Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Síða 10
26 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002 Sport Markvörður Dana þótti standa sig illa DV, Stokkhólmi: Michael Bruun Pedersen, hinn snjalli markvöröur danska landsliösins sem varöi svo frá- bærlega gegn íslendingum í gær náöi ekki aö festa sig í sessi hjá þýska liðinu Lemgo þegar hann var hjá félaginu. Brugöu forráöamenn liðsins á þaö ráð aö senda Danann til síns heima og leikur hann í dag meö danska liöinu Holstebro. Peder- sen sannaði þaö i gær aö þar fer afar snjall markvörður og undar- legt að Lemgo skuli ekki hafa not fyrir slíkan leikmann. -SK/-JKS Tókst í 6. tilraun Dönum tókst í sjöttu tilraun aö tryggja sér bronsverðlaun á stórmóti í handknattleik meö því að sigra íslendinga í gær. Áður höfðu Danir gert fimm tilraunir en alltaf tapað leik um bronsverðlaunin. -SK/-JKS Bogdan mætti DV, Stokkhólmi: Gamall og góður kunningi ís- lensks handknattleiks, Pólverj- inn Bogdan Kowalczyk, kom frá Varsjá í Póllandi til Stokkhólms til aö fylgjast með lokaleikjum EM. Bogdan þjálfaði íslenska liöið sem kunnugt er til margra ára og kom íslandi á kortið sem al- vöru handknattleiksþjóð. Besti árangur hans með liðið var 6. sætið á HM í Sviss 1986 og sigur í B-keppninni í Frakklandi 1989. Alis voru fyrrverandi lands- liðsþjálfarar íslenska liðsins samankomnir í Stokkhólmi. Bogdan, Jóhann Ingi Gunnars- son, Þorbergur Aðalsteinsson og Pólverjinn Janus Cherwinzky. -SK/-JKS Allt annað líf eftir EM DV, Stokkhólmi: Gríðarlegur áhugi íslenskra fyrirtækja og einstaklinga í fjár- söfnun til handa landsliöinu og HSÍ hefur á svipstundu gerbreytt öllum fjárhag HSÍ. Þegar fariö var utan til Svi- þjóðar voru skuldir sambands- ins 30-40 milljónir króna og að auki 16 milljóna kostnaður sam- bandsins vegna EM. Rausnarleg- ur stuðningur ríkisins, 15 millj- ónir króna, siéttaði nánast út kostnaðinn við EM. Gera má ráö fyrir að söfnunin á Rás 2 og símasöfnunin (907-2800) hafi skil- að HSÍ 25-30 milljónum króna. Forráðamenn HSÍ ættu því aö geta verið glaðir þegar þeir mæta í vinnuna á morgun. Við þeim blasir algjörlega ný staða sem svo sannarlega opnar dyr að glæsilegri framtíð. -SK/-JKS DV Dagur Sigurösson brýst í gegnum vörn Dana. DV-mynd Pjetur Danir fagna sigri en Guömundur er ekki kátur. DV-mynd Pjetur Mjög sterkar þjóðir fyrir neðan íslendinga á EM í Svíþjóð: „Maður verður að sætta sig við þetta“ - sagði Vladimir Maximov, þjálfari Rússa, í samtali við DV-Sport DV, Stokkhólmi: Rússar hrepptu fimmta sætið á Evrópumótinu í handknattleik þegar þeir sigruðu heimsmeistara Frakka, 31-28, í Globen í Stokkhólmi í gær. Þetta er í fyrsta sinn á stórmóti í handknattleik, síðan á HM i Sviss, sem Rússar hafna neðar en íslending- ar. Vladimir Maximov, þjálfari Rússa, sagðist eftir leikinn alls ekki vera sáttur með þessa útkomu, hann hefði ætlað sér meira með liðið en raunin varð á. „Leikmenn liðsins er dreifðir um alla Evrópu og ég hefði viljað fá meiri tíma í undirbúning fyrir keppnina. Maður verður að sætta sig við þetta,“ sagði Maximov. Kom mér ekki á óvart Daniele Constantini, sem gerði Frakka að stórveldi í handknattleik, hætti með liðið eftir að það varð heimsmeistari í París í fyrra. Hann sagði að það hefði ekki komiö sér á óvart að franska liðið hefði lenti í sjötta sætinu hér á Evrópumótinu i Svíþjóð. „Eftir heimsmeistarakeppnina mátti allt eins búast við niðursveiflu hjá liðinu og það kom á daginn í þessu móti. Nokkrir lykilmenn liðs- ins náðu ekki að sýna sitt rétta and- lit og liðið má bara alls ekki við því að lykilleikmenn séu slakir. Richard Richardson var til dæmis skugginn af sjálfum sér í keppninni og það kan'n ekki góðri lukku að stýra," sagði Constantini en hann vann við lýsingar fyrir franska sjónvarpið á Evrópumótinu. íslendingar gerðu sem kunnugt er jafntefli við Frakka í leik þar sem svissneskir dómarar tóku sigur af okkar liði með mjög áberandi hætti. Þjálfari Spánar ánægöur með sína menn Cesar Ardiles, þjálfari spænska landsliðsins, er ánægður með frammistöðu síns liðs í keppninni. Spánveijar lentu í 7. sæti eftir að hafa unnið Tékka, 36-29, i leik um sjöunda sætið. „Við erum að byggja upp til framtíðar og ungu leik- mennirnir, sem voru að stíga sín fyrstu spor á stórmóti, lofa góða. Það er bjart fram undan hjá okkur,“ sagði Ardiles. -JKS Þaö var svo sem engin ástæöa fyrir leikmenn íslenska liösins til aö hengja haus eftir leikinn gegn Dönum Fjóröa sætiö á Evrópumótinu er án efa besti árangur sem fslenskt landsliö í handknattleik hefur náö á stórmóti fyrr og síöar. 4. sætiö á ÓL í Barcelona 1992 var góöur árangur en Ólympíuleikar eru nokkru minni mót en Evrópumót. DV-mynd Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.