Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 JÖ"V" Fréttir Ákæruvaldið um það hver olli dauða 9 mánaða drengs í daggæslu í Kópavogi: Öðrum en dagföður er ekki til að dreifa - „meðvitað gáleysi“ en samt ekki ásetningur - engar sannanir, segir verjandi Óþol dagfóður vegna margra bama var orsök þess að hann missti stjóm á sér og hristi 9 mánaða dreng sem hafði verið óvær, með þeim afleiðingum að bamið lést á sjúkrahúsi tveimur dögum siðar. Hann sýndi af sér „meðvitað og stórfellt gáleysi“ þó svo að ekki sé byggt á því að brot hans hafi verið framið af ásetningi. Þetta er m.a. niðurstaða Sigríðar Jós- efsdóttur saksóknara í máli ríkissak- sóknara gegn 37 ára dagfóður sem gefið er að sök manndráp af gáleysi með því að hafa hrist litla drenginn svo harka- lega á heimili dagfóðurins í Kópavogi í maí sl. að bamið fékk svokallað Shaken Baby-Syndrom með þeim afleiðingum að það lést. Öm Clausen, verjandi mannsins, krefst þess að umbjóðandi hans verði sýknaður. Og ástæðan er einfóld - það séu hreinlega engar sannanir fyrir því að ákærði hefði framið þann verknað sem honum er gefinn að sök. Ákæm- valdinu hafi alls ekki tekist að sýna fram á með áþreifanlegum hætti að það hefði verið ákærði sem framdi verknað- inn. Sé litið til þess hvaða sönnunargögn ákæruvaldið hefur varðandi það að einmitt þessi maður en ekki einhver annar var að verki ber á það að líta að engin ummerki á drengnum er hægt að rekja beint til dagfóðurins og ekkert vitni í málinu sá hann gera drengnum neitt. Á hinn bóginn er óumdeilt að að- eins hann og eiginkona hans, dagmóðir- in, vom á staðnum | p. L fyrir utan lítil böm. I iTiMÍfífrlíllilly. Það sem þrir dóm- óttar Sveinsson arar munu nú m.a. leggjast undir feld með, þangað til 1. mars þegar dómur verður kveðinn upp, er hvort ákæravaldinu hafi tekist að sýna fram á að litli drengurinn hlaut þá áverka, sem drógu hann til dauða, einmitt á þeim tíma sem hann var einn með dagfoðumum eða með honum og einnig dagmóðurinni. Það vom einmitt býsna sterkir og ákveðnir vitnisburðir sem fram komu fyrir dóminum í gær og einnig á fóstudag um að bamið hefði fengið áverkana eftir að foreldrar þess komu með það í daggæsluna að morgni 2. maí á síðasta ári og áður en sjúkrabíll sótti bamið síðdegis sama dag. Þáttur réttarmeinafræðingsins Þóra Steffensen réttarmeinafræðing- ur, sem hefur víðtæka menntun og reynslu hér heima og erlendis á sviði réttarrannsókna, fullyrti fyrir dómi í gær að bamið hefði ekki getað fengið áverka í höfði með því að detta. Allt benti til að barninu hefði verið slegið utan í eitthvað eða það hrist harkalega. En hve mikið þarf til að hrista bam þannig að það fái blæðingar og bjúg við heila, blæðingu umhverfis mænu i augnbotnum og blæðingar á milli ytri og innri heilahimnu? Þóra sagði að rannsóknir siðustu ára bendi í sjálfu sér ekki til að böm þurfi að hrista svo mínútum skipti til að fá þessa áverka. Slíkt geti varað í innan við mínútu og konur geti gert slíkt á sama hátt og karlmenn. Hins vegar sagði hún að þeir áverkar sem umrædd- ur drengur fékk hefðu verið það miklir að útilokað væri annað en að hann hefði fallið í ákveðið meðvitundarleysi senni- lega sekúndum eftir að hann fékk þá. „Þau hætta að gráta og beijast þegar þau fá svona áverka og liggja með lokuð augu eins og í svefni,“ sagði Þóra Hver var dauðaorsökin? Heili bama yngri en 2ja ára er vatns- meiri og viðkvæmari en í þeim sem eldri era. „Höfuðkúpan er mýkri og heldur ekki eins vel að,“ sagði Þóra og benti á að heili svo ungra bama sé þyngri hlutfalls- lega og hálsvöðvar veikari. Þóra sagði að ólíklegt sé að böm fái Réttur er settur í Hafnarfirði Dómurinn er fjölskipaöur. Þrír dómarar í Héraösdómi Reykjaness hafa tekiö máliö til dóms. Niöurstaöa þeirra mun liggja fyrir 1. mars. ákverka sem þessa eftir fall í heima- húsi. Þegar hún var spurð nánar út í hve mikið þurfi til að fá áverka sem leiða til Shaken Baby-Syndrom sagði hún að það þyrfti um þriggja metra fall eða högg eins og í hörðum árekstri í bil. „Það era þessir snúningskraftar sem era svona hættuleg- ir fyrir heila lítilla blaöamaður bama,“ sagði Þóra. Er Jónas Jó- hannsson dómformaður spurði hvort mögulegt væri að bamið hefði hlotið ákverkana fyrir klukkan níu umrædd- an morgun, það er áður en það kom í daggæsluna, svaraði hún að slíkt væri útilokað. En hver var þá dauðaorsökin?" spurði dómarinn. Þóra sagði að tog sem varð í heila- stofninum