Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 19 Útgáfufólag: Útgáfufélagiö OV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óll Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Fróttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti XI, 105 Rvik, símí: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyrí: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugeró og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Ráðgjöf stjómarformanns Friðrik Pálsson er stjórnarformaður Landssímans og þiggur laun fyrir svo sem eðlilegt er. Laun hans fyrir þau störf voru rúmlega eitt hundrað þúsund krónur á mánuði árið 2001 en hafa nú verið hækkuð i tæplega 150 þúsund krónur. Mönnum bregður hins vegar í brún þegar það er upplýst að stjómarformaðurinn hafi átt í milljónavið- skiptum við Landssimann er hann seldi símafyrirtækinu ráðgjafarvinnu í nafni einkafyrirtækis síns, án vitundar annarra stjórnarmanna. í DV í gær kom fram að Góðráð ehf., einkafyrirtæki Friðriks, gaf á liðnu ári út reikninga að andvirði rúmlega 7,6 milljónir króna, með virðisaukaskatti, á Landssimann. Endurskoðandi staðfesti að útskrifaðir reikningar ráðgjaf- arfyrirtækisins á árinu 2001 fyrir Landssímann námu kr. 5.098.000, auk virðisaukaskatts. Þessar verktakagreiðslur samsvara 635 þúsund krónum á mánuði með virðisauka- skatti eða 425 þúsund krónum á mánuði án virðisauka- skatts. Greiðslur til stjórnarformannsins, fyrir stjórnar- formennsku og ráðgjöf, námu þvi á sjötta hundrað þúsund krónum á mánuði án virðisaukaskatts en á áttunda hund- rað þúsund sé skatturinn talinn með. Friðrik Pálsson stjórnarformaður upplýsir að þessa ráð- gjafarvinnu hafi hann innt af hendi í tengslum við @IPbell, einkavæðingu Landssímans og önnur mál. Þá innheimti félag Friðriks flugmiða, hótelkostnað og annan tilfallandi kostnað. Friðrik tók fram að hann hefði í ráðgjafarstörfum fyrir Landssimann ekki dregið af sér og ekkert væri ofreiknað. Hann hefði verið heiðarlegur allt sitt líf og svo væri með þetta mál. Ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytisins hefði yfirfarið reikningana sem síðan hefði sent þá til forstjóra Landssímans sem hefði gengið frá þeim til útborgunar. Málið snýst hins vegar ekki um dugnað og heiðarleika heldur dómgreind og góða siði. Samgönguráðuneytið samdi við Friðrik Pálsson, stjórnarformann Landssímans, um það að hann mætti selja Landssímanum ráðgjafarvinnu í nafni einkafyrirtækis síns en aðrir i stjórn Landssímans fengu engar upplýsingar um það samkomulag. Magnús Stefánsson, varaformaður stjórnarinnar, lýsti því yfir í gær að hann kæmi af fjöllum hvað þetta mál varðaði. í sama streng tók annar stjórnarmaður, Flosi Eiriksson. Það verður varla talið annað en brestur á dómgreind og siðferði stjórnarformannsins að gera öðrum stjórnarmönnum ekki grein fyrir samkomulagi við Landssímann er varðaði hann persónulega svo mjög, víkja síðan af fundi svo öðrum í stjórninni gæfist tóm til að ræða innihald samkomulagsins og tilefni. Vald samgönguráðherra yfir Landssímanum er mikið og ekki er dregið í efa að hann getur sagt stjórn fyrirtækisins fyrir flestum verkum. Hann, sem hluthafi, fer hins vegar ekki með forsvar fyrirtækisins heldur félagsstjórnin. Ráðuneyti hans samdi við Friðrik Pálsson og einkafyrirtæki hans um