Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Blaðsíða 10
10
Útlönd
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002
DV
REUTER-MYND
George Speight
Uppreisnarforinginn á Fídjí slapp
naumlega vid gálgann.
Speight dæmdur
í lífstíðarfangelsi
George Speight, leiötogi valda-
ræningja á Fídjí, hóf í morgun að af-
plána lífstíðarfangelsisdóm fyrir
landráð. Fáir trúa því þó að hann
eigi eftir að dvelja á bak við lás og
slá það sem hann á eftir ólifað.
Speight játaði sekt sína fyrir
dómi í gær og brast í grát þegar
hann var dæmdur til hengingar.
Forseti landsins breytti dauðadóm-
inum hins vegar í lífstíðarfangelsi
nokkrum klukkustundum síðar.
Speight fór fyrir ílokki manna
sem hélt indverskum forsætisráð-
herra landsins og öðrum ráðherrum
í gíslingu í 56 daga vorið 2000 og
kröfðust aukinna réttinda fyrir inn-
fædda Fídjíbúa. Margir telja að játn-
ing kaupsýslumannsins fyrrverandi
muni leiða til þess að allur sann-
leikurinn um valdaránið muni
aldrei verða leiddur i ljós.
Reiði almennings
bitnar á bönkum
Hundruð reiðra Argentínubúa
skeyttu skapi sínum á bönkum sín-
um í gær til að mótmæla því að
stjórnvöld hafa fryst bankainni-
stæður þeirra.
Mótmælendurnir lokuðu götum
meðal annars í höfuðborginni Buen-
os Aires og máluðu ókvæðisorð í
garð stjómvalda á veggi bankabygg-
inganna. Stjómvöld gripu til þess
ráðs fyrir allnokkru að frysta
bankainnistæður landsmanna til að
koma í veg fyrir hrun bankakerfis-
ins í efnahagskreppunni sem hefur
einkennt argentínskt efnahagslíf
undanfarin fjögur ár.
Gjaldeyrismarkaður í Buenos
Aires hertu öryggisgæslu í gær af
ótta við átök.
Líkbrennslan í Noble
Tala líkanna sem fundist hafa í landi
líkbrennslunnar í Noble í Georgíu
er komin í 139.
Líkunum í Noble
fjölgar enn
Yflrvöld í Georgíu í Bandaríkjun-
um tilkynntu í gærkvöld að 139 lík
hefðu þegar fundist í nágrenni lík-
brennslunnar í bænum Noble og
ætti þeim eflaust enn eftir að fjölga
til muna.
Umsjónarmaður líkbrennslunn-
ar, Ray Brent Marsh, hefur verið
handtekinn í annað sinn og er nú
ákærður fyrir glæpsamlegt afhæfi
eftir að hafa áður verið handtekinn
fyrir svik í fyrradag og síðan látinn
laus. Málið uppgötvaðist þannig að
hundur gróf upp hauskúpu eins
hinna látnu og fer nú fram skipu-
lögð leit á 18 ekru landi líkbrennsl-
unnar, sem undanfarin ár hefur
tekið á móti líkum frá um 30
útfararstofnunum í þremur ríkjum.
REUTER-MYND
Nekt gegn kjarnorku
Lögregla í Sydney í Ástralíu leiöir burt konu sem fækkaöi fötum til aö leggfa áherslu á þá skoöun sína aö ekki ætti
aö byggja nýjan kjarnaofn til aö framleiöa rafmagn fyrir borgina. Tveir voru handteknir í mótmælaaögerðunum.
Asíuferð Bandaríkjaforseta:
Búist við hörðum
mótmælum í Seoul
George W. Bush Bandarikjaforseti
þakkaði japönsku þjóðinni dyggan
stuðning í kjölfar hryðjuverka-
árásanna í Bandaríkjunum, þegar
hann ávarpaði japanska þingið i gær.
