Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2002
19
DV
Sport
Dagný Skúladóttir, ÍBV:
Fyrsti
titillinn
„Þetta er fyrsti titiUinn á ferlinum,
ég hef unnið nokkra í yngri flokkum
en þetta sá fyrsti stóri,“ sagði Dagný
Skúladóttir leikmaður ÍBV, sem var
eitt stórt bros í leikslok.
„Við komum vel undirbúnar tO
þessa leiks, spiluðum föst leikkerfi og
þau gengu upp. Það kom mér á óvart
að þær skyldu ekki breyta vöminni
sinni i seinni hálfleik því við
bjuggumst við því. Það er rosalega
gaman að spila með þessu liði og það
er ótrúlegt hvað okkur hefur tekist að
mynda sterkt lið miðað við það að það
hafa orðið miklar breytingar á
hópnum milli ára og útlendingamir
komu rétt fyrir mót. Að ná bikarnum
hérna í dag sýnir kannski best hvað
Erlingur er góður þjálfari. Við lögðum
upp númer eitt, tvö og þrjú að stoppa
Öllu og náðum að gera það vel. Það
voru allar að spila vel og þetta er
frábært," sagði Dagný. -ÓÓJ
Ana Perez, annar spænski leikmaöur-
inn í liöi ÍBV, sést hér fagna sigri í leiks-
lok í miöjum hópi Eyjastúlkna. Ana lék
mjög vel í leiknum. DV-mynd E.ÓI.
'máfnitw
Tölurnar tala
8Stangar- (7) og sláarskot
(1) Gróttu/KR-liösins í
leiknum og eitt aö auki þar
sem Vigdís markvörður IBV
varði boltann í stöng. Það
gekk ekkert upp í sókninni hjá liðinu
og Alla Gokorian átti meðal annars
sex af þessum átta skotum sem
skullu á slagverkinu í leiknum en
Kristin Þórðardóttir átti hin tvö.
16:30
Timinn á
milli fyrsta
(1:10) og annars
marks (17:40)
Gróttu/KR-liðsins í leiknum talinn í
mínútum og sekúndum. ÍBV gerði á
sama tíma sex mörk. Ágústa Edda
Bjömsdóttir skoraði fyrsta mark
leiksins úr hraðaupphlaupi en síðan
misnotaði liðið tólf sóknir í röð.
Fimm sóknanna enduðu með því að
liðið tapaði boltanum, fjórum sinn-
um varði Vigdís Sigurðardðttir í
markinu og þrisvar sinnum hittu
þær ekki markið. Það var Kristín
Þórðardóttir sem braut isinn þegar
hún braust inn úr hægra hominu en
hún hafði komið fyrst inn á tveimur
og hálfri mínútu áður.
fM gm Stolnir boltar hjá
1 4 Eyjaliöinu í leiknum sem
skiluðu sjö mörkum í
næstu sókn, þar af fjórum
eftir hraðaupphlaup.
Mörk sem Theodora mm
Visokaite hjá ÍBV kom að i [
fyrri hálfleik í leiknum einu m
fleira en Gróttu/KR-liðið
skoraði til samans. Visokaite skoraði
fjögur mörk', gaf 2 stoðsendingar og
fiskaði eitt víti sem gaf mark í
hálfleiknum og kom að sjö af fyrstu
níu mörkum ÍBV í leiknum. -ÓÓJ
Eyjastúlkur urðu bikarmeistarar
annað árið í röð í handbolta kvenna
með öruggum sex marka sigri, 22-16,
á Gróttu/KR á laugardag en Vestur-
bæjarliðið þurfti að sætta sig við
silfrið í annað sinn á tveimur árum.
Þetta var jafnframt stærsti sigur
liðs í bikarúrslitaleik kvenna í
sautján ár og ólíkt spennuþrungnum
leikjum undanfarmna ára var nokkuð
ljóst ffá upphafi leiks hvort liðið var á
leið upp á pall að hampa bikarnum.
ÍBV-liðið lagði grunninn að sigri
sínum með frábærri vöm og hún var
sérstaklega sterk í upphafi leiks. Eftir
að Grótta/KR haföi skorað fyrsta
mark leiksins úr hraðaupphlaupi, leið
alls 16 og hálf mínúta þar til
stúlkumar skoruðu aftur. Á sama
tíma gerðu Eyjastúlkur sex mörk og
náðu strax upp fimm marka mun sem
reyndist Gróttu/KR-liðinu alltof erfið-
ur til að vinna upp þær 43 mínútur
sem eftir lifðu af l'eiknum.
