Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Qupperneq 4
22
MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001
Sport
Linda með a ny
- í fyrsta sinn í rúman 21 mánuð í tveimur öruggum sigrum KR-stúlkna á ísafirði um helgina
Linda Stefánsdóttir lék fyrstu
körfuboltaleiki sína í rúman 21 mán-
uð þegar KR fór í góða ferð til ísafjarð-
ar um helgina og vann tvo örugga
sigra. Linda sleit krossbönd í hné í
leik 24. febrúar 2000 og virtist það
ætla að enda feril hennar en með
harðfylgni eins og henni er einni lag-
ið er hún komin aftur í slaginn og er
það KR-liðinu mikill styrkur.
Það er ótrúlegt hvað kvennalið KFÍ
tók miklum stakkaskiptum á einni
viku því eftir hörkuleik við Keflavík í
undanúrslitum Kjöísbikarsins, þar
sem liðið lék vel og hefði allt eins get-
að farið með sigur af hólmi, var það
ekki svipur hjá sjón og virtist hrein-
lega vera sem algjört áhugaleysi hefði
gripið um sig þegar KR-ingar komu í
heimsókn og spiluðu tvo leiki í deild-
innium helgina.
Fyrri leikurinn fór reyndar vel
af stað fyrir heimastúlkur og þær
náðu strax góðu forskoti. Liðið
nýtti þá styrk sinn vel og sótti
grimmt undir körfu KR-inga sem
eru töluvert lægri í loftinu en KFÍ-
liðið. En gestirnir tók þá við sér,
þær geisiuðu af sjáifstrausti og léku
hver aðra vel uppi og settu skotin
sín niður. Lokatölurnar urðu ótrú-
legar, 40-72 fyrir KR.
Gréta María átti mjög góðan leik
og réðu heimastúlkur illa við hana.
Sömuleiðis voru þær Hildur og
Helga góðar. Linda Stefánsdóttir
átti góða innkomu fyrir KR eftir
erfið meiðsl og þegar hún verður
komin í betra form á hún eftir að
styrkja KR-liðið mikið í vetur. Hjá
KFÍ var enginn sem stóð upp úr.
Eftir útreið fyrri leiksins var ljóst
að eitthvað mik-
ið varð að gerast
í herbúðum KFÍ
ef sagan ætti
ekki að endur-
taka sig í síðari
leik liðanna.
Tvær ungar og
efnilegar stúlkur,
Berglind Karen
Ingvarsdóttir og
Sara Pálmadótt-
ir, komu inn i
byrjunarlið KFÍ í
fyrsta skiptið í
vetur og stóðu sig
feikivel. KR-liðið
hélt uppteknum
hætti og hóf leikinn eins og þær luku
fyrri leiknum daginn áður og unnu
45-61. Helga átti prýöisleik fyrir KR-
liðið og það sama má segja um Hildi
ogKristínuog Hafdís Gunnars kunni
vel við sig á gamla heimavellinum en
Gréta hafði hægar um sig en daginn
áður. Annars var það mjög sterk liðs-
heild sem dreif KR-liðið áfram í þess-
um leikjum og brá oft fyrir glæsileg-
um samieik. Hjá KFÍ átti enginn
góðan dag þegar á heiidina er litið en
plúsinn þó sá að varnarleikurinn var
mun betri en í fyrri leiknum en trúna
vantaði i sókninni. .
Hlutskipti KFÍ-liðsins er það nú að
berjast i botninum ásamt Njarðvíkur-
stúlkum og það er nokkuð sem ekki
var stefnt að í upphafi keppnistíma-
biisins. KR-stúlkur eiga eftir að
styrkjast með tilkomu Lindu og síðan
Guðbjargar og eru allt eins liklegar
til að gera harða atlögu að titilvörnum
sínum í vetur. Vert er í lokin að
minnast á frábæra frammistöðu dóm-
aranna, þeirra Sigmundar Más Her-
bertssonar og Jóns Halldórs Eðvalds-
sonar.
7. desember KFÍ-KR. 40-72 (24-41)
Stig KFI: Kathrjm Otwell 17 (9 frák.),
Tinna Sigmundsdóttir 13, Fjóla Eiríksdóttir
4, Sigríður Guðjónsdóttir 2, Sesselja Guð-
jónsdóttir 2, Stefanía Ásmundsdóttir 2.
