Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Side 10
Poppmolar
Trabant fær cóða dóma í Bretlandi
Hljómplatan Moment of
Truth með tvímenmngun-
um f Trabant var af mörg-
um talin ein af merkileg-
ustu fslensku plötunum í
fyrra. Eins og annað efni
sem Thule gefur út kemur
platan líka út erlendis og
þegar eru farnir að birtast
dómar um Trabant f bresk-
um fjölmiðlum. Tfmaritið
Muzik, sem er teiðandi f
raf- og danstónlist f Bret-
landi, velur smáskffuna Enter Spacebar/Lady Elephant smáskffu mánaðar-
ins f febrúarbtaðinu sem er nýkomið út. f vikulegu net-fréttabréfi frá
Muzik er líka sérstaklega mælt með Moment of Truth en blaðið lýsir plöt-
unni eitthvað á þessa leið: „fmyndið ykkur Chemical Brothers en þrisvar
sinnum klárari og framúrstefnulegri, hrærið upp fútkomunni með íslensk-
um einmanaleika og sveppaáhrifum og þið nálgist kannski eitthvað hina
lagrænu ogskemmtilegu Trabant...“Ogþeir klykkja út með þvfað segja að
ef þið látið þessa plötu fram hjá ykkur fara þá séu það ykkar mistök. Við
tökum undir það...
VERÐUR 2002 BRITROP ÁR?
f síðasta Fókus var stiklað á stóru
f plötuútgáfu næstu mánaða. Sfðan
þá hefur eitt og annað bæst við út-
gáfuáætlanir plötufyrirtækjanna.
Þrjár af helstu britpop sveitunum,
Blur, Oasis og Suede, eru allar með
plötur ísmfðum sem eru væntanleg-
ar á árinu. Oasis-platan, sem hefur
fengid vinnuheitið Heathen Chem-
istry, á að koma út síðsumars en
Suede-platan er væntanleg með
haustinu. Breska pressan var farin
að hita upp fyrir nýtt Blur/Oasis
stríð f sumar en af þvf verður ekki því að samkvæmt nýjustu fréttum kem-
ur Blur platan f fyrsta lagi í október. Frægustu nýliðar breska poppsins
undanfarin ár, Coldplay, eru líka að klára nýja plötu sem kemur út ísumar.
Þeir byrjuðu að vinna hana II. september og eru búinir að taka upp 25 lög.
Neil Younc í mars oc Moby í maí ...
Ný plata með Neil Young er væntan-
leg f mars en hún á að heita Are You
Passionate? og inniheldur hljóðfæra-
leikara eins og Pancho Sampedro úr
Crazy Horse og gömlu Memphis soul
boltana Donald „Duck“ Dunn og Booker
T. Jones úr stórsveitinni Booker T. 6 The
M.C.’s.
Annar amerískur originat, öltu yngri
þó, Moby, er Ifka að leggja lokahönd á
sfna næstu plötu. Hún kemur út f maf og
hefur fengið nafnið 18 og verður hans
fyrsta sfðan hin geysivinsæla Play kom
út árið 1999. Á meðat gesta á plötunni
verða þær Angie Stone og MCLytesem syngja ílaginu Jam For The Ladies.
Fyrsta smáskífan af 18 mun að öllum líkindum verða lagið We Are Made of
Stars. Moby mun spila eitt lag af nýju plötunni á lokahátfð Vetrarólympfu-
leikanna sem fram fer f Salt Lake City 24. febrúar.
Hip-hop mætir raftónlist í Blade 2
Útgáfa á tónlist úr kvikmyndum er töluvert stór markaður og þvf eðli-
legt að menn láti sér detta eitt og annað í hug þegar verið er að velja tón-
list f kvikmyndir. Yfirleitt eru menn samt ekki jafnstórhuga og framleið-
endur kvikmyndarinnar Blade 2 sem verður frumsýnd f Bandaríkjunum 29.
mars. Myndin mun innihalda samstarf nokkurra þekktra hip-hop tónlistar-
manna annars vegar og raftónlistarmanna hins vegar. Á meðal para á plöt-
unni sem kemur út þremur dög-
um á undan myndinni eru Mos
Def (mynd) og Massive Attack,
Bubba Sparxxx og Chrystal
Method, Cypress Hill og Roni
Size, Moby og Mystical, lce
Cube og Paul Oakenfold, The
Roots og BT, Redman og Gorill-
az og þær stöllur Rah Digga og
Trina sem gera lag með Groove
Armada. Svo er rappstjarnan
Eve búin að gera sitthvort lagið
með Fatboy Slim og Basement
Jaxx en aðeins annað þeirra
mun komast á plötuna.
