Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Qupperneq 13
13
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002
DV
Velmegun fyrir eitt lík
Það er farið eiginlega allan
skalann í sýningu MR á
Milljónamærin snýr aftur,
frá algerri lágkúru sem með-
al annars birtist í stöðugu
grútfúlu klósettsturti meðan
beðið er þess að sýning hefj-
ist og upp í áhrifamikla leik-
list sem hvað eftir annað
kraftbirtist í mögnuðum
hópsenum á sviðinu. Þessi
blanda á ekki illa við leikrit
Dúrrenmatts um forríku
kerlinguna sem kemur í
heimsókn í heimabæ sinn
því það fer sjálft allan skal-
ann, frá auviröilegasta gysi
til hæstu dramatískra hæða.
Maður verður steinhissa á
því að svona verk skuli ekki
oftar tekið til sýninga í at-
vinnuleikhúsum heimsins
eins og það spyr ágengra
spurninga um siðferði og
græðgi - en kannski er það
ástæðan.
MR-ingar geta ekki lagt
höfuðáherslu á aldur aðalper-
sóna eins og Dúrrenmatt
gerir i sínum titli sem var
þýddur beint þegar leik-
ritið var sett upp hjá LR
fyrir löngu, Sú gamla
kemur í heimsókn.
„Eftir“ Andy Warhol
Baunadós í aö-
göngumiöa staö
og leikskrá.
Titill Gísla
Rúnars færir
verkið strax
mun nær nyi-
um áhorfendum
(og leikurum). Þó að okkur sé sagt í textan-
um að áratugir séu liðnir síðan Kamilla Trump-
gates var flæmd úr sínum heimabæ, þá fátæk og
ólétt, nú moldrík á sjöunda eða áttunda eigin-
manni, þá er sterkt að sjá ung andlit á persón-
unum. Sársauki þeirra verður nákomnari.
Milljónamærin er leikrit um siðferðileg álita-
frúrnar á gulu skónum í
búðinni hjá Uluga. En
Dúrrenmatt gleymir held-
ur ekki áhorfendum
Glæpur Uluga er ennþá
hræðilegur í augum okk-
ar. Hann brást ungri unn-
ustu sinni óléttri, hann
fékk vini sína til að sverja
rangan eið og segjast hafa
sofið hjá henni líka, hann
kom á hana slíku óorði að
hún átti ekki annarra
kosta völ en láta það ræt-
ast - og allt vegna þess að
hann vildi frekar kvænast
til fjár. Hann hefur sýnt af
sér slíka varmennsku að
manni finnst hann næst-
um því réttdræpur. Eða
hvað? Þetta er metnaðar-
mikið val hjá aðstandend-
um Herranætur þvi um-
ræða verksins heldur
áfram lengi í hugum
áhorfenda.
Leiklist
mál. Að visu
finnst manni
fyrst (eins og
íbúum Kamra-
hlíðar) að þetta
sé ekkert álita-
mál: Auðvitað
drepi þeir ekki
einn af sínum
vegna gamalla
ástamála, þó að
Kamilla lofi
þeim í staðinn
að skíta
nokkrum millj-
ónum sem muni
lyfta þeim úr ör-
birgð til auðs. En áður en varir eru þeir flæktir
í net peninganna, famir að eyða fé sem þeir eiga
ekki í vissu þess að „einhver" muni koma fram
hefndum fyrir Kamillu. Þetta varð magnaður
kafli í sýningunni, til dæmis gleymast þær seint
DV-MYND HARI
Milljónamærin hittir æskuástina
Hún hyggur á grimmar hefndir fyrir gamla Af aðalleikurum þótti
harma. mér Magnús Davíð Norð-
dahl öruggastur í hlut-
verki borgarstjórans og baðsenan hans dillandi
skemmtileg. En þau snertu mann líka Sunna
María Schram og Árni Egill Örnólfsson í hlut-
verkum elskendanna fornu, Kamillu og Rluga.
Senan með þeim einum í skóginum sem teygð
var listilega með myrkvun, var ein sú næmasta;
annars voru hópsenurnar yflrleitt styrkur sýn-
ingarinnar, fantalega vel unnar af Magnúsi Geir
leikstjóra. Allur umbúnaður sýningarinnar er
vel hugsaður. Sviðið hryllilega ljótt enda bær-
inn á vonarvöl, búningar litlausir (margþvegn-
ir) framan af en síðan glaðna litir. Hugmyndin
með gulu skóna frábær. Tónlistin skemmtileg.
Sýningarskrá með sínu kinki til Andy Warhol
er gerð af húmor og metnaði.
Silja Aðalsteinsdóttir
Herranótt sýnir í Tjarnarbíó: Milljónamærin snýr aftur.
Höfundur: Friedrich Durrenmatt. Þýðing: Gísli Rúnar
Jónsson. Leikmynd og búningar: Halla Gunnarsdóttir.