Gróttu/KR-liðið átti reyndar góðan
kafla í seinni hálfleik en hann kom
alltof seint. ÍBV-liöið hafði þá gert
þrjú fyrstu mörk hálfleiksins og var
komið í 6-14 en sex Gróttu/KR-mörk
gegn 2 frá ÍBV komu muninum niður
í 4 mörk en nær komust þær ekki.
Misnotuöu 14 af 19 skotum
Það var mikill munur á erlendum
leikmönnum liðanna i þessum leik. Á
meðan þær Theodora Visokaite og
Ana Perez voru allt 1 öllu í sóknarleik
ÍBV og gerðu saman 12 mörk úr 20
skotum, misnotuðu þær Alla Gokori-
an og Amela Hegic hjá Gróttu/KR 14
af 19 skotum sínum og töpuðu saman
11 boltum. Theodora átti sérstaklega
góðan fyrri hálfleik þegar hún kom að
flestum mörkum Eyjaliðsins.
Alla komst ekki á blað fyrr en eftir
28 og hálfa mínútu og haföi þó misnot-
að fimm fyrstu skotin sín og tapað
fjórum boltum. Þetta var þvi ekki
sami leikmaður og skoraði 11 mörk úr
14 skotum i bikarúrslitaleiknum fyrir
tveimur árum.
Það má segja að Erlingur Richards-
son og grimmar Eyjastúlkur hafi lesið
sóknarleik Gróttu/KR-liðsins og læst í
framhaldi af þvi vöminni. Þetta var
sérstaklega áberandi í hraðaupp-
hlaupum þar sem Gróttu/KR-liðið tap-
aði mörgum boltum af þeim 18 sem
liðið tapaði í leiknum.
Fyrir frábærum varnarleik fóru
þær Ingibjörg Jónsdóttir fyrirliði og
Dagný Skúladóttir sem áttu báðar
mjög góðan dag. Dagný truflaði flestar
sendingar til og frá Öllu sem fram-
liggjandi vamarmaður og Ingibjörg
gaf ekkert eftir sem miðpunktur vam-
arinnar. Bæði Ingibjörg og Dagný
gerðu síðan mikilvæg mörk og nutu
þar góðrar samvinnu við Andreu
Atladóttur sem átti þrjár glæsilegar
línusendingar inn á þær í leiknum.
Ingibjörg missti af öllu síðasta
tímabili en nú var hún með og tók við
bikamum í leikslok.
Erum meö frábært liö
„Það er mun skemmtilegra að fá að
vera með. Við komum rosalega vel
stemmdar til leiks, það gekk allt upp
hjá okkur á meðan ekkert gekk upp
hjá þeim og við vorum grimmari en
þær. Ég persónulega bjóst við mun
meiri mótspyrnu en mér fannst þær
vera hræddar og svo náðum við
rosalegri vörn til að byrja með.
Liðsheildin hjá okkur kláraði þetta og
við erum með frábært lið á góðum
degi. Ég ætla að vona að þessi
sigurhátíð okkar hér í Höllinni sé
komin til að vera en þetta er rosaleg
lyftistöng fyrir Eyjarnar. Erlingur er
mjög skipulagður og vann sína
heimavinnu ásamt okkur hinum og
sú mikla vinna skilaði sér í þessum
leik,“ sagði Ingibjörg í leikslok.
Hjá Gróttu/KR léku þær Ágústa
Edda Bjömsdóttir og Kristín Þórðar-
dóttir vel en þær voru líka þær einu í
liðinu sem voru tilbúnar. Fanney
Rúnarsdóttir fann sig heldur ekki í
markinu og var augljóst að meiðslin
hrjáðu hana mikið. -ÓÓJ
Hér aö ofan er Erlingur Richardsson, þjálfari Eyjaliösins, tolleraður af
leikmönnum sjnum í leikslok en hér til vinstri er síðan allur hópur nýkrýndra
bikarmeistara ÍBV samankominn meö bikarinn. DV-myndir E.ÓI.
Lesið og læst
- Eyjastúlkur urðu bikarmeistarar annað árið i röð eftir öruggan sigur á Gróttu/KR