Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Qupperneq 16
32
MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002
>
-»
„Við getum verið geysilega stolt af
liðinu en auðvitað eru það vonbrigði
að sigra ekki í leiknum gegn Dönum.
Við gáfum alit í þennan leik, það
dugði bara ekki og þetta féll
einfaldlega ekki okkar megin. Það
voru samverkandi þættir sem ollu
þessari þróun í leiknum. Ég var
óánægður með margar brottvísanir og
mjög snemma var farið að tína
lykilmenn út af. Þetta gerði okkur
mjög erfitt fyrir og þar fyrir utan
misnotuðum við allt of mörk
dauðafæri og það gengur bara ekki í
svona leikjum," sagði Guðmundur
Guðmundsson landsliðsþjálfari við
DV eftir leikinn
Guðmundur sagðist vilja þakka
allan þann stuðning og samhug sem
þeir hefðu fundið fyrir.
„Ég get sagt við islensku þjóðina
að við gerðum það sem við gátum
og við stefnum að því að gera enn
betur. Það hefur verið frábært að
vinna með þessum hópi og sjá hvað
strákarnir hafa verið tilbúnir að
leggja á sig. Það hefur verið gaman
að sjá að við eigum stað í hjarta
þjóðarinnar og það er stórkostleg
tilfmning.
- Þetta mót hlýtur að verða liðinu
ómetanlega reynsla inn í fram-
tíðina?
„Maður lærir mikið og ekki hvað
síst strákarnir sjálflr. Við vorum að
gera hér hluti sem við kannski
bjuggumst ekki við fyrirfram. Við
sjáum hvað við getum ef rétt er
staðið að málum en við verðum að
passa að fara ekki fram úr okkur.
Þjóðir fyrir neðan okkur í mótinu
eru Rússar, Spánverjar, Frakkar og
Júgóslavar sem eru allt frábærar
handboltaþjóðir. Við verðum að átta
okkur á því að þetta gekk vel núna
og markmiðin eru alltaf að vera
inni á stórmótum og síðan að vera á
meðal 8-10 bestu þjóða. Við megum
samt ekki fara á flug og gleyma
raunveruleikanum.
- Liðið var skugginn af sjálfu sér
ef leikimir hér eru skoðaðir miðað
við þá sem liðið var að leika í
Skövde og Vásterás?
„Það eru nokkrar ástæður fyrir
því en við söknuðum Patreks mjög
mikið í leiknum við Svía og Dani.
Það er mitt mat þó aðrir hafi komið
og staðið sig vel. í siðustu tveimur
leikjunum gerist það að við erum að
misnota allt of mikið af
dauðafærum. Það fer líklega saman
við þreytu enda reyndu riðlarnir á
undan mikið á mannskapinn Síðan
þróast málin þannig að við lendum
í Stokkhólmi á móti liðum sem hafa
á að skipa frábærum markvöröum,"
sagði Guðmundur.
„Erum aö gera hluti sem
menn bjuggust ekki við“
- sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir erfitt mót í Svíþjóð
Lokastaðan á EM
Undanúrslit
Svíþjóð-Ísland .......... 33-22
Danmörk-Þýskaland..........23-28
Úrslitaleikur:
Svíþjóð-Þýskaland .........33-31
eftir framlengingu, 26-26 í leikslok.
Mörk Svía: Stefan Lövgren 8/5,
Staffan Olsson 7, Johan Petterson 6,
Ljubomir Vranjes 4, Martin
Frandesjö 4, Magnus Wislander 3,
Magnus Andersson 1.
Varin skot: Peter Gentzel 13,
Tomas Svensson 8.
Mörk Þjóðverja: Mark Dragunski
6, Stefan Kretzschamr 6/1, Daniel
Stephan 6, Volker Zerbe 4, Markus
Baur 3/1, Christian Schwarzer 3,
Florian Kehrmann 2, Frank von
Behren 1.
Varin skot: Henning Fritz 13/1.
Leikur um 3. sæti
Ísland-Danmörk.............22-29
Leikur um 5. sæti
Rússland-Frakkland.........31-28
Leikur um 7. sæti
Tékkland-Spánn.............29-36
Leikur um 9. sæti
Portúgal-Júgóslavía........31-25
Leikur um 11. sæti
Úkraina-Slóvenía...........34-29
Markahæstir á mótinu:
1. Ólafur Stefánsson, íslandi . 58/18
2. Stefan Lövgren, Svíþjóð . . 57/23
3. Yuriy Kostetskiy, Úkraínu 52/27
4. Nedeljko Jovanovic, Júgósl. 46/16
5. Jan Filip, Tékklandi.....44/9
6. Lars Christiansen, Danmörk 43/6
7. Johan Pettersson, Svíþjóö .. 36/2
8. Patrekur Jóhannesson, íslandi 35/5
8. Renato Vugrinec, Slóveníu . . 35
10. Daniel Stephan, Þýskalandi 33/7
11. Stefan Kretzschmar, Þýskal. 32/8
11. Ales Pajovic, Slóveníu .... 32/5
13. Sigfús Sigurðsson, islandi . . 31
13. Alexei Rastvortsev, Rússlandi 31
13. Eduardo Coehlho, Portúgal. 31/11
Flestar stoösendingar:
1. Daniel Stephan, Þýskalandi . . 43
2. Ólafur Stefánsson, íslandi ... 37
2. Alexandr Radcenko, Tékklandi 37
4. Ljubomir Vranjes, Svíþjóð ... 35
5. Stefan Lövgren, Svíþjóð .... 35
Flestir stolnir boltar:
1. Patrekur Jóhannesson, islandi 13
2. Andrej Kastelic, Slóveníu ... 12
3. Bertrand Gille, Frakklandi . . 11
4. Florian Kehrmann, Þýskalandi 9
5. Oliver Girault, Frakklandi ... 8
Flest varin skot í vörn:
1. Lars Kogh Jeppesen, Danm. . . 21
2. Ola Lindgren, Svíþjóð ....19
3. Sigfús Sigurðsson, íslandi ... 17
4. Mateo Garralda, Spáni.....14
4. Klaus-Dieter Petersen, Þýskal. 14
Tölfrœói þessi er frá mótshöldurum
á Evrópumótinu í Svíþjóð en rétta
tölfræði íslensku strákanna má finna
á blaðsíöum 18 og 19 í DV-Sport í dag.
DV-Sport tók saman nákvæma
tölfræði á mótinu. -ÓÓJ
J
íslenska liöiö fékk viðurkenningu í mótslok fyrir fjóröa sætiö á mótinu. Hér sjást íslensku leikmennirnir í Globen í gær.
DV-mynd Pjetur