hefði valdið heilabjúg sem lokaði fyrir blóðrás og það hefði orsak- að heiladauða. Hristingur hefði valdið heilaskemmdunum. Hún sagði að 60 prósent þeirra bama sem deyja af þess- um orsökum séu drengir. Gerendur í slíkum tilfellum era taldir vera 2,2 hjá körlum á móti 1,0 hjá konum. Þegar dómarinn hélt áfram að spyija vildi hann fá svar um það hvenær bam- ið hlaut áverkana. Þóra svaraði því þá til að sekúndur hefðu liðið þar til það féll í meðvitundarleysi. Dagfaðirinn tvísaga Sækjandinn í málinu, Sigríður Jós- efsdóttir, sagði í ræðu sinni að dagfaðir- inn, sem er ákærður fyrir að hafa vald- ið baminu áverkunum, hefði vísvitandi greint rangt frá við lögreglurannsókn. Hann hefði fyrst sagt að 8-9 böm hefðu verið á heimilinu en síðan hefði komið á daginn að 21 bam var þar umræddan dag. Sigríður sagði að maðurinn hefði fyrst greint frá því að hann hefði hringt á Neyðarlínuna 1-2 mínútum eftir að ljóst varð að eitthvað alvarlegt væri að drengnum. Síðan hefði sjúkraflutninga- maður upplýst að einhver á staðnum hefði sagt að um hálf klukkustund hefði liðið. Auk þess hefði maðurinn fyrst sagst hafa verið klukkustund í burtu um morguninn en símaskráning hefði sýnt að hann hefði verið um tvær klukkustundir í burtu. Sækjandinn sagði að maðurinn hefði sýnt af sér „meðvitað og stórfellt gá- leysi“ en það hefði ekki verið af ásetn- ingi. Hún sagði að ákærði gæti hafa haft hugboð um hvað verknaðurinn myndi hafa í för með sér. En með gáleysinu sé þeim skilyrðum fullnægt sem gera þarf til að maðurinn fái refsingu. Hvað varðar dómafordæmi er litlu til DV-MYNDIR GVA Vitniö - réttarmeinafræöingurinn meö gögn sín Þóra Steffensen var hátt í 2 klukkustundir í vitnastúku aö bera vitni. Sak- sóknari, dómarar og verjendur lögöu allir fyrir hana spurningar. að dreifa í þeim efnum. Sækjandinn sagði að í dómi frá 1964 hefði maður ver- ið dæmdur fyrir að slá höfði bams utan í vegg. Sá maður hlaut 2ja ára óskilorðs- bundið fangelsi. Sigríður sagði að verði ákærði sak- felldur telji hún rétt að refsing manns- ins fyrir brot gegn 215. grein hegningar- laganna fyrir manndráp af gáleysi verði óskilorðsbundið. í málinu leggja foreldrar litla drengs- ins fram samtals 10 milljóna króna skaðabótakröfu á hendur ákærða. Hann og eiginkonan eru einnig ákærð fyrir brot á hegningarlögum með því að hafa haft mörg böm í daggæslu umfram heimildir bæjaryfirvalda. Verjendur fólksins fara báðir fram á sýknu í þvi sambandi. /£ sQ'JttfíóW REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 18,14 18,19 Sólarupprás á morgun 09,07 09,10 Síödegisflóð 23,03 03,42 Árdeglsflófi á morgun 04,24 08,57 Veöríö í kvöld © Búist er við stormi Meira en 20 m/s sunnanlands í dag. Gengur í austan 18-23 m/s með snjókomu og skafrenninngi sunnanlands fyrir hádegi og þykknar upp norðan til. Dregur heldur úr vindi sunnan til í kvöld og lægir um land allt í nótt. Frost áfram Suðvestan og vestan 8-13 m/s og snjókoma eða él, einkum vestanlands á morgun. Frost 0 til 8 stig að deginum, minnst syðst. Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Hiti 0' Hiti 0“ Hiti 0" til -8' til -8° til -8’ Vindun Vindur: Vindur: 8-13»'» 8-13 "V* 8-13’"/» «- 4» 4* Austlæg átt, Noröanétt meö Noröanátt meö 10-15 m/s og snjókomu eöa snjókomu eöa dálitil snjókoma iljagangl noröan éljagangl noröan sunnanlands, en II- Talsvert frost tll. Talsvert frost hægari og él um mest allt um mest altt fyrir noröan. land. land. m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassvifiri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 Veöriö AKUREYRI léttskýjaö -9 BERGSSTAÐIR léttskýjaö -14 BOLUNGARVlK léttskýjaö -7 EGILSSTAÐIR léttskýjaö -9 KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö -5 KEFLAVÍK skýjað -3 RAUFARHÖFN alskýjað -6 REYKJAVÍK skýjað -5 STÓRHÖFÐI skafrenningur -1 BERGEN snjóél -2 HELSINKI haglél 1 KAUPMANNAHÖFN rigning 2 ÓSLÓ skýjaö 0 STOKKHÓLMUR 0 ÞÓRSHÖFN skýjað -1 ÞRÁNDHEIMUR snjóél 0 ALGARVE léttskýjaö 6 AMSTERDAM rigning 8 BARCELONA mistur 5 BERLÍN léttskýjað 3 CHICAGO alskýjað 8 DUBLIN hálfskýjaö 7 HALIFAX slyddduél -8 FRANKFURT skýjaö 2 HAMBORG rigning 3 JAN MAYEN heiðskýrt -8 LONDON skýjaö 8 LÚXEMBORG þokumóöa 1 MALLORCA léttskýjaö 3 MONTREAL heiöskýrt -8 NARSSARSSUAQ heiðskýrt -12 NEW YORK heiöskýrt 2 ORLANDO léttskýjaö 9 PARÍS skýjaö 3 VÍN skýjaö 4 WASHINGTON heiöskírt -6 WINNIPEG léttskýjaö -8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.