Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2002, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2002, Page 7
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2002 23 I>V Sport Hann var að fá afhentan nýjan Pol- aris Pro X 800 keppnissleða sem hann er þegar búinn að prófa. „Sleðinn lofar góðu og ég ætla að veita strákunum í flokknum harða keppni," segir Víðir. Stefán Vignisson vann minnsta flokkinn, Sport 500, í fyrra og ætlar líka að flytja sig um set, þó „bara“ upp í Pro Stock. Hann er búinn að stofna lið ásamt félögum sinum á Egilsstöðum, sem heitir Team Egils- staðir, og ætla þeir að sýna Eyja- fjarðarstrákunum hvernig á að keyra í vetur. Stefán vonast til að endurtaka leikinn frá í fyrra og sigra. „Hins vegar hefur snjóleysið gefið fá tækifæri til æfinga sem er afleitt." Hann getur þó sætt sig við það þar sem hið sama hefur hrjáð flesta hina líka. Alþjóölegt mót hápunktur- inn Snocross International-keppnin í Ólafsfirði verður haldin aftur í ár og er hápunktur vetrarins. Þá er búist við að þekktir keppendur úr WSA-Snocrossinu erlendis komi og keppi þar sem sú keppni gefur stig til þátttökuréttar á X-games í Bandaríkjunum. Á síðasta ári komu keppendur frá Rússlandi, Noregi, Bandaríkjunum og Kanada, m.a. Dennis Eckstrom, Justin Tate, Noel Kohanski, Chad Marsolek og Bjöm Heggeli. Að svo stöddu er ekki vitað hverjir koma til landsins en það má telja nokkuð öruggt, eftir vel heppn- að mót á síðasta ári, að fleiri erlend- ir keppendur mæti á svæðið. Keppnisdagatalið 2002: Febrúar 1.-3. WSA íslandsmeist- aramót á Dalvík Febrúar 15. - 17. WSA íslands- meistaramót á Húsavík Mars 1.- 3. WSA íslandsmeistara- mót í Reykjavík Mars 15- 17. WSA íslandsmeist- aramót á Mývatni Mars 29. - 31. WSA íslandsmeist- aramótið á Akureyri Apríl 12. - 14. WSA Intemational Snocross, Ólafsfirði Apríl 26. - 28. WSA íslandsmeist- aramót á Egilsstöðum Stefán Vignisson vann Sport 500 flokkinn í fyrra meö tilþrifum eins og hér sést. Halldór og Baldur koma samhliða inn til lendingar. DV-myndir ÞP Snjókrossið byrjar um helgina: Stefnir í harða baráttu Snjókrossökumenn brosa nú sínu breiðasta enda komið að fyrstu keppni ársins. Keppnin verður haldin á Dalvík þar sem heima- menn hafá verið að hamstra snjó til að nota í snjókrossbrautina. Ætlun- in er að tryggja hverri keppni meiri athygli meðal almennings en áður. Daginn fyrir keppni verður efnt til kynningar nærri keppnisstað á keppendum og keppninni sjálfri. Þar verða keppnissleðarnir til sýn- is, kynning á helstu styrktaraðilun- um, boðið upp á léttar veittngar, tónlist og nýjungar í sportinu kynntar. Á hverjum keppnisstað verða m.a. heimamenn með sölu- bása þar sem hægt verður að kaupa allt milli himins og jarðar. Sjálfan keppnisdaginn verður svo eitthvað um uppákomur á keppnisstað, áhorfendum til skemmtunar. Ýmis önnur afþreying verður í boði fyrir gesti keppninnar en í lok keppnis- dags verður slegið upp teiti sem öll- um sem vilja gefst kostur á að vera með í. Lokapunktur hverrar keppni er svo dansleikur að kvöldi keppn- isdags þar sem landsþekktar hljóm- sveitir leika fyrir dansi. í kringum keppnina verður hægt að fylgjast með öllu á nýjum vef, snocross.is Mikil keppni fram undan í Pro Open Keppt er í fjórum flokkum I snjó- krossi, Pro Open, Pro Stock, Sport Open og Sport 500. Það er mikill ávinningur að verða íslandsmeist- ari og eiga þess kost að fara til Bandaríkjanna og sýna sig og sanna og jafnvel að komast í atvinnu- mennskuna. Keppnin er haldin af Sportferðum, vélsleðaklúbbunum á hverjum stað og einnig koma að keppninni um 15 sjálfboðaliðar. Mikið hefur verið í gangi að undan- förnu og menn að fá nýja sleða og færa sig um flokk. Alexander Kárason er íslands- meistarinn í Pro Open og sá sem all- ir vilja sigra þetta árið. Hann verð- ur mönnum samt örugglega erfiður sem áður enda segist hann vera að græja nýja Skidoo-keppnissleðann sinn og er klár í slaginn. „Við verð- um með alvörulið í keppninni, 6 að- stoðarmenn og trukk, en það skipt- ir miklu máli til að ná árangri." Lexi telur að brautin á Dalvik verði teknísk og erfið og þar verði sauð- irnir skildir frá höfrunum. Halldór Óskarsson vann Pro Stock-flokkinn í fyrra en ætlar nú aö etja kappi við Lexa í Pro Open. „Ég ætla að gera allt sem ég get til að sigra Lexa í vetur og vona að það gangi eftir,“ segir Halldór. Hann er kominn með Lynx 800 keppnissleða til þess og fékk sér einnig nýjan Lynx 440 keppnissleða til að nota til æflnga. Víðir Garðarsson er núverandi íslandsmeistari í Sport Open-flokki en, eins og Halldór, ætlar hann að færa sig upp í Pro Open-flokkinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.