Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Qupperneq 7
23
MANUDAGUR 4. FEBRUAR 2002
Sport
Sviar sprengdu
strákana
- íslenska liðið tapaði sínum
fyrsta leik í Evrópumótinu
með 11 marka mun í
undanúrslitunum
DV, Stokkhólmi:
Sterkasta landslið okkar í hand-
knattleik í mörg ár mætti ofjörlum
sínum í undanúrslitum á Evrópumót-
inu í Globen í Stokkhólmi á iaugar-
dag. Svíar léku á heimavelli við hvern
sinn fingur og gerðu út um leikinn á
fyrstu tíu minútum síðari hálfleiks
með geysilega öflugum varnarleik og
vel útfærðum hraðaupphlaupum.
Gentzel frábær í marki Svía
Á sama tíma varði Peter Gentzel,
markvörður Svía, allt sem á markið
kom og Svíar fógnuðu í lokin ellefu
marka sigri, 33-22. í hálfleik voru
íslendingar vel inni i leiknum en
Svíar leiddu þá, 14-12. Þetta var
fyrsti tapleikur íslenska liðsins í
mótinu og verst leikni leikurinn af
hálfu liðsins. Þessum leik svipaði til
annarra viðureigna liðanna á síð-
ustu árum.
Svíar'hafa kverkatak á íslenska
landsliðinu og á þvi varð engin
breyting nú þó vonir manna fyrir
leikinn heföu verið í þá veru að
það myndi breytast. Hin
margumtalaða Sviagrýla er enn
sprelilifandi. íslendingar voru með
frumkvæðið framan af fyrri hálf-
leik, vörnin var sterk og Guð-
mundur varði oft vel. Um miöjan
fyrri hálfleik var staðan, 6-5, fyrir
íslendinga og voru þá Svíar i vand-
ræðum í erflðleikum með sóknar-
leik sinn. Flest mörk liðsins komu
af línunni frá Magnus Wislander
en ekkert mark hafði þá verið
skorað utan af velli.
Afdrifarík mistök
Svíar náði betri tökum á leiknum
eftir því sem á hálfleikinn leið en ís-
lenska liðið fór illa með hraðaupp-
hlaup og gerði sig sekt um nokkur
afdrifarík mistök. Þetta nýttu Svíar
sér og náðu fjögurra marka forystu,
8-12, og skoruðu íslendingar ekki
mark í sex og hálfa mínútu. Á síð-
ustu sjö mínútum fyrri hálfleiks
léku íslendingar best í leiknum,
skoruðu fjögur mörk í röð og náðu
að jafna, 12-12. Þarna sýndu íslend-
ingar mikinn styrk og voru á nýjan
leik komnir aftur inn í leikinn en
Svíar gerðu í kjölfarið tvö síðustu
mörkin í hálfleiknum.
Eins og áður sagði gerðu Svíar
síðan út um leikinn í upphafi síðari
hálfleiks. íslendingar geröu að vísu
fyrsta markið og staðan var 13-14.
En þá gerðu Svíar fimm mörk í röð
og kláruðu leikinn á þessum kafla.
Eftir þetta var spumingin aðeins
hversu stór sigur sænska liðsins
yrði. Sóknarleikurinn var bitlaus í
síðari hálfleik, allar hugmyndir
vantaði í hann og leikmenn voru í
raun alls ekki að sýna þá hliðar á
sér sem einkenndu þá í fyrri leikj-
um í mótinu.
Meiösli tóku sig upp hjá
Patreki
Það var skarð fyrir skildi að
Patrekur Jóhannesson gat lítið leik-
ið i síðari hálfleik en meiðsli sem
hann varð fyrir í Þjóðverjaleiknum
tóku sig upp. Raunar var Patrekur
ekki heill fyrir leikinn en ákvörðun
var samt tekin um að láta hann
leika, enda mikið í húfi.
Ólafur Stefánsson var besti mað-
ur íslenska liðsins í leiknum en
hafði þó oft leikið betur í mótinu.
Sigfús Sigurðsson skilaöi sinu en
var stundum óheppinn með skot sín
í fyrri hálfleik. Peter Gentzel var
honum stundum erfiður í síðari
hálfleik sem og öðrum leikmönnum.
Guðmundur Hrafnkelsson varði
ágætlega í fyrri hálfleik en var skipt
út eftir 12 minútna leik í síðari hálf-
leik. Bjarni Frostason tók við stöðu
hans og var ekki öfundsverður af
sínu hlutverki.
Áhorfendamet í Globen
Það kom að því að liðið tapaði
leik í keppninni eftir að hafa leikið
sex leiki án taps. Það verður ekki
tekið af Svíum að þeir eiga á að
skipa geysilega sterku liði sem eng-
in þjóð stenst snúning í þeim ham
sem liðið hrökk i í síðari hálfleik.
Umhverfi leiksins var þeim allt í
hag en 14.076 áhorfendur voru á
leiknum, langflestir á bandi Svía, og
hafa aldrei fleiri greitt aðgangseyri
inn á handboltaleik í Globen í
Stokkhólmi. -JKS .
Lýsandi mynd fyrir leik laugardagsins: Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari á erfitt með að trúa því sem er aö gerast í honum. DV-mynd Pjetur