Stig KR: Gréta María Grétarsdóttir 22 (8
fráköst, 4 stolnir), Hildur Sigurðardóttir 16
(6 fráköst, 5 stoðsendingar, 8 stolnir), Helga
Þorvaldsdóttir 15, Kristín Björk Jónsdóttir
8, Hafdís Gunnarsdóttir 6, Lilja Oddsdóttir
3, Linda Stefánsdóttir 2.
8. desember KFÍ-KR. 45-61 (21-31)
Stig KFI: Otwell 13 (7 stolnir), Tinna 11,
Fjóla 11, Anna Sigurlaugsdóttir 4, Sara
Pálmadóttir 2, Helga Ingimarsdóttir 2, Stef-
anía Ásmundsdóttir 2.
Stig KR: Helga 18 (7 fráköst), Hildur 12
(4 stolnir), Kristín 11 ( 4 stolnir), Hafdís 9,
Gréta María 7 (12 fráköst, 5 stolnir), Linda
4. -isa
Linda Stefánsdóttir
lék fyrstu leiki sina í
rúman 21 mánuð á
ísafirði um helgina.
Þrír
- hjá Keflavík sem
• •
ro
undir í 37 mín
Keflavíkurstúlkur unnu þriðja deild-
arsigur sinn i röð i kvennakörfunni í
Njarðvík á laugardag en komust heldur
betur í hann krappan og voru undir
fyrstu 37 mínútur leiksins. Keflavíkur-
liðið komst loks á skrið í síðasta leik-
hlutanum sem þær unnu 25-8 og
tryggðu sér átta stiga sigur, 68-76. Hér
munaði mest um góða vörn Keflavíkur-
liðsins en Njarðvíkurstúlkur misnot-
uðu 17 af 18 skotum sinum í leikhlutan-
um, auk þess sem Keflavíkurstúlkurnar
stálu þá fjórum sinnum af þeim boltan-
um.
Það var hart barist í þessum leik og
ekkert gefið eftir í baráttu nágrannalið-
anna, auk þess sem tveir leikmenn
Njarðvíkurliðsins, Guðrún Ósk
Karlsdóttir og Bára Lúðvíksdóttir,
komu úr Keflavík fyrir þetta tímabil og
voru báðar staðráðnar i að sanna sig
gegn gömlu félögunum.
Njarðvíkurliðið byrjaði leikinn líka
vel, komst í 7-0 og leiddi 19-11 eftir
fyrsta leikhluta. Það virtist vera sem
Keflavík væri búið að koma sér inn í
leikinn með því að minnka muninn í
41-39 i hálfleik en heimastúlkumar
voru komnar aftur níu stig yfir við lok
þriðja leikhluta.
Kristín Blöndal, fyrirliði Keflavíkur-
liðsins, tók af skarið í leiknum og var
allt í öllu þegar Keflavíkurliðið komst á
skrið í síðasta leikhlutanum ,en hún
skoraði 8 stig og gaf 3 stoðsendingar
þegar Keflavík breytti stöðunni úr 60-51
i 65-72. Auk Kristínar var Birna
Valgarðsdóttir sterk að vanda. Hún
hefur oft hitt betur en ógnar allan
tímann og þrjár körfur hennar i síðasta
leikhlutanum komu á mikilvægum
timapunktum. Erla Þorsteinsdóttir var
einnig áberandi á mörgum stöðum. Líkt
og Birna hefur hún hitt betur en 17 stig,
18 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 varin
skot segja sina sögu, auk þess að hún
setti niður öll sjö víti sín en Erla hefur
nú nýtt 19 víti i röð. Erla háði mikið
einvígi við Helgu Jónasdóttur hjá
Njarðvík og báðar enduðu þær með 18
fráköst.
Njarðvíkurliðið var nálægt óvæntum
sigri í þessum leik og það þrátt fyrir að
það léki án tveggja lykilmanna, þeirra
Evu Stefánsdóttur og Pálínu
Gunnarsdóttur. Ekkert Bð í deildinni
fær meiri framlög frá bekknum og
breiddin gæti farið að skila sigrum
haldi þær áfram á sömu braut. Díana
Jónsdóttir, Guðrún Ósk, Bára og Helga
léku allar mjög vel í leiknum.