Hann sagði að þjóðimar hefðu bund-
ist tryggum vinaböndum sem heföi
bæði stuðlað að velgengni og friði á
Kyrrahafssvæðinu.
„Viðbrögð ykkar við hryðjuverka-
ógninni hefur endurspeglað sameigin-
legan styrk okkar og nauðsynlegan
stuðning Japans í alþjóðlegum aðgerð-
um sem hófust í Asiu,“ sagði Bush og
bætti við að hann væri sannfærður
um að 21. öldin yrði „öld Kyrrahafs-
ins“ og lofaði þjóðum svæðisins full-
um stuðningi.
„Við munum sýna styrk Bandaríkj-
anna í raun og halda áfram nauðsyn-
legum stuðningi okkar við Filippseyj-
ar, Ástralíu og Taíland, eins og við
höfum gert hingað til. Við munum
halda áfram að halda aftur af Norður-
Kóreumönnum og með samvinnu við
Bush ávarpar japanska þingiö.
Japan stuðla að öryggi i Asíu. Við
munum heldur ekki gleyma skuld-
bindingum ykkar og tryggð við Taív-
an,“ sagði Bush sem er þriðji forseti
Bandaríkjanna til að ávarpar jap-
anska þingið á eftir þeim Reagan árið
1983 og Clinton árið 1996.
Bush vék síðan að efnahagsástand-
inu í landinu og lýsti yflr stuðningi
sínum við áætlanir Junichiro
Koizumi, forsætisráðherra Japans,
um umbætur til að rétta við slakan
efnahag þjóðarinnar.
„Það er betra að taka á málunum
heldur en bíða,“ sagði Bush og reyndi
eftir megni að sýna Koizumi stuðning
við nýlega kynntar efnhagsaðgerðir
sem hann hefur hlotið mikla gagnrýni
fyrir, jafnvel meðal eigin flokks-
manna.
Eftir tveggja daga stopp í Japan
hélt Bush áleiðis til Suður-Kóreu í
morgun, þar sem hann mun án efa
mæta mikilli andúð vegna ummæla
sinna um nágrannaríkið í norðri, þeg-
ar hann nefndi það eitt af „öxulveld-
um hins illa“, ásamt írak og íran. Bú-
ist var við hörðum mótmælum, en
mótmælafundir hafa verið skipulagð-
ir víða um landið og er ströng örygg-
isgæsla við bandaríska sendiráðið í
Seoul.
Kostunica Júgóslavíuforseti gagnrýnir réttarhöldin í Haag:
Milosevic fær tækifæri til að
spyrja fyrsta vitnið í þaula
Búist er við að Slobodan Milos-
evic spyrji fyrsta vitnið þegar
stríðsglæparéttarhöldunum yfir
honum verður fram haldið í Haag i
Hollandi í dag. Vitnið er aldurhnig-
inn albanskur stjórnmálamaður frá
Kosovo, Mahmut Bakalli, sem sak-
sóknarar kölluðu fyrir í gær til að
bera vitni um meinta glæpi gegn
mannkyninu sem Milosevic framdi
í Kosovo.
Hundruð vitna munu bera vitni
gegn Milosevic í Haag áður en yfir
lýkur þegar ákærur fyrir þjóðar-
morð í Bosníu og glæpi gegn mann-
kyninu verða teknar fyrir síðar.
Bakalli sagöi réttinum í gær að
Milosevic hefði rekið eins konar að-
skilnaðarstefnu gegn albanska
meirihlutanum í Kosovo á síðasta
áratug tuttugustu aldarinnar. Þá
greindi Bakalli, sem eitt sinn var
REUTER-MYND
Stuðningur heima fyrir
Milosevic, fyrrum Júgóslavíuforseti,
nýtur mikils stuönings í Serbíu.
háttsettur í kommúnistaflokknum,
frá því að einn embættismanna
Milosevics hefði á árinu 1998 sagt
sér frá áætlunum Serba um að
leggja byggðir Albana, nærri ári áð-
ur en farið var að reka Albani
skipulega frá Kosovo.