Fjórða plata breska dúósins Chemical Brothers, Come With Us,
kemur í verslanir á mánudaginn. Trausti Júlíusson hlustaði á
plötuna sem er fyrsti stórviðburður poppárins 2002.
Syrutónlist sem sameinar
rokk og dansliðið
bæra klúbbi.
Exit Planet
Dust
Dust Brothers
voru mjög vinsæl-
ir remixarar. A
hálfu ári remixuðu
þeir t.d. Primal
Scream,
Charlatans, Saint
Etienne, Prodigy
og Manic Street
Preachers. Þegar
fyrsta stóra platan
þeirra, Exit Planet
Dust, kom út hjá
Virgin árið 1995
var hins vegar
kominn tfmi til
þess að breyta
nafninu, enda
hefði það annars
getað skapað rugl-
ing. Dust Brothers
breyttust þess
vegna í Chemical Brothers. Exit
Planet Dust innihélt m.a. lög eins og
Chemical Beats og Leave Home. Hún
þykir enn í dag mikið meistaraverk,
var m.a. valin næstbesta danstónlist'
arplata sögunnar nýverið í tímaritinu
Muzik. Onnur platan, Dig Your Own
Hole, kom út 1997 og innihélt bæði
snilldarlagið Block Rockin Beats og
Setting Sun sem Noel Gallagher
syngur. Þriðja platan, Surrender, kom
svo 1999 en á hana söfnuðu þeir sam-
an ótal söngvurum, þ.á m. Hope
Sandoval úr Mazzy Star, Bemard
Sumner úr New Order og Bobby
Gillespie úr Primal Scream. Það var
samt lagið Hey Boy, hey Girl sem eng-
inn fyrrefndra söngvara syngur, sem
vakti mesta áthygli, enda dúndurlag
sem tryllti dansfólk út um allan heim,
allt frá fyrstu setningunni „Superstar
DJ’s, here we go ..."
ÓSVIKIN SÝRA
En nú er semsagt nýja platan kom-
in. Á henni treysta Tom og Ed að
mestu á sjálfa sig á nýjan leik. Það eru
að vísu á henni tvö lög með gesta-
söngvurum (Beth Orton og Richard
Ashcroft) en restin eru bara óbland-
aður Chemical galdur. Platan var 18
mánuði í vinnslu og er að mestu tekin
upp í stúdíóinu þeirra í Suður-London.
Það fer gífurleg vinna í svona plötu því
að í tónlist af þessu tagi er endalaust
hægt að bæta við og breyta. Platan
inniheldur bæði It Began in Afrika,
smáskífuna sem kom út í haust, og
nýja smáskífulagið Star Guitar. Tón-
listin hjá Chemical Brothers hefur oft
verið undir miklum sýruáhrifum en
aldrei þó eins og á Come With Us. Þó
að platan sé í ætt við fyrri plöturnar þá
sýnir hún samt að þeir félagar eru
langt frá því að vera hættir að þróast
þó að gamli Chemical-krafturinn sé
enn til staðar.
Það er alltaf
stórviðburður
þegar þeir Tom
Rowlands og
Ed Simons f
Chemical
Brothers senda
ffá sér nýja
plötu. Eftir
helgina kemur
út fjórða platan
þeirra, Come
With Us, en
eins og hinar
þrjár fyrri er
hún stútfull af
kraftmikilli og
skemmtilegri
samsuðu af
danstónlist,
hip'hop bítum
og rokki.
Hittust í mið-
ALDASÖGU-
TÍMA
Saga Chemical Brothers er mörgum
kunn. Tom og Ed hittust í fyrsta mið-
aldasögutímanum sínum í Manchester
háskóla árið 1989 og hafa verið óað-
skiljanlegir síðan. (I dag búa þeir ör-
skammt hvor frá öðrum í Notting Hill
hverfinu). Þeir voru báðir með tónlist-
ardellu og þegar Tom bauð Ed heim til
að hlusta á nýju 3rd Bass plötuna þá
vissu þeir að það var byrjunin á ein-
hverju nýju og spennandi. Þeir höfðu
báðir fram að því verið að hlusta á
indie-rokk, tölvupopp og hip-hop.
Tom var meðlimur í hljómsveitinni
Ariel sem gaf út smáskífuna Sea of
Beats árið 1991 en þeir Tom og Ed
byrjuðu um svipað leyti að koma fram
saman sem plötusnúðar undir nafninu
Dust Brothers í höfúðið á samnefndu
pródúsera-dúói sem m.a. tók upp
meistaraverkið Paul’s Boutique með
Beastie Boys. Þeir fóru í framhaldinu
að gera remix og síðan að búa til sfna
eigin tónlist.
