Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002
DV
Fréttir
Ríkisendurskoöun kannaöi samskipti Þjóðskjalasafns og Þjóðmenningarhúss:
Forstóðumenn í verktaka-
vinnu hvor hjá öðrum
- stjórnir Þjóðmenningarhúss og Þjóðskjalasafns upplýstar
Það verður borað
Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra
telur að framkvæmd-
ir hefjist á haustmán-
uðum við gerð jarð-
ganga, þrátt fyrir að
sala ríkisfyrirtækja
hafi ekki gengið sam-
kvæmt áætlunum, en
framkvæmdimar átti að fjármagna
með söluvirði fyrirtækjanna. - RÚV
greindi frá.
Ríkisendurskoð-
un hefur lokið
rannsókn á máli
sem snýr að for-
stöðumönnum
Þjóðskjalasafns og
Þjóðmenningar-
húss og sent
stjórnum stofnan-
anna tveggja málið
til umfjöllunar.
Niðurstaðan er sú
að Ólafúr Ásgeirs-
son þjóðskjala-
vörður og Guð-
mundur Magnús-
son, forstöðumað-
ur Þjóðmenningar-
húss, hafi skipst á
verktakavinnu fyr-
ir nokkrar milljón-
ir króna. Heimild-
ir DV herma að í
öðru tilvikinu hafi
verktakavinna forstöðumanns Þjóð-
menningarhúss numið rúmum tveim-
ur milljónum króna en í hinu hafi ver-
ið um talsvert lægri upphæð að ræða
eða um eina milljón króna.
Ólafur Ásgeirsson segir i yfirlýsingu
vegna málsins að Ríkisendurskoðun
dragi ekki í efa þessi störf hafi verið
unnin en stofnunin teiji að Kjaranefnd
hefði átt að fjalla um störfm. „Þar sem
um var að ræða fræðistörf í þágu stofn-
unar sem heyrir undir annað ráðu-
neyti og óskylt með öllu stjómunar-
störfum mínum var það ekki gert,“ seg-
ir í yfirlýsingunni. Hann segir jafn-
framt að ofangreind störf hafi verið
unnin utan vinnuskyldu hans í Þjóð-
skjalasafni og tekið skuli fram að eng-
ar greiðslur hafa verið þegnar fyrir
stjómunarstörf, hvorki í Þjóðskjala-
safhi né Þjóðmenningarhúsi. „En ég
mun að sjálfsögðu taka mark á athuga-
semdum Ríkisendurskoðunar," sagði
Ólafur í samtali
við DV,
Hvað varðar
þátt Guðmundar
Magnússonar segir
Ólafur í yfirlýs-
ingu sinni að Guö-
mundur hafi verið
ráðinn skjalavörð-
ur í Þjóðskjala-
safni árið 1996.
Hann hafi þá þegar
hafist handa við
rannsóknir á inn-
siglum íslenskra
fornbréfa. Þama sé
um að ræða verk-
efni sem Guð-
mundur hafi átt
ólokið á sínum
gamla vinnustað.
Ingvar Garðars-
son, formaður
stjórnar Þjóð-
skjalasafhs, sagðist hafa fengið niður-
stöðu Ríkisendurskoðunar í pósti fyrir
tveimur dögum. „Við munum taka
málið fyrir í stjóm á næstu vikum,“
sagði Ingvar en taldi ekki eðlilegt að tjá
sig frekar um málið fyrr en hann hefði
kynnt málið þar.
Samkvæmt heimildum DV er um-
ræddum forstöðumönnum óheimilt að
taka að sér verktakavinnu utan stofn-
ana sinna án samráðs við stjómir sín-
ar. Jafhframt hefur DV heimildir fyrir
því að Rikisendurskoðun hafi ekki
talið ástæðu til lögreglurannsóknar á
máli forstöðumannanna tveggja, sem
telst að fullu upplýst en sent stjómum
stofnanna tveggja málið til ákvörðun-
ar.
í samtali við DV sagði Guðmundur
Magnússon að á ámnum 1995 tn 2000
þegar hann var starfsmaður í Þjóð-
skjalasafninu hefði rannsókn íslenskra
miðaldainnsigla verið meðal verkefna
sinna þar. Hann hefði haldið þessari
vinnu áfram í frítíma sínum eftir að
hann tók við starfi forstöðumanns Þjóð-
menningarhúss. Ríkisendurskoðun líti
svo á að forstöðumenn rikisstofnana
þurfi að fá sérstakt leyfi stjórnar stofn-
unar sinnar og viðkomandi ráðuneytis
fyrir vinnu af þessum toga. „Það hrein-
lega hvarflaði ekki að mér að leyfi þyrfti
fyrir þessari vinnu minni,“ segir Guð-
mundur Magnússon. Hann segir málið
nú hafa verið tekið fyrir í stjórn Þjóð-
menningarhúss sem gefið hafi sér leyfi
til að vinna umrædd störf.