ráðgjöf í málefnum Landssímans. Stjórnarformanninum bar vegna þess siðferðileg skylda til að greina stjórninni frá vinnu sem einkafyrirtæki hans innti af hendi fyrir hundruð þúsunda króna á mánuði. Spurning er hvort þögnin var lögleg en án efa siðlaus. Það er hrokafullt, svo ekki sé meira sagt, að halda því fram að málið hafi verið óviðkomandi stjórn Landssímans og því hafi ekki verið ástæða til að kynna málið þar, eins og haft hefur verið eftir Friðriki Pálssyni. Það var þvi full ástæða til að kalla saman stjórnarfund Landssímans, eins og tveir stjórnarmenn fóru fram á í gær, til þess að ræða þetta og önnur málefni fyrirtækisins sem hæst hafa borið að undanfomu. Jónas Haraldsson DV Skoðun Pólitísk stefnumál í öryggismálum Hálft ár er nú liðið frá hryðjuverkunum í New York og Washington-borg. Umræðan á Alþingi um utanríkismál hefur að sjálfsögðu litast af þessum atburðum, með beinum og óbeinum hætti. Bandalag þjóða gegn hryðjuverka- öflunum og stríðið í Afganistan hefur að skilj- anlegum ástæðum verið hæst á baugi í fréttum og almennri umræðu um af- leiðingar hryðjuverkanna í septem- ber sl. Ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem þingmenn og fréttaskýrendur, hérlendis og erlendis, hafa stigið á stokk og haft uppi yfirlýsingar um geigvænleg áhrif voðaatburðanna í Bandaríkjunum á öryggismál í heim- inum. Hins vegar hefur farið minna fyrir efnislegri umræðu um það hver þau áhrif séu, til lengri og skemmri tíma litið. Samfylkingin vill samvinnu Kannski er ekki við öðru að búast, því að hér er um margslungið og erfitt verkefni að ræða, sem skiptir alla miklu máli hvar í ílokki sem þeir standa. Samfylkingin hefur frá upphafl haft það á stefnuskrá sinni að endur- skoðun öryggis- og varnar- mála landsins sé sameigin- legt verkefni ríkisstjómar og þings; með öðrum orðum sameiginlegt verkefni allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi. Með þetta I huga spurði ég utanríkisráð- herra á þingi í síðustu viku hvort hann hygðist beita sér fyrir þverpólitískri vinnu um langtímastefnumótun í öryggis- og varnarmálum íslands. Svör Halldórs Ásgrímssonar ollu mér vonbrigðum. Ráðherrann taldi enga þörf á samvinnu allra stjórn- málaflokka um þetta mál. Helst var á honum að skilja að embættismenn ráðuneytisins séu svo pólitískir að ekki þurfi þátttöku alþingismanna i stefnumótuninni! Einnig taldi hann víðtæka samstöðu í samfélaginu um stærstu þætti utanríkisstefnunnar og því ekki þörf á þverpólitískri um- ræðu um málið. Hefur þá ekkert breyst? Öryggi ríkis snýst ekki einvörð- ungu um varnir í hefðbundnum Þórunn Svein- bjarnardóttir alþingiskona „Ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem þingmenn og frétta- skýrendur, hérlendis og erlendis, hafa stigiö á stokk og haft uppi yfirlýsingar um geigvœnleg áhrif voðaatburð- anna í Bandaríkjunum á öryggismál í heiminum. Hins vegar hefur farið minna fyrir efnislegri umrœðu um það hver þau áhrif séu, til lengri og skemmri tíma litið.