðvitað á ég mína slæmu
daga,“ sagði Alda Leif Jónsdóttir, leik-
maður nóvembermánaðar í 1. deild
kvenna í körfuknattleik. Alda Leif
leikur með íþróttafélagi Stúdenta og
er einn lykilmaður liðsins.
Alda Leif segir leikmannahópinn
góðan og liðið sé að leika eins og hún
átti von á fyrir tímbilið. Hún segir
gleðilegt að sjá að nokkrar ungar og
efnilegar stelpur séu að koma upp og
þá alveg sérstaklega hjá Keflvíkingum
og Grindvíkingum. Þetta sé bráðnauð-
synleg þróun til að halda kvennakörf-
unni gangandi.
Úrslit munu ekki ráöast fyrr
en í lokin
„Það hefur sýnt sig að heimaleik-
arnir eru drjúgir hjá öllum liðum i
deildinni en ég er klár á því að úrslit
á mótinu koma ekki til með að ráðast
fyrr en i lokin,“ sagði Alda Leif Jóns-
dóttir.
Alda Leif skoraði 22,6 stig að meðal-
tali í flmm leikjum mánaðarins, þar af
voru þrir þeirra gegn toppliðinu og
nýkrýndum Kjörísbikarmeisturum
Grindavíkur.
Stigahæst í nóvember
Alda Leif var stigahæst allra leik-
manna i nóvember og leiddi alls fimm
tölfræðiþætti af níu því engin hitti
betur úr þriggja stiga skotunum
(44,4%) eða vítunum (93,1%), átti fleiri
stoösendingar á hvern tapaðan bolta
(2,00) eða varði fleiri skot (4,8) auk
þess sem 52% skotnýting og 5,6
stoðsendingar í leik skiluðu henni inn
á topp þrjú á þeim listum.
-JKS
Keflavíkurstúlkur stöðvuðu fimm
leikja sigurgöngu Stúdína í 1. deild
kvenna í körfubolta með 70-66 sigri í
Keflavík í gær en með sigri hefði ÍS far-
ið á topp deildarinnar. Lið Keflavíkur
hafði yfir, 31-28, í leikhléi og var kom-
ið með niu stiga forustu, 63-54, þegar
fjórar mínútur voru eftir. ÍS minnkaði
muninn en komst þó ekki nær en fjög-
ur stig. Keflavík hefur nú á einni viku
unnið tvö efstu liðin og með því stimpl-
að sig af fullum krafti inn í toppbarátt-
una í deildinni.
35 sinnum á vítalínunni
Keflavík vann leikinn á vítalínunni,
bæði með því að komast þangað 35
sinnum (22 sinnum oftar en ÍS), koma
leikmönnum Stúdína í villuvandræði
(fjórar með 4 villur eða meira) og síðast
en ekki síst með þvi að nýta 80% vít-
anna en alls skoraði Keflavík 28 stig úr
vítum í leiknum.
Hér fóru Birna Valgarðsdóttir og
Erla Þorsteinsdóttir í fararbroddi en 17
sinnum brutu Stúdínur á þeim og þær
settu saman niður 22 af 27 vítum sín-
um. Erla klikkaði á fyrsta víti sínu en
setti síðan 12 síðustu niður. Báðar voru
þær duglegar að keyra inn að körfunni
og þau stig sem komu ekki af vítalin-
unni komu úr og við teiginn. Birna
skoraði 12 af sínum stigum í þriðja
leikhluta þar sem Keflavik náði undir-
tökunum í leiknum eftir mjög jafnan
fyrri hálfleik.
Hjá ÍS skoraði Alda Leif Jónsdóttir
yfir 20 stig fimmta leikinn í röð en hana
vantaði meiri stuðning í sókninni.
Stella Rún Kristjánsdóttir skoraði líka
góðar körfur í seinni hálfleik. Hafdis
Helgadóttir og Lovísa Guðmundsdóttir
börðust vel í vörninni en hittu ekki vel
og voru báðar í villuvandræðum þökk
sér áræðni Birnu og Erlu.
Auk Birnu og Erlu lék Svava Ósk
Stefánsdóttir mikilvægt hlutverki i
lokin auk þess að taka 13 fráköst og
önnur ung stúlka, María Anna Guð-
mundsdóttir ætti með frammistöðu
sinni í þessum leik að sýna fram á góða
lausn á leikstjórnendavandræðum liðs-
ins.
Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 27,
Erla Þorsteinsdóttir 24 (hitti úr 12 af 13 vít-
um, 11 fráköst), Svava Ósk Stefánsdóttir 9 (13
fráköst, 3 varin skot), Kristín Blöndal 6 (4
stoðsendingar), María Anna Guðmundsdóttir
2 (5 stoðsendingar á 22 mín.), Guðrún Guð-
mundsdóttir 2 (6 fráköst á 18 mín.).
Stig IS: Alda Leif Jónsdóttir 26 (hitti 9 af
16 skotum og öllum 7 vítum sínum, 9 fráköst,
5 stoðsendingar, 5 stolnir), Þórunn Bjarna-
dóttir 11 (5 stoðsendingar), Stella Rún Krist-
jánsdóttir 10 (öll í seinni hálfleik), Lovísa
Guðmundsdóttir 10 (12 fráköst, 4 stoðsend-
ingar), Hafdís Helgadóttir 6 (10 fráköst),
Cecilia Larsson 3.
KR vann Njarðvík 66-58 í KR-húsinu
í vesturbæ þar sem Helgurnar í báðum
liðum fóru fyrir sínum liðum. Helga
Þorvaldsdóttir skoraði 12 af 23 stigum
sinum í fyrsta leikhluta þar sem KR
náði upp 18-9 forustu sem þær héldu út
leikinn. KR hafði yfir 29-22 i hálfleik og
50-41 eftir þriðja leikhluta. Helga tók
auk þess átta fráköst, stal 7 boltum og
gaf 5 stoðsendingar en nafna hennar
Jónasdóttir i Njarðvikurliðinu skoraði
19 stig og tók 16 fráköst á aðeins 21
mínútu en hún setti einmitt frákasta-
met í fyrsta leik liðanna í vetur sem
fram fór í Njarðvík.
Stig KR: Helga Þorvaldsdóttir 23 (8 frá-
köst, 7 stolnir, 5 stoðsendingar), Gréta María
Grétarsdóttir 16 (8 fráköst, 5 í sókn), Hildur
Sigurðardóttir 14 (6 fráköst, 4 stoðsendingar),
Kristín Björk Jónsdóttir 7, Hafdís Gunnars-
dóttir 4 (10 fráköst, 5 í sókn), Sigurbjörg Þor-
steinsdóttir 2.
Stig Njarðvíkur: Helga Jónasdóttir 19
(hitti úr 7 af 13 skotum, 16 fráköst, 10 i sókn
á 21 mín.), Eva Stefánsdóttir 11 (6 fráköst),
Guðrún Ósk Karlsdóttir 8, Auður Jónsdóttir
7, Rannveig Randversdóttir 6 (9 fráköst),
Díana Jónsdóttir 3, Bára Lúðvíksdóttir 2,Sig-
urlaug Guðmundsdóttir 2. -ÓÓJ
Birna Valgarösdóttir úr
Keflavík, aö ofan, og Helga
Þorvaldsdóttir úr KR áttu báðar
góðan leik í sigurleikjum sinna
liöa í gærkvöldi.
©
%
##
KR vann Njarðvík
1. DEILD KVENNA
Grindavík 8 6 2 564-540 12
ÍS 7 5 2 527-395 10
Keflavík 7 4 3 463-444 8
KR 6 3 3 377-373 6
KFÍ 4 1 3 271-283 2
Njarðvik 8 1 7 449-616 2
Stigahæstar:
Birna Valgarðsdóttir, Keflavík . 22,9
Jessica Gaspar, Grindavík .... 22,0
Kathryn Otwell, KFÍ............22,0
Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík . . 19,7
Alda Leif Jónsdóttir, IS.......18,7
Hildur Sigurðardóttir, KR......17,5
Lovísa Guðmundsdóttir, ÍS .... 17,4
Gréta María Grétarsdóttir, KR . 15,2
Helga Þorvaldsdóttir, KR ......15,0
Sólveig Gunnlaugsdóttir, Grindav. 12,1
Næstu leikir:
KFI-KR ........
KFÍ-KR..........
Njarðvík-Keflavík
KR-Grindavík . .
Keflavík-KFÍ . . .
Keflavík-KFÍ . . .
Grindav.-Njaröv. .
.. fos. 7. desember
. lau. 8. desember
. lau. 8. desember
. þri. 11. desember
. fös. 14. desember
. lau. 15. desember
lau. 15. desember
1. deild kvenna í körfubolta í gær:
Aræði Birnu og Erlu
- stöðvaði sigurgöngu ÍS - Helgurnar í stuði í vesturbænum