Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Side 8
22 MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2002 Stjarnan-ÍR 28-10 0-1, 2-2, 2-2, 6-2, 6-3, 9 3, 9-4, KM, (13-5), 14-5, 14-6, 17-6, 17-8, 21-8, 21-9, 24-9, 24-10, 28-10. Ktiarnan: Mörk/víti (skot/vtti): Björk Gunnarsdótt- ir 11 (12), Rakel Dögg Bragadóttir 9/5 (12/7), Elsa Rut Óðinsdóttir 2 (2), Ama Gunnarsdóttir 2 (4), Helga Sigurðardóttir 2 (5), Thelma Snorradóttir 1 (1), Ema Har- aldsdóttir 1 (1), Lilja Lind Pálsdóttir (1), Harpa Sif Eyjólfsdóttir (1). Stoösendingar: Rakel Dögg 9, Ama 5, Helga S. 2, Lilja 2, Elsa Rut 2, Björk 1, Anna Hjörleifsdóttir 1, Harpa Sif 1. Stolnir boltar: Rakel Dögg 5, Elsa Rut 3, Helga S. 2, Harpa Sif 2, Lilja, Helga Daní- elsdóttir. Hraöaupphlaupsmörk: 11 (Björk 8, Helga S. 1, Elsa Rut 1, Thelma 1). Viti: Skorað úr 5 af 7. Fiskuö viti: Rakel Dögg 2, Björk 2, Helga S 2, Elsa Rut. Varin skot: Anna Hjörleifsdóttir 8/1 (18/4, 44%). Uk Mörk/víti (skot/vlti): Elín Ýr Ólafsdóttir 3/2 (5/2), Hanna Skúladóttir 3 (5), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Hildur Björk Sigurð- ardóttir 2/1 (7/2), María Þorsteinsdóttir (1), Sólrún Sigurbjarnardóttir (1), Eva Finnbogadóttir (1). Stoösendingar: Elín Ýr 2, Kristín Collins 3, María 1, Eva 1. Stolnir boltar: Kristín 2. Hraöaupphlaupsmörk: 0. Viti: Skorað úr 3 af 4. Fiskuó viti: Sif Ómarsdóttir 2, Hildur Björk, Hanna. Varin skot: Árdís Henrysdóttir 3 (20/3, 15%), Guðrún Una Hafsteinsdóttir 5/1 (16/3,, 31%). Maöur leiksins: Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni KA-Grótta 23-15 0-1, 3-1, 3-2, 6-2, 7-3, 7-5, 8-5, 8-6, (11-6), 11-8, 13-8, 13-10, 17-10, 17-12, 18-12,18-13, 20-13, 21-14, 23-15. KA: Mörk/víti (skot/víti): Ásdís Sigurðard. 9 (14), Inga Dís Sigurðardóttir 7/2 (17/2), Katrín Andrésdóttir 3 (5), Martha Hermannsdóttir 2 (4), Erla Tryggvadóttir 1 (1), Sandra Jóhannesdóttir 1 (2), Þórhildur Bjömsdóttir 1. Stoðsendingar: Martha 5, Ásdís 3, Inga Dís 3, Elísabet Amarsdóttir 1. Stolnir boltar: Elísabet 2, Anna Teresa Morales 2, Ásdís 2, Inga Dís Hraóaupphlaupsmörk: 2 (Ásdís, Katrín). Viti: Skorað úr 2 af 2. Fiskuö viti: Martha, Ásdis. Varin skot: Elisabet Malmberg Amardóttir 19/2 (34/8, 56%). Grótta: Mörk/viti (skot/viti); Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 9/6 (14/8), Hera Bragadóttir 2 (2), Gerður Rún Einarsdóttir 2 (9/1), Amdís María Erlingsdóttir 1 (2), Eva Margrét Kristinsdóttir 1 (8), Anna María HaUdórsdóttir (2), Eva Kristinsdóttir (1). Stoðsendingar: Eva Margrét 4, Ragnheiður Guðrún Magnúsdóttir, Gerður. Stolnir boltar: Anna Úrsúla, Anna María. Hraöuupphlaupsmörk: 0. Viti: Skoraö úr 6 af 9. Fiskuö viti: Arrna Úrsúla 3, Anna María 2, Hera 2, Eva K. 1, Ragnheiður. Varin skot: Hildur Gísladóttir 2 (13/1, 15%), Ása Rún Ingimarsdóttir 10 (22/1, 45%). Sport DV Loksi ns KA Auðveldur Stjörnusigur Hér til hægri sjást nýkrýndir bikar- meistarar Stjörnunnar fagna sigri í 4. flokki kvenna en hér til vinstri lyftir KA-stúlkan Martha Hermannsdóttir bikarnum í unglingaflokki. KA-stúlkur urðu bikarmeistarar í unglingaflokki kvenna í handbolta eft- ir 23-15 sigur á Gróttu í úrslitaleikn- um i Höllinni í gær. KA-liðið vann þama sinn fyrsta tit- il í kvennaflokki frá upphafi en biðin eftir honum hafði verið löng, ekki síst fyrir þær stelpur sem fógnuðu bikam- um í Höllinni í gær því þær höfðu komist í sex úrslitaleiki á undanföm- um árum en alltaf þurft að sætta sig við silfrið. Það var aftur á móti ljóst frá upphafi að ekkert silfur var á dagskránni hjá þessu sterka KA-liði en flestar stelpnanna spila einnig lyk- ilhlutverk með meistaraflokki liðsins. Elisabet Malmberg Arnardóttir markvörður KA, sem er á yngsta ári, átti mjög góðan leik og varði 19 skot og eins vom þær Inga Dís Sigurðar- dóttir og Ásdís Sigurðardóttir áber- andi hvor í sínum hálfleiknum. Inga Dís gerði 5 af sjö mörkum sinum fyr- ir hlé en Ásdís skoraði 6 af níu mörk- um sínum í seinni hálfleik. Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA-liðsins, var líka sátt í leikslok. Ótrúlega gaman „Við vorum komin meö sex silfur en nú er gullið loksins komið. Við ákváðum að hafa gaman af þessu og njóta þess að spfla og við gerðum það og þetta var alveg ótrúlega gaman. Við vorum farin að halda að það væru einhver álög á okkur og að við gætum bara ekki unnið. Við erum reynslunni ríkari á öllum þessum úrslitaleikjum og það skilaði okkur gullinu núna. Hlynur þjálfari stappaði í okkur stál- inu og ræðan hans fyrir leikinn var svo dramatísk að ég held að hann hafl bara loksins sannfært okkur með henni að við gætum unnið þetta. Nú ætlum við bara að vinna það sem eft- ir er, við erum búnar að kynnast því hvemig er að fá að handleika gullið og það er ekki möguleiki að við ætlum að fá fleiri silfur," sagði Martha í viðtali við DV-Sport eftir leik. Hjá Gróttu/KR lék Anna Úrsúla Guðmundsdóttir best og eins átti Ása Rún Ingimarsdóttir góða innkomu í markið í seinni hálfleik. -ÓÓJ Stjaman hafði mikla yfirburði gegn ÍR í úrslitaleik 4. flokks kvenna. Stjaman sigraði með 18 marka mun, 28-10. Fyrirfram var búist við öruggum sigri Stjömunn- ar en þær lögðu Fram í undanúrslit- um en sá leikur var að mati flestra úrslitaleikurinn. Stjarnan lék við hvem sinn fmg- ur í leiknum enda getumunurinn mikill. Tveir leikmenn fóm á kost- um, þær Björk Gunnarsdóttir og Rakel Dögg Bragadóttir, en þær skoruðu 20 mörk af 28 mörkum liðs- ins. Rakel er fyrirliði liðsins og var sátt viö sigurinn en hún er sjálf að koma úr meiðslum þó svo að það sé ekki að sjá á leik hennar. Ætlar sér í atvinnumennsku „Við lögðum allt í þetta og undir- bjuggum okkur vel fyrir leikinn. Við pössuðum okkur á þvi að slaka ekki á þrátt fyrir að vera komnar með þægilegt forskot. Við unnum bæði íslandsmótið og bikarinn í fyrra og emm nánast með sama lið núna í ár. Fram er okkar helsti and- stæðingur og eina liðið sem við höf- um tapað fyrir í vetur. Önnur lið höfum við unnið nokkuð sannfær- andi.“ Rakel er einnig í fótboltanum en hefur ekki leikið í vetur vegna bein- himnubólgu. „Ég hef hvorki æft handbolta né fótbolta síðan í nóvem- ber vegna meiðsla en hef verið á tækniæfingum í handboltanum og síðan hjólað mikið. Ég hugsa að ég taki handboltann fram yfir fótbolt- ann seinna meir. Markmiöið er að komast í atvinnumennsku þegar þar að kemur en fyrst stefni ég á að komast í meistaraflokk Stjörnunnar og síðan í landsliðið," sagði Rakel í samtali DV-Sport. -Ben Björk Gunnarsdóttir og Rakel Dögg Bragadóttir fyrirliöi skoruöu saman 20 mörk fyrir Stjörnuna í bikarúrslitaleik 4. flokks kvenna eða tvöfalt fleiri en allt liö ÍR til samans. DV-mynd Óskar Maöur leiksins: Elisabet Malmberg Arnardóttir, KA Hér til vinstri eru samankomnar bikarmeistarar KA í unglingaflokki ásamt þjálfara sínum, Hlyni Jóhannssyni, og eins og sjá má skein ánægjan úr hverju andliti. DV-mynd Óskar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.