“ skilningi, heldur einnig um stöðug- leika í efnahagslífi og vemd um- hverfisins. í þessu efni er Island eng- in undantekning og má færa gOd rök fyrir því að stærstu öryggismál okk- ar varði umhverfið, t.d. mengun sjáv- ar. Einnig er ljóst að aukinn vilji er fyrir því innan Evrópusambandsins að lúta ekki í einu og öllu forystu Bandarikjanna um þessi efni. Og er skemmst að minnast ummæla Chris Pattens, framkvæmdastjóra alþjóða- mála hjá ESB, sem gagnrýndi harð- lega ræðu Bandarikjaforseta þar sem írak, íran og Norður-Kórea voru út- nefnd „möndulveldi hins illa“. Þá má gera því skóna að vamarstoð ESB og ráðgerð stækkun NATO muni hafa mikil áhrif á öryggismálaumræðuna i Evrópu og víðar. Þaö hlýtur að vera sameiginlegt verkefni íslenskra stjómmálaflokka að meta og bregðast við þeim atburð- um sem skekið hafa heimsbyggðina á liðnu misseri. Eða má skilja utan- ríkisráðherra svo, þrátt fyrir fyrri yf- irlýsingar, að í raun hafi ekkert breyst og því engin ástæða fyrir ís- lendinga að hugleiða og' endurmeta stöðu sina í alþjóðlegu samhengi? Þórunn Sveinbjamardóttir Að komast undir mannahendur Hálfgerðar þvottasnúrur Öll samfélög hafa á einhvem hátt skilgreint brotlega hegðun og ákvarðað viðurlög, stundum fang- elsi. Hinn brotlegi er þá ekki sjálfs sín ráðandi lengur og er kominn undir manna hendur. Markmið fang- elsunar geta verið ýmis. Helst mætti tala um fjögur meginmarkmið: Refs- ingu, betrun, varðhald og öryggis- gæslu. Refsingum er beitt til varnaö- ar, betrun á að leiða til bættrar hegð- unar, varðhaldi sæta menn meðan mál þeirra eru í rannsókn en örygg- isgæsla hefur það markmið að firra menn hættu sem af fanganum kann að stafa. Ábyrgðin Augljóst er aö fangelsaður maður er á ábyrgð samfélagsins. Það ber ábyrgð á farnaði hans og leitast við að ná þeim markmiðum sem frelsis- „Þessa ábyrgð er nauðsynlegt að íhuga vel, m.a. af þeim ástœðum að um líf og gœfu þeirra manna er að tefla sem fangelsun sœta. Af þessu leiðir þá ábyrgð að láta saman fara sem mest gagn fyrir samfélagið og fangann. “ sviptingingunni eru sett. Þessa ábyrgð er nauðsyn- legt að íhuga vel, m.a. af þeim ástæðum að um líf og gæfu þeirra manna er að tefla sem fangelsun sæta. Af þessu leiðir þá ábyrgð að láta saman fara sem mest gagn fyrir samfélagið og fangann. Betrunarsjónar- mið ætti þá að vega þungt. Lögfróðir menn munu mæla að þau hafi vikið __________ um sinn fyrir refsi- og öryggissjónar- miðum. Þó má sýnast að þetta kunni að vera að snúast til baka á síðustu árum. Samfélagsleg þjónusta og afplánun í meðferð hafa komið til. Tækifæri hafa einnig verið til náms. En þetta getur varla talist mark- visst enda skortir mjög skilgreiningar varðandi framkvæmd þessa. Af þeirri siðferðilegu ábyrgð sem hér er lýst leiðir að þróa verður hugmyndafræði og að- ferðir til þess að ná því markmiði að fangar komi betra fólk og sam- félagslegra út úr fangels- um. Verulegt hlutfall fanga hafa hlotið dóm vegna fikniefnaneyslu. Sjálfsagt er að gera menn ábyrga fyrir brot- um sínum en eðli flestra fikiefnabrota er fólgið í því að fiklar eru að fjár- magna neyslu dýrra Kiallari Jakob Agúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur efna og sala þeirra og neysla er ólögleg. Fíkn leið- ir til sjúkdómsgreiningar sem felur í sér að ef ekki er gripið í taumana leiðir þró- unin til dauða. Af þessu leiðir ríka ábyrgð á þvi fólki sem af þeim ástæðum kemst undir manna hend- ur. Refsisjónarmið viki Hæst ber nauðsyn og ________ skyldu til að leita allra leiða til þess að lækna fólk- ið og þar með stemma stigu við vandanum. Öðrum kosti bindur sam- félagið sér óréttlætanlegar