Stig Njarðvíkur: Díana Jónsdóttir 17,
Bára Lúðvíksdóttir 14 (hitti 8 af 9 vítum),
Guðrún Ósk Karisdóttir 12 (16 fráköst, 3 var-
in skot), Helga Jónasdóttir 7 (18 fráköst, 6
varin skot), Arndís Sigurðardóttir 5, Rann-
veig Randversdóttir 5, Sæunn Sæmundsdótt-
ir 4, Ásta Óskarsdóttir 2, Auður Jónsdóttir 2.
Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 23
(5 stolnir), Kristín Blöndal 22 (7 stoðsending-
ar), Erla Þorsteinsdóttir 17 (18 fráköst, 7 í
sókn, 6 stoðsendingar, 4 varin skot), Svava
Ósk Stefánsdóttir 8, María Anna Guðmunds-
dóttir 2 (6 stoðs. á 16 mín.), Gréta Guðbrands-
dóttir 2, Theódóra Káradóttir 2. -ÓÓJ
Í
var þó
Dagur markvarðanna
- þegar ÍBV vann Val, 2Q-17, á heimavelli i Eyjum
1 Eyjum tóku heimastúlkur í ÍBV
á móti Val en þessi tvö lið áttust
einmitt við í átta liða úrslitum bikar-
keppninnar fyrir tæpum mánuði og
þá voru Eyjastúlkur ekki í vandræð-
um með gestina. í þetta sinn var
hins vegar viðureignin jafnari,
kannski helst vegna þess að í marki
Vals stóð Berglind Hansdóttir sem
varði 29 skot í leiknum, þar af sex
víti en hinum megin á vellinum var
Vigdís Sigurðardóttir líka í bana-
stuði, varði 25 skot, þar af þrjú víti.
En ÍBV sigraði í leiknum, 20-17, og
kom sér þar með í efsta sæti Esso-
deildarinnar.
Valsstúlkur voru greinilega
minnugar siðustu viðureignar lið-
anna enda voru þær mun beittari á
upphafsmínútunum og náðu m.a.
tveggja marka forystu, 2-4. Berglind
tók strax til sinna ráða og varði vel
frá upphafi leiks en hún kom þó ekki
í veg fyrir að ÍBV næði forustunni
fyrir leikhlé. Liðin spiluðu bæði 5-1
vörn þar sem tvíburasystumar Dag-
ný og Drífa Skúladætur voru báðar í
sama hlutverki hvor sínum megin á
vellinum og tókst báðum að valda
nokkrum usla í sóknarleik andstæð-
ingsins. Staðan í hálfleik var 11-8.
Það leit lengi vel út fyrir að seinni
hálfleikur ætlaði að verða spenn-
andi. Valsstúlkur byrjuðu ágætlega
en sóknarleikur liðsins var ekki upp
á marga fiska og því náðu þær ekki
að nýta sér góða markvörslu Berg-
lindar. Reyndar voru Eyjastúlkur
ekki að spila sinn besta leik en þær
hafa á að skipa sterkari einstakling-
um en það var einmitt einstaklings-
framtakið sem var ráðandi hjá báð-
um liðum. ÍBV gat haldið Valsstúlk-
um tveimur til þremur mörkum frá
sér án mikillar fyrirhafnar og leikur-
inn endaði með 3ja marka sigri ÍBV.
Vigdís Sigurðardóttir sagði eftir
leikinn að það væri erfitt fyrir liðin
að fá svona löng hlé á milli leikja.
„Ég hafði trú á því að við ynnum
vinna leikinn allan tímann en samt
náðum við aldrei að hrista þær al-
mennilega af okkur. Við náðum
þriggja marka forystu og héldum því
nánast allan seinni hálfleikinn. Við
erum ekki búnar að spila í mánuð og
það var dálítið erfitt að ná upp
stemningu en svo kemur aftur mán-
aðarhlé núna og það kemur sér mjög
illa fyrir liðin í deildinni."
Berglind Hansdóttir sagði að leik-
menn Vals hefðu alls ekki vilja end-
urtaka leikinn í bikarkeppninni.
„Það er alltaf svekkjandi að tapa,
sama hversu vel maður stendur sig.
Við gerum of mikið af mistökum í
sóknarleiknum og töpum hreinlega á
því. Við töpuðum stórt hérna síðast
en komum mikið betur stemmdar til
leiks núna og stöndum okkur ágæt-
lega þrátt fyrir tapið. Það komu bara
kaflar þar sem við missum boltann
og fáum hraðaupphlaup í bakið 1
staðinn og þar skilur liðin að,“
-jgi
1. DEILD KVENNA
Grindavík 8 6 2 564-540 12
Is 7 5 2 527-395 10
Keflavík 7 4 3 463-444 8
KR 6 3 3 377-373 6
KFÍ 4 1 3 271-283 2
Njarðvík 8 1 7 449-616 2
Stigahæstar:
Birna Valgarðsdóttir, Keflavík . 22,9
Jessica Gaspar, Grindavík .... 22,0
Kathryn Otwell, KFÍ.............19,7
Erla Þorsteinsdóttir, Keflavik . . 19,4
Alda Leif Jónsdóttir, ÍS........18,7
Lovísa Guðmundsdóttir, ÍS .... 17,4
Hildur Sigurðardóttir, KR.......16,6
Helga Þorvaldsdóttir, KR .......15,4
Gréta María Grétarsdóttir, KR . 15,0
Sólveig Gunnlaugsd., Grindav. . 12,1
Flest fráköst:
Jessica Gaspar, Grindavík .... 13,2
Helga Jónasdóttir, Njarðvík . . . 12,8
Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík . . 12,5
Lovísa Guðmundsdóttir, ÍS........9,4
Gréta María Grétarsdóttir, KR . . 9,3
Flestar stoðsendingar:
Alda Leif Jónsdóttir, ÍS ........5,9
Kristín Blöndal, Keflavík ........5,4
Jessica Gaspar, Grindavík ........5,0
Tinna Sigmundsdóttir, KFÍ........3,7
Lovísa Guömundsdóttir, ÍS........9,4
Flestir stolnir boltar:
Jessica Gaspar, Grindavík ........6,8
Kathryn Otwell, KFÍ...............4,2
Hildur Siguröardóttir, KR........4,0
Gréta María Grétarsdóttir, KR . . 3,9
Alda Leif Jónsdóttir, IS .........3,4
Flest varin skot:
Alda Leif Jónsdóttir, ÍS .........4,0
Lovísa Guðmundsdóttir, ÍS........3,9
Helga Jónasdóttir, Njarðvík .... 2,4
Birna Valgarösdóttir, Keflavik . . 2,1
Fjóla Eiríksdóttir, KFÍ .........2,0
ÍBV-Valur 20-17
0-1, 2-4, 5-5, 9-7 (11-8), 11-9, 15-11, 17-13,
19-15, 20-17.
ÍBV:
Mörk/viti (skot/viti): Dagný Skúladóttir 5
(6/1), Ana Pérez 3/2 (13/4), Milana Mileuzic
3/1 (7/2), Theodora Visockaite 2 (8/2),
Andrea Atladóttir 2 (4), Aníta Ýr
Eyþórsdóttir 2 (3), Ingibjörg Jónsdóttir 2 (2),
Isabel Ortiz 1/1 (1/1).
Hraóaupphlaupsmörk: 2 (Dagný,
Ingibjörg) Viti: Skorað úr 4 af 10.
Fiskuð viti: Aníta 6, Dagný 2, Theodora,
Milana.
Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 25/3
(42/10, hélt 14, 60%).
Brottvisanir: 0 mínútur.
Valur:
Mörk/viti (skot/viti): Drífa Skúladóttir
7/6 (11/8), Hrafnhildur Skúladóttir 5/1
(11/2), Hafrún Kristjánsdóttir 2 (4), Elfa
Björk Hreggviðsdóttir 2 (3), Ámý B. ísberg
1 (5), Marin S. Madsen (2).
Hraóaupphlaupsmörk: 1 (Elfa)
Vítú Skorað úr 7 af 10.
Fiskuó viti: Marin 5, Hrafnhildur 2, Elfa 2,
Hafrún
Varin skot: Berglind Hansdóttir 29/6
(49/10, hélt 16, 59%).
Brottvisanir: 2 minútur.
Dómarar (1-10): Jónas Erlingsson og
Vilbergur Sverrisson (5). Gæói leiks
(1-10): 5. Áhorfendur: 120.
Maður leiksins:
Berglind íris Hansdóttir, Val