Lýsing: KSri Gíslason. Tónlist: Medectophobia. Leik-
stjórn: Magnús Geir Þórðarson.
Leiklist - tónlist
Tvær konur í inniskóm
og maður með gítar
DV-MYND EINAR ORN
Jóhanna Jónas og Margrét Eir
Bráöskemmtileg sýning og alvarleg, falleg og fyndin, framúrstefnuleg en
samt hræðilega gamaldags.
Þann fyrsta febrúar siðastliðinn
voru liðin eitt hundrað ár frá fæðingu
Langstons Hughes, (1902-1967), lárvið-
arskálds blakkra Bandaríkjamanna.
Hughes var umdeildur, bæði meðal
hvítra og svartra, fyrir skoðanir sínar
og baráttumál. Hann lenti í útistöðum
við óamerísku nefndina, sem kennd
hefur'verið við Joseph R. McCarthy
öldungadeildarþingmann; beitt háðska
hans skapaði honum óvild meðal
svartra rithöfunda.
Hughes stundaði nám við Columbia
University, dvaldi um hríð í Suður-
Ameríku og bjó í Sovétríkjunum í eitt
ár. Hann þýddi verk eftir ljóðskáld, til
dæmis Léopold Senghor og Federico
Garcia Lorca. Hughes skrifaði skáld-
sögur, leikhúsverk, ævisögur, blaða-
og tímaritagreinar, barnabækur, óp-
eruhandrit og síðast en ekki síst um
baráttu vinar síns Jesse Simples, hins
dæmigerða svarta alþýðumanns í
Harlem. Sögur Simples vöku mikla
kátínu þegar þær komu fyrst á prenti
en jafnframt sköpuðu þær höfundi sínum óvild
margra Harlem-búa sem töldu Hughes vera að
niðurlægja þá með sögum um „fávísan negra“!
í þessum mánuði kemur heildarútgáfa af
verkum Hughes í sjö bindum hjá The Uni-
versity of Missouri Press, bandaríska póstþjón-
ustan gefur út frimerki með mynd hans og
hljóðritun með ljóðalestri Hughes ásamt leik
djassleikarans Charlies Mingus verður endur-
útgefin.
Það eru einmitt sögumar um Jesse Simple
sem eru perlumar í sýningu þeirra Jóhönnu
Jónas, Margrétar Eir og Guðmundar Pétursson-
ar í Kaffileikhúsinu. Auk Simples er komið við
í bókum Maya Angelou, eins vinsælasta merk-
isbera svartra kvenna í Bandaríkjunum um
árabil.
Sýningin hófst með „I have a Dream“, hinni
þekktu ræðu Martins Luthers Kings, upptöku
af flutningi hans sjálfs. Síðan tók við látlaus
flutningur Jóhönnu og Margrétar á hinum
kunna gospelsálmi Amázing Grace. í þessum
inngangi voru vafalaust margir komnir með tár
í auga, enda efnið fallegt og flutningurinn
áhrifamikill. En Langston Hughes kom mér og
öðrum til bjargar, það varð lítið úr tárum þeg-
ar Jóhanna ílutti Á Toast to Harlem, greinar-
kom úr dagbók Jesse Simple, brosið stækkaði
eftir því sem á flutninginn leið og hláturinn tók
við.
Eg hef heyrt Jóhönnu flytja
þessa Harlem-kviðu áður en sjald-
an eins vel og á laugardagskvöldið
var. Hún hefur tileinkað sér mál-
lýsku svartra suðurríkjamanna án
þess að gera það afkáralega, eins
og oft hættir tO hjá þeim sem ekki
eru svartir og aldir upp á götum
Harlem. Bandarískur háskóla-
kennari sagði mér að hann hefði
aldrei heyrt „útlending" gera
þessu efni jafngóð skil.
Margrét Eir stóð sig með mikilli
prýði. Það er erfitt að feta í fótspor
Ethel Waters og Bessie Smith en
Margréti tókst að syngja, að mér
fannst, skandinavíska útgáfu af
Baðmullar-blús sem var einkar
áheyrileg, enda tóku áheyrendur
undir með taktfostu lófataki þegar
best lét.
Þáttur Guðmundar Péturssonar
gítarleikara var lítillátur og ein-
faldur en um leið framúrskarandi
góður. Guðmundur hefur leikið
blús víða um heim, m.a. með Pinetop Perkins
og Jimmy Dawkings. Hann „skrúfaði gítarinn
niður" til þess að ná blústilfmningu í leikinn og
greip meira að segja til munnhörpunnar til að
gefa sýningunni skemmtilegan lit.
Þetta er ein besta sýning sem ég hef séð um
langa hríð. Hún er bráöskemmtileg og alvarleg,
ádeila og brandari, falleg og fyndin, framúr-
stefnuleg en samt hræðilega gamaldags. Þetta
er sýning sem allir ættu að sjá, strax í kvöld!
Ólafur Stephensen
Jóhanna Jónas, Margrét Eir og Guðmundur Pétursson
flytja í Kaffileikhúsinu: A Toast to Harlem - Svört
melódía.