fjárhags- byrðar sem þó er lítilvægt atriði hjá þeirri ábyrgð sem við bökum okkur gagnvart fólki sem okkur þóknast að svipta frelsi. Við ættum að leitast við að gera þá fanga sem háðir eru fíkni- efnum heilbrigða og miða alla með- höndlun þeirra við það en láta refsi- sjónarmið víkja. Væntanlega munu fangelsisyfir- völd svara því til að þau séu vanbú- in til þessa þar sem úrræði þeirra séu takmörkuð, fangelsi of lítil til þess að megi deildarskipta þeim og aðalfangelsið of afskekkt til þess að auðvelt sé að ná til sérfræðiaðstoöar. Þetta er sjálfsagt satt en þá mættu þeir sem fjárveitingum stýra reikna þaö út hversu mikið sparast ef tæk- ist að stöðva brotafpril manns þegar hann kemst fyrst undir manna hend- ur í stað þess að hann stundi brot sín mörgum til skaða og gisti þess á milli fangelsi árum saman við mik- inn kostnað skattborgaranna eins og gjaman vill verða. Hér er úrbóta þörf. Jakob Ágúst Hjálmarsson „Er það staðreynd að víða úti um land eru símalinur hálfgerðar þvotta- snúrur. Til eru mýmörg dæmi um sveitafólk sem vaknar eldsnemma að morgni - eða jafnvel um miðja nótt - til að greiða reikninga á Netinu - öðru vísi fær þetta fólk ekki tryggt sam- band. Þessi staðreynd öðrum fremur getur orðið til þess að hægja á tölvu- væðingu bænda. Um leið og bændur eru hvattir til að netvæðast má ekki gleyma því að ótrúlega stór hópur býr við svo lélegar símalínur að það hálfa væri nóg. Þá vitum við að fæstir eiga svo góða prentara að þeir geti prentað út litfagrar og flóknar töflur." Úr leiöara Bændablaösins. Gildi lífsins í eigin huga „Hugleiðum inntak og trúarlegt gildi ferm- ingarinnar. Gleymum ekki kjamanum í um- stangi og tilboðum líð- andi stundar. Ferm- ingin fer fram hvort sem veislusalur er leigður og sliguð borð með kræsingum em í boði. Hið kyrrláta og hljóða, sem kristin trú boðar, er ekki í andstöðu eða stríði við líðandi stund. Kristur biður þig aðeins að hugleiða inntak og gildi lífsins í eigin huga fremur en að láta matast af tilboðum líðandi stund- ar. Barnið þitt elskar þig ekki meira fyrir það sem þú kaupir handa því. Það elskar þig mest fyrir þann tima, nálægð og umhyggju, sem þú gefur því. Slík ást er grein af þeim meiði, sem Kristur gefur í kærleika sinum. Elskum, njótum og verum saman. Lát- um ekki dægurtilboð ráða för.“ Sr. Pálmi Matthíasson á vef Bústaöakirkju. Spurt og svarað________Eru metnaðar- og skilningsleysi dragbítur á alþjódavœðingu íslensks atvinnulífs?i Björgvin G. Sigurösson, framkvstj. Samfylkingar: Fiskað í sama sjónum „Metnaðarleysið í íslenskum menntamálum undanfarinn ára- tug er með ólíkindum. Við alþjóð- legan samanburð setur mann hljóðan þegar við blas- ir hve langt við höfum dregist aftur úr þeim þjóðum sem viö berum okkur helst saman við. Skilningur á mikilvægi öflugrar og víðtækrar menntunar og þekkingar er forsenda þess að hér blómstri farsælt og framsækið samfélag í fremstu röð. Hér er ein- blínt á frumvinnslugreinarnar - og lítið gert til að efla metnað og dirfsku ungu kynslóðanna og hvetja þau til að róa á ný mið. í staðinn er hjakkað í sama farinu og fólk hvatt til þess að fiska í sama sjónum, í margræðri merkingu þeirra orða.