Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Page 11
HÉR & NÚ / SlA Bubbi + Stríð oc friður - Nýbúinn undir jökli ★★★★ Rokk-kemistrían f góðu lagi Nýbúinn er fyrsta keyrslu-rokkplata Bubba Morthens í töluverðan tíma, unnin með hljómsveitinni Stríð og íriði. A tónleikum hefur Bubbi alltaf verið best- ur þegar hann hefur verið í góðú rokkbandi. Utangarðs- menn, Egó, Das Kapital, MX-80, GCD ... og eflaust gleymi ég einhverju. Stríð og frið skipa auk Bubba þeir Pétur Hallgrímsson og Guðmundur Pétursson á gítara, Jakob Smári Magnússon á bassa og Arnar Geir Omars- son á trommur. Hættulega þétt mannaskipan eins og þeir sem hafa séð hljómsveitina spila á tónleikum geta borði vitni um. Á Nýbúanum staldrar Bubbi við, segir skilið við misvel lukkaðar popptilraunirnar og tilgerðarlegu textana sem stundum komu honum í ógöngur á tíunda áratugnum og byrjar upp á nýtt með einföldu og hráu rokki og hreint út textum sem hafa boðskap. Ég verð að viðurkenna að mér finnst titillagið, Nýbúinn, sem var jafnframt eins og kynningarlag fyrir plötuna, mjög misheppnað. Ekki bara „Bubbi er búinn að hrista af sér slenið og er aftur farinn að fást við það sem hann gerir best, spila kraftmikið rokk og syngja um hluti sem skipta máli.“ af því að sing-a-long viðlagið „Island fyrir Islendinga / farðu heim til þín“ getur auðveldlega misskilist ef maður þekkir ekki Bubba (og jú, það eru til Islendingar sem ekki þekkja hann, t.d. nýbúar ... ) heldur er þetta bara langleiðinlegasta lagið á plötunni og gerir annars mjög fínni plötu mikinn óleik. Flest af þessum 12 lögum eru ágætis rokklög. Rokk- kemistrían hér virkar alveg og það er oft góður kraftur í bandinu. Ryþmaparið er harðlæst í bítinu og gítaramir krauma yfir. Oft minna þessi lög á fyrri rokksveitir Bubba, Hvítir sloppar gæti verið af einhverri Egó plöt- unni, Alltaf einn, sem er tileinkað minningu utangarðs- mannsins Valgeirs Magnúsar Gunnarssonar, er power- ballaða í stíl við Sumarið er tfminn og Svartur himinn er eins og uppfært gúanó-rokk. Annars staðar minnir plat- an á Das Kapital eða GCD. Svo er það Frelsi 76 sem er pönk af gamla skólanum, svona eins og Sex Pistols lag með Sham 69 viðlagi... Sum lögin hér hafa skemmtilega þungan hljóm sem virkar mjög vel, t.d. 70 kílóa lúser og Umbúðir. Það eru eiginlega engin vond lög hér, nema áð- urnefht titillag ... Á heildina litið er þetta hiklaust besta plata Bubba í nokkurn tíma. Það er kannski ekki verið að gera neitt nýtt, en platan markar samt ákveðin tímamót. Bubbi er búinn að hrista af sér slenið og er aftur farinn að fást við það sem hann gerir best, spila kraftmikið rokk og syngja um hluti sem skipta máli. Það verður gaman að heyra það sem hann gerir næst. Trausti Júlíusson Hún var ekki kjörin af þvf ad hún er kona ... ... hún var kjörin vegna þess sem hún hefur fram aö færa - en það hefur hún af því aö hún er kona. Það sem skilur okkur ad gerir okkur sterkari sem Itelld. Það er hlutl mannréttlnda að sjónarmið beggja kynja skipi jafnan sess. Ráðherraskipuð nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum 25.janúar 2002 fókus 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.