___________________Menning
Umsjón: Sifja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is
Kúbudagar
í gærkvöldi hófust Kúbudagar í Ríkisút-
varpinu, sjónvarpi og útvarpi og þeir
standa til 25. febrúar. Meðal annars verða
sýndar fimm heimildarmyndir og fimm
bíómyndir sem tengjast eyjunni fögru í
Karíbahafi og flutt efni tengt Kúbu í ýms-
um þáttum á Rás 1 og Rás 2. Ekki síst
mun dillandi tónlist eyjarskeggja fá að
hljóma.
í kvöld verður sýnd bresk heimUdar-
mynd um Fidel Castro, einræðisherra eyj-
arinnar, sem hefur verið fleinn í holdi
bandarískra stjórnvalda í 40 ár. Annað
kvöld er á dagskrá mynd um bandarísku
mafluna í Havana á sjötta áratugnum,
áður en Castro komst tU valda; þá réðu
kumpánar eins og Lucky Luciano, Santo
Trafflcante og Meyer Lansky ríkjum á eyj-
unni. Á fóstudag verður sýnd myndin Bu-
ena Vista Social Club sem Wim Wenders
gerði árið 1999 um hóp roskinna tónlistar-
manna á Kúbu sem notið hefur mikUla
vinsælda á seinni árum og hélt m.a.
tvenna tónleika i Reykjavík i fyrra.
Aðdáendur gamaUa amerískra bíó-
mynda og Humphrey Bogart sérstaklega
ættu að gá að þvi að sama fostudagskvöld
verður líka sýnd bíómyndin AUt eða ekk-
ert (To Have and Have Not) frá 1944,
byggð á sögu eftir Ernest Hemingway sem
átti lengi heimUi á Kúbu. Á laugardags-
kvöld verða sýndar þrjár bíómyndir.
Fyrst Mambó-kóngamir eftir verðlauna-
sögu Oscars Hijuelos um tvo bræður og
tónlistarmenn frá Kúbu þar sem Antonio
Banderas er ennþá yngri og fegurri en
hann er nú, þá Líf í tuskunum (La vida es
sUbar), margverðlaunuð mynd frá 1998
um dansmey, félagsráðgjafa og slagverks-
leikara í Havana sem verða að gera það
upp við sig hvemig þau vUja lifa lífinu, og
loks Paradís á jörðu (Un paraíso bajo las
estreUas), gamanmynd frá 1998.
Á sunnudagskvöld verður sýnd bíó-
myndin Jarðarber og súkkulaði (Fresa y
chocolate) frá 1993, fyrsta kúbverska
myndin sem Maut tUnefningu tU ósk-
arsverðlauna og margir sáu í Háskólabiói.
Hún íjaUar á einstaklega hlýlegan og fynd-
inn hátt um homma sem verður ástfang-
inn af kreddufuUum gagnkynhneigðum
manni. Kúbuvikunni í Sjónvarpinu lýkur
svo mánudagskvöldið 25. febrúar en þá er
á dagskrá heimUdarmynd um morðið á
Che: Fórnin - Hver sveik Che Guevara?
Raddir kvenna í arab-
ískum bókmenntum
MicheUe Hartman, lektor við Hofstra
háskóla í Bandaríkjunum, flytur fyrirlest-
ur á vegum Hugvísindastofnunar Háskóla
íslands um konur í arabískum bókmennt-
um kl. 17.15 á morgun í stofu 101 í Lög-
bergi.
I fyrirlestrinum mun Hartman fyrst
gefa yfirlit yflr þróun arabískrar bók-
menningar og fjaUa um skáldskap frá því
í fomöld og fram á nútíma með sérstakri
áherslu á tengsl tungumáls og bókmennta.
Meginefni fyrirlestrarins er arabískur
skáldskapur í bundnu og lausu máli á 20.
öld og þá einkum framlag kvenna tU hans.
Lögð verður áhersla á fjölbreytni í verk-
um kvenna og skapandi notkun tungu-
máls. Með því að skoða nokkra texta má
draga upp mynd af frumlegum leiðum ar-
abískra kvenrithöfunda tU að takast á við
langa hefð og arfleifð arabískrar tungu og
bókmennta.
Fyrirlesturinn er opinn og öUum heim-
Ul.
Tónleikum frestað
Píanótónleikum HaUdórs Haraldssonar,
sem vera áttu i Tíbrárröð 1 í Salnum i
kvöld, erFRESTAÐtU þriðjudags 12.
mars kl. 20. AUar nánari upplýsingar em
góðfúslega veittar í Salnum, sími 5 700
400.
Þeir sem senda tölvupóst á menningar-
síöu athugi aö póstfangiö hefur breyst. Þaö
er nú: silja@idv.is. Póstur sendur á eldra
netfang kemst því miöur ekki til skila þó aö
svo viröist því hann er ekki endursendur.