“ Óskar Magnússon, forstjóri Íslandssíma: Engan heimóttarskap „Ég tel ekki hægt að alhæfa í þessu. Nýleg dæmi sýna að stundum hefði verið affarasæl- ast fyrir menn að halda sig við kálgarðinn heima en á hinn bóginn eigum við ekki að sýna neinn heimóttarskap. Og það höfum við heldur ekkert gert á undan- fómum árum. Ummæli forstjórans geta vissulega átt við á vissum sviðum þegar horft er vítt yfir sviðið. Dæmi um glæsta sigra í útrás íslensks at- vinnulífs er til dæmis Bravo-ævintýri Björgúlfs og félaga í Rússlandi - og húrra fyrir Bravo." Guðrún Helga Sigurðardóttir, blm. hjá Frjálsri verslun: Stjómmálamenn- imir dragnast „Já, oft getur metnaðar- og skilningsleysi meðal stjórnmála- manna haft neikvæð áhrif á al- þjóðavæðingu íslensks atvinnulífs, því er nú miður. Það hefur viljað loða við stjómmálamenn að þeir séu hikandi og þori hreinlega ekki að taka af skarið og grípa til nauðsynlegra ráðstafana tO að styrkja at- vinnulífið og stuðla að alþjóðavæðingu þess. Sem betur fer keyrir atvinnulífið áfram eins og hægt er meðan stjórnmálamennimir dragnast á eftir - en það er ekki nóg. Alþjóðavæðing er æskileg og óhjá- kvæmileg og það er í verkahring stjómmálamanna að búa í haginn fyrir hana frekar en að hafa letjandi áhrif á þróunina.“ Ragnar Tómasson lögmaður: Vilji og trú er allt sem þarf „Árið 1954 tókst Roger Banni- ster fyrstum manna að hlaupa míluna undir fjórum mínútum. Menn höfðu árum saman látið sig dreyma um að ná þeim áfanga. Áður en ár var liðið frá því Bannister tókst að hlaupa míluna á nefndum tima hafði 10 til 20 hlaupurum tekist þetta sama. Þetta er gömul saga og ný - að við getum það sem við ætlum okkur. í dag hefrn- nokkrum is- lenskum fyrirtækjum tekist með góðum árangri að hasla sér völl erlendis og sýnt okkur og sannað að þetta er hægt. Vilji og trú er allt sem þarf.“ tfj Slgurður Elnarsson, forstjórl Kaupþings, sagði þetta í sl. viku. Hann seglr hér stunduð gamaldags stjórnmál. Minnsti samnefnarinn úr átökum hagsmunahópa mótl framtíðarsýnina. Útreiðarmenn í kvöldsólinni í Kópavogi. DVJ4YND HARI Bæirnir kaupi Símann Það gengur illa að selja Landssímann. Margir telja þetta þó hreina heppni fyr- ir okkur íslendinga og er greinarhöfundur einnig þeirrar skoðunar. Hvað hefðu menn hér á landi sagt ef erlendur aðili hefði keypt símann og flutt svo fljótlega skráningu hlutafé- lags Landssímans í ein- hverja skattaparadís er- lendis? Þá hefði kaupand- inn sparað sér alla skatta hér á landi og greitt mála- myndaskatta á einhverri eyju sem auglýsir sig sem skatta- skjól. Raunveruleg dæmi eru um þetta á síðustu árum frá öðrum löndum um erlend auðfélög. Þau hafa keypt rík- iseignir víða en byrja næsta dag að skipuleggja hvemig lækka megi skatta til heimamanna með bók- haldsbrellum eða með því að flytja fyrirtækið í skattaskjól, alla vega að hluta. Það er peningagróðinn einn sem allt snýst um. Þetta skilja menn varla enn fyllilega hér á landi og telja útlendinga bara koma með gróða og peninga. Þetta er þó í raun alveg öfugt. Erlendir fjárfestar vilja peningana sína oftast fljótt tvöfalda til baka og vilja líka borga litla sem enga skatta. Gróðinn er leiðarljósið, enda eru þeir í viðskiptum eingöngu til þess að græða peninga. Önnur sjónarmið eru látin víkja. - Menn geta bara horft á Argent- ínu gjaldþrota þessa dag- ana. áður á Símanum. Sveitarfélögin geta þvi al- veg lagt fé í Landssimann og keypt þar hlutabréf. Samein- ist þau um þetta geta þau