Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Page 22
o*
Nonni Ouest að meika það
Það er ekki að spyrja að áhrifamætti Fókuss. Eftir að við
settum hárgreiðslutöffarann Nonna Quest á forsfðuna
hjá okkur nú fyrir áramótin ákvað Vogue einnig að mynda
kappann. Afrakstur'mn er að finna f nýjustu útgáfu rúss-
neska Vogue sem selt er f Eymundsson. Þess má geta að
Nonni hefur verið að gera það gott sem klippari á einni af
aðalhárgreiðslustofum Moskvu en hann hefur verið hér
heima á fslandi fsmáfrfi fkringum áramótin.
Ensími, Maus og Naglbítar vakna
200.000 naglbftar virðast eitthvað vera að vakna til Iffs-
ins eftir langa hvfid. Hvort sjónvarpsfrægð Villa er þar um
að kenna skal ekki fullyrt en aðdáendur geta hlakkað til
þvf á heimasfðu þeirra er annasömu ári lofað. Ekki fæst
staðfest að ný plata komi út en eitthvað af nýju efni hef-
ur verið kreist út. Þeir sem fyrstir fá að heyra f Naglbftun-
um á nýju ári eru íslendingar búsettir f Múnchen, en sveit-
in spilar á skemmtun íslendingafélagsins þar 22. febrúar.
Og liðsmenn Ensfma segja á sinni heimasfðu að vinna við
upptökur á nýrri plötu hafi hafist á sfðasta mánudags-
kvöld. Þá luku þeir við að setja upp hljóðverið sitt sem
hefur verið nefnt Stúdfó Ástarsorg. Það má þvf fastlega
gera ráð fyrir nýju efni frá drengjunum á árinu og reynd-
ar fæst forsmekkurinn á nýja Gemsa-disknum sem vænt-
anlegur er fverslanir.
Mausarar eru reyndar f svipuðum sporum þessa dagana.
Þeir eiga eitt lag f Gemsum og á www.maus.is má sjá frétt
um það að sveitin ætlarað gefa útsmáskffu ftakmörkuðu
upplagi f byrjun febrúar. Aðeins verða framleidd 250 núm-
eruð eintök sem seld verða f sérvöldum plötuverslunum
og á tónleikum Maus. Lagið „Nánast ólögleg" er pródúser-
að af Bibba Curver og fjallar texti lagsins um samstarfs-
slit sveitarinnar við Skffuna - er „eins konar sjálfstæðis-
yfirlýsing sveitarinnar", eins og segir á sfðunni. Þá er á
skífunni að finna útgáfu Maus á Þeysaralaginu „Bás 12“
en Þeyr var f miklu uppáhaldi Mausara þegar þeir voru að-
eins yngri. Maus lofar annars nýrri plötu á árinu þannig
að það er um að gera að fylgjast með.
Rakel Sif í Buttercup
Hin unga og efnilega söngkona, Rakel Sif Sigurðardóttir,
er nýjasta viðbótin við sveitaballasveit'ina Buttercup. Eins
og kunnugt er hvarf íris Kristinsdóttir á braut seint á sfð-
asta ári þegar trommarinn Egill Rafnsson var rekinn úr
bandinu eftir að upp komst um sam-
drátt þeirra. Sætti íris sig illa við
þá meðferð og hafa þau skötu-
hjúin nú stofnað nýja sveit, Ber.
Rakel Sif gat sér gott orð sfðasta
vetur og sumar f Verslósýning-
unni Wake Me Up þar sem hún
söng meðal annars lagið Sól-
in er komin (l’m Walking
on Sunshine) sem fékk
nokkra spilun f útvarpi.
Verður gaman að sjá
hvernig Verslómeyjunni
tekst að spjara sig á fjöl-
mörgum sveitaböllum
sumarsins en frumraunin
var þreytt f Eldhúspartfi á
Astro f gærkvöld.
Það verða fjórar flottar sem sjá um að kenna ungum stúlkum
hvernig þær eigi að haga sér sem módel í Betrunarhúsinu á
næstunni. Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur fengið þær Chloe,
Kollu og Karlottu í lið með sér til að ieiðbeina á glænýju fyrir-
sætunámskeiði.
Kenno ungum stelpum
a5 vera flottar
„Við erum ekki að sækjast eftir einhverjum ákveðnum
týpum, við viljum bara sjá sem flestar stelpur. Þetta er
mjög góður undirbúningur fyrir framtíðina hjá ungum
stelpum. Bæði fá þær innsýn í hvernig það er að vera fyr-
irsæta og svo eru ýmsir fræðandi fyrirlestrar. Þetta er
nokkuð sem allar stelpur verða að prófa,“ segir Asdís Rán
Gunnarsdóttir fyrirsæta sem stendur fyrir módelnám-
skeiði fyrir ungar stelpur sem hefst á sunnudaginn.