Hinn goðsagnakenndi Heavenly
SOCIAL KLÚBBUR
Tom og Ed gerðu lagið Song to the
Siren árið 1993 en það vakti athygli
Andrews Weatherall sem gaf lagið út
á Junior Boy’s Own-merkinu. I fram-
haldi af þeirri útgáfu var þeim boðið að
spila í Heavenly Social klúbbnum í
London en sá klúbbur hafði mikil áhrif
á þróun danstónlistarinnar í Bret-
landi. Það var á Heavenly Social sem
menn fóru að blanda saman hip-hop
bítum, rokki og danstónlist og þessi
gerjun mótaði tónlistarmenn eins og
Chemical Brothers og gat af sér tón-
listarstefnur eins og big-beatið. Fatboy
Slim hefúr t.d. oft sagt frá þeirri vitrun
sem hann varð fyrir þegar hann álpað-
ist inn á Heavenly Social þar sem þeir
Tom og Ed fóru hamförum á bak við
plötuspilarana. Chemical Brothers
Live at the Social mixplatan er til-
einkuð því sem fram fór f þessum frá-
Flytjandi: Jimi Tenor
Platan: Utopian Dreai
Útgefandi: Sahko/12 tónar
Lengd: 54:43 mín.
Flytjandi: King Tubby
Platan:
Útgefandi: Pressure Sounds/
12 tónar
Lengd: 59:52 mín.
hva6 fvrir skemmtileaar niðurstaða
hvern? staðreyndir
Utopian Dream er fyrsta sólóplata finnska sérvitringsins og íslandsvinar- ins Jimi Tenor eftir a6 Warp útgáfan ákvaö aö hætta aö gefa hann út. Plat- an kemur út hjá finnska raftónlistarfyr- irtækinu Sahko, sem m.a. hefur gefiö út efni meö Pan Sonic og Mika Vainio. Sahko á finnsku þýöir rafmagn. Jimi Tenor sameinar tónlistarlega framsækni og frumlegheit og ákveðinn húmor og skemmtilegheit. Ef þú hefur ekki húmor fyrir honum þá er betra aö sleppa því að hlusta. Þetta er plata fyr- ir raftónlistaraðdáendur sem taka sig ekki of alvarlega. Aðdáendur Beck, Air og Trabant ættu aö skilja manninn. Utopian Dream telst vera sjötta sóló- plata Jimi Tenor í fullri lengd, en þ’ar fyrir utan á hann aö baki ótal smáskíf- ur og samstarfsverkefni. Verk hans hafa komiö út hjá fyrirtækjum eins og Bad Vugum og Puu í Ftnnlandi, Warp, Beggars Banquet og T&B i Englandi og Compost og Ozon i Þýskalandi. Þetta er skemmtileg plata sem veldur aödáendum Tenorsins örugglega ekki vonbrigöum. Bæöi furðufulga-org- elpoppið og rólegu stemningar og hljóöeffekta-lögin sem maður kannast við frá honum eru hér. Eini gallinn er aö platan kemur hvergi á óvart og þeg- ar Jimi Tenor er annars vegar er þaö kannski frekar stór galli. traustl júliusson
King Tubby er einn af meisturum dub- tónlistarinnar og einn af hugmyndarik- ustu og áhugaverðusrtu reaggie pródúserunum. Þessi plata, sem ber undirtitilinn .KingTubby’s Productions in the Digítal Era”, inniheldur upptökur sem hann geröi meö ýmsum lista- mönnum á árunum 1985-89. Reggí og dub-aödáendur ættu aö fagna þessari útgáfu. Þeir sem eru að leita aö klassískri King Tubby dub-tón- list ættu samt frekar aö tékka á Dub Gone Crazy 1 og 2 sem innihalda upp- tökur frá gullöld dub-sins á áttunda áratugnum. Þessi plata er fyrir þá sem þekkja þaö tímabil, en þyrstir t meira efni frá Tubby. KingTubby og Lee „Scratch" Perry eru frægustu dub-listarmennirnir. Tubby er af sumum talinn upphafsmaöur dub- sins, en hann hóf ferilinn sem útvarps og plötuspilara viðgeröarmaöur á sjötta áratugnum og fór að taka upp og hljóöblanda skömmu seinna. Hann féll fyrir hendi ræningja fyrir utan heim- ili sitt í Kingston 6. febrúar 1989. Þetta er frábær plata. Þaö er mjög skemmtilegt aö heyra hvernig King Tubby fer með ýmis kunnugleg 80’s sánd. Þaö er óhætt aö treysta honum til þess að gera eitthvað spennandi viö þau. 80’s tónlistin hefur elst mis- vel en sumt á þessari plötu hljómar ótrúlega ferskt enn í dag. Spilist hátt... trausti júlíusson
10
f ó k u s
25. janúar 2002