átt mann eða menn í stjóm Landssímans og væntanlega þá tryggt hagsmuni sína bet- ur en annars. - Lita ber á símaþjónustu eins og heitt og kalt vatn sem allir nota. Lífeyrissjóðirnir kaupi Á síöasta ári töpuðu margir lifeyrissjóðir fé, sam- anber fréttir í blöðum um afkomu þeirra árið 2001. Þeir hafa lagt í vafasamar og hættulegar fjár- festingar síðustu árin og tapað fé. Varla tapa lífeyrissjóðirnir á þvi að gerast sameiginlega stórfjárfestir í Landssímanum. Siminn er eitt mesta gullfyrirtæki landsins. Svo hafa nán- ast allir félagar í lifeyrissjóðunum beina hagsmuni af því að Landssím- inn sé vel rekinn og erlendur aðili fari ekki að okra á simagjöldum hér á landi. Þetta er eflaust betri fjárfest- ing en margt sem lifeyrissjóðimir setja peninga sjóðfélaga í þessa dag- ana. Viðskiptamenn Símans kaupi Margir notendur Símans eru ef- laust til í það að gerast fastir áskrif- endur að hlutafé í Landssimanum með því að símreikningur þeirra væri t.d. eitt þúsund krónum hærri í Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaöur hvert skipti. Þessar þúsund krónur gengju til hlutabréfakaupa símnot- andans. Hann ætti því smátt og smátt verulega stærra og verðmeira hlutabréf í Landssímanum. Ekki er heldur víst að þetta kosti simnotand- ann í raun nokkuð. Erlendur fjár- festir myndi væntanlega strax hækka öll gjöld Símans sem notand- inn sparar sér með innlendri eign á Landssímanum. Innlendur aðili still- ir væntanlega símgjöldum meira í hóf en erlendur aðili með gróðasjón- armið ein í huga gerði. Partur af lýðræðinu Það er í raun partur af innlendu lýðræði ef hægt er að skapa innlenda samstöðu um rekstur Landssimans. Lýðræðisleg þátttaka alls almenn- ings í heilbrigðum og heiðarlegum atvinnurekstri kæmist í framkvæmd ef fjöldi símnotenda keypti t.d. hluta- bréf í Landssímanum fyrir þúsund krónur um leið og hann borgaði sím- reikning sinn - væri föst áskrift að 1000 króna hlutabréfi. Landssíminn í eigu alls almennings styrkir okkar innlenda lýðræði. Við töpum okkar sjálfstæði smátt og smátt ef útlendingar kaupa hér allt upp, svo sem banka og vænleg stórfyrirtæki. Við sjálfir eigum þá lítið lengur. Landssíminn gæti þannig orðiö stolt okkar. - Hann væri dæmi um að við viljum ráða okkur sjálfir. Lúðvík Gizurarson Sveitarfélögin kaupi Mörg sveitarfélög hafa orðið mikla hagsmuni fjár- hagslega af því að Lands- síminn verði óbreyttur að mestu. Reykjavíkurborg hefur miklar skatttekjur af þvi að Landssímmn er með höfuðstöðvar og fyrir- tæki sitt skrásett í Reykja- vík en ekki í erlendri skattaparadís sem gæti þó vel orðið. Svo eru mörg sveitarfé- lög úti á landi með veru- lega atvinnuhagsmuni í sínum bæ sem tengjast Landssimanum. Þau reka ýmsa þjónustu í gegnum Símann fyrir stofnanir og fyrirtæki um allt land. Þessi sveitarfélög hafa mikla hagsmuni af þvl að símataxtar úti á landi hækki ekki upp úr öllu valdi þegar erlendur fjár- festir vill græða meira en „Sveitarfélögin geta því alveg lagtfé í Landssímann og keypt þar hlutabréf. Sameinist þau um þetta geta þau átt mann eða menn í stjórn Landssímans og þá vœntanlega tryggt hagsmuni sína betur en annars. Líta ber á símaþjónustu eins og heitt og kalt vatn sem allir nota. “ - Frá blaðamannafundi um einkavœðingu Símans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.