Ekki náðist í Salome Þorkelsdóttur,
formann stjómar Þjóðmenningarhúss-
ins. -rt/sbs
Guömundur
Magnússon.
Salome
Þorkelsdóttir.
Ólafur
Ásgeirsson.
Ingvar
Garðarsson.
Þjóömenningarhusiö
Þjóðskjalavörður tók að sér verktakavinnu.
feíffi^
Þjooskjalahusiö
Forstöðumaður Þjóðmenningarhússins annaðist verktakavinnu.
Frpmsóknarf lokkurinn:
Oskar hættur
við framboð
Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi
Framsóknarflokksins á Reykjavíkur-
listanum, hefur dregið sig út úr þeim
hópi sem gefur kost á sér í skoðana-
könnun flokksins í
Reykjavík. Óskar
kærði í síðustu
viku þær aðferðir
sem notaðar vora
til að velja fulltrúa
á kjörskrá flokks-
ins og eins að ekki
hafi verið staðið
löglega að ákvörð-
un um það hvem-
ig flokkurinn ætlar að velja fulltrúa
sína á Reykjavíkurlistann. Málið var
fyrst tekið fýrir i kjömefhd flokksins,
sem ekki taldi sig hafa umboð til að
íjalla um það, og fór þá kæran til laga-
nefndar flokksins sem úrskurðaði á
sunnudag að könnunin skyldi fara
fram eins og ráðgert hafði verið.
„Auðvitað er þessi niðurstaða laga-
nefndar mikil vonbrigði, ekki sist í
ljósi þess að ég tel laganefndina ekki
hafa haft forsendur til að komast að
niðurstöðu þar sem hún hafi ekki
ákveðin grandvallargögn í málinu
undir höndum - en það er bréf frá
þremur stjómarmönnum í Félagi
ungra framsóknarmanna í suðurkjör-
dæmi til kjömefndarinnar, þar sem
þeir tala um aö löglegur listi fyrir að-
alfulltrúa á kjördæmaþing liggi ekki
fyrir,“ segir Óskar Bergsson. Nokkur
kurr hefur verið meðal framsóknar-
manna í Reykjavík vegna þess hversu
lokuð skoðanakönnunin um næstu
helgi verður, en á kjörskrá era einung-
is þeir sem era fúlltrúar á kjördæmis-
þingi flokksins. -BG
Óskar Bergsson.
Átök í kringum Kaupfélag Hrútfirðinga á Borðeyri:
Fyrrverandi veitingamaður
á Brú kærður fyrir árás
- stjórnin reynir að koma á mig höggi, segir veitingamaðurinn
Úr Hrútafiröl
Handalögmál í hreppnum.
Mikill kurr er nú meðal
bænda í Strándasýslu
vegna stöðu Kaupfélags
Hrútfirðinga á Borðeyri.
Staða kaupfélagsins er
sögö slæm og sumir bænd-
ur óttast um tugi milljóna
króna innlegg sín hjá fé-
laginu. Hart hefur verið
tekist á innan sveitar og
jafnvel komið til handalög-
mála vegna brottvikningar
veitingamannsins í veit-
ingaskálanum Brú i Hrútafirði.
Bjami G. Stefánsson, sýslumaður
á Hólmavík, staðfesti í samtali við
DV að fyrir liggi kæra um líkams-
árás sem átti sér stað í Bæjarhreppi.
Hann segir málið nú í rannsókn.
Samkvæmt heimildum DV var
það stjómarformaður í kaupfélag-
inu sem kærði fyrrum veitinga-
mann á veitingaskálanum Brú.
Hafði komið til handalögmála
þeirra á milli í kjölfar uppsagnar
veitingamannsins. Mun þetta hafa
átt sér stað þegar stjórnarformaður-
inn, Jósep Rósinkarsson, bóndi á
Fjaröarhomi, átti leið í veitinga-
skálann Brú.
Jósep staðfesti þetta í samtali við
DV. Hann segir að atburðurinn hafi
átt sér stað í fyrri viku. Segir hann
að Bjami Rafn Ingvason, fyrrver-
andi kokkur, hafi ráðist á sig. Taldi
hann líklegt að það tengdist upp-
sögn Bjama.
„Hann var látinn fara vegna þess
að hann braut af sér í starfl, eins og
ég hef áður látið hafa eftir mér í
DV,“ sagði Jósep. Hann staðfesti
einnig að kurr væri i sveitinni um
málefni kaupfélagsins. Hann vildi
þó ekki meina að staða félagsins
væri slæm eða að kaupfélagið væri
að komast í þrot.
Þoldu ekki gagnrýni
Bjami Rafn Ingvason segist ekki
kannast við neina kæru. Það hafi
ekkert verið haft samband við sig.