Vojislav Kostunica, forseti
Júgóslavíu, gagnrýndi í gær fyrstu
skrefin í réttarhöldunum yfir Milos-
evic og sagði að saksóknarar
greindu aðeins yfirborðslega frá at-
burðunum.
Kostunica, sem lítur á sig sem
hófsaman þjóðemissinna, dró í efa
margar fullyrðingar saksóknara.
Stuðningsmenn Milosevics voru
hrifnir af tveggja daga ræðu sak-
bomingsins við upphaf réttarhald-
anna og sögðu hana hafa verið
snilldarlega. Fjórir af hverjum tíu
Serbum gáfu henni hæstu einkunn.
NATO framlengir gæslu
George Robert-
son, framkvæmda-
stjóri NATO, sagði í
gær að bandalagið
hefði ákveðið að
framlengja dvöl
friðargæslusveita
sinna í Makedóníu
um sex mánuði,
eins og stjórnvöld í Skopje höfðu
óskað eftir.
Kóngur hvetur til einingar
Konungurinn í Nepal hvatti til
einingar þjóðarinnar í morgun í
kjölfar mannskæðustu árásar
skæruliða maóista um helgina þar
sem á annað hundrað voru drepin.
Örygginu ógnað
Varað hefur verið við því að ör-
ygginu í Afganistan standi ógn af
flóttamönnum úr röðum al-Qaeda
sem enn eru í landinu og af átökum
milli fylkinga innan stjómarinnar.
Cheney talar um öxulinn
Dick Cheney, varaforseti Banda-
ríkjanna, sagði í gær að Bush for-
seti hefði haft ærnar ástæður til að
vara við hættunni af írak, íran og
Norður-Kóreu, sem hann kallaði
„öxulveldi hins illa“ á dögunum.
Leiðtogar varkárir
Schröder Þýskalandskanslari og
Chrétien, forsætisráðherra Kanada,
vildu ekki hafa uppi neinar vanga-
veltur í gær um hugsanlegar hern-
aðaraðgerðir Bandaríkjanna gegn
Saddam Hussein og írak.
Páfi særir út djöfsa
Jóhannes Páll
páfi hefur þrisvar
sinnum á 23 ára
páfaferli sært út illa
anda. Síðasta tilvik-
ið var í september í
fyrra, að sögn eins
helsta djöflasær-
ingamanns páfa-
garðs. Þá voru illir andar reknir úr
tvítugri konu.
Dómurinn staðfestur
Æðsti áfrýjunardómstóll Perús
staðfesti í gær tuttugu ára fangelsis-
dóm yfir ungri bandarískri konu,
Lori Berensen, sem var dæmd fyrir
að hjálpa marxískum skæruliðum.
Jospin lítt hrifinn
0Lionel Jospin, for-
sætisráðherra Frakk-
lands, og franskir
sósíalistar, eru lítt
hrifnir af hugmynd-
um Tonys Blair, for-
sætisráðherra Bret-
lands, og Silvios
Berlusconis, forsætisráðherra ítal-
íu, um efnahagsumbætur hjá Evr-
ópusambandinu. Þar er meðal ann-
ars hvatt til aukins sveigjanleika og
hreyfanleika á vinnumarkaði ESB.
Dæmt í Færeyjum
Liðlega þrítugur maður var
dæmdur í 15 mánaða fangelsi í gær
fyrir aðild að stærsta fikniefnamál-
inu í Færeyjum.
Ókeypis blað umdeilt
Útgáfa ókeypis dagblaðsins Metro
í Frakklandi hefur valdið miklum
deilum og andstöðu verkalýðshreyf-
ingarinnar. Bókagerðarmenn
eyðilögðu fimmtíu þúsund eintök af
blaðinu í Marseille.