Fermincaraldur oc upp úr
„Þetta er ætlað fyrir ungar dömur sem vilja vera mód-
el eða vilja kynnast þessum heimi. Við ætlum að kenna
þeim að vera flottar, hvernig þær eiga að labba, haga sér
og hafa gott sjálfsálit," segir Ásdís sem kennir sjálf á
námskeiðinu ásamt ungfrú Island.is, Kolbrúnu Pálínu,
ofurskutlunni Chloe Opheliu og módelinu Karlottu.
„Kolla kennir sjálfsstyrkingarnámskeið og framkomu
og hún kennir líka förðun. Svo kemur Unnar Karlsson til
okkar og verður með fyrirlestur um átröskun og annað
tengt næringarfræði. Þá verður fyrirlestur frá Áfepgis- og
tóbaksvarnanefnd, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Ásdfs.
Námskeiðið er ætlað^ öllum stúlkum sem fæddar eru
1988 eða síðar og segir Ásdís að þær sem þegar hafa skráð
sig séu á mjög fjölbreyttum aldri. Allar nánari upplýsing-
ar um námskeiðið og skráningu má fá á www.model.is en
íil að gefa nánari hugmynd um það má nefna að stelpurn-
ar fá æfingu fyrir tískusýningu sem haldin verður í lok
námskeiðsins. Sýningin verður tekin upp af kvikmynda-
fólki og þegar farið verður út að borða í lokahófinu fá
stelpurnar að sjá afraksturinn á risaskjá.
Stelpurnar líta upp til okkar
En hver er ástæðan fyrir því að þær ráðast íþetta? Er ekki
nóg af svona námskeiðum fyrir?
„Þessi módelnámskeið sem eru í gangi eru oft haldin af
einhverjum sem stelpurnar vita ekkert hver er. Þær vita
aftur á móti hverjar við erum og lfta upp til okkar og
þarna fá þær tækifæri til að kynnast okkur og umgang-
ast,“ segir Ásdfs sem átti hugmyndina að námskeiðinu.
Hún segir að ef vel gangi muni þær kannski fara út á land
f framtíðinni og halda helgarnámskeið. Framtíðin sé samt
alveg óráðin.
„Við erum bara að spila af fingrum fram, ég veit ekki
hvort það verður einhver módelskrifstofa úr þessu. V0
sjáum bara til hvernig þetta heppnast."
Þær Karlotta, Ásdís Rán, Kolbrún Pálfna og Chloe Ophelia
ætla að miðia af reynslu sinni til ungra stúlkna á fyrirsætu-
námskeiði frá og með sunnudeginum.
erjir ^erða hvar?
Of blankur til að gera
nokkuð
„Eg er að vinna á Kópavogshæli
með skólanum en er í fríi þessa
helgi. Þrátt fyrir það þá býst ég við
að ég geri mest lítið um helgina
þar sem ég er alltof „broke" til
þess að geta gert nokkuð. Fyrir
utan það að reyna að njóta
þess að vera blankur þá er
þessi venjulegi heima-
lærdómur það eina sem
er planað fyrir helg-
ina en hann verður
tekinn á sunnu
daginn.“
Hermann H.
Hermannsson,
nemi í Borg-
arholtsskóla
Menninc oc djamm
„Því miður þarf ég að vinna að hluta til þessa
helgi en ég ætla samt að reyna að hafa það gott í
dag. Eg ætla að byrja á því að fara út að borða með
vinkonum mínum á Italíu og svo ætlum við að
fara í leikhús. Þaðan verður eflaust haldið í partí
heim til vinkonu minnar þar sem við
munum koma okkur í rétta gír-
inn fyrir kvöldið. Svo verður
bara farið í bæinn þar sem
verður djammað fram á
rauðanótt. Mér finnst lík-
legt að Vegamót verði
fyrir valinu ffekar en
einhver annar staður.
Afgangurinn af
helginni verður svo
notaður í vinnu,
lærdóm og
afslöppun.“
Guðrún Berg'
mann, nemi í
Borgarholts-
skóla
fókus 25. janúar 2002
Gaukurinn að venju
„Föstudagskvöldinu verður mjög
líklega eytt á Gauknum eins og
venjulega og djammað eitthvað fram
eftir. Ég er ekki mjög mikið fyrir að
gera hluti f dagsljósi um helgar og
laugardagurinn verður þar engin
undantekning. Tæmar verða settar
upp í loft og kærustunni strokið. Það
gæti vel verið að við leigðum okkur
vídeóspólu líka. Laugardagskvöldið
verður síðan líklega endurtekning á
föstudagskvöldinu, þ.e. eytt á
Gauknum. Sunnudagurinn fer síðan
í það sama og laugardagur, tær upp
og strjúka kærustu, þar sem ekkert
er í Háskólabíói sem við viljum sjá.
Bíðum hins vegar spennt eftir
Gemsunum hans Mikaels Torfason-
ar sem frumsýndir verða um 1. febr-
úar.“
Olgeir Sveinn Friðriksson, nemi í
Borgarholtsskóla og bassaleikari Út-
rásar