Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Qupperneq 11
27 Liverpool-varatreyjan loksins komin. Stærðir: S-XXL Tryggðu þér eintak. Verð kr. 6.490 (adsbctg pvérpool treyjur _ F MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002 Sport DV Skorum á Landssíma og Orkuveitu Tíu þekktir handknattleiksmenn, núverandi og fyrrverandi, hafa sent frá sér áskorun vegna söfnunar sem er í gangi til stuðnings HSÍ. I áskorun kappanna segir: „Und- anfarna daga hefur lið íslendinga í handknattleik sýnt svo ekki verður um villst að það er á heimsmæli- kvarða. Þar viljum við vera og að okkar mati eiga keppnismenn okkar ekki sífellt að þurfa að standa í skugga féleysis og skorts á aðbúnaði og vera þannig eftirbátar annarra þjóða. Við undirritaðir handknatt- leiksmenn skorum hér með á stór- fyrirtækin Landssímann og Orku- veitu Reykjavíkur að styrkja HSl með myndarlegu fjárframlagi svo handknattleikslið íslands geti staðið jafnfætis félögum sínum í nágranna- löndum okkar.“ Undir þetta skrifa Atli Hilmarsson, Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson, Kristján Sig- mundsson, Páll Björgvinsson, Stefán Gunnarsson, Stefán Halldórsson, Valdimar Grímsson, Þorbergur Að- alsteinsson og Þorbjöm Jensson. Liverpool-meistaratreyjan Stærðir: S-XXL Verð kr. 6.990 Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • simi 588 1560 www.joiutherji.is Geir Sveinsson. íslenska landsiiðiö var vel stutt gegn Svíum í Globen-höllinni í Stokkhólmi. DV-mynd Pjetur Guðmundur með góðan efnivið í höndunum Mats Olson er á myndinni til vinstri en hér að ofan er Dagur Sigurðsson kominn í gegnum sænsku vörnina og lætur vaða að markinu. DV-myndir Pjetur DV, Stokkhólm: Mats Olsson, fyrrverandi lands- liðsmarkvörður Svía í handknattleik og nú aðstoðarþjálfari portúgalska landsliðsins, þekkir íslenska liðið mjög vel en eftir að hann hætti hand- boltaiðkun hefur hann fylgst með öll- um stórmótum 1 handknattleik. Hann sagði að sér hefði komið á óvart að íslenska liöið hefði ekki haldið dampi en það hefði leikið sér- lega vel í keppninni. Sænska liðið er bara erfitt viðureignar og ekki sist hér á heimavelli í Svíþjóð. „íslenska liðið er komið í fremstu röð, Guðmundur þjálfari er með góð- an efnivið í höndunum og það verð- ur spennandi að fylgjast með þessu liði á næstu árum. Islenska liðið gerði nokkur dýrkeypt mistök, illa var farið með tækifærin en það geta bara lið ekki leyft sér gegn sænska liðinu. Sænska liðið náði að leika á sínum fulla styrk í síðari hálfleik en það var ekki að leika neitt sannfær- andi framan af fyrri hálfleik. Gleður hjartaö að sjá Sigfús Það gleður mitt hjarta að sjá Sig- fús Sigurðsson jafnsterkan og hann er orðinn. Ég var framkvæmdastjóri TekaSantander þegar hann var hjá okkur. Hann lenti þar í vandræðum en að sjá hann í dag í þessu formi er mikið gleðiefni. Ef Sigfús heldur áfram á sömu braut á hann eftir að ná langt og það verður gaman að sjá hann leika í þýsku deildinni á næsta tímabili," sagði Mats Olson. Hann sagði það ennfremur gríðarlegan kost fyrir landsliðið að vera búið að fá Sigfús í vörnina en þar skilar hann ekki síður mikilvægu hlut- verki. Olson sagðist vera þokkalegur ánægður með frammistöðu portú- galska liðsins í keppninni. Það yrði unnið mikið með þetta lið á þessu ári og markmiðið að það mæti sterkt til leiks á HM í Portúgal á næsta ári. Auk þess að vera aðstoðarþjálfari portúgalska landsliðsins er Olsson þjálfari tveggja unglingalandsliða og sér einnig alfarið um markmanns- þjálfun landsliðsins en hann lék á fjórða hundrað leiki með Svíum og var lengi besti markvörður heims. „Ég er ekki fluttur til Portúgals. Eiginkona mín er spænsk og fjöl- skyldan býr áfram á Spáni. Ég fer reglulega til Portúgals til að fylgjast með leikmönnum og er þá nokkrar vikur í einu. Ég er með samning við portúgalska handknattleikssam- bandið fram yfir HM. Ég veit ekki hvað tekur við þá en það verður þó örugglega á handboltasviðinu þar sem ég uni mér vel. Samstarf okkar Javiers Questa landsliðsþjálfara gengur vel og það er gott að vinna með honum,“ sagði Olsson í viðtali við DV-Sport eftir viðureign Svía og íslendinga á laugardaginn. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.