„Við Jósep höfum voðalega lítið
hist og hann forðast mig eins og
heitan eldinn. Ég var látinn fara í
desember og stjórnarmenn hafa
reynt að koma á mig höggi. Menn
þoldu það ekki að ég gagnrýndi þá
beint. Ég vildi fá peninga úr þessum
rekstri til viðhalds á skálanum. Þeir
hafa hins vegar notað pen-
ingana sem komu inn úr
rekstrinum til að greiða nið-
ur vörur til bændanna. Þeir
nota peningana frá skálan-
um nú á svipaðan hátt og
var gert með sláturhúsið,
sem nú er búið að leggja af.
Á meðan er allt viðhald og
uppbygging á skálanum lát-
ið sitja á hakanum."
Það segir sína sögu um al-
varleika málsins að bændur
í sveitinni eru margir hverjir hætt-
ir viðskiptum við kaupfélagið og
keyra fremur um langan veg á
Hvammstanga eða í önnur byggðar-
lög til að kaupa inn nauðsynjavör-
ur.
Tveir kaupfélagsstjórar Kaupfé-
lags Hrútfirðinga hafa látið af störf-
um á síðustu vikum og misserum.
Það eru Máni Laxdal og Guðrún Jó-
hannsdóttir, sem hætti nú eftir ára-
mótin. í dag er Karl Sigurgeirsson,
framkvæmdastjóri Fossvarar ehf. á
Hvammstanga, starfandi kaupfé-
lagsstjóri. Hann segist hafa tekið að
sér að ganga frá reikningum sem
lagðir verða fyrir fulltrúaráðsfund
nú i mars og síðan aðalfund kaupfé-
lagsins í framhaldi af því. Hann
vildi ekkert tjá sig um stöðu félags-
ins að svo stöddu, enda hefði hann
enn ekki heildaryfirsýn yfir hana.
-HKr.
Útburöarbeiöni
Eigendur hússins sem kvennaat-
hvarfið er í hafa lagt fram beiðni um
að það verði borið út. Útburðarbeiðnin
barst Sýslumannsembættinu í Reykja-
vík fyrir helgi. Ef málinu verður ekki
frestað áður boðar sýslumannsembætt-
ið til fyrirtöku. Ef samkomulag næst
ekki um afhendingartíma verður at-
hvarfið borið út.
Snjóflóð í Hlíöarfjalli
Tvö snjóflóö hafa fallið í dal norðan
Hlíðarhryggs í Hlíðarfjalli í þessum
mánuði. Eitt flóðið féll fyrr í mánuðin-
um og hitt í síðustu viku. Á sama tima
féll krap og blautur snjór við svokall-
aþa, stromplyftu, sem er efsta lyftan í
fjallinu, en engar skemmdir urðu á
lyftunni. Engin hætta steðjaði að
skíðafólki þegar snjóflóðin féllu.
Betri lífeyriskjör
Geir H. Haarde
ijármálaráðherra
segir að það sé ekk-
ert nýtt að munur sé
á lífeyrisréttindum
opinberra starfs-
manna og starfsfólks
á almennum vinnu-
markaði. Sá munur
hafi verið fyrir hendi í áratugi og á
fleiri sviðum eins og betra fæðingaror-
lof kvenna í ríkisþjónustu.
Stökkbreyting í genum
fslenskir læknar og vísindamenn
hafa fundið nýja stökkbreytingu í gen-
um sem taka þátt í sykurefnaskiptum.
Þekktar era stökkbreytingar í fimm
genum sem geta valdið ættlægri og arf-
gengri sykursýki og fannst sjötta gerð-
in í íslensku rannsókninni. - Mbl.
greindi frá.
Ráðist á konu
Kona var flutt á slysadeild í gær-
kvöld eftir að hún varð fyrir egg-
vopni á heimili sínu í Grafarvogi.
Atburöurinn átti sér stað um níu-
leytið og var fyrrum sambýlismaður
konunnar í heimsókn. Hann hugöist
skaða sjálfan sig með eggvopni og
reyndi konan að hindra það með
fyrrgreindum afleiðingum. Hún er
ekki mikið slösuð. Maðurinn, sem
talið er að eigi við geðræn vanda-
mál að stríða, dvelur á Landspítal-
anum.
Stökkbreytt flensa
Búast má við að
nýr stofn inflúensu
komi upp í heimin-
um í nánustu fram-
tíð. Slíkt mun að öll-
um líkindum hafa
þær afleiðingar að
mun fleiri veikjast en
í dag þegar flensu
slær niður. Haraldur Briem sóttvama-
læknir segir að slík stökkbreyting geti
orðið á næstu mánuðum, árum eða
áratugum. - RÚV greindi frá.
10 ára fangelsi
Fyrrverandi sparisjóðsstjóri Spari-
sjóðs Ólafsfjarðar var í gær dæmdur í
10 mánaða skilorðsbundið fangelsi og
til að greiða sparisjóðnum 21 milljón
kr. í skaðabætur. í ákæra efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra var
hann sakaður um stórfelld mnboðs-
svik, bókhaldsbrot og brot á lögum um
ársreikninga. - Mbl. greindi frá. -HKr.