Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Page 9
Jólaskvapið plagar landslýð nú sem fyrri ár og margir sem grípa til þeirra örþrifaráða að hendast í
næstu líkamsræktarstöð og kaupa eitt stykki árskort. „Góðærið" hans Dabba kóngs seinustu ár hefur
gert flestum kleift að bæta einu slíku á kreditkortareikninginn. Nú eru hins vegar þrengingar í þjóðfé-
laginu og fólk vill frekar hafa efni á heimsókn til læknis en borga kort sem hvort eð er verður ekki
notað nema í tvær til sex vikur. Fókus velti fyrir sér ódýrum valkostum til að losna við mörinn.
Joloskvopið burt á ódýran hótt
Núðlusúpukúrinn.
Þetta kannast þeir við
sem hafa verið á námslán-
um, atvinnuleysisbótum
eða lágmarkslaunum.
Bragðmiklar súpur með
smá-næringargildi og
mátulega seðjandi núðlum.
Þegar gera á vel við sig er
hægt að elda tvo pakka í
einu. Tekur nokkra mán-
uði en svínvirkar.
Kynlífskúrinn.
Þessi aðferð er sérstaklega hentug
fyrir pör. Kynlíf er einstaklega fín
og ánægjuleg líkamsrækt og ef vel
er framkvæmt þá er jafnvel hægt að
ná teygjum um leið og tekið er á því.
Ekki er vitlaust að verða sér út um
stellingabók svo hægt sé að þjálfa
sem flesta vöðva" líkarhans. Ef
áhugaleysi er til staðar þá má alltaf
redda sér víagra. Munið: A.m.k.
dráttur á dag kemur línum í lag.
>v
Mecrunarbjórs-
KÚRINN.
Þeir sem þykir
ölið gott geta létt á
samviskunni með
drykkju á svoköll-
uðum léttum bjór.
Hann er auðþekkj-
anlegur af viðskeyt-
inu light á eftir teg-
undárheitinu.
Fitukúrinn.
Eini aðlaðandi megrunarkúr-
inn sem ffam hefur komið. Það
muna allir hvað Dabbi kóngur
grenntist. Hann er reyndar orð-
inn búsældarlegur aftur en skítt
með það. Þetta er allavega
skammtíma skyndilausn sem
bragð er af. Svo er kjöt líka oft
hlutfallslega ódýrara en græn-
meti.
Slagsmálakúrinn.
Þetta er sársaukafull aðferð en árangursrík.
Málið er að snapa sér slagsmál við fullt vöðva-
búnt eða hóp unglinga í miðbænum. Avallt
skal reyna að hjálpa til við að hnefar lendi á við-
kvæmum stöðum kjálkans þar sem samanvír-
aður munnur er jú vænlegur til minnkandi áts.
Ef vel er að staðið er jafnvel hægt að láta dæm-
ið líta út eins og maður sé saklaust fórnarlamb
og fá þannig pening í formi skaðabóta sem
bónus. Munið að taka aðeins á móti þar sem það
eyðir líka kaloríum og styrkir vöðva.
Stresskúrinn.
Með því að mikla öll vandamál fyrir
sér og leggja sjálfan sig undir óþarfa
pressu þá má koma af stað ágætis maga-
sári sem aftur getur leitt til þó nokkurr-
ar megrunar. Hafa ber í huga að fylgjast
verður með mataræðinu því sumir
hneigjast til átu og því verður að skipu-
leggja þennan kúr vel, helst með aðstoð
vinar. Streita veldur einnig spennu í
vöðvum sem er líkamsrækt og því gott
að muna að teygja vel á í lok hvers dags.
Eignast-barn-kúrinn.
Þetta er nokkurs konar
framlenging á kynlífskúm-
um með „dashi“ af
stresskúrnum. Einn munn-
ur í viðbót þýðir að minna er
fyrir þá sem fyrir eru. Alveg
fullkomið. Minna át eftir
líkamleg átök. Gallinn er
aukin útgjöld en á móti
kemur sólargeisli í lífið.
Steinsmugukúrinn.
Tvö afbrigði eru til af
þessu kúr. Annars vegar er það kyrrsetuaf-
brigðið sem byggist upp á því að keyra út í
búð og kaupa ferskan kjúkling og éta hann
illa eldaðan. Hins vegar er það útiveruaf-
brigðið. Hann byggist upp á mávaskyttiríi
sem býður upp á garanteraða salmonellu-
sýkingu og holla útiveru, allt í sama
pakka. Sama hvort afbrigðið er notað þá er
krónísk skita garanteruð grenningaraðferð.
Seinna afbrigðið er þó mun líklegra til ár-
angurs.
Pappírskúrinn.
Þessi er ætlaður til að uppfylla bita-
á-milli-mála þörfina. Pappír er þeim
eiginleikum gæddur að vera ger-
sneyddur öllu næringargildi á meðan
hann er stútfullur af trefjum sem
gera góðar hægðir. Þægilegast er að
bleyta pappírinn upp í vatni, tæta í
mjóar ræmur og neyta hans svoleiðis.
Muna að kyngja litlu magni í einu til
að draga úr hættu á að pappírinn
þjappist saman og stífli garnir.
Skítsama-kúrinn.
Þetta er í rauninni enginn kúr
heldur byggist hann upp á því að
gefa skít í allt heilsuþvaður í lík-
amsræktarfrömuðum, læknum og
næringarfræðingum og étá það
sem mann lystir, hreyfa sig þegar
mann langar og sjá svo til. Því
eins og allir vita þá er kjörþyngd
ekkert annað en sú þyngd sem
manni líður vel með utan á sér.
Að ganga um og skjóta menn og skepnur með góðu úrvali af vopnum er ekki viðurkennt áhugamál hjá
einu einasta menningarsamfélagi. Það telst hins vegar hið mesta sport hjá mönnum á öllum aldri sem
finnast tölvuleikir skemmtilegir og síðustu þrjú ár hafa landslið með þeim bestu í faginu verið valin til
að koma fram fyrir hönd íslensku þjóðarinnar á þeim vettvangi.
Eru eins og fólk er flest
llluti landsliðsins stillir sér hér upp við drápsgræjurnar sínar.
þeim finnst Lundúnaferð alveg feikinóg til að sækjast eftir.
Yngvi bendir þó á að atvinnumennskan sé að festa sig í sessi í
tölvulcikjaheiminum. „Það eru um fimm spilarar í heiminum
sem gera lítið annað en að ferðast um og spila á mótum þar sem
peningaverðlaun eru í boði. Einum þeirra tókst að vinna þrjú
mót og hafði 80.000 dollara (ca 8.152.800 ískr.) upp úr krafs-
inu sem eru ágætar árstekjur.“ Yngvi telur líklegt að peningar
„Það’er búið að skipta þeim Evrópulöndum sem
hafa nógu góða nettengingu niður í riðla og við
erum í riðli með Skandinavíuþjóðunum og Rúss-
landi sem er talinn vera langsterkasti riðillinn,“
segir Yngvi Freyr Einarsson, einn af þeim tíu
„blóðþyrstu“ mönnum sem skipa íslenska landslið-
ið í Quake sem nú er að taka þátt í Evrópumótinu
í samnefndum leik. Leikurinn gengur út á að
reyna að ná fána andstæðinganna og eru spilaðir
þrír leikir í hverri viðureign.
Tvö efstu liðin komast svo upp og spila f útslátt-
arkeppni. Yngvi er bjartsýnn þótt landsliðið hafi
tapað fyrsta leiknum á móti Danmörku í síðustu
viku. „Danmörk er sterkasta liðið f riðlinum og við
töpuðum leiknum 2-1 sem er framför frá þvf í
fyrra, þegar við töpuðum 3-0. Þessi úrslit gefa okk-
ur vonir um að við náum allavega öðru sætinu."
Þetta er þriðja árið sem landslið í Quake er sett
saman. Yngvi segir að fyrsta árið hafi árangurinn
ekki verið beisinn þar sem tengingin til Evrópu
hafi verið léleg vegna þess að ekki var beint sam-
band þangað. Nú sé Íslandssími hins vegar búinn
að koma upp beinu sambandi þangað sem sé allt annað líf.
RÚMAR 8 MILLJÓNIR Á EINU ÁRI
Sigur í Evrópumótinu gefur ekkert af sér nema heiðurinn
og ókeypis ferð til London til að spila úrslitaleikinn. Það má
skilja sem svo að ungmennafélagsandinn góði, að vera með en
ekki endilega sigra, lifi góðu lífi hjá Yngva og félögum þvf
í keppnum í tölvuleikjum eigi eftir að aukast. „Það
er talið að tölvuleikjaspilurum fjölgi um 50% á sex
mánaða fresti þannig að markaðurinn stækkar
alltaf."
Finnur fyrir fordómum
Nú virðist það viðtekin skoðun margra íslenskra
smáborgara að þeir sem stunda tölvuleiki af hvað
mestum móð séu upp til hópa bólugrafnir ung-
lingar sem geri lítið annað en að hanga yfir tölv-
unni og næra kroppinn á pitsum og kóka-kóla.
Yngvi segist ekki hafa farið varhluta af þeim for-
dómum sem hann segir þó alls ekki eiga við rök að
styðjast. „Þeir sem eru hvað virkastir í Quake-
samfélaginu eru langflestir frá 17 ára og upp úr.
Þar að auki þá er það útbreiddur misskilningur að
við gerum lítið annað en að hanga fyrir framan
tölvuna," segir Yngvi.
Hann tiltekur sérstaklega viðtal sem birtist við
hann hér f Fókus fyrir tveim árum, þegar hann
var sextán ára. Þá viðurkenndi hann að hann ætti
ekki kærustu og var það dregið upp í millifyrirsögn
eins og það væri eitthvað skrýtið fyrir dreng á hans aldri að
eiga ekki kærustu. Yngvi viðurkennir að svo sé enn en segir
þó þau mál í vinnslu, eins og hjá öðrum drengjum sem ein-
hleypir eru. Að lokum segir Yngvi að flestir séu tölvuleikja-
spilarar nú eðlilegir menn sem séu í skóla, fari í líkamsrækt og
geri það sem annað fólk geri.
25. janúar 